Morgunblaðið - 04.09.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.09.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2013 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Markmiðið er að halda í gömlu myndina við Ingólfstorg. Þótt torg- ið sé ekki gamalt sem slíkt hefur það unnið sér ákveðinn sess,“ segir Magnús Skúlason, formaður Húsa- friðunarnefndar, sem samþykkti til- lögur Minjastofnunar Íslands um friðlýsingu eldri timburhúsa við Ingólfstorg, auk salar gamla Sjálf- stæðishússins þar sem skemmti- staðurinn Nasa var áður til húsa. Ef forsætisráðherra samþykkir þessar tillögur um friðlýsingu húsanna eru allar viðbyggingar við þessi tilteknu hús háðar samþykki bæði Minjastofnunar og Húsafrið- unarnefndar. Áður en tillögurnar verða bornar undir forsætisráð- herra hafa eigendur húsanna sem fyrirhugað er að friðlýsa andmæla- rétt. Tillagan tekur til ytra borðs húsanna. Ef þær verða samþykktar hafa þær áhrif á deiliskipulag svæð- isins. Eldri byggð timburhúsanna sem um ræðir er á lóðunum við Hafn- arstræti 4 (Veltusund 1), Austur- stræti 3, Austurstræti 4, Veltusund 3-3B, Vallarstræti 4 og Aðalstræti 7. Þessi hús eru þó öll aldursfriðuð þar sem þau hafa náð 100 ára aldri. Heillegasta þyrping timbur- húsa í elsta hlutanum Í rökstuðningi með tillögunum segir m.a.: „Um er að ræða eina heillegustu þyrpingu reisulegra timburhúsa í elsta hluta Reykjavík- ur […] Þá er göturými Vallarstræt- is, milli Thorvaldsensstrætis og Veltusunds, eina dæmið sem til er um þrönga hliðargötu í Kvosinni.“ Þessi tillaga var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu. Sig- urður Einarsson lagði fram bókun þar sem segir meðal annars að frekari friðlýsing sé óþörf, jafn- framt gefi tillagan „tilefni til að ótt- ast frekari íhlutun stofnunarinnar [Minjastofnunnar Íslands] í útlit og frágang nýbygginga en eðlilegt get- ur talist fyrir þróun byggingarlist- arinnar“. Tillagan um friðlýsingu innviða og rýmisskipunar í sal Sjálfstæð- ishússins var samþykkt í Húsafrið- unarnefnd með þremur atkvæðum þeirra Magnúsar Skúlasonar, Hönnu Rósu Sveinsdóttur og Snorra Freys Hilmarssonar. Sig- urður Einarsson og Sigríður Björk Jónsdóttir greiddu atkvæði gegn tillögunni og lögðu fram bókanir. Friðun við Ingólfstorg  Minjastofnun vill friðlýsa eina heillegustu þyrpingu reisu- legra timburhúsa í elsta borgarhlutanum  Tekur til sjö húsa Friðun húsa við Ingólfstorg Grunnkort/Loftmyndir ehf. Aðalstræti 7 Vallarstræti 4 Thorvalddsensstræti 2 Hafnarstræti 4 (Veltusund 1) Austurstræti 3 Austurstræti 4 Veltusund 3-3B Austurvöllur Friðlýsing húsa » Friðlýsa má hús og mann- virki eða hluta þeirra, sem hafa menningarsögulegt, vís- indalegt eða listrænt gildi. » Hún getur náð til nánasta umhverfis hins friðlýsta húss eða mannvirkis. » Einnig má friðlýsa sam- stæður húsa sem hafa sama gildi og að framan greinir og gilda þá reglur friðlýsingar um hvert einstakt þeirra. Morgunblaðið/Heiddi Ingólfstorg „Um er að ræða eina heillegustu þyrpingu reisulegra timburhúsa í elsta hluta Reykjavíkur,“ stendur m.a. í rökstuðningi með tillögunni sem var samþykkt í Húsafriðunarnefnd með fjórum atkvæðum gegn einu. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Mér líst almennt mjög vel á þessar hugmyndir og við erum reiðubúin til samstarfs um heilsuhótelið. Við sjáum því ekkert til fyrirstöðu að að- stoða menn við svona uppbyggingu. Við höfum ekkert fjármagn til að leggja í þetta en getum lagt til þekk- ingu og sérhæft starfsfólk,“ segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heil- brigðisstofnunar Þingeyinga, um áform félagsins Sjóbaða ehf. um uppbyggingu sjóbaðsstaðar og heilsuhótels við Húsavík. Eins og fram kom í Morgunblaðinu eru við- ræður fyrirhugaðar milli Norður- þings og Sjóbaða um lóð undir starf- semina. Gert er ráð fyrir að heilsuhótel rísi við sjóböðin, með allt að 70 til 100 herbergjum. Heitur sjór rennur upp úr borholum á Höfðanum svo- nefnda og talið að hann hafi mikinn lækningamátt, m.a. fyrir fólk með húðsjúkdóma. Jón Helgi segir heilbrigðisstofn- unina áður hafa komið að hug- myndum um heilsuhótel í Mývatns- sveit, en ekkert hefur orðið af því. „En við erum jákvæð fyrir því að okkar starfsfólk fái að koma að svona uppbyggingu, við eigum enga digra sjóði að leita í.“ Hann segir áform Sjóbaða vel geta gengið eftir, rekstur sambæri- legra staða hér á landi hafi gengið vel. Vísar hann þar einkum til Bláa lónsins og Jarðbaðanna við Mývatn. Reiðubúin í sam- starf um hótelið  Heilbrigðisstofnun Þingeyinga styður áform um sjóböð og heilsuhótel Tölvumynd/Basalt arkitektar Sjóböð Móttaka á sjóbaðsstaðnum gæti litið svona út, með útsýni yfir Skjálfandaflóa. Heilbrigðisstofnunin er til í samstarf um heilsuhótelið. Undirbúningur er hafinn að vinnu- nefnd vísindamanna með það að markmiði að kortleggja dreifingu síldar á öllum lífsstigum í Norð- austur-Atlantshafinu. Stefnt er að formlegri stofnun vinnunefnd- arinnar á næsta fundi í október. Þetta er meðal þess sem ákveðið var í tveggja daga strandríkjavið- ræðum Íslands, Noregs, Rússlands, Færeyja og Evrópusambandsins, um norsk-íslenska síld í London. Reglubundinn fundur strandríkj- anna er samkvæmt venju haldinn í október, en Ísland boðaði sérstak- lega til þessa fundar vegna óska frá Færeyjum og Evrópusamband- inu vegna þeirrar stöðu sem uppi er um skiptingu stofnsins. Færeyingar hækkuðu einhliða kvóta sinn, sem þeir hafa sam- kvæmt samningi frá 2007, úr rúm- um 5% í 17%, og í kjölfar þess hef- ur Evrópusambandið beitt Fær- eyjar viðskiptaþvingunum sem íslensk stjórnvöld hafa mótmælt harðlega. Fyrir fundinn var búist við að Færeyingar myndu leggja fram til- lögur að nýrri skiptingu aflaheim- ilda. Engar slíkar tillögur voru lagðar fram og því ljóst að staðan í deilunni er óbreytt, að því er segir í frétt frá sjávarútvegsráðuneytinu. Hópur vísindamanna kortleggur dreifingu síldar hvert er þitt hlutverk? - snjallar lausnir Wise býður fjölbreyttar viðskiptalausnir fyrir fólk með mismunandi hlutverk. Gold Enterprise Resource Planning Silver Independent Software Vendor (ISV) TM Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 102, Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.