Morgunblaðið - 04.09.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.09.2013, Blaðsíða 6
BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Jökull Bergmann, sem rekur þyrlu- skíðafyrirtæki í Skíðadal á Trölla- skaga, segir að fjalllendið í kringum Eyjafjörð sé aðeins nógu stórt fyrir eitt þyrluskíðafyrirtæki. Samkeppni muni leiða til þess að svæðið glati verðmæti sínu í augum þeirra sem eru tilbúnir til að borga töluvert fé til að geta skíðað niður ósnertar brekk- ur. Fyrirtæki Jökuls, Arctic Heli Ski- ing, byrjaði að bjóða upp á þyrlu- skíðaferðir árið 2008 og er enn eina fyrirtækið sem það gerir. Svo virðist hins vegar sem brátt muni hefjast hörð samkeppni á svæð- inu. Í Morgunblaðinu í gær var sagt frá stofnun Viking Heliskiing sem hefur átt í viðræðum við Fjallabyggð um aðstöðu fyrir þyrluskíðaferðir og á rekstur að hefjast í mars 2014. Þá hefur Orri Vigfússon, sem þekktur er fyrir að stuðla að verndun á laxi, greint frá því að hann hyggi á þyrlu- skíðaferðir frá Deplum í Fljótunum en starfsemi þar á að hefjast sumarið 2014. Verði þessar fyrirætlanir að veruleika munu brátt þrjú fyrirtæki bjóða upp á þyrluskíðaferðir á svæð- inu. Til viðbótar hefur Varpland hf., fyrirtæki í eigu sænsks athafna- manns, lýst áhuga á að bjóða upp á þyrluskíðaferðir á Vestfjörðum en undirbúningur að því er vart hafinn. Á vegum Arctic Heli Skiing hefur einkum verið skíðað á Tröllaskaga (fjalllendinu á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar) og á Gjögraskaga sem stundum er svo nefndur (milli Eyja- fjarðar og Skjálfanda) en einnig í fjöllunum fyrir botni Eyjafjarðar. Jökull segir að svæðið sem um ræðir, að Eyjafirði meðtöldum, sé um 4.000 ferkílómetrar. Þetta sé þó alls ekki stórt athafnasvæði fyrir fyrirtæki sem býður upp á þyrluskíðaferðir. Stíf stýring í Kanada Jökull bendir á að í Kanada, þar sem er ríkust hefð fyrir þyrluskíða- mennsku, hafi lítil og meðalstór þyrluskíðafyrirtæki oft um 5.000 fer- kílómetra til umráða. Þar sé vandlega gætt að því að svæðum sé skipt á milli fyrirtækja sem geri samning um nýt- ingu á fjöllum til allt að 30 ára. „Stýr- ing á nýtingu á landinu er algjör for- senda fyrir því að hægt sé að byggja upp rekstur sem þennan,“ segir Jök- ull. Ástæðan fyrir því að fólk sækist eftir að komast í þyrluskíðaferðir sé sú að þannig geti það skíðað niður ósnertar brekkur, brekkur sem eru lausar við skíðaför eftir aðra. Slíkar brekkur séu takmörkuð auðlind. Jökull segir að við fyrstu sýn gæti einhver talið að nóg væri af skíða- brekkum á svæðinu til að bera fleiri fyrirtæki. Á hinn bóginn verði að hafa í huga að jafnan sé aðeins takmark- aður hluti þeirra í aðstæðum, þ.e. að þær henti til skíðaiðkunar af þessu tagi, vegna færis, hvernig þær snúa við sólu, snjóflóðahættu o.s.frv. Þá komi fyrir að ekki snjói á svæðinu svo vikum skipti og þá sé mikilvægt að hafa úr mörgum brekkum að velja til að geta boðið viðskiptavinum upp á ósnertar brekkur. Um leið og fleiri en eitt fyrirtæki séu komin á svæðið verði ómögulegt að fylgjast með eða stýra hvaða brekkur séu notaðar. Jökull bendir einnig á að sam- keppni á milli fyrirtækja geti beinlín- is boðið hættunni heim. Í Alaska, þar sem regluverkið sé ekki eins skýrt og í Kanada, hafi t.d. legið við stór- slysum þegar fyrirtæki hafi verið að keppast við að koma sínum þyrlum fyrst upp á tinda til að geta boðið við- skiptavinum sínum upp á bestu brekkurnar. Þá sé markaður fyrir þyrluskíðaferðir lítill, en talið sé að aðeins um 25.000 manns á heimsvísu fari í lengri þyrluskíðaferðir á ári, þ.e. lengri ferðir en dagsferðir. Umsagnir um svæði berist hratt út á meðal hópsins. Þyrluskíðaferðir á Íslandi njóti afar góðs orðspors en það verði fljótt að fréttast ef landið verði að „kúrekalandi þar sem hver sé ofan í öðrum“, segir hann. Refabúa-laxeldis-vídeóleigu … Það hafi þó í sjálfu sér verið viðbúið að fleiri vilji byrja á þyrluskíða- mennsku þegar þeir sjá að slíkur rekstur gengur vel og öll markaðs- uppbygging þegar unnin. „Ég kalla þetta refabúa-laxeldis-vídeóleigu- pítsustaðaæði,“ segir hann. Hvað þyrluskíðamennsku á Tröllaskaga varði sé þó alveg skýrt að aðeins sé svigrúm til að reka eitt fyrirtæki. „Það getur vel verið að það gangi að reka fleiri fyrirtæki í stuttan tíma en svo er það líka búið.“ Aðeins pláss fyrir eitt fyrirtæki  Tröllaskagi, Gjögraskagi og Eyjafjörður teljist ekki stórt athafnasvæði fyrir þyrluskíðafyrirtæki  Aðeins góðar aðstæður á takmörkuðum hluta svæðisins hverju sinni  Hætta á árekstrum Ljósmynd/Arctic Heli Skiing Tröllaskagi Jökull segir að í Kanada sé algengt að hvert þyrluskíðafyrirtæki hafi 5.000 ferkílómetra til umráða. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2013 Jökull Bergmann hefur gert samning um einkaleyfi til þyrlu- skíðaflugs í atvinnuskyni á jörð- um í eigu Dalvíkurbyggðar (til tólf ára) og Grýtubakkahrepps (til átta ára) og einnig við ýmsa landeigendur á svæðinu. Hann segir að samningarnir séu al- gjör forsenda fyrir því að ráðast í uppbyggingu innviða á Trölla- skaga þaðan sem hann gerir út, sem og til að stýra umferð um svæðið þannig að allir njóti þess, þ.m.t fjallaskíðafólk, vél- sleðamenn og aðrir sem stunda vetrarferðamennsku, en ef eng- in slík stýring eigi sér stað muni auðlindin glatast og allir tapa. Svanfríður Jónasdóttir, bæj- arstjóri Dalvíkurbyggðar, segir að bæjarfélaginu hafi þótt rétt að semja við Jökul. Hann hafi verið að markaðssetja svæðið í nokkur ár og það hafi verið vit- að að þegar hún fari að skila sér vilji fleiri komast að. Spurningin sé hvort það sé ekki rétt að frumkvöðullinn fái að njóta síns starfs í nokkur ár. Hún tekur skýrt fram að réttur almennings til farar um umrætt landsvæði sé óskertur, samningurinn taki aðeins til þyrluskíðaferða í at- vinnuskyni. „Svo vil ég nú helst að menn finni fleiri fjöll en þessi, bæði upp á öryggismál og annað. Það er nóg af fjöllum á Íslandi.“ Samningar til tólf og átta ára FRUMKVÖÐULLINN FÁI AÐ NJÓTA SÍNS STARFS Svanfríður Jónasdóttir Jökull Bergmann Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Staðreyndin er sú að ríkissjóður er rekinn með tugmilljarða halla. Það er mjög mikilvægt að við för- um yfir allan ríkisreksturinn og leitum leiða til þess að sinna nauðsynlegri þjónustu með lægri tilkostn- aði,“ segir Ás- mundur Einar Daðason, for- maður hagræð- ingarhóps ríkis- stjórnarinnar, sem vinnur að tillögum um hagræðingu í ríkis- rekstrinum. Hópurinn starfar á vegum ráð- herranefndar um ríkisfjármál og fundaði sl. mánudag með ríkisfjár- málanefndinni, þar sem farið var yfir stöðu verkefnisins og fram- haldið skipulagt að sögn Ásmund- ar. Hann segir hins vegar ekki tíma- bært að segja til um það hversu stór hluti tillagna hópsins verður innleiddur í fjárlagafrumvarp næsta árs, þegar það verður lagt fram á Alþingi 1. október. Ásmundur segir vinnu hópsins miða ágætlega en verkefnið sé gríðarlega umfangsmikið. Á sjötta hundrað ábendingar Í sumar var opnað vefsvæði þar sem almenningi er boðið að koma á framfæri hugmyndum og ábend- ingum til hagræðingarhópsins. Alls bárust á sjötta hundrað ábendingar að sögn hans, sem varða fjölmörg mál, og hefur hópurinn verið að vinna úr þeim. Segir hann margar gagnlegar ábendingar hafa borist. Ásmundur Einar segir menn líka spyrja sig hvort ríkið sé að sinna einstökum verkefnum sem e.t.v. sé ekki þörf á að það geri og endur- meta þau þar sem menn hafi kom- ist af án þeirra fyrir einhverjum árum. ,,Það liggur ljóst fyrir að víða í ríkisrekstrinum eru verulegir möguleikar til hagræðingar og við verðum að nýta þá möguleika,“ segir hann. Framundan eru kjarasamningar bæði á almenna og opinbera vinnu- markaðinum. Spurður hvort ekki verði þröngt um vik að ætla að leggja til hagræðingu og kerfis- breytingar hjá ríkinu í ljósi þess, ekki síst ef tillögurnar hafa áhrif á starfsmannahald ríkisins, ítrekar hann að ekki verði hjá því komist að hagræða í opinberum rekstri. ,,Það er verkefni okkar allra. Hvort sem um er að ræða alþingismenn, ráðherra eða forstöðumenn ríkis- stofnana verða allir að taka þátt í því. Á meðan ríkissjóður er rekinn með halla er kerfið ekki sjálfbært. Mér hefur heyrst að flestir hafi skilning á að grípa verði þarna inn í.“ Möguleikar til hagræðingar  Ekki liggur endanlega fyrir hversu stór hluti tillagna hag- ræðingarhópsins verður í fjárlagafrumvarpinu 1. október Ásmundur Einar Daðason Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Vestmannaeyjum 1.390,- 1.390,-1.370,- 1.390,- 1.390,- 1.970,- 110 cm 1.990,- 1.370,- GÆÐASKÓFLUR Haki 1.990,-Malarhrífa verð frá 1.470,- Laufhrífa 690,- Strákústur 30cm breiður 695,- Garðtól á góðu verði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.