Morgunblaðið - 04.09.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.09.2013, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2013 Þau 40 ár sem ég hefi rekið fyrirtæki hefur oft kreppt að, en aldrei, eins og eftir hrunið 2008. Með góðum mannskap, mikilli vinnu, aðhaldi í manna- haldi og fjárfestingum tókst okkur að standa í skilum og komast í gegn- um kreppuna. Á sama tíma hefur maður séð önnur fyrirtæki fá af- skrifuð hundruð milljóna eða þúsund milljónir króna. Eitt fyr- irtæki skuldaði t.d. 5 milljarða og fékk 4,5 (= milljón á dag í 12 ár) afskrifaða fyrir að koma inn með 500 millj. kr. Subbukennd útboð hafa einkennt sölu þeirra fyrirtækja, sem þó hafa verið seld opinberlega eftir miklar af- skriftir. Þannig fékk fyrrnefnt fyr- irtæki nokkrum vikum síðar að kaupa á gjafverði annað fyrirtæki, sem hafði fengið mikið afskrifað við end- urskipulagningu. Enn önnur fyrirtæki hafa bankarnir hreinlega tekið af „eig- endunum“ og afhent öðrum skuldu- nautum sínum í þeirri trú að með auk- inni veltu standi þeir frekar í skilum og tap bankans yrði minna. Auðvitað á maður að vera þakklátur og stoltur af því að geta staðið í skilum og ekki að svekkja sig á þessu. Það er samt erfitt að sætta sig við þessa óréttlátu mis- munun fyrirtækja í ýmiss konar rekstri. Öllu erfiðara er að horfa upp á hvernig þeir, sem trúað er fyrir al- mannafé fara með það á sama tíma og þjóðin er yfirskuldsett. Hefði jafnvel orðið gjaldþrota ef forsetinn hefði ekki forðað okkur frá skuldafangelsi Icesave og þar með að verða tekin yfir af ESB. Fyrir utan stóru málin, eins og spít- ala, fangelsi og umferðarmiðstöð sem er vitlaust staðsett, að ógleymdum flugvellinum og lífeyrissjóðasukkinu, eru óteljandi minni mál. Molar eru líka brauð. Nýlegt dæmi er veglagn- ing í Gálgahrauni, sem deilt hefur ver- ið um. Kostnaður er um milljarður. Ég velti fyrir mér hvort þörf sé á ve- gaspottanum eða hvort hann hefði ekki mátt bíða. Annað dæmi er náttúruminjasafnið í Perluna. Gangi dæmið ekki upp er enginn ábyrgur og almenningur borg- ar. Sá sem er í forsvari kom nýlega fram í sjónvarpi og sagði 80 milljóna kr. ársleigu ekkert mál því þeir myndu selja inn fyrir 100 milljónir króna á ári. Í mínum rekstri hefi ég aldrei keypt vél án þess að geta reikn- að í huganum að hún borgi sig mjög fljótt upp. Einfaldur hugarreikningur sýnir að safnið verður frá fyrsta degi rekið með dúndrandi tapi og gæti eyðilagt þá blómstrandi starfsemi, sem er fyrir í Perlunni. Til að færa sönnur á þessa fullyrð- ingu bendi ég væntanlegum safn- stjóra á að 80 milljóna króna leiga á ári í 15 ár er staðreynd. Sala aðgangs- eyris fyrir 100 milljónir kr. á ári er spádómur. Jafnvel þó að hann stæðist þá dugar 20 milljóna kr. mismunur skammt fyrir rekstrinum. Laun safnstjóra með launatengdum gjöldum verða vart minni en millj- ón á mánuði miðað við það sem maður hefur séð hjá því opinbera. Það eru 12 milljónir á ári og þá eru eftir átta. Stjórinn verður ekki einn og lágmark tveir hálfdrættingar í við- bót við hann á launum og þá eru komnar 4 milljónir kr. í mínus. Árni Hjartarson, forseti Hins íslenzka náttúrufræðifélags, ritaði nýlega grein í Fbl. Þar kom fram að hönnun og uppsetning safnsins í Perlunni kostaði 500 milljónir króna. Standist sú áætlun er kostnaður umfram tekjur minnst 50 milljónir kr. á ári. Safnstjóri áætlar sölu aðgangseyris 100 milljónir króna á ári. Miðað við 1.000 kr. aðgangseyri (ca. 7 evrur) verða 100 þúsund manns að kaupa sig inn á safnið árlega. Nú er það svo að flestir, sem koma í Perluna eru er- lendir ferðamenn í skipulögðum hóp- ferðum. Rúturnar stoppa ½ klst., sem er nóg til að komast á klósett og horfa yfir bæinn, en of stutt til að skoða veglegt náttúruminjasafn. Óvíst er að hægt sé að skipuleggja hópferðir með 2-3 klst. stoppi í Perlunni. Það yrði þá að sleppa öðru, sem ferðamenn gjarn- an vilja sjá. Þannig fækkar heimsókn- um þessa markhóps. Óvíst er hversu margir vilja kaupa sig inn. Þeir gætu alveg eins notið útsýnisins í göngu- ferð umhverfis Perluna. Rétt er að taka fram að ég er al- gjörlega sammála öllu sem Árni Hjartarson ritar í Fbl. um málefni safnsins. Það er til háborinnar skammar hvernig búið hefur verið að safninu, en að klastra því inn í Perl- una gæti orðið dapurlegur endir. Nær væri að nota fjármagnið til að byggja nýtt klæðskerasaumað hús yfir safnið við Perluna, sem er góð staðsetning með um ½ milljón heimsókna á ári. Innangengt gæti verið úr Perlunni og þar lægju frammi kynningarbækl- ingar. Ferðamenn gætu fengið bækl- ing stimplaðan hjá rútubílstjóra, sem vottun um heimsóknina. Gegn fram- vísun stimplaðs bæklings fengju þeir afslátt á aðgöngumiða, ef þeir kæmu aftur seinna. Að lokum vil ég benda hagræðing- arnefndinni á að skoða svona mál. Af nógu er að taka. » Það er til háborinnar skammar hvernig búið hefur verið að safninu, en að klastra því inn í Perluna gæti orðið dapurlegur endir. Höfundur er iðnrekandi og verkfræðingur. Sigurður Oddsson Ábyrgðarlaus sóun á almannafé Eftir Sigurð Oddsson Umhverfis- og skipu- lagsráð Reykjavíkur tók vonda ákvörðun á dögunum þegar meiri- hlutinn ásamt fulltrúa Vinstri grænna hafnaði beiðni einkafyrirtækis um að bjóða borg- arbúum aukna þjónustu í endurvinnslu. Nánar tiltekið var um að ræða umsókn Gámaþjónust- unnar hf. um að fá að safna lífrænum heimilisúrgangi frá heimilum til að nýta til jarðgerðar. Við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í ráðinu vorum á móti þeirri ákvörðun að hafna beiðni Gámaþjónustunnar, enda engin ástæða til að vantreysta fyrirtækinu í því verkefni. Rök meirihlutans í ráðinu voru að- allega þrenn; að söfnun lífræns úr- gangs sé vandmeðfarin þar sem það geti stafað af honum ólykt ef honum er ekki safnað á tveggja vikna fresti, að það sé hættulegt að blanda saman þurrum endurvinnsluefnum eins og pappír og lífrænum úrgangi vegna sóttkveikjuhættu og að aukin umferð sorpbíla yrði í kjölfar slíks leyfis. Þessi rök standast ekki skoðun. Í fyrsta lagi er ósköp ein- falt að gera að skilyrði starfsleyfisins að líf- ræni úrgangurinn sé sóttur að lágmarki á tveggja vikna fresti ella myndi starfsleyfið falla úr gildi. Í öðru lagi hef- ur Gámaþjónustan þeg- ar yfir að ráða sorpbíl- um sem eru tvískiptir svo hvorki má gera ráð fyrir hættu vegna blöndunar lífræna úr- gangsins við aðra end- urvinnslu né í þriðja lagi að hætta sé á aukinni umferð sorpbíla þar sem bílarnir gætu því sinnt báðum verk- efnum í sömu ferð. Eftir stendur því einungis grímu- laust vantraust gagnvart einkaað- ilum. Gamla mantran um að hið op- inbera sinni allri sinni þjónustu best lifir greinilega enn góðu lífi. Það sem er skrítnast við þá skoðun meirihlut- ans nú er að einkaaðilar eru að bjóða borgarbúum upp á betri þjónustu í sorphirðu og endurvinnslu en borgin. Gámaþjónustan sjálf hefur safnað líf- rænum úrgangi frá fyrirtækjum í Reykjavík án vandkvæða og hefur að auki um nokkurt skeið safnað lífrænu sorpi frá heimilum á Akureyri og Dal- vík með góðum árangri. Þessi óskiljanlega ákvörðun vekur því upp vondar spurningar. Ein af þeim er hvort ein ástæða hennar sé hræðsla borgarkerfisins við að missa þarna einhvern spón úr aski sínum? Það er ekki hægt að fullyrða enda væri það grafalvarleg afstaða ráða- manna í mikilvægu hagsmunamáli. Málið er mikilvægt því um er að ræða þjónustu á markaði þar sem ætti að þrífast heilbrigð samkeppni. Það er bæði hagkvæmt fyrir borgarbúa og tryggir þá hagsmuni þeirra að haga sínum sorpmálum eftir óskum og hentugleika hvers og eins. Að ógleymdu mikilvægi aukinnar um- hverfisverndar. Kaldhæðni málsins er sú að meiri- hluti sem skreytir sig með fallegum markmiðum um endurvinnslu og um- hverfisvernd stendur ekki við þau þegar aðrir en embættismenn borg- arinnar vilja bjóða borgarbúum betri kosti. Aukin þjónusta í ruslið Eftir Hildi Sverrisdóttur »Gamla mantran um að hið opinbera sinni allri sinni þjónustu best lifir greinilega enn góðu lífi. Hildur Sverrisdóttir Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Einstök gæði á góðu verði og vaxtalaus greiðsludreifing í 12 mánuði Eldhúsinnréttingar Þín veröld X E IN N IX 13 05 002 Tunguhálsi 7 110 Reykjavík 554 1989 www.gardlist.is Trjáfelling og stubba- tæting FJARLÆGJUM LÍTIL SEM STÓR TRÉ OG TÆTUM TRJÁSTOFNA. Við búum yfir mikilli reynslu og frábærum tækjakosti þegar kemur að því að fella stór sem smá tré. Stubbatætarinn er svo frábær lausn til þess að losna við trjástofna sem standa eftir í garðinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.