Morgunblaðið - 25.09.2013, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir
Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Stjórn Samtaka afurðastöðva í mjólk-
uriðnaði ákvað í gær að leggja til við
landbúnaðarráðherra að greiðslu-
mark mjólkur á næsta ári verði 123
milljónir lítra. Gangi það eftir yrði um
aukningu að ræða upp á um sjö millj-
ónir lítra frá yfirstandandi ári og 5
millj. lítra umfram sölu ársins, sem er
meira en nokkur dæmi eru um áður.
Skv. upplýsingum Mjólkursamsöl-
unnar er gert ráð fyrir 7,7 milljóna
lítra söluaukningu mjólkurafurða á
treimur árum. Þetta samsvarar fram-
leiðslu 40 meðalkúabúa. „Það er fyrst
og fremst aukin sala fitumeiri afurða
á borð við smjör, ost, nýmjólk og
ýmsar aðrar vörutegundir sem knýr
þessa söluaukningu. Salan var liðlega
115 milljónir lítra árið 2012, en gert
er ráð fyrir að hún verði 123 milljónir
lítra árið 2014. Það er 7,7 milljóna
lítra aukning á tveimur árum. Bænd-
ur hafa verið hvattir til að auka fram-
leiðsluna þegar á síðustu vikum þessa
árs og búa sig undir enn aukna sölu á
því næsta,“ segir í frétt frá Mjólkur-
samsölunni.
Stóraukin
sala mjólk-
urafurða
Lagt til að kvóti
aukist um 7 millj. lítra
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Kristín María Björnsdóttir, fráfar-
andi formaður vinnumarkaðsráðs á
Austurlandi, gagnrýnir uppsagnir
Eyglóar Harðardóttur, félags- og
húsnæðismálaráðherra, á sjö for-
mönnum vinnumarkaðsráða harð-
lega og segir þær án skýringa.
Eygló sagði sjö formönnum og
jafn mörgum varaformönnum ráð-
anna upp í lok ágúst. Fengu þeir
frest til andmæla til 9. september.
Að sögn Kristínar Maríu ber
vinnumarkaðsráðum að vera til ráð-
gjafar og sem bakland fyrir Vinnu-
málastofnun víða um land.
„Ég gerði mér ekki grein fyrir að
þetta væri pólitískt embætti. Vinnu-
markaðsráðin hafa aldrei starfað
samkvæmt pólitískum fyrirmælum,
heldur horfa menn á sína heima-
byggð og reyna að vinna sem best í
þágu hennar … Þar fyrir utan hefur
aldrei áður verið skipt um formenn
þótt orðið hafi stjórnarskipti. Það
hefur aðeins verið skipt um formenn
þegar skipunartíminn rennur út.“
Skipuð frá og með maí 2011
Kristín María og hinir formenn-
irnir sex sem sagt var upp voru skip-
uð til fjögurra ára frá og með maí
2011. Hafa þau Magnús Þór Jónsson,
formaður ráðsins á Vesturlandi, og
Helena Þ. Karlsdóttir, form. ráðsins
á Norðurlandi eystra, einnig mót-
mælt uppsögnunum í tilkynningu.
Kristín segist undrast þá skýringu
ráðherra í uppsagnarbréfi að hann
vilji í þeirra stað skipa aðra sem séu
„líklegri til að framfylgja stefnu ráð-
herra“. Eygló hafi enda ekki lagt
fram neina stefnu í þessum málum,
ekki fremur en forveri hennar.
Eygló var í flugi þegar fréttin var í
vinnslu. Aðstoðarmaður hennar,
Matthías Páll Imsland, var til svara:
„Það kemur tæpast pólitískt skip-
uðum einstaklingum á óvart að þeg-
ar ný ríkisstjórn tekur við haldi þeir
ekki áfram að stýra mikilvægum
verkefnum sem oftar en ekki fela í
sér að framfylgja pólitískri stefnu og
áherslum þess ráðherra sem fer með
viðkomandi málaflokk.
Áður en viðkomandi nefndarmenn
voru valdir fóru ekki fram hefðbund-
in ráðningarviðtöl á vegum ráðu-
neytisins né var lagt sérstakt mat á
hæfni þeirra eða þekkingu á því sviði
sem nefndunum er ætlað að fjalla
um, líkt og gert er þegar skipað er í
stöður eða ráðið er í störf á vegum
ráðuneytisins. Skipun þessara ein-
staklinga byggðist á mati fv. ráð-
herra á því að þeir gætu fylgt póli-
tískri stefnu hans og nytu trausts
hans. Með því að endurskipa í þessar
nefndir er alls ekki verið að varpa
rýrð á störf þessa fólks heldur er
ráðherra að velja til þessara verka
fólk á sömu forsendum og áður var
getið um, þ.e.a.s. fólk sem hann telur
vel til þess fallið að stýra þessum
verkefnum í samræmi við stefnu sína
og áherslur,“ sagði Matthías.
Uppsögn ráðherra sé án fordæmis
Fráfarandi formaður vinnumarkaðsráðs Austurlands segist undrast að embætti sitt sé pólitískt
Aðstoðarmaður félagsmálaráðherra segir uppsagnir ekki eiga að koma hlutaðeigendum á óvart
Kristín María
Björnsdóttir
Matthías Páll
Imsland
SVIÐSLJÓS
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Fimm einstaklingar hafa greinst
með HIV-veiruna hér á landi það
sem af er þessu ári. Flestir þeirra
eru með erlent ríkisfang. Samkvæmt
upplýsingum frá embætti landlækn-
is greindust tuttugu með HIV-smit
hér á landi í fyrra og einn með al-
næmi. Er það svipaður fjöldi og árin
2011 og 2010 en heldur fleiri en árin
þar á undan þegar fimm til fimmtán
einstaklingar greindust að meðaltali
á ári.
Í árslok 2012 höfðu verið tilkynnt
til sóttvarnalæknis samtals 300 til-
felli af HIV-sýkingu á Íslandi frá
árinu 1983. Þar af höfðu 66 sjúkling-
ar greinst með alnæmi og 39 látist af
völdum sjúkdómsins.
Í nýrri skýrslu UNAIDS, áætlun-
ar Sameinuðu þjóðanna gegn al-
næmi, kemur fram að mikill árangur
hafi náðst í baráttunni gegn HIV og
alnæmi í heiminum. HIV-nýsmit
hafa dregist saman um þriðjung síð-
an 2001 og um meira en helming hjá
börnum. 2,3 milljónir smituðust af
HIV árið 2012 en árið 2001 voru þeir
3,4 milljónir. Nýsmit hjá börnum
hefur dregist saman um 52% síðan
2001 en 260.000 börn greindust með
HIV í fyrra.
Bataferlið má þakka nýjum lyfjum
sem koma í veg fyrir smit í móður-
kviði, frá móður til ófædds barns
hennar. Talið er mögulegt að draga
úr nýsmitum hjá börnum um 90% á
næstu tveimur árum með sama
áframhaldi.
Eykst í Austur-Evrópu
Betri aðgangur að lyfjum þýðir að
fleiri lifa nú með HIV. Um 35,3 millj-
ónir manna lifðu með veirunni í
fyrra, um 70% þeirra í Afríku sunnan
Sahara. Frá 2001 hefur árlegur fjöldi
nýsmita meðal fullorðinna á því
svæði minnkað um 34%. Mesta
minnkun í nýsmiti frá 2001, um 49%,
hefur átt sér stað í Karíbahafi. HIV-
smituðum hefur fjölgað í Austur-
Evrópu og Mið-Asíu á undanförnum
árum. Áfram fjölgar HIV-smituðum
í Mið-Austurlöndum og Norður-Afr-
íku. Í fyrra létust 1,6 milljónir
manna úr alnæmi en árið 2011 voru
þeir 1,8 milljónir og 2,3 milljónir árið
2005.
HIV-smit hjá samkynhneigðum
karlmönnum hefur aukist aðeins á
heimsvísu og þá gengur illa að draga
úr HIV-smiti meðal sprautufíkla en
það helst enn hátt, er allt að 28% í
Asíu.
Færri smitast af HIV-veirunni
Fimm hafa greinst með HIV á
Íslandi í ár Mikill árangur náðst HIV smit í heiminum 2001 til 2012
Fó
lk
se
m
lifi
r
m
eð
H
IV
(m
ill
jó
ni
r)
40
35
30
25
20
15
10
5
0
N
ýg
re
in
di
r
m
eð
H
IV
(m
ill
jó
ni
r)
4,0
3,5
3,0
2,5
2,0
1,5
1,0
0,5
0
Fólk sem lifir með HIV
2001-2012
Nýgreindir með HIV
2001-2012
2001 2012
HIV-staðreyndir
» 35,3 milljónir manna voru
með HIV-veiruna árið 2012.
» Dregið hefur úr nýsmiti
HIV um 33% frá árinu 2001. Í
fyrra smituðust 2,3 milljónir
manna af HIV í heiminum en
árið 2001 voru þeir 3,4 millj-
ónir.
» HIV-smit hjá fullorðnum og
unglingum dróst saman um
50% eða meira í 26 löndum á
árabilinu 2001 til 2012.
» Nýsmit hjá börnum hefur
dregist saman um 52% síðan
2001. Um 260.000 börn smit-
uðust af HIV-veirunni í fyrra,
þau voru 550.000 árið 2001.
» Andlát sem má rekja til al-
næmis hafa dregist saman
um 30% síðan 2005 þegar
sjúkdómurinn var í hámarki. Í
fyrra létust 1,6 milljónir ein-
staklinga úr alnæmi.
Margir hafa notið útivistar síðustu daga. Nú sér
senn fyrir endann á þeirri blíðu sem einkennt
hefur veðrið en í dag verður rigning um allt land
og veður tekur að kólna. Ljósmyndari Morgun-
blaðsins fangaði heillandi haustliti náttúrunnar
við Vífilsstaði síðdegis í gær.
Morgunblaðið/Golli
Haustið skartar sínu fegursta og heillar landsmenn