Morgunblaðið - 25.09.2013, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2013
Mikil leit stóð yfir í Öskjuhlíðinni
og nágrenni Reykjavíkurflugvallar
í gær að ketti sem slapp út úr
einkaflugvél. Í gærkvöldi hafði
leitin ekki borið árangur. Kött-
urinn er sagður styggur við
ókunnuga en settar voru upp fimm
gildrur með kattamat í. Flugvélin
kom frá Danmörku og millilenti á
Reykjavíkurflugvelli á leið sinni til
Bandaríkjanna. Flugbjörg-
unarsveitin tók m.a. þátt í leitinni
og fær greitt fyrir. Matvælastofn-
un leggur áherslu á að kötturinn
finnist þar sem hann hefur ekki
farið í gegnum einangrunarstöð og
því geti smithætta stafað af hon-
um. „Við erum ekki kattabjörg-
unarsveit, en við erum hins vegar
sérfræðingar í því að leita og
þekkjum svæðið mjög vel,“ sagði
Jóhannes Kolbeinsson, formaður
Flugbjörgunarsveitarinnar í
Reykjavík, í samtali í gær. „Þetta
er óvenjulegt verkefni,“ sagði Jó-
hannes en ekki er ákveðið hversu
lengi á að leita að kettinum.
Umfangs-
mikil leit að
einum ketti
Fimm gildrur með
kattamat settar upp
Morgunblaðið/Rósa Braga
Leit Björgunarsveitarmenn tóku
þátt í leitinni að kettinum í gær.
Íslendingar eru þjóða duglegastir
að vafra um netið með þráðlausum
hætti en samkvæmt nýrri könnun
samtakanna Broadband Commision
á slíkri netnotkun er Ísland í fyrsta
sæti með 96 prósenta notkun eða
einu prósenti meira en frændur
okkar Norðmenn. Næstir koma Sví-
ar með 94 prósent og Danir með 93
prósent og raða því Norðurlönd sér
í efstu sæti listans.
Þráðlaus netsamskipti hafa tekið
mikið stökk eftir að bæði snjallsím-
ar og spjaldtölvur komu til sögunn-
ar og telja sérfræðingar á þessu
sviði að notkun slíkra tækja muni
aukast um 30 prósent á næsta ári.
Bandaríkin eru í 24 sæti listans
með 81 prósents notkun og er það
athyglisvert í ljósi þess að bæði
snjallsíma- og spjaldtölvubyltingin á
uppruna sinn í Bandaríkjunum.
Dr. Harmadoun I. Touré hjá ITU
bendir á að bæði í Evrópu og
Bandaríkjunum sé netnotkun mjög
mikil en á sama tíma sé hún lítil sem
engin í mörgum vanþróaðri ríkjum.
„Mikill meirihluti fólks í 49 vanþró-
uðustu ríkjum heims hefur lítinn
eða engan aðgang að netinu. Það er
mjög slæmt í ljósi þess að netið er
orðið stór þáttur í hagvexti og þró-
un flestra ríkja,“ sagði Harmadoun
við fjölmiðla þegar niðurstöður
könnunar um þráðlausa netnotkun
voru kynntar.
Netvæðing mest á Íslandi
Morgunblaðið/Ernir
Netið Snjallsímar og spjaldtölvur hafa aukið notkun þráðlauss nets.
Norðurlandaþjóðirnar raða sér í efstu sæti lista um
þráðlausa netnotkun Eykur hagvöxt og ýtir undir þróun
Einungis 13 prósent læknanema,
hjúkrunarfræðinema og annarra
nema í heilbrigðisvísindum sem
svöruðu í könnun sviðsráðs heil-
brigðisvísindasviðs Stúdentaráðs
Háskóla Íslands sögðust geta hugs-
að sér að starfa í framtíðinni á Land-
spítalanum. Þá sögðust einungis 8
prósent hafa jákvætt viðhorf til heil-
brigðismála á Íslandi og um 50 pró-
sent nema höfðu íhugað að flytja til
útlanda strax að loknu námi við Há-
skóla Íslands.
Mikil umræða hefur verið um
stöðu heilbrigðiskerfisins á Íslandi
og var könnunin m.a. gerð í ljósi
þeirrar óánægju sem er meðal
starfsfólks heilbrigðiskerfisins með
langvarandi álag og slæma vinnuað-
stöðu og léleg kjör. Könnunin var
lögð fyrir nemendur á síðasta og
næstsíðasta ári í læknisfræði, hjúkr-
unarfræði, lífeindafræði og geisla-
fræði og sjúkraþjálfun.
Flestir segjast
ætla út strax
að námi loknu
Ársreikningaskrá RSK
skorar á stjórnarmenn
fyrirtækja sem ekki hafa
skilað ársreikningum fyrir árið
2012 að gera það nú þegar.
Samkvæmt lögum
er skilafrestur liðinn.
Skil á ársreikningi
Skorað er á stjórn félaga að senda nú þegar
til ársreikningaskrár RSK ársreikning félagsins
og samstæðureikning, ef það á við, vegna
reikningsársins 2012.
Áskorun þessi tekur einnig til skila á eldri
ársreikningum hafi þeim ekki verið skilað.
Stjórn ber ábyrgð
Stjórnarmenn bera ábyrgð á því að ársreikningi
sé skilað til ársreikningaskrár.
Viðurlög
Vanskil á ársreikningum geta varðað sektum
frá 250 til 500 þúsund króna.
Ert þú í skilum?
Unnt er að sjá hvaða fyrirtæki eru í vanskilum
á heimasíðu ríkisskattstjóra
http://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/
arsreikningaskra/felog-i-vanskilum/
Athugaðu hvort þitt fyrirtæki er í vanskilum
og skilaðu strax ef svo skyldi vera.
Nánari upplýsingar á www.rsk.is
442 1000
Þjónustuver 9:30-15:30rsk@rsk.is
Frestur
til að skila
er liðinn
ársreikningi