Morgunblaðið - 25.09.2013, Síða 12

Morgunblaðið - 25.09.2013, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2013 SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Ógreidd sjúklingagjöld á Landspítalanum nema nú um 270 milljónum. Skuldir á erlendum kennitölum, oft skuldir ósjúkratryggðra ein- staklinga við spítalann, eru að auki um 190 milljónir og er talsverð vinna að innheimta þær að sögn Maríu Heimisdóttur, framkvæmda- stjóra fjármálasviðs Landspítalans. Þá nema aðrar skuldir við spítalann, t.d. fyrirtækja og annarra heilbrigðisstofnana, um 680 milljónum, sumar gjaldfallnar en aðrar ekki. „Þetta eru skuldir vegna ýmiss konar þjónustu, til dæmis blóðrannsókna á sjúklingum á þeirra vegum, vinnu sérfræðinga og ýmissa vara og þjónustu sem fyrirtækin og stofnanirnar kaupa af spít- alanum,“ segir María. Landspítalinn á því inni ríflega 1.100 millj- ónir í útistandandi kröfum og getur munað um minna á erfiðum tímum í rekstri spítalans. Við innheimtu útistandandi krafna fer ákveð- ið ferli í gang að sögn Maríu. „Ef við tökum dæmi um sjúkling sem kemur á göngudeild og er boðið upp á staðgreiðslu, annars er hægt að fá greiðsluseðil bæði í pósti og í heimabankann. Við erum búin að útvista fyrstu tveimur stigum innheimtunnar til Íslandsbanka þannig að þeir senda greiðsluseðilinn og ef það er ekki greitt innan sex vikna er sent áminningarbréf. Um sex vikum eftir það, það er tólf vikum frá fyrsta greiðsluseðli, sendir Landspítalinn sjálfur áminningarbréf þar sem fólk er hvatt til að greiða, að öðrum kosti fari skuldin í lögfræði- innheimtu. Við sendum bara í lögfræðinn- heimtu þrisvar til fjórum sinnum á ári vegna þess að þetta er stundum sama fólkið sem á ógreiddar skuldir og við viljum ekki að það lendi oft í lögfræðiinnheimtu,“ segir María. Spítalinn er með samning við tvær lögfræði- stofur um innheimtu, önnur sér um Ísland en hin er alþjóðleg innheimtustofa fyrir erlendar kröfur. Mega ekki fella niður skuldir María segir skuldir einstaklinga við spítalann töluvert þungar í innheimtu. „Það hefur stund- um þurft að ganga eftir því að fólk borgi en síð- ustu ár hefur okkur fundist það ganga heldur tregar en áður. Fólk á erfiðara með að greiða auk þess sem nokkuð er um að fólk sé í greiðslu- aðlögun og þá stoppar innheimtuferlið.“ Landspítalinn fer eftir reglugerð velferðar- ráðuneytisins við gjaldtöku og innheimtu. „Samkvæmt henni megum við ekki fella niður skuldir en stundum eru fjárhæðirnar svo lágar að við myndum vilja sleppa við að rukka þær því það kostar að innheimta, en það má ekki. Reglugerðin er alveg skýr með það og þarna er eflaust verið að reyna að tryggja jafnræði. Svo er líka nauðsynlegt að reglugerðin sem segir til um innheimtuna fylgi þeirri þróun sem verður á þjónustunni. Við sendum ábendingar um æski- legar breytingar reglulega til sérstakrar nefnd- ar í velferðarráðuneytinu sem tekur þá afstöðu til málsins. Við getum ekki ákveðið það sjálf að breyta einhverju í sambandi við upphæðir eða tegundir sjúklingagjalda.“ María segir að það hefði vissulega mikið að segja fyrir spítalann að fá þessar skuldir greiddar. „Í fjárlögum er gert ráð fyrir því að spítalinn afli sér ákveðinna tekna með því að innheimta sjúklingagjöld og þá lækkar fjár- heimildin frá ríkinu á móti. Þannig að ef við náum því ekki þá hefur það auðvitað áhrif á reksturinn.“ Spítalinn á inni 1.100 milljónir  Útistandandi kröfur Landspítalans nema ríflega milljarði  Skuldir einstaklinga við spítalann orðnar þyngri í innheimtu  Fara eftir reglugerð velferðarráðuneytisins við gjaldtöku og innheimtu Morgunblaðið/ÞÖK Skuldir Landspítalinn á nú ríflega 1.100 millj- ónir króna inni í útistandandi kröfum. Andri Karl andri@mbl.is „Fucking rapist bastard“. Það var áletrun sem Ingi Kristján Sigur- marsson setti við mynd af fjölmiðla- manninum Agli Einarssyni. Myndin var forsíða Monitor en Egill var í við- tali við blaðið. Egill telur að um æru- meiðingu sé að ræða og krefst þess ummælin verði ómerkt og Ingi Kristján dæmdur til að greiða hálfa milljón í bætur. Lögmaður Inga Kristjáns segir að um gildisdóm sé að ræða og að hann eigi við um til- búnu persónuna Gillz en ekki Egil Einarsson. Æra hans sögð söm og áður Aðalmeðferð í málinu fór fram í gær fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. „Ummæli um skáldaðar persónur varða ekki við lög. Það er ekki hægt að meiða æru Bogomil Font,“ sagði Haukur Guðmundsson, lögmaður Inga Kristjáns. Þessi orð fóru öfugt ofan í Vilhjálm H. Vilhjálmsson, lög- mann Egils, sem benti á að til væri fordæmi hvað Bubba varðar og voru orðin „Bubbi fallinn“ talin ærumeið- ing. Haukur sagði ennfremur að um væri að ræða fúkyrði, þetta væru ekki fyrirvaralausar fullyrðingar um hegningarlagabrot. „Hvernig er komið fyrir málfrelsi ef listaskóla- nemar geta ekki skipst á athuga- semdum,“ sagði hann en Ingi Krist- ján sem er listaháskólanemi birti myndina á samfélagsvefnum Insta- gram. Hún fór svo í almenna dreif- ingu upp frá því. Þá sagði hann Egil ekki hafa orðið fyrir neinum miska, æra hans og virðing væri söm og áð- ur. Sagður eiga rétt á bótum Vilhjálmur sagði ljóst að Ingi Kristján vissi af því að sakamál á hendur Agli hefðu verið felld niður þegar hann birti myndina. Átti hann þá við nauðgunarkærur á hendur honum. „Hann fullyrti að hann [Egill] sé nauðgari sem er grafalvarleg ásökun og margra ára fangelsi liggur við því broti að íslenskum lögum. Hann ger- ir engan fyrirvara við aðdróttanir sínar. Sannleikurinn var aukaatriði.“ Hann sagði að æra Egils hefði verið meidd að ósekju, virðing hans beðið hnekki og því eigi hann rétt á því að ummælin verði dæmd dauð og ómerk og að Ingi Kristján greiði bætur. Haukur sagði hins vegar að þetta dómsmál væri óþarft og eingöngu til að vekja athygli á Agli. Gildisdómur eða ærumeiðing?  Aðalmeðferð hafin í meiðyrðamáli Egils Einarssonar gegn Inga Kristjáni Morgunblaðið/Rósa Braga Héraðsdómur Reykjavíkur Mál Egils Einarssonar var tekið fyrir í gær. Lögfræðingur Egils segir að æra hans hafi verið meidd að ósekju.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.