Morgunblaðið - 25.09.2013, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2013
Okkur þykir ákaflega gaman að starfa í einni stærstu
verslunarmiðstöð landsins, þar sem yfir 130 verslanir og
veitingastaði er að finna. Okkur þykir jafnvel enn vænna
um að í hverri viku leita fleiri en 100 þúsund Íslendingar
eftir þjónustu okkar og sérþekkingu. Af því erum við bæði
stolt og þakklát og höfum þetta að segja:
TAKK FYRIR AÐ STYÐJA ÍSLENSKA VERSLUN
Herdís Harðardóttir
Hygea
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Formaður íbúa-
samtaka Úlfars-
árdals, Kristinn
Steinn Trausta-
son, undrast það
að ekki eigi að
kanna kosti betri
umferðarteng-
inga við Graf-
arholt og Úlfars-
árdal. Eðlilegt sé
að þessir hlutir
verði skoðaðir og
„fáránlegt“ að ýta
þeim út af borð-
inu. Kristinn seg-
ir mikinn umferð-
arþunga út úr
hverfunum á
morgnana, sér í
lagi úr Graf-
arholti, en íbúar í
Úlfarsárdal geti
stytt sér leið út á
Vesturlandsveg við verslun Bauhaus.
„Okkur finnst með ólíkindum að
ekki megi skoða hlutina, á sama tíma
og 20 milljónum er varið í að mála
götur með einhverjum skrípamynd-
um,“ segir Kristinn.
Fram kom í Morgunblaðinu í gær
að meirihluti borgarráðs felldi til-
lögur Kjartans Magnússonar, borg-
arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um
að kanna kosti betri vegtenginga við
þessi hverfi. Átti sú könnun að fara
fram í samráði við Vegagerðina og
Strætó bs.
Tenging við Krókháls ógerleg
Berghildur Erla Bernharðsdóttir,
formaður Íbúasamtaka Grafarholts,
segir tillögurnar ekki hafa borist
samtökunum til umsagnar en þau
styðji allar góðar tillögur að bættu
umferðaröryggi og tengingum við
hverfið.
Einar Örn Benediktsson, borg-
arfulltrúi Besta flokksins, sat fund
borgarráðs þegar tillaga sjálfstæð-
ismanna var felld. Hann segir af-
stöðu meirihlutans hafa ráðist af um-
sögn umhverfis- og skipulagssviðs
borgarinnar. Tenging af Suðurlands-
vegi inn á Krókháls sé einfaldlega
ekki gerleg og það komi vel fram í
umsögninni.
Af umsögninni má hins vegar ráða
að afrein af Vesturlandsvegi inn í
hverfið að vestanverðu sé möguleg. Í
deiliskipulagi sé gert ráð fyrir
breikkun brúar yfir Vesturlandsveg-
inn og hægri beygju afrein út af
Vesturlandsvegi beint inn á Reynis-
vatnsveg. Í umsögn umhverfis- og
skipulagssviðs segir að svona afrein
stytti eilítið leið inn í hverfið og kæmi
til góða fyrir leið 18 hjá Strætó.
Samráð haft við íbúana
Einar segir hverfisskipulag borg-
arinnar í vinnslu og íbúafundur fari
einmitt fram í Grafarholti og Úlfars-
árdal í dag. Þar verði samgöngu-
málin m.a. rædd og samráð verði
haft við íbúa um hvernig samgöngum
verði best háttað innan hverfisins,
inn í það og út úr því.
„Þó að þessi tillaga hafi verið felld
í borgarráði þá erum við að sjálf-
sögðu opin fyrir umræðu og hug-
myndum frá íbúum um bættar sam-
göngur,“ segir Einar Örn og minnir
á ákvörðunarrétt hverfisráðanna.
Slík ráð taki fyrir samgöngumál sem
og önnur brýn hagsmunamál íbú-
anna.
Vegtengingar við Grafarholt
Suðurlandsvegur
Kró
khá
ls
Vín
lan
ds
lei
ð
Ve
stu
rla
nd
sve
gu
r
Reynisvatnsvegur
Þú
sö
ld
G R A FA R H O LT
Grafarholtsvöllur
Kristnibraut
(Mosfellsbær)
(Hveragerði) Grunnkort/Loftmyndir ehf.
Tillögur semmeirihluti
borgarráðs felldi að
yrðu skoðaðar
Úlfarsárdalur
„Með ólíkindum
að ekki megi
skoða hlutina“
Samgöngumál tekin fyrir á íbúa-
fundi í Grafarholti og Úlfarsárdal í dag
Aukinn akstur Strætó
» Reynir Jónsson, forstjóri
Strætó, segir enga sérstaka
umræðu uppi innan fyrirtæk-
isins um bættar tengingar inn í
Grafarholt og Úlfarsárdal.
» Hann segir ýmsar hug-
myndir þó uppi um aukna þjón-
ustu við íbúa þessara hverfa.
» Bendir hann á að um næstu
áramót verði akstur aukinn í
Grafarholti og það sé gert
vegna óska íbúanna.
» Reynir segir allar ákvarðanir
um þjónustu Strætó teknar á
vettvangi sveitarfélaganna,
ekki fyrirtækisins sjálfs.
Morgunblaðið/RAX
Grafarholt Samgöngumál verða
m.a. rædd á íbúafundi í dag.
Kristinn Steinn
Traustason
Einar Örn
Benediktsson
Eygló Harðardóttir, félags- og hús-
næðismálaráðherra, hefur falið
verkefnisstjórn að meta mögulegan
ávinning af sameiningu þriggja
stofnana sem sinna sérhæfðri þjón-
ustu við fatlað fólk. Þetta eru Heyrn-
ar- og talmeinastöð Íslands, Þjón-
ustu- og þekkingarmiðstöð fyrir
blinda, sjónskerta og daufblinda ein-
staklinga og Greiningar- og ráðgjaf-
arstöð ríkisins.
„Tæplega 100 stöðugildi eru sam-
tals hjá stofnununum þremur sem
veita þjónustu um allt land. Markmið
sameiningar væri að bæta aðgang
notenda að mikilvægri þjónustu sem
þar með yrði á einum stað,“ segir í
tilkynningunni.
Skili niðurstöðum í febrúar
„Samþætta mætti betur þjónustu
þeirra [stofnananna] og auðvelda að-
gengi fatlaðra að henni ef þær flytt-
ust í sameiginlegt húsnæði en þær
eru nú dreifðar um Stór-Reykjavík-
ursvæðið. Það væri einnig í sam-
ræmi við stefnu stjórnvalda um að
samþætta þjónustu þvert á stofnanir
og gera ríkisreksturinn einfaldari og
skilvirkari. Í því fælist samfélagsleg-
ur ábati til lengri tíma með hag-
kvæmari rekstri, betri þjónustu og
betri nýtingu mannafla,“ segir í ný-
legri skýrslu Ríkisendurskoðunar.
Þar er fjallað um mögulegan ávinn-
ing af aukinni samvinnu stofnana
sem þjóna einstaklingum með skerta
færni og eru þá einnig teknar með
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og
heyrnarskertra, Hljóðbókasafn Ís-
lands og TMF (tölvumiðstöð fatl-
aðra). Verkefnisstjórnin sem falið
hefur verið að undirbúa mögulega
sameiningu á að skila niðurstöðum í
febrúar.
Sameining til skoðunar
Meta ávinning af mögulegum samruna þriggja stofnana