Morgunblaðið - 25.09.2013, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2013
STUTTAR FRÉTTIR
● Rekstrartap tölvuleikjaframleiðend-
ans CCP á fyrstu sex mánuðum þessa
árs nam um 500.000 Bandaríkjadöl-
um, jafnvirði um 60 milljóna króna. Á
sama tíma í fyrra var rekstrarhagnaður
CCP tæplega þrjár milljónir dala.
Tekjur félagsins jukust þó um 14%
fyrstu sex mánuði ársins og námu
36,65 milljónir dala. Söluhagnaður var
tæplega 34 milljónir dala og jókst um
fjórar milljónir dala. Rekstrarkostnaður
hækkaði hins vegar um átta milljónir
dala og var 34,4 milljónir dala.
Rekstrartap CCP má einkum rekja til
kostnaðar vegna þróunar og útgáfu á
nýja leiknum Dust 514, sem kom út fyrr
á árinu, auk fjárfestinga í innviðum fyr-
irtækisins.
Rekstrartap hjá CCP
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Hlutafjáraukning útgáfufélags DV
nemur 60 milljónum króna frá ára-
mótum og kemur hún frá sjö aðilum,
þar af er einn nýr hluthafi. Er það fé-
lag í eigu Berglindar Bjarkar Jóns-
dóttur með 7,3% hlut.
Jón Trausti Reynisson, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að
DV hafi verið lagt til nýtt hlutafé í
nokkrum áföngum og voru fjármun-
irnir notaðir til að greiða skuld við
tollstjóra sem nam yfir 80 milljónum
í fyrra þegar þegar hún var hvað
hæst.
Greiddu 11 milljóna skuld
Fyrir skömmu var hlutafé aukið til
þess að greiða það sem eftir stóð af
skuld við tollstjóra en í ágúst var hún
tæplega ellefu milljónir króna og var
til komin vegna ógreiddra opinberra
gjalda. Fyrirtækið hefur vilyrði um
að auka hlutafé um sjö milljónir til
viðbótar.
Reynir Traustason ritstjóri er nú
stærsti hluthafi DV með 26,6% hlut.
Eignarhluturinn er annars vegar í
hans eigin nafni og í gegnum félagið
Ólafstún. Hann er sá hluthafi sem
hefur aukið hlut sinn í DV hvað mest
frá áramótum eða um 20 milljónir
króna, samkvæmt gögnum frá DV.
Félagið Tryggvi Geir, sem lýtur
stjórn Þorsteins Guðnasonar, stjórn-
arformanns DV, hefur aukið hlut
sinn í DV næstmest á tímabilinu eða
um 17 milljónir króna og er þriðji
stærsti hluthafinn. Hluturinn fór í
16,5% úr 8,3% við lok árs 2012.
Umgjörð, sem er í eigu Ástu Jó-
hannesdóttur, er næststærsti hlut-
hafinn með 21,9% hlut en hann var
23,8%. Umgjörð hefur lagt DV til ell-
efu milljónir frá áramótum. Fram
hefur komið í Morgunblaðinu að
Ásta Jóhannesdóttir hafi lengi starf-
að við verslun. Maður hennar,
Bjarni, er sonur hjónanna Jóhann-
esar Bjarnasonar og Guðríðar Páls-
dóttur sem stofnuðu Rammagerðina
1946.
Miranda, í eigu Berglindar Bjark-
ar Jónsdóttur tónlistarkennara, er
nýr hluthafi í útgáfufélagi DV með
7,3% hlut. Lagði Berglind DV til ell-
efu milljónir króna. Fram hefur
komið í fjölmiðlum að hún sé dóttir
Jóns Guðmundssonar heitins, út-
gerðarmanns í Hafnarfirði. Hann
rak umsvifamikla fiskvinnslu í Hafn-
arfirði, Sjólastöðina.
DV jók hlutafé um 60
milljónir til að greiða skuld
Berglind Björk Jónsdóttir er nýr hluthafi í DV Ritstjóri er stærsti hluthafinn
Opinber gjöld Skuld DV við toll-
stjóra fór hæst yfir 80 milljónir.
Hún er nú greidd.
Morgunblaðið/Sverrir
Ritstjórinn lagði
fram 20 milljónir
» Reynir Traustason ritstjóri er
stærsti hluthafi DV með 26,6%
hlut. Hann hefur lagt fyrirtæk-
inu til 20 milljónir frá áramót-
um.
» Félag í eigu Ástu Jóhann-
esdóttur er næststærsti hlut-
hafinn með 21,9% hlut. Frá ára-
mótum hefur hún lagt DV til
ellefu milljónir króna.
» Félag í eigu Berglindar Bjark-
ar Jónsdóttur tónlistarkennara
er nýr hluthafi í útgáfufélagi DV
með 7,3% hlut. Berglind lagði
DV til ellefu milljónir.
Jón Trausti
Reynisson
Reynir
Traustason
!"# $% " &'( )* '$*
+,-./+
+0,.01
++/.+1
,+.1-2
,-.,/0
+1.1,/
+3,.,2
+.,,-2
+14.50
+2,.24
+,+
+03.45
++/.5,
,+.1/
,-.330
+1.11,
+3,.23
+.,,4,
+15.+4
+23.+
,+1.213
+,+.,0
+03.0,
++/.12
,+.034
,-.300
+1.03/
+33
+.,,/1
+15.20
+23.52
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
á nýlegum bílum
bílarnir eru komnir
Dekkjaávísun
frá N1 fylgiröllum bílum
Bílaármögnun
Landsbankans
Útborgun frá
0 kr.
Auðveld kaup
Opið
Virka daga 10-18Laugardag 12-16Sunnudag 12-15
Einstakt
tækifæri!
Takmarkað
magn
á Bílasölu Reykjavíkur
Bílaleiga
Fjölbreytt úrvalgæðabíla
BILASALA
REYKJAVIKURBíldshöfða 10 S: 5878888 br.is
l l
Á
R
N
A
S
Y
N
IR