Morgunblaðið - 25.09.2013, Page 23
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2013
Kristnir Pakistanar efndu til mótmæla í fjölda borga á
mánudag og fóru fram á aukna vernd eftir að 82 létu
lífið í tvöfaldri sjálfsmorðssprengjuárás í kirkju í Pesh-
awar á sunnudag. Lögregluyfirvöld sögðu að öryggi
við kirkjur í borginni yrði aukið í kjölfar árásarinnar
en kristnir óttast að ofbeldi gegn þeim muni aukast.
„Við höfum átt í góðum samskiptum við múslíma, það
ríkti engin spenna fyrir sprenginguna, en við óttumst
að þetta sé upphaf öldu ofbeldis gegn kristnum,“ sagði
Danish Yunas, sem særðist í árásinni, í samtali við AFP.
Kristnir Pakistanar krefjast aukinnar verndar
AFP
Árás marki upphaf ofbeldisöldu
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Að minnsta kosti 123 eru látnir og 63
er enn saknað eftir að hitabeltis-
stormarnir Manuel og Ingrid gengu
yfir Mexíkó fyrir rúmri viku. Rign-
ingar, flóð og aurskriður eru talin
hafa sett mark sitt á 1,5 milljónir
heimila, í mismiklum mæli, og 72 veg-
ir voru skemmdir í óveðrinu en gagn-
rýnendur segja ábyrgðina á tjóninu
ekki síður liggja hjá mannfólkinu en
veðurguðunum.
„Þetta kemur ekki á óvart. Við
framkvæmum á óbyggjanlegum
svæðum, við byggjum með rusli og
við hönnum án þess að skipuleggja,“
skrifar Jesus Silva-Marquez,
lagaprófessor, í dagblaðinu Reforma.
„Sumir stunda viðskipti, aðrir deyja.“
Afleiðingar fárviðrisins voru hvað
verstar í ríkinu Guerrero í suðvest-
urhluta Mexíkó en í fjöllunum norð-
vestur af Acapulco lagði gríðarstór
aurskriða þorp í rúst auk þess sem
vegir skemmdust og brú hrundi.
Abel Barrera, framkvæmdastjóri
Tlachinollan-mannréttinda-
miðstöðvarinnar, segir tvö til þrjú
verktakafyrirtæki sitja að öllum
framkvæmdum á svæðinu. „Gæði
framkvæmdanna eru lítil. Það er ekk-
ert eftirlitsbatterí sem kannar hvort
þau uppfylla staðla fyrir fjalllendi,“
segir hann.
Hann segir fyrirtækin greiða
stjórnmálamönnum fyrir verktaka-
samninga og að enginn sé látinn sæta
ábyrgð en ríkisstjóri Guerrero, Angel
Aguirre, sagði í síðustu viku að fjár-
festingar og eftirlitslausar bygging-
arframkvæmdir væru oft afsprengi
pólitískra hrossakaupa og spillingar.
Þá hefur innanríkisráðherrann
Miguel Angel Osorio Chong við-
urkennt að eyðilegginguna megi að
hluta til rekja til þess að byggt hafi
verið á óbyggilegum svæðum.
Pólitísk spilling og ekkert
eftirlit með framkvæmdum
Dauði Björgunarmenn flytja eitt fórnarlamba óveðursins af vettvangi.
AFP
Fyrrverandi for-
seti Maldíveyja,
Mohamed Nas-
heed, hvatti í
gær til friðsam-
legra mótmæla
vegna ákvörð-
unar hæsta-
réttar landsins
um að fresta
seinni umferð
forsetakosninga
sem halda átti á laugardag. Nas-
heed bar sigur úr býtum í fyrri
umferð kosninganna en dómstóll-
inn ákvað að seinni umferðin
skyldi ekki fram fara fyrr en
ásakanir um kosningasvik hefðu
verið rannsakaðar.
Nasheed lét af forsetaembætti í
febrúar á síðasta ári eftir að lög-
gæsluyfirvöld gengu til liðs við
mótmælendur sem vildu hann frá
völdum. Hann hefur haldið því
fram að um valdarán hafi verið að
ræða og að það hafi verið skipu-
lagt af Maumoon Abdul Gayoom,
sem var sjálfkjörinn forseti Maldí-
veyja frá 1978-2008, þegar hann
laut í lægra haldi fyrir Nasheed í
lýðræðislegum kosningum.
Í tölvupósti til AFP sakar Nas-
heed hæstarétt um að vera hand-
bendi valdaklíku Gayoom en
hvorki staðaryfirvöld né alþjóð-
legir kosningaeftirlitsmenn fundu
neitt athugavert við framkvæmd
fyrri umferðar kosninganna.
MALDÍVEYJAR
Seinni umferð forsetakosninganna frestað
Mohamed
Nasheed
ÖRUGGT START
MEÐ EXIDE RAFGEYMUM
Endingargóðir og sterkbyggðir rafgeymar fyrir flestar gerðir
bifreiða. Veldu þaulreynda vöru frá gæðaframleiðanda.
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
13
18
58 Exide rafgeymarnir fást hjá:
Þ á
101 Reykjavík · humarhusid@humarhusid.is
Amtmannsstíg 1 sími: 561·3303
egar njóta
kvöldsins...
Humarhúsið