Morgunblaðið - 25.09.2013, Qupperneq 31
✝ Anna GuðrúnJónsdóttir
fæddist á Brekku í
Gilsfirði í Austur-
Barðastrandarsýslu
30. september 1921.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Grund 10. sept-
ember 2013.
Foreldrar hennar
voru Elín Guðrún
Magnúsdóttir, f. á
Hrófá í Strandasýslu 22. febrúar
1881, d. 20. ágúst 1960 og Jón
Theódórsson, f. á Kleifum í Gils-
firði 20. maí 1880, d. 4. febrúar
1960. Systkini Önnu eru: a) Guð-
rún, f. 29. sept. 1902, d. 21. júlí
ágúst 1918, d. 20. desember 2003.
Börn Önnu og Björgvins eru: 1)
Guðborg Elín, f. 19. september
1946, sonur hennar er Gunnar Júl-
ísson, f. 8. febrúar 1973. Börn
Gunnars eru Eyjólfur Karl, f. 16.
júní 1993, Guðrún Perla, f. 29. júní
2001, Snædís Blær, f. 26. nóv-
ember 2004 og Róbert, f. 29. júlí
2008. 2) Örnólfur Friðrik, f. 17.
janúar 1951, kvæntur Sigurrós
Kristínu Indriðadóttur, f. 5. maí
1955. Börn þeirra eru: a) Björgvin,
f. 20. júlí 1977, d. 3. ágúst 1994, b)
Valur Indriði, f. 16. apríl 1981, eig-
inkona hans er Thelma Baldurs-
dóttir, f. 8. nóvember 1983. Dætur
þeirra eru Lena Líf, f. 7. maí 2002,
og Diljá Dögg, f. 29. júní 2003, c)
Anna María, f. 25. febrúar 1983.
Sambýlismaður hennar er Ægir
Ægisson, f. 17. desember 1980.
Saman eiga þau Kristínu Örnu, f.
11. desember 2010, og óskírða, f.
18. júlí 2013, d) Sigurður Halldór,
f. 23. maí 1988, e) fóstursonur
þeirra er Stefán Páll Skarphéð-
insson, f. 21. nóvember 1988. 3)
Guðrún Hafdís, f. 4. júní 1959, gift-
ist Adam Abdelazíz Haní, þau
skildu. Börn þeirra eru a) Anna
Sakína, f. 29. nóvember 1980.
Dóttir hennar er Sara Margrét
Mía Pétursdóttir, f. 20. október
2007, b) Sara Kristín, f. 6. janúar
1983, d. 11. ágúst 2001, c) Björg
Maríum, f. 24. desember 1985.
Sambýlismaður hennar er Garðar
Gunnarsson, f. 18. maí 1983, þau
eiga soninn Kristófer Aron, f. 12.
desember 2011. Fyrir átti hún son-
inn Sigmund Ívan Jónsson, f. 26.
nóvember 2006, d) Abraham, f. 2.
desember 1987, unnusta hans er
Súsanna María Kristinsdóttir, f.
28. ágúst 1989. Síðar eignaðist
Guðrún dótturina Kristínu Soffíu
Þorleifsdóttur, f. 17. janúar 2003.
Anna verður jarðsungin frá
Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu
að Hátúni 2 í dag, 25. september
2013, og hefst athöfnin kl. 13.
1984, b) Margrét
Theódóra, f. 13. maí
1907, d. 13. ágúst
1967, c) Kristín
Soffía, f. 14. nóv-
ember 1909, d. 3.
desember 2000, d)
Eggert Theódór, f.
15. nóvember 1912,
d. 28. september
1992, e) Jón Korn-
elíus, f. 8. apríl 1915,
d. 6. janúar 2010, f)
Ragnheiður, f. 12. október 1917,
d. 3. mars 2011, g) Kristrún
Soffía, f. 23. desember 1918.
Hinn 1. september 1945 giftist
Anna Björgvini Eiríksyni. Hann
fæddist á Dyrhólum í Mýrdal 26.
Ég þakka Guði fyrir að hafa
gefið mér svona góða móður.
Þegar ég minnist hennar finn ég
kærleikann og hlýjuna sem
streymdi frá henni.
Í 1. Korintubréfi 13. kafla
versi 1-8 talar Páll um kærleik-
ann:
Þótt ég talaði tungum manna og
engla, en hefði ekki kærleika, væri
ég hljómandi málmur eða hvellandi
bjalla. Og þótt ég hefði spádómsgáfu
og vissi alla leyndardóma og ætti
alla þekking, og þótt ég hefði svo
takmarkalausa trú, að færa mætti
fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika,
væri ég ekki neitt. Og þótt ég deildi
út öllum eigum mínum, og þótt ég
framseldi líkama minn, til þess að
vera brenndur, en hefði ekki kær-
leika, væri ég engu bættari. Kærleik-
urinn er langlyndur, hann er góðvilj-
aður. Kærleikurinn öfundar ekki.
Kærleikurinn er ekki raupsamur,
hreykir sér ekki upp. Hann hegðar
sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns
eigin, hann reiðist ekki, er ekki lang-
rækinn. Hann gleðst ekki yfir órétt-
vísinni, en samgleðst sannleikanum.
Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, von-
ar allt, umber allt. Kærleikurinn fell-
ur aldrei úr gildi.
Þessi orð lýsa mömmu best.
Ef ég ætti brot af kærleikanum
hennar mömmu væri ég góð.
Þökk fyrir allt, elsku mamma
mín.
Þín elskandi dóttir,
Guðrún Hafdís
Björgvinsdóttir.
Anna Guðrún Jónsdóttir skín í
dag eins og stjarna í eilífðinni.
Hún er okkar meðmælabréf sem
hún ritaði á hjörtu okkar er við
sáum kraft Guðs varðveita hana í
trúnni og frelsa hana frá valdi
myrkursins. Guði séu þakkir er
hann fór með Önnu Guðrúnu í
óslitna sigurför Krists og leyfði
henni að útbreiða ilm þekking-
arinnar á honum á hverjum stað.
Hún var ástkær vinur okkar
til fjölda ára. Allir sem þekktu
hana og elskuðu vissu að þarna
fór einstök manneskja, gleðigjafi
og sáttasemjari sem margfald-
lega sýndi og sannaði hversu
vegir Guðs og sonar hans, Jesú
Krists, eru dásamlegir. Fyrir
henni voru allir jafnir, stórir sem
smáir, og eins og klettur stóð
hún við hlið þeirra sem nutu
Anna Guðrún
Jónsdóttir
kærleika hennar og elsku.
Við kveðjum hana með virð-
ingu og söknuði. Hún var góð-
ilmur Krists fyrir Guði, ilmur af
lífi til lífs. Hjartans kveðjur til
fjölskyldu Önnu Guðrúnar frá
Wathne-fjölskyldunni í New
York.
Þórunn, Anna Bergljót,
Soffía Guðrún og Gunnar
Stefán.
fyrir að vera eins og aðrir, t.d.
bílar sem keyptir voru oftast ekk-
ert algengir hér á landi eða jafnvel
alveg ný tegund hér. Það kom mér
ekkert á óvart þegar mér var sagt
að kistan þín yrði svört, aðeins
öðruvísi en hjá flestum.
Mér eru í fersku minni jólaferð-
irnar ykkar Helgu í Hvalfjörðinn,
alltaf síðustu helgi fyrir jól, var
alltaf mikil tilhlökkun á mínu
heimili. Þetta voru sannkallaðar
gæðastundir, sem gleymast aldr-
ei. Það má segja að Björn og
Helga hafi komið færandi hendi
með jólin með sér. Eftir að Helga
dó skrapp ég einstaka sinnum í
kaffi til þín og við sátum að spjalli.
Þú sagðir mér að þú kveiktir alltaf
á kerti við myndina af Helgu þinni
á hverju kvöldi og spjallaðir að-
eins við hana fyrir svefninn, fannst
mér þetta mjög fallegt og sýna vel
hversu trygglyndur og góður
maður þú varst. Ég er heppin að
hafa fengið að kynnast ykkur
sómahjónum, þér og Helgu, og
eignast þrjú börn sem voru stolt af
afa og ömmu í Kefló. Þínum stóra
og flotta afkomendahópi sendi ég
samúðarkveðjur, veit þú átt eftir
að fylgjast vel með þeim öllum.
Hvíl í friði, elsku Björn. Kær
kveðja,
Kristín Sigfúsdóttir, Hlíðarbæ.
Á björtum degi fyrir nokkrum
vikum fórum við mæðgur í heim-
sókn til Björns Stefánssonar að
Stekkjargötu 27. Það var brosandi
maður sem bauð okkur í bæinn og
óðara var farið að bera fram veit-
ingar þrátt fyrir að nokkuð erfitt
væri orðið að bera sig um.
Margar góðar minningar hlað-
ast upp um samskipti og samveru
við þessa frábæru fyrrverandi ná-
granna og vini, Helgu og Björn.
Þau hjón voru einstök, vel gerð,
snillingar til hugar og handa og allt
svo fallegt og listrænt sem frá þeim
kom. Nutum við æði oft góðs af því.
Seint verður fullþökkuð tryggð-
in og vináttan sem þau sýndu okk-
ur gegnum öll árin og hélt Björn
því áfram eftir að hann var orðinn
einn, kom í heimsókn í Kópavoginn
til okkar Harðar og jafnan með
pekanhnetuböku frá Valgeirsbak-
aríi meðferðis. Þess á milli var vin-
áttan ræktuð símleiðis.
Síðdegissólin var falleg þennan
fallega síðsumardag og ljúfar síð-
ustu kveðjurnar úti á stéttinni að
lokinni góðri og ánægjulegri
heimsókn. Gott að eiga þá góðu
minningu um ókomna tíð.
Mikilhæfur maður er genginn
til nýrra heimkynna, vinur sem
aldrei gleymist. Þar tekur Helga
vel á móti Birni sínum.
Kæru Erna, Stefán, Kristinn,
Guðný, Höskuldur og fjölskyldur,
hugheilar samúðarkveðjur til ykk-
ar allra.
Rósa Helgadóttir, dætur
og fjölskyldur.
Kveðja frá Björgunarsveit-
inni Stakki
Björgunarsveitarfélagi okkar
Björn Stefánsson er látinn, hann
var einn ötulasti og skemmtileg-
asti félaginn í okkar hópi. Björn
vann dyggilega að undirbúningi
og stofnun Björgunarsveitarinnar
Stakks hinn 28. apríl 1968. Hann
kom úr hópi félaga úr skátafélag-
inu Heiðarbúum sem ákvað að
taka höndum saman við fyrrver-
andi félaga slysavarnadeildarinn-
ar í Keflavík, ásamt fjölmörgu
öðru áhugafólki víða af Suðurnesj-
um til að stofna allsherjar björg-
unarsveit í fjölmennustu byggðar-
lögum svæðisins.
Hann átti stóran þátt í að móta
skipulag og semja lög sveitarinnar
og fór fremstur í flokki þegar kom
að hugmyndum um nafn hennar.
Björn lagði fram hugmynd að og
teiknaði merki sveitarinnar sem
notað var allan þann tíma sem hún
starfaði sem sjálfstæð sveit. Björn
var duglegur að ferðast um starfs-
svæði okkar, Reykjanesskagann,
sem hann þekkti mjög vel vegna
þátttöku sinnar í starfi skátanna
og átti stóran þátt í að móta skipu-
lag þjálfunar og æfinga sveitar-
innar, hann var einnig góður og
traustur félagi í æfingaferðum
sveitarinnar um hálendi Íslands.
Björn var ótrúlega skemmti-
legur maður, mikill gleðipinni og
ótæmandi hugmyndabrunnur
hvar sem niður var borið. Hann
samdi um okkur sögur, orti gam-
ankvæði og gerði óspart grín að
öllu og öllum.
Öll munum við eftir frásögnum
hans og myndasýningum sem voru
ómissandi hluti skemmtiatriða á
árshátíðum sveitarinnar til margra
ára. Björn átti einnig fjölmargar
hugmyndir að fjáröflun fyrir sveit-
ina og hafði frumkvæði um að
hrinda þeim í framkvæmd. Má þar
minnast á sölu skyndihjálparpoka
til heimila, málverkasýningar,
flutning á húsum og fleira.
Árið 1975 stóð Björn fyrir því
ásamt félögum sínum í Stakki að
endurvekja Keflavíkurdeild
Rauða krossins. Eitt fyrsta verk
deildarinnar var kaup á sjúkrabif-
reið, en þá um nokkurt skeið hafði
björgunarsveitin lánað björgunar-
bifreið sína til sjúkraflutninga.
Með góðri hjálp fyrirtækja og ein-
staklinga tókst hinum nýju
Rauðakrossfélögum að láta
drauminn rætast því árið 1977
kom hér á götuna fyrsti sjúkrabíll-
inn í eigu Rauðakrossdeilda á Suð-
urnesjum. Þetta var eitt af mörg-
um framfaramálum sem Björn
átti stóran þátt í að komust í fram-
kvæmd, á sinn hljóðláta máta.
Nú þegar Björn er „farinn
heim“ og lagður í könnun á nýjum
slóðum getur hann horft til baka
yfir feril sinn í þessu jarðlífi og
verið hreykinn af. Við þykjumst
vita að á þeirri ferð verði ýmislegt
athyglisvert og skemmtilegt á
vegi hans, sennilega ekki
óskemmtilegra en það sem hann
fylgdist með í ferðum sínum gegn-
um lífið og gladdi sitt samferða-
fólk með.
Við félagar hans í fjallaferðum
og björgunarstarfi þökkum hon-
um samfylgdina af heilum hug og
munum sakna hans með djúpu
þakklæti fyrir samstarfið, ánægj-
una og lífsgleðina sem fylgdi hon-
um í öllu okkar starfi.
Samúð okkar er hjá börnum
hans og fjölskyldu.
Bjössi, kæra þökk fyrir sam-
fylgdina.
F.h. félaga í Björgunarsveitinni
Stakki,
Garðar Sigurðsson.
Skátagildið í Keflavík hefur
misst enn einn félaga, sem er „far-
inn heim“.
Björn Stefánsson var einn af
stofnfélögum Gildisins og var öll 50
árin mjög virkur í leik og starfi, en
Keflavíkurgildið átti 50 ára afmæli
í maí sl. Hann, ásamt eiginkonu
sinni Helgu Kristinsdóttur, tók
mikinn þátt í starfi skátafélagsins
Heiðabúar og ófá eru fermingar-
skeytin sem Björn skrautskrifaði á
meðan skeytin voru handskrifuð.
Björn var kosinn í Landsgildis-
stjórn 1969. Hann var kosinn í
stjórn IFOFSAG 1979, en það er al-
þjóðastórn Gildisskáta og var hann
fyrsti Íslendingurinn sem þann
sóma hlýtur. Hann sat þar í stjórn
til 1985. Hann sótti mörg þing og
fundi Gildisskáta bæði í Evrópu og
vestanhafs og stærst er alþjóða-
þingið sem haldið var á Nýja Sjá-
landi árið 1985. Hann var alla tíð
mjög vel liðinn í skátstarfinu.
Eftirminnilegt er þeim sem
sóttu Norðurlandaþingið í
Reykjavík árið 1980, en þá bauð
Björn finnsku fulltrúana velkoma
á finnsku en hefur aldrei síðan
sagt aukatekið orð á finnsku. 1985
var hann kosinn Landsgildis-
meistari og var það til 1989.
Björn safnaði Gildisblaðinu
Bálinu frá upphafi, lét binda það
inn og hefur gefið Landsgildis-
stjórn 5 innbundnar bækur. Það
verður ómetanleg eign í framtíð-
inni. Hann sá um ristjórn Bálsins
1997 og 1998.
Skátagildið í Keflavík þakkar
frábært samstarf og vottar fjöl-
skyldu hans dýpstu samúð.
F.h. Skátagildisins í Keflavík,
Hreinn Óskarsson.
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2013
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir og afi,
PÉTUR SIGURBJÖRNSSON,
Garðaflöt 1,
Garðabæ,
lést á líknardeild Landspítalans
laugardaginn 14. september,
Hann verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn
27. september kl. 13.00.
Innilegu þakklæti viljum við skila til heimahjúkrunar
Karitasar fyrir ómælda aðstoð og hlýja umönnun í gegnum árin.
Elín Halldóra Hafdal,
Kristján Grétar Pétursson, Steinunn Erna Otterstedt,
Pétur Sigurbjörn Pétursson, Berglind Ósk Kjartansdóttir,
Rakel Björk Pétursdóttir, Marinó Jónsson,
Heimir Þór Pétursson, Vilborg Drífa Gísladóttir,
Brynhildur Pétursdóttir, Jóhann Pálsson
og afabörn.
✝
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður og afa,
GUNNARS Ó. SKAFTASONAR,
Boðagranda 2,
Reykjavík.
Kristín Edda Kornerup-Hansen,
Skafti Gunnarsson, Súsanna Davíðsdóttir,
Kristján Gunnarsson,
Guðrún Edda Gunnarsdóttir, Amid Derayat
og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
SVAVARS SIGURÐSSONAR
bónda,
Síðu við Blönduós.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks deilda 11B og 11G
Landspítala Hringbraut fyrir góða umönnun í veikindum hans.
Magdalena Erla Jakobsdóttir,
Jakob Óskar Svavarsson, Hrefna Kristófersdóttir,
Sigurður Svavarsson, Ásta Kristín Andrésdóttir,
Einar Svavarsson, Sigríður Hermannsdóttir,
Baldur Svavarsson,
Elínborg Svavarsdóttir, Ingimar Rúnar Ástvaldsson,
Björn Magni Svavarsson, Þórunn Jónasdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og stjúpmóðir,
GUÐRÚN ÞORGEIRSDÓTTIR,
Asparfelli 4,
Reykjavík,
sem lést á heimili sínu fimmtudaginn
12. september, verður jarðsungin frá Lang-
holtskirkju fimmtudaginn 26. september kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeir sem vilja
minnast hennar láti Ljósið á Langholtsvegi njóta þess.
Þorgeir Ingvason,
Þorgeir Pétursson, Stella Skúladóttir,
Sturla Pétursson, Anna K. Björnsdóttir,
Áki Pétursson, Kristín Bjarney Sigurðardóttir,
Sigrún Linda Þorgeirsdóttir,
Þórir Viðar Þorgeirsson
og barnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BJÖRN STEFÁNSSON,
Stekkjargötu 27,
Njarðvík,
sem andaðist á heimili sínu föstudaginn
13. september, verður jarðsunginn frá Ytri-
Njarðvíkurkirkju miðvikudaginn 25. septem-
ber kl. 14.00.
Stefán Björnsson, Anna Steina Þorsteinsdóttir,
Kristinn Björnsson, Páley Geirdal,
Erna Björnsdóttir, Hjörtur Sigurðsson,
Guðný Björnsdóttir, Grétar Grétarsson,
Höskuldur Björnsson, Linda Björk Kvaran
og afabörn.
✝
Ástkær faðir okkar,
ERLINGUR STURLA EINARSSON,
andaðist á heimili sínu sunnudaginn 22. september.
Útförin verður auglýst síðar.
Guðbjörg Erlingsdóttir,
Þóra Erlingsdóttir,
Einar Leó Erlingsson,
Sigríður Ásdís Erlingsdóttir.