Morgunblaðið - 25.09.2013, Síða 32

Morgunblaðið - 25.09.2013, Síða 32
Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2013 ✝ SigurlaugGísladóttir (Lulla) fæddist í Keflavíkurbæ á Hellissandi 8. nóv- ember 1936. Hún lést 18. september 2013. Foreldrar henn- ar voru hjónin Gísli B.K. Guð- björnsson frá Fögrubrekku, fisk- vinnslumaður og fjárbóndi, f. 1.8. 1902, d. 27.11. 1984, og Kristjánsína Elímundardóttir frá Dvergasteini, húsfreyja, f. 13.7. 1909, d. 23.9. 1985. Bræð- ur Sigurlaugar eru Sölvi Guð- björn, f. 1933, látinn, Guð- mundur Sólbjörn, f. 1934, Heimir Bergmann, f. 1939, og Pétur, f. 1948. Sigurlaug giftist 31.12. 1960 Inga Dóra Einari Einarssyni, f. börn: Sindri Már, Unnur Kar- en, Baldur Gísli og Arnar Ingi. 5) Ragnar Kristinn, f. 7.1. 1969, maki Gróa Hlín Jóns- dóttir, börn: Ríkarður Jón, Bjarki Steinn og Sæunn Elín. Langömmudætur Sigurlaugar eru Gunnhildur Una, Lára Þöll, Kristín og Stella Björk. Sigurlaug ólst upp á Hellis- sandi og kláraði grunnskólann þar, fór síðan tvo vetur í Hús- mæðraskólann á Varmalandi þar sem hún naut sín við handavinnu og matargerð. Fór svo skamma stund aftur vestur en svo lá leið hennar fyrst á Siglufjörð í síld og svo til Reykjavíkur þar sem hún kynntist eiginmanni sínum skömmu síðar. Auk húsmóð- urstarfa starfaði Sigurlaug meðal annars á Kópavogshæli, hjá SS, Landsbankanum og í Plúsmarkaðnum. Sigurlaug var mjög flink í höndunum og liggur mikil handavinna eftir hana. Útför Sigurlaugar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 25. september 2013, og hefst at- höfnin kl. 13. 29.5. 1939, d. 9.5. 2009. Foreldrar hans voru Einar Guðbjartsson stýri- maður, f. 1.1. 1901, d. 15.6. 1991, og Sigrún Jóna Einarsdóttir hús- freyja, f. 26.4. 1907, d. 17.3. 1994. Börn Sigurlaugar og Inga Dóra eru: 1) Sigrún, f. 7.6. 1958, maki Jón A.K. Lyngmo, börn: Inga Dóra og Ólína. 2) Gísli, f. 28.7. 1960, maki Hrafnhildur Hauksdóttir, börn: Helga Björg, Sigurlaug og Haukur. 3) Einar, f. 14.4. 1963, maki Agnes Lilý Guðbergs- dóttir, börn: Kjartan Ingi (lát- inn), Birkir Fannar, Berglind Ýr og Þórarinn Andri. 4) Guð- björn Sölvi, f. 24.11. 1964, maki Unnur Baldursdóttir, Mín fyrstu kynni af Lullu voru þegar ég kom í Furu- grundina. Þar hélt hún utan um hópinn sinn og aðstoðaði eftir þörfum. Það er engin spurning að hún var tryggur vinur og vildi að öllum liði vel sem hún var í tengslum við. Hún fylgdist með hópnum sínum af áhuga sem kom fram í öllu sem hún gerði. Hún var orðin þannig að hún átti orðið erfitt um gang en lét sig samt hafa það að ferðast með börnunum og barnabörn- unum þangað sem þau buðu henni að koma, hvort sem það var á Hellissand, í Grunnavík, í bústað eða í bíó. Þannig lífgaði hún upp á tilveruna hjá sínum nánustu og var með í því sem þau gerðu. Það má segja að henni hafi sjaldan fallið verk úr hendi og var ótrúlega afkasta- mikil við það sem hún hafði áhuga á. Sést það á öllu því magni af myndum, postulíni og hannyrðum sem er til eftir hana og við eigum eftir að njóta um ókomin ár. Lulla var einstaklega örlát og gjafmild, barngóð með afbrigðum. Hún var góð eigin- kona, móðir, amma, tengdamóð- ir og vinur. Það er ekki spurn- ing að fráfall hennar mun hafa áhrif á líf okkar og mun ég ávallt minnast hennar með hlý- hug. Jón A.K. Lyngmo. Elsku yndislega Lulla mín. Nú ert þú farin, mín góða vin- kona og tengdamóðir. Óskap- lega er erfitt að hugsa til þess að nú komi ég ekki framar til þín í heimsókn og með pant- anir. En það var nú þannig að ég vissi yfirleitt hvað og hve- nær þig vantaði eitthvað og þá bara kom ég með það eða hringdi í þig, eða þú í mig, einn- ig hlakkaðir þú alltaf til þegar Elsa kom á mánudögum og stundum kom ég líka að hitta ykkur, þá var nú glatt á hjalla. Einnig voru ófáar ferðirnar okkar saman hér um allt, í hár- greiðslu, snyrtingu, til læknis, í búðina okkar og heim í mat. Dvergasteinn á Hellissandi var þér hugleikinn, allar okkar ferðir þangað í gegnum árin, fyrst með Inga Dóra og síðan þér einni þegar hann féll frá fyrir fjórum árum. Fyrir hvern á ég nú að baka kökurnar? Yf- irleitt var það fyrsta sem þú sagðir þegar við komum: „Jæja, ætlar þú nú að fara að baka.“ Síðast þegar við vorum fyrir vestan, núna um verslunar- mannahelgina, spurðir þú mig hvort ég bakaði ekki púðursyk- urstertu með perum og súkku- laðirjóma, sem þú varst vön að baka fyrir krakkana, og nú auð- vitað skellti ég þá í hana. Aldrei hefði mig grunað að þú kæmir ekki oftar með okkur vestur, allar okkar góðu stundir, mikið spjallað og hlegið með góðum gestum. Heimir, Svala, Gísli og Nonni voru fastur punktur í Dverga- steini, við hlökkuðum alltaf til að hitta þau. Það var líka gaman að sjá hvað þið Einar voruð náin og göntuðust mikið, þið strídduð hvort öðru endalaust. Og síðan verð ég að nefna okkar sérstöku stundir snemma á morgnana þegar hinir sváfu, þá töluðum við oft mikið saman og fróðleik- urinn rann frá þér um gamla tíma og forfeður þína. Þú sagðir alltaf: „Mér líður svo vel hérna, það er gott að vera kominn í Dvergastein.“ Já minningarnar eru enda- lausar. Þér þótti vænt um þína stórfjölskyldu og varst alltaf að prjóna eitthvað handa barna- barnabörnunum. Síðan var allt postulínið sem þú málaðir og hannyrðirnar. Þú varst sérstak- lega myndarleg í höndunum, vandvirk, mjög snyrtileg, góð og skemmtileg kona. Ég þakka þér fyrir allar okkar ánægjulegu samverustundir, ég á eftir að sakna þín. Megir þú hvíla í friði með honum Inga þínum. Guð blessi þig. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson) Þín Agnes Lilý. Elsku besta amma/langamma, minning þín lifir í hjörtum okk- ar allra. Hryggðar hrærist strengur hröð er liðin vaka ekki lifir lengur ljós á þínum stjaka. Skarð er fyrir skildi skyggir veröldina eftir harða hildi horfin ertu vina. Klukkur tímans tifa telja ævistundir ætíð lengi lifa ljúfir vinafundir. Drottinn veg þér vísi vel þig ætíð geymi ljósið bjart þér lýsi leið í nýjum heimi. (Hákon Aðalsteinsson) Passaðu afa/langafa fyrir okkur þangað til við hittumst aftur. Kveðja, Helga Björg, Sigurlaug, Haukur, makar og börn. Elsku amma mín. Mikið hefði ég viljað sjá ánægjusvipinn á afa þegar hann tók á móti þér, þótt við hin sitjum eftir og sökn- um þín svo sárt. Þetta gerðist allt svo hratt að ég trúi því ekki enn að þú sért farin frá okkur. Þú varst dásamleg amma og ég er svo þakklát fyrir hvað þið afi voruð stór hluti af mínu lífi. Ég var oft í pössun hjá ykkur á yngri árum og á óteljandi minn- ingar sem hlýja mér um hjarta- rætur. Það var gaman að koma til þín og spjalla og grípa í prjónana. Við gátum alltaf spjallað um hitt og þetta og þér þótti gaman að vera inni í mál- um. Þú varst svo myndarleg í höndunum amma mín. Öll postulínslistaverkin sem við í fjölskyldunni eigum eftir þig eru ómetanleg. Eins máluðu jóla- dúkarnir og hekluðu teppin sem munu hlýja okkur um ókomin ár. Prjónarnir voru teknir aftur upp fyrir nokkrum árum og ég dáðist að því hversu verkefnin voru fjölbreytt. Eftir að lang- ömmustelpurnar þínar fæddust nutu þær góðs af handavinnu- áhuga þínum og eiga þær ýmsa handavinnu eftir þig, postulín, hekluð teppi, smekki og prjón- aða sokka og jólasveina. Þú varst sko ekkert að draga hlut- ina, fannst þér verkefni til þess að dunda þér við og hættir ekki fyrr en þeim var lokið. Ég er þakklát fyrir að Stella Björk skuli hafa fengið að kynnast þér og þú henni. Þú ljómaðir alltaf þegar þú hittir langömmustelp- urnar þínar og þeim þótti nú ekki leiðinlegt að fá mjólk og kringlu hjá ömmu Lullu, frekar en okkur hinum. Stellu Björk þótti líka alltaf sport að fara á svalirnar þínar, gat hoppað þar um, ráfað inn og út og prílað upp í stólana og horft út um gluggann. Hún spyr um þig og bendir oft á myndina af ykkur afa og segir mér hver þú ert; amma Lulla. Þótt engan hafi grunað að þú værir að leggja í ferðina löngu og örugglega ekki þig sjálfa er eins og eitthvað hafi verið í und- irmeðvitundinni og þú fram- kvæmdir hitt og þetta áður en þú fórst. Teppið fyrir fyrsta langömmudrenginn sem vænt- anlegur er í desember er tilbúið og eins jólagjafirnar fyrir lang- ömmustelpurnar. Þú hringdir í hina og þessa sem þú hafðir ekki heyrt í lengi, skelltir þér í heimsóknir og bústaðaferðir og fórst meira að segja til Grunna- víkur núna í lok sumars, þar sem þú ferðaðist í bíl, bát og gúmmíbát og lást aftan í kerru á traktornum til þess að komast á milli staða. Þú lést ekkert stoppa þig og það var svo gam- an hjá þér. Allar þessar stundir sem þú naust og hafðir sjálf gaman af eru ekki síður mik- ilvægar fyrir þá sem standa þér næst og fengu að taka þátt. Elsku amma, takk fyrir allt. Ég veit að afi hefur tekið vel á móti þér og að ykkur líður vel saman. Laus við öll veikindi og stirðleika og dansið saman við harmonikkuleik. Kysstu afa rembingskoss frá mér og biddu hann um annan fyrir þig. Æ, amma, hvar ertu? Æ, ansaðu mér. Því ég er að gráta og kalla eftir þér. Fórstu út úr bænum eða fórstu út á haf? Eða fórstu til Jesú í sælunnar stað? (Höf. ók.) Þín ömmustelpa, Inga Dóra. Sigurlaug Gísladóttir Í lífinu verða stundum höpp. Eitt af mínum höppum var að kynnast Villa eins og við Skag- Vilhjálmur Þór Þórarinsson ✝ Vilhjálmur ÞórÞórarinsson fæddist á Bakka í Svarfaðardal 18. nóvember 1949. Hann varð bráð- kvaddur við smala- mennsku í Sveins- staðaafrétt í Skíðadal 7. sept- ember 2013. Vilhjálmur Þór var jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju 19. september 2013. firðingar kölluðum hann. Villi kom fyrst til mín að hausti fyrir tæpum fjórum árum þegar ég varð óvinnufær vegna bakslæmsku. Það var ánægju- legt að fá Villa, hann sá um allt sem þurfti að gera. Þegar haustaði tók hann inn féð og sá um það. Hann var einstakt snyrtimenni, umgengni um hús og skepnur eins og ætti að mynda fyrir Hús og híbýli næsta dag. Agnar H. Gunnarsson. Smáauglýsingar Snyrting Spænskar gæðasnyrtivörur, fram- leiddar úr náttúrulegum hráefnum, og eru fyrir alla daglega umhirðu húðar. Fjölbreyttar vörur sem henta allri fjölskyldunni. Sjá nánar í netversluninni: www.babaria.is Húsgögn Barnahúsgögn Þið finnið okkur á Facebook undir Litla Trévinnustofan eða í síma 845-4096. Sumarhús Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Ýmislegt TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ Einkar léttir og þægilegir dömuskór úr mjúku leðri. TILBOÐSVERÐ: 2.500. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. VANDAÐIR ÞÝSKIR HERRASKÓR ÚR LEÐRI , SKINNFÓÐRAÐIR OG MEÐ GÓÐUM SÓLA Teg. 206204 23 Vandaðir herraskór úr mjúku leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 41-47. Verð: 16.975. Teg. 455201 340 Vandaðir herraskór úr mjúku leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 41-47. Verð: 17.975. Teg. 308204 354 Vandaðir herraskór úr mjúku leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 40-47. Verð: 15.885. Teg. 416407 35 Vandaðir herraskór úr mjúku leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 40-47. Verð: 21.600. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán. - fös. 10 - 18. Lokað laugardaga. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. NÝKOMIÐ AFTUR FRÁ LIZ Teg. 72390 - Frábær aðhaldsbolur í stærðum S, M, L, XL á kr. 6.550. Teg. 50390 - Mjúkar aðhaldsbuxur í S, M, L, XL, 2X á kr. 3.550. Teg. 53690 - Krókabuxurnar sívin- sælu í S, M, L, XL, 2X á kr. 5.990. Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-föst. 10-18, Lokað á laugardögum. Þú mætir - við mælum og aðstoðum. www.misty.is - vertu vinur Ökukennsla Kenni á BMW 116i Snorri Bjarnason, sími 892 1451. Bilaskoli.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.