Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Síða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.9. 2013 Fátt skiptir meira máli í lífinu en hvernig við komum fram við ann- að fólk. Eftir okkar dag er ólíklegt að nokkur muni hvað við vorum með í laun, hvernig bíl við áttum eða hvers konar parket við völd- um á stofuna. En líklega man fólk hvort við brostum til þess eða ekki. Hvort við komum almenni- lega fram eða sýndum fálæti. Í Sunnudagsblaðinu í dag er farið um víðan völl sem fyrr. Ung leikkona, Elma Stefanía Ágústs- dóttir, sem er að stíga sín fyrstu skref í Þjóðleikhúsinu, talar um kvíða og ótta sem hún tekst á við með heilbrigðu líferni. Lögfræð- ingurinn Ásta Sóley Sigurðar- dóttir ræðir opinskátt um reynslu sína af því að greinast með ADHD á fullorðinsárum og lýsir því hvernig henni hefur tekist að lifa með sjúkdómnum. Útrás íslenskra glæpasagna er til umfjöllunar en okkar fámenna þjóð á fjölda hæfra höfunda sem selja bækur til ótal landa. Í blaðinu í dag er líka sterk frá- sögn blaðamanns úr flóttamanna- búðum í Úganda. „Mæður gáfu ungum börnum sínum brjóst og nudduðu fætur þeirra eldri. Hit- inn var mikill og ferðalagið hafði tekið toll af mörgum. Það sást best á börnunum sem reyndu að sofa með höfuð á öxl mæðra sinna,“ segir um hóp flóttamanna sem var nýkominn í búðirnar. Með því að deila sögum hjálp- um við hvert öðru. Börnin í flótta- mannabúðunum í Úganda hafa fyrir tilstilli blaðamanns frá Ís- landi deilt broti af sinni sögu með lesendum hér heima. Nú er það okkar að finna út úr því hvað við gerum við þessa frásögn. Kannski getum við komið almennilega fram við þau. Geymt frásögnina með okkur og munað eftir henni næst þegar við ætlum að setja peningana okkar í að kaupa eitt- hvað sem ekki vantar. RABBIÐ Máttur frásagnarinnar Eyrún Magnúsdóttir Það er gömul list og göfug að yrkja sinn garð. Það hefur þessi ágæti maður án efa haft í huga þegar hann rakaði saman laufinu í Grasagarðinum í Laug- ardalnum fyrir helgina. Haustið er komið með allri sinni litadýrð og Íslendingar, alltént þeir sem búa á suðvesturhorninu, vona að það verði milt og gott þetta árið. Einskonar sárabót fyrir sumarið sem aldrei kom. Raunar má með ágætum rökum halda því fram að haustið ríki hér syðra allt árið um kring. Í það minnsta sagði góður maður einhverju sinni að veðrið væri alltaf eins í höfuðborginni og nágrenni, bara fáeinum gráðum heitara yfir þann part sem í útlöndum er kallaður „sumar“. Sitthvað til í því. AUGNABLIKIÐ Morgunblaðið/Ómar AÐ YRKJA SINN GARÐ HAUSTLAUFIN ERU TEKIN AÐ FALLA AF TRJÁNUM OG VETUR KONUNGUR RÍÐUR SENN KOTROSKINN Í HLAÐIÐ – MEÐ TILHEYRANDI FÖRUNEYTI. SUMIR HALDA ÞVÍ RAUNAR FRAM AÐ SUMARIÐ HAFI ALDREI KOMIÐ. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hvað? Húð- flúrsráðstefna Hvar? Súlnasal Hótel Sögu Hvenær? Opið öllum kl. 12-24 laugardag og 12-19 sunnudag Nánar: Húðflúrarar víða að úr heim- inum sýna listir sínar. Kostar 1500 krón- ur inn, frítt fyrir börn 12 ára og yngri. Flúrað fyrir gesti Hvað? Bókmenntahá- tíð í Reykjavík Hvar? Norræna hús- inu, Iðnó og víðar Hvenær? Fjöldi við- burða og upplestra laugardag og sunnudag. Nánar: Dagskrá á bokmenntahatid.is. Bækur bækur bækur Í fókus VIÐBURÐIR HELGARINNAR Hvað? 30 ára afmælissýning 4x4 Hvar? Fífunni Kópavogi Hvenær? Kl. 12-18 laugardag og sunnudag Nánar: Breyttir jeppar og saga 4x4 klúbbsins sögð. Aðgangur 1.000 krónur, helgarpassi 1.500 krónur. Tröll í Fífunni Hvað? Næstsíðasta umferð 1. deildar karla í knattspyrnu. Hvar? Leikið víða um land. Hvenær? Sex leikir á laugardag kl. 14.00 Nánar: 1. deildin hefur sjaldan verið eins spennandi. Fyrsta flokks fótbolti Hvað? Tónleikar „Þú getur“-sjóðsins. Hvar? Eldborg, Hörpunni. Hvenær? Sunnudag kl. 20. Nánar: Ágóði tónleikanna fer í að styrkja til náms einstaklinga sem hafa átt við andleg veikindi að stríða. Andlegir tónleikar Hvað? Sýning á íslenskri vídeólist frá 1975-1990. Hvar? Hafnarhús, listasafn Reykjavíkur. Hvenær? Laugardag. Nánar: Markmiðið með sýningunni er að draga fram verk sem sýna fyrstu til- raunir íslenskra listamanna til að nota vídeómiðilinn til listsköpunar. Íslensk vídeólist * Forsíðumyndina tók Árni Sæberg.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.