Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Síða 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Síða 9
15.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 Ógleymanleg þrenna Jóhann Berg Guðmundsson skoraði glæsi- lega þrennu gegn feikisterku liði Sviss á útivelli 6. september sl. Öll mörkin hans voru glæsileg og vel fram- kvæmd. „Maður á varla til þau lýsingarorð að hrósa frammi- stöðu íslenska landsliðsins og hvernig það náði að snúa gjör- töpuðum leik upp í jafntefli. Jó- hann Berg mun eflaust aldrei gleyma þessari kvöldstund í Bern en pilt- urinn fljóti úr Kópavoginum sýndi mögn- uð tilþrif og mörkin hans þrjú voru hvert öðru fallegra. Það fór svo að lokum að fjölmargir svissneskir áhorfendur risu úr sætum sínum og klöppuðu Jóhanni Berg lof í lófa þegar hann jafnaði metin á lokamínútunum með stór- kostlegu skoti,“ skrifaði Guðmundur Hilmarsson, íþróttafréttamaður Morgunblaðsins. Morgunblaðið/Golli Brjálæði í Bern og fleiri afrek Gullstóls- leikurinn 29. júní er sannkallaður íþróttadagur í íslenskri íþrótta- sögu. Þá unnu frjálsíþróttamenn til mikilla afreka og íslenska lands- liðið í knattspyrnu vann það sænska 4:3. Skoraði Ríkharður Jónsson öll mörk Íslands. Í umfjöllun Morg- unblaðsins sagði: „Í fáum orðum sagt var það mest einkennandi fyrir þenn- an leik hversu Ríkharður bar af á vellinum.“ Karl Guðmundsson fyr- irliði, Sæmundur Gíslason og Þórður Þórðarson halda á hetjunni. Morgunblaðið/Ólafur K Magnússon ÞRENNA JÓHANNS BERGS GEGN SVISS UM SÍÐUSTU HELGI FER Í SÖGUBÆKURNAR SEM EINSTAKT ÍÞRÓTTA- AFREK EINSTAKLINGS Í LIÐSÍÞRÓTT. ÍSLENDINGAR HAFA ÁTT ÞAU NOKKUR, ÞAR SEM HVER SEKÚNDA VERÐUR AÐ MÍNÚTUM OG MÍNÚTUR AÐ KLUKKUTÍMUM. TÍMINN VIRÐIST EINFALDLEGA STANDA KYRR. HEFUR MORGUNBLAÐIÐ VERIÐ DUGLEGT AÐ FJALLA UM ÞESSI AFREK Í GEGNUM 100 ÁRA SÖGU BLAÐSINS. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Í myndum FYRIRTÆKI ARION BANKI SÆKIR UM TRYGGINGARÁLIT SENDIR GÖGNIN UM FYRIRTÆKIÐ EULER HERMES GEFUR ÚT TRYGGINGAR- ÁLIT Á FYRIRTÆKI TRYGGINGARÁLIT AUÐVELDAR INNFLUTNING Arion banki býður fyrstur á Íslandi tryggingarálit (e. credit opinion) í samstarfi við Euler Hermes. Tryggingarálit Arion banka er yfirlýsing um að viðkomandi innflutningsfyrirtæki sé viðurkennt af tryggingarfyrirtækinu Euler Hermes og geti fengið greiðslufallstryggingu. Tryggingar- álit getur leitt til hagkvæmari greiðslukjara og liðkað til fyrir nýjum viðskiptum. Kynntu þér málið á arionbanki.is eða komdu við í næsta útibúi Arion banka. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3 -1 6 3 2

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.