Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Page 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.9. 2013 Í áratugi hefur Björgvin Halldórsson verið í hópi fremstu tónlistarmanna þjóðarinnar. Nú, laugardag- inn 14. september, heldur hann stórtónleika í Há- skólabíói þar sem hann flytur úrval laga úr efnis- skrá sinni ásamt hljóðfæraleikurum, en þar á meðal eru Jón Ólafsson, Jóhann Hjörleifsson, Jón E. Haf- steinsson og Friðrik Sturluson. Tónleikarnir hafa yfirskrift- ina Bestu lög Björgvins og ekki ætti að koma á óvart að uppselt er á þá. Spurður um tónleikana segir Björgvin: „Jón Ólafsson pí- anóleikari hefur verið með prógramm undanfarin ár í Salnum sem heitir Af fingrum fram þar sem listamenn mæta, flytja lög sín og spjalla við gesti. Ég hef nokkrum sinnum verið með í þessu prógrammi Jóns í Salnum þar sem hann spurði mig spjörunum úr og persónulegra spurninga sem ég svaraði og við tókum lagið. Prógrammið tókst mjög vel. Ég var hikandi í fyrstu að taka þátt í svona uppsetningu en sló svo til og líkaði vel. Við höfum farið nokkuð víða með þetta prógramm og í kjölfarið ákváðum við að færa okkur í stærri hús og uppfæra pró- grammið og hafa það enn opnara. Tónleikarnir byggjast á því að við Jón tölum saman og við gestina og segjum sög- una á bak við lagið og segjum frá laginu á bak við sög- una og ég ræði um feril minn. Þannig að þessir tónleikar eru bæði tónar og tal, ólíkt Jólagestum Björgvins sem eru með allt öðru sniði.“ Tónleikarnir hafa yfirskriftina Bestu lög Björgvins. Áttu þér uppáhaldslög af þeim sem þú hefur flutt? „Það er ekki hægt að draga lög í dilka og segja: Þetta er það besta. En lagalistinn byggist vitanlega á vinsældum laganna og hversu mikil eftirspurn hefur verið eftir þeim. Þau eru orðin ansi mörg lögin sem ég hef hljóðritað og því var erfitt að velja á milli. Ég á mér mörg uppáhalds- lög, þar á meðal lögin eftir Gunna Þórðar eins og Vetr- arsól og Himinn og jörð, og lög eftir Magnús Eiríksson eins og Sönn ást og Þjóðvegurinn, og síðan lög sem ég hef sjálfur samið eins og Skýið, Riddari götunnar og Vertu ekki að plata mig og fleiri. Það má kannski segja innan gæsalappa að þessi lög séu í hópi bestu laga Björg- vins.“ Áttu þér uppáhaldssöngvara og er einhver einn söngvari sem hefur haft meiri áhrif á þig en aðrir? „Uppáhaldssöngvarar mínir eru ansi margir. Það er náttúrlega Elvis og svo Ray Charles, Dean Martin, Louis Prima og Louis Armstrong og svo þeir íslensku söngvarar sem mótuðu alla íslenska söngvara sem eru að syngja í dag: Haukur Morthens, Alfreð Clausen, Elly Vilhjálms, Raggi Bjarna, Vilhjálmur Vilhjálmsson. Af þessum söngv- urum hafði Haukur Morthens mest á hrif á mig, rödd hans var einstök. Þegar maður heyrir í þessum söngvurum sem ég var að telja upp þá þekkir maður þá um leið. Þetta eru söngvarar sem fundu sína eigin rödd. Svo eru líka margir af samtímasöngvurum mínum óðum að bætast í hóp minn af uppáhaldssöngvurum.“ Kaldhæðni besti húmorinn Þú ert búinn að skemmta í áratugi, líður þér alltaf vel á sviði? „Ég er yfirleitt alltaf nokkuð taugaóstyrkur áður en ég fer á svið. Ef ég er það ekki þá er fyrst ástæða til að Alltaf að reyna að toppa sjálfan mig BJÖRGVIN HALLDÓRSSON RÆÐIR Í VIÐTALI UM ÆSKUNA, SÖNGFERILINN OG NÆSTU VERKEFNI. KALDHÆÐNISLEGUR HÚMOR KEMUR EINNIG VIÐ SÖGU OG SÖMULEIÐIS METNAÐURINN SEM HELDUR SÖNGVARANUM GANGANDI. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Svipmynd

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.