Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Qupperneq 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Qupperneq 20
*Heilsa og hreyfingLögfræðingurinn Ásta Sóley lýsir reynslu sinni af því að greinast með ADHD »22 É g var nú aldrei á hlaupum þegar ég var lítil,“ segir Alma María og brosir. „Einu skiptin sem ég hljóp var í hlaupaprófum í grunnskóla og Verzlunarskólanum og kom þá með blóðbragð í munninum í mark. Í kringum tvítugt fór ég nokkrum sinnum út að hlaupa og eftir að ég byrjaði að búa hljóp ég hringinn í kringum Miklatúnið og fannst ég mikil hetja þegar ég náði að hlaupa tvo hringi,“ segir þessi núverandi maraþon- og þríþrautarkona og hlær. Hún er 43 ára og byrjaði að æfa markviss hlaup fyrir um 8 árum. „Ég hafði engan grunn að byggja á, því ég hafði aldrei verið í íþróttum sem barn. Ég finn það líka þegar ég æfi með fólki sem hefur æft íþróttir að mig skortir þennan grunn og það fólk er fljótara að ná árangri. Það er miklu erfiðara að byggja upp þennan grunn þegar maður er orðinn þrjátíu og fimm ára,“ segir Alma sem hefur metnað til að ná árangri. „Það er því mikilvægt að börn séu í íþróttum, líka heilsunnar vegna en á móti kemur ef til vill að þeir sem hafa verið lengi í íþróttum hafa oft lent í meiðslum vegna álags á líkamann en minn lík- ami hafði ekki orðið fyrir neinu líkamlegu álagi í öll þessi ár,“ segir hún og brosir. Fóru í skokkhóp Þetta byrjaði allt á því að þau hjónin vildu breyta um lífsstíl. „Maðurinn minn, Guðmundur Guðnason, og ég fluttum ásamt börnum okkar til Hollands árið 2004. Ég var þá heimavinnandi og byrjaði á að fara í ræktina og við Gummi fórum saman út að hlaupa. Hann var orðinn of þungur og við tókum mataræðið í gegn og smátt og smátt missti hann um 20 kíló. Þegar við fluttum heim ári seinna byrjuðum við að æfa með Skokkhópi Garðabæjar en þá var það Gísli Ásgeirsson sem stjórnaði. Hann var rosalega hvetjandi og hjálpaði okkur mikið. Þá fór- um við að keppa og setja okkur ný og ný markmið og hlaupa aðeins hraðar og hraðar. Gummi var orðinn ansi góður og þá hvatti Gísli hann til þess að hlaupa með ÍR-hópnum, því ef þú ætlar að hlaupa hraðar þá verðurðu að hlaupa með ein- hverjum sem hleypur hraðar en þú. Ég fylgdi síðan ári á eftir. Þá fór þetta að gerast hraðar.“ Alma María hljóp Lauga- veginn árið áður en hún hljóp sitt fyrsta maraþon eða árið 2010. „Það er mjög ólíkt að hlaupa Laugaveginn og maraþon. Á Laugaveginum gekk ég upp allar brekkur og skokkaði niður þær en í mara- þoni ertu undir miklu álagi allan tímann. Ég æfði vel fyrir hlaupið og upplifunin var frábær. Það sama má segja um maraþonið sem ég hljóp ári seinna í Rotterdam. Ég ákvað að gera það af alvöru en ekki bara til að geta sagst hafa hlaupið maraþon. Ég vildi vera vel þjálfuð, m.a. til að minnka hættu á meiðslum, ég vildi að upplifunin væri góð sem og árangurinn en ég setti mér það markmið að hlaupa á tímanum 3:15. Ég var búin að byggja upp mikinn styrk og komin með langþolið og var einkum að æfa hraðann. Það gekk allt upp og ég kom í mark á tímanum 3:16 eða rúmri mínútu frá markmiði mínu.“ Félagsskapurinn mikilvægur Alma María segir að konum sé að fjölga mikið í langhlaupum, hjólreiðum og í þríþraut. „Í janúar 2012 var ég að velta fyrir mér hvað ég ætti að gera í framhaldi af maraþoninu. Þá var hópur kvenna að koma saman undir stjórn Kar- enar Axelsdóttur þríþrautarkonu í þeim tilgangi að æfa þríþraut sam- an og þá fyrir hálfan járnkarl sama ár. Ég ákvað að slást í hóp- inn þrátt fyrir að hafa lítið æft hjólreiðar en ég hafði keypt mér götuhjól haustið áður. Sundið mitt minnti fremur á svaml en alvöru skriðsund. En það var ekkert annað að gera en að læra að hjóla og synda upp á nýtt og það gerðum við. Stelpurnar í hópnum voru 10, sú yngsta 13 árum yngri en ég en ég var elst. Við æfðum allt að 12 tíma á viku þegar mest var en þetta var æðislega gaman,“ segir hún og leggur áherslu á að mjög stór hluti af hreyfingunni sé fé- lagsskapurinn. „Þetta er svo lífsglatt fólk, í jafnvægi, setur sér markmið og nær þeim. Þá hafa fylgt þessu dálítil ferðalög en við hjónin höfum ferðast t.d. til Danmerkur, Frakklands, Þýskalands, Hollands og Bandaríkjanna í tengslum við hlaupin að ógleymdu því að geta lagt góðum málefnum lið. Við stofnuðum ásamt bróður mínum og konu hans góðgerðarfélagið Meðan fæturnir bera mig, hlupum hringinn í kringum landið og söfnuðum fé fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og eftir það höldum við árlegt hlaup þar sem ágóði rennur til félaga sem styrkja börn. Þá tókum við þátt í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni í kringum landið til styrktar Barnaheill. Það er gott að geta líka látið gott af sér leiða. Þetta snýst því ekki bara um hreyf- inguna, enda er hún löngu orðin lífsstíll sem og breytt mat- aræði. Ég á bara eitt gott ráð handa fólki sem vill gera lífs- stílsbreytingar,“ segir hjúkrunarfræðingurinn og íþróttakonan brosandi, „og það er að gera fáar breytingar í einu en góðar. Oftast ætlar fólk sér að gera of mikið í einu og misheppnast þá gjarnan allt saman.“ Alma María tók þríþrautina föstum tökum í sumar og keppti líka í hjólreiðum í CUBE-liðinu en hennar næsta markmið er að keppa í ólympískri þríþraut í London þann 15. september. „Þetta er heimsmeistaramót aldursflokka en ég keppi í aldurs- flokknum 40-45 þar sem eru 130 keppendur. Alls taka um 8.500 manns frá 80 þjóðum þátt í mótinu sem tekur 5 daga og héðan fara rúmlega 30 keppendur á aldrinum 19-52. Það verða syntir 1500 m í vatninu Serpentine í Hyde Park, hjólaðir 40 km um miðborg London og hlaupnir 10 km í Hyde Park. Þetta verður mjög spennandi,“ segir þessi vaska íþróttakona. Alma María Ragnarsdóttir segir konum hafa fjölgað mikið í langhlaupum, hjólreiðum og þríþraut. KEPPIR Í ÞRÍÞRAUT Kynntist íþróttum fyrst á full- orðinsaldri HÚN STUNDAR NÚ ÍÞRÓTTIR AF KAPPI EN HAFÐI ALDREI KOMIÐ NÁLÆGT ÞEIM Í BARNÆSKU. ALMA MARÍA RÖGNVALDSDÓTTIR HJÚKRUNARFRÆÐINGUR TENGIR ÍÞRÓTTIR NÚ VIÐ FERÐALÖG, GÓÐAN FÉLAGSSKAP OG GÓÐGERÐARMÁL. Unnur Hrefna Jóhannsdóttir uhj@simnet.is *Ég ákvað að slást í hópinn þrátt fyrir aðhafa aldrei æft hjólreiðar, aðeins hjólað sem stelpa og sundið mitt minnti fremur á svaml en alvöru skriðsund.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.