Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Qupperneq 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.9. 2013 Heilsa og hreyfing E rtu ekkert hissa?“ spyr hún brosandi en blaðamaður hváir. „Já, ég er á réttum tíma,“ segir Ásta Sóley Sig- urðardóttir hlæjandi og vísar til þess að margir með ADHD séu óstundvísir. Þessi geislandi kona er lögfræðingur í dag en leiðin þangað var þyrnum stráð. „Ég var alltaf sauðurinn í hópnum þegar ég var barn, utan við mig og fannst ég klaufsk. Ég átti erfitt með að mynda djúp tengsl heldur safnaði í kringum mig einstaklingum og kunningjum en átti sjaldan raunverulega vini í grunn- skóla. Mér gekk samt vel í skólanum þó ég héldi aldrei athyglinni. Ég var samt aldrei með nein læti eins og algengt er hjá strákum með ADHD, en stelpur með röskunina eru oft síður órólegar. Ég sat aftast og var oft í draumaheimi. Ég las síðan vel fyrir próf en það er eins og við sem erum með ADHD fáum oft einhverja ofurathygli í stuttan tíma. Þegar ég útskrifaðist úr grunnskóla fékk ég verðlaun fyrir námsárangur og allt virtist leika í lyndi.“ Þegar Ásta Sóley fór í framhaldsskóla fór hins vegar að halla undan fæti. „Ég fór að sofa illa en það er eitt af einkennum ADHD og það háði mér í skóla. Ég átti erfitt með að mæta á réttum tíma í skólann og halda mér vakandi þar. Ég sofnaði oft í tímum. Ég hrapaði í einkunnum og á endanum hætti ég. Ég fór að vinna á bar og fór í kvöldskóla. Það gekk betur, ég fékk meira frjálsræði, árang- urinn varð betri og ég náði að útskrifast. Deyfði sársaukann með víni Á þessum tíma hafði Ásta Sóley ekki greinst með ADHD og lífið var farið að reynast henni þungbært. „Ég fór síðan að vinna á skrifstofu eftir stúdentsprófið og vinnuveit- endur mínir voru vægast sagt umburð- arlyndir og ég er þeim ævinlega þakklát. Ég átti erfitt með að mæta á morgnana vegna dægursveiflna en skilaði þó alltaf mínu, vann fram á kvöld ef þess þurfti en stundum kom það fyrir að ég sofnaði í vinnunni. En mér datt aldrei í hug að ég væri með ADHD.“ Ásta Sóley segir að hún hafi verið farin að drekka meira en góðu hófi gegnir til þess að deyfa sársaukann og róa sig niður. „Ég fór til geðlæknis sem greindi mig með þunglyndi og setti mig á lyf en það gerði ekki mikið gagn. Ég vissi að ég væri góður námsmaður og eft- ir að hafa unnið sem aðstoðarmaður geisla- fræðinga á LSH, ákvað ég að fara í lækn- isfræði. Ég var á málabraut í framhaldsskóla en gekk samt ágætlega í klásusnum þótt ég kæmist ekki í gegn. Ég fór þá aftur á nátt- úrufræðibraut í kvöldskóla og tók alla áfang- ana þar en árið eftir voru komin inntökupróf í læknisfræðina sem mér fannst mjög ósann- gjarnt og ákvað þá að hætta við. Ég flutti þá til Danmerkur, fór að vinna á bar og drakk alla daga til að draga úr kvíðanum og sam- viskubitinu sem hafði fylgt mér frá því ég var barn og er mjög algengt hjá ADHD fólki. Ég var orðin vonlaus um sjálfa mig, einangruð og þunglynd og var farið að langa heim en hafði hugsað mér að ferðast um heiminn og vinna á eins mörgum Hard Rock stöðum og ég mögu- lega gæti.“ Fékk lyf og notar HAM Henni fannst botninum vera náð en aftur var það námið sem bjargaði Ástu Sóleyju. Hún sótti um lögfræði í Københavns Universitet (KU) „Ég komst inn og það veitti mér sjálfs- traust þótt ég hafi gefist upp vegna mæt- ingaskyldu eftir tvær vikur. Svefninn sveik mig enn einu sinni og að lokum var ég orðin of kvíðin til að mæta. En í kjölfarið ákvað ég að fara heim og sækja um í lögfræði við Há- skóla Íslands. Ég komst í gegnum fyrstu önn- ina og þar held ég að pressan hafi hjálpað mér og kosturinn sem stundum fylgir ADHD, þessi ofurathygli í stuttan tíma. En strax á annarri önn fór að ganga verr en ég var hins vegar svo heppin að föðursystir mín var að skrifa MS-ritgerð um ADHD í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hana grunaði að ég væri með ADHD og lagði fyrir mig greiningu sem var jákvæð og hún ráðlagði mér að leita til geðlæknis. Hann lét mig hafa lyf en lyfin hafa bæði skammtíma- og langtímaáhrif. Ég fann samstundis skammtímaáhrifin, u.þ.b. 15 mínútum eftir að ég tók fyrstu töfl- una fann ég athyglina skyndilega virkjast. Ég sat í kennslustofunni, horfði út um gluggann og var dottin út, þ.e. heyrði ekkert hvað kennarinn var að segja, eins og gerðist alltaf í tíma. Skyndilega var eins og einhver hefði kveikt á athyglinni minni, eins og kveikt væri á heyrnartæki. Ég heyrði allt í einu það sem kennarinn var að segja. Og það sem meira er, ég gat fylgt honum eftir og hætti að detta út á nokkurra mínútna fresti. Á lyfjunum get ég einbeitt mér að einu verkefni án þess að vera að hugsa um og kvíða fimm hundruð öðrum verkefnum. Ég treysti mér til að byrja á verkefnum, sem hefur reynst mér mjög erfitt í gegnum tíðina, og klára það sem ég byrja á. Lang- tímaáhrifin lýsa sér í auknu jafnvægi, ég á auðveldara með að stjórna skapi mínu og við- brögðum, ég sef betur og á auðveldara með að koma mér í reglu og vanafestu. Það er mjög erfitt af hafa stjórn á lífi sínu þegar maður gleymir öllu og getur ekki komið sér upp kerfi, t.d. bara að muna eftir að bursta tennurnar og þess háttar. Þegar ástandið er svoleiðis vekur það upp mikla gremju gagn- vart manni sjálfum og maður verður reiður yfir því að geta ekki „fúnkerað“ eins og ann- að fólk. Ég eyddi t.d. miklum tíma áður í að vera reið við sjálfa mig fyrir að hafa ekki farið fyrr í skóla, fyrir að hafa ekki lært meira þegar ég var yngri, hafa ekki fengið betri ein- kunnir og þar fram eftir götunum. Það er dæmigert fyrir fólk með ADHD að vera fullt gremju út í sjálft sig og ávíta sig fyrir að hafa ekki gert betur og standa ekki undir væntingum, enda vitum við yfirleitt að við getum betur.Við erum ekki að fullnýta getu okkar. Lyfin hafa bjargað lífi mínu en það er einnig nauðsynlegt að nota aðrar aðferðir eins og HAM, hugræna atferlismeðferð, eða 12 sporin með en hvort tveggja hefur reynst mér vel til að bæta hæfni mína. Það var t.d. ekki fyrr en eftir á að ég áttaði mig á hvað ég hefði verið erfið í samskiptum,“ segir hún og hlær. Ásta Sóley hefur nú starfað í tæp þrjú ár sem lögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara en áður starfaði hún hjá Varnarmálastofnun og JP-Lögmönnum. „Ég lét vinnuveitanda minn vita af rösk- uninni þegar ég sótti um og hann kemur til móts við mig að mörgu leyti en á móti hef ég marga kosti vegna ADHD,“ segir hún ákveð- in. „Ég er opin fyrir að ræða um ADHD ef það kemur upp og finn minna fyrir fordómum en fyrst þegar ég var greind árið 2007 en þeir eru þó nokkrir enn,“ segir þessi farsæli og jákvæði lögfræðingur að lokum. ,,Ég var aldrei með nein læti“ FULLORÐNIR GREINAST LÍKA MEÐ ADHD EN ÞAÐ GETUR TEKIÐ LANGAN TÍMA AÐ FÁ GREININGU. ÁSTA SÓLEY SIGURÐARDÓTTIR HEFUR LÆRT AÐ LIFA MEÐ ADHD. Unnur H. Jóhannsdóttir uhj@simnet.is Ásta Sóley Sigurðardóttir segir dæmigert fyrir fólk með ADHD að vera uppfullt af gremju út í sjálft sig. Hún hefur lært að sætta sig við sjúkdóminn. Morgunblaðið/RAX Allir geta verið utan við sig öðru hvoru, misst þráðinn við lestur, áhorf kvikmynda eða í miðju samtali, gleymt að kaupa ákveðna vöru í búðinni, týnt farsímanum, farið úr einu í annað eða misst út úr sér miður fagurt orðalag í hvatvísi. Sá sem er með ADHD upplifir hins vegar alltaf slíka hluti. Hann á erfitt með að byrja á verkefnum og að ljúka þeim, at- hyglisbresturinn gerir það að verkum. Athyglin helst ekki vakandi nema stutta stund. Af- leiðingarnar geta verið margvíslegar á nám, vinnu og daglegt líf. ADHD hefur áhrif á heilsufar, félagslega stöðu og efnahag. Geðsjúkdómar eru oft fylgikvillar röskunarinnar eins og meiriháttar þunglyndi og kvíðaraskanir. Erfiðleikar í námi leiða oft til þess að ein- staklingar með ADHD detta snemma úr námi og fara ekki í langskólanám. Skipulagsleysi er algengt og ef ofvirkni er mikil þá geta svefnerfiðleikar verið vandi. Stundum getur ADHD einnig haft hættur í för með sér, eins og í umferðinni. ATHYGLIN HELST EKKI VAKANDI NOTAR LYF OG HUGRÆNA ATFERLISMEÐFERÐ TIL TIL AÐ VINNA GEGN ADHD
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.