Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Blaðsíða 24
*Heimili og hönnunHúsfreyjan í huggulegri miðbæjaríbúð á Bjarnarstíg segir í fínu lagi að færa til húsgögn »26
A
ðstæður breyttust í íslensku
hönnunarsamfélagi með tilkomu
efnahagshrunsins. Fyrir kreppu
áttu ungir hönnuðir tiltölulega
auðvelt með að fá vinnu í sínu fagi og
öðlast þannig starfsreynslu. Nú erum við
þó farin að líkjast meira öðrum þjóðum
þar sem ungt fólk hreinlega fær ekki at-
vinnutækifæri í sínu fagi. Þar af leiðandi
er starfsnám á sviði hönnunar að færast í
aukana til þess að ungt fólk geti öðlast
reynslu á því sviði sem það hefur áhuga
á.
Ásókn erlendra starfsnema
Hönnunarmiðstöð Íslands var stofnuð rétt
fyrir kreppu og hefur í nokkurn tíma ráð-
ið starfsnema. Halla segir mikið af erlend-
um nemum hafa haft samband við Hönn-
unarmiðstöð varðandi starfsnám en einnig
eitthvað af Íslendingum. „Þetta er frábært
tækifæri, líka til að sýna fram á hvað
neminn getur gert og nýta sér tækifæri
til að spreyta sig í þeirri grein sem hann
er í,“ segir Halla og bætir við að í sum-
um greinum sé ekki mikið af störfum í
boði, til dæmis fyrir vöru- og fatahönnuði
og sé því gríðarlega verðmætt fyrir fólk í
þeim geira að komast utan í starfsnám til
þess að kynnast faginu. Með því að fara í
starfsnám kemst fólk inn í fyrirtæki er-
lendis þar sem gríðarleg sérþekking er til.
„Þá kemst þú inn í ákveðinn bransa og
öðlast reynslu sem þú hefur ekki tækifæri
til í eigin landi. Svo kemur þú heim og
stendur miklu betur að vígi en aðrir, jafn-
gamlir, með sama nám að baki en þá
skortir þessa starfsreynslu.“
Jákvætt að kynnast fólki með
mikla þekkingu á faginu
Starfsneminn sjálfur fær innsýn í sína
grein og kynnist fólki með mikla þekk-
ingu. Það skiptir vissulega miklu máli fyr-
ir nemann að fá verðug verkefni en það
er því miður ekki alltaf þannig. „Í sumum
geirum er talið að þetta sé misnotað. Þá
eru það gjarnan stór og flott fyrirtæki
sem keyra mjög mikið á starfsnemum sín-
um. T.d. ungir arkitektar sem komast
hvergi inn nema í gegnum svona starfs-
nám og þegar það kemur að þeim stað að
þeir eiga að fá borgað þá ráða fyrirtækin
bara inn nýja starfsnema í staðinn. Það er
óheilbrigt,“ segir Halla og bætir við að
mikilvægt sé að gæta jafnvægis milli
nema og atvinnurekenda svo að starfs-
námið nýtist, sé verðmætt og hjálpi nem-
anum að fá fleiri atvinnutækifæri.
Í starfsnámi segir Halla það mikilvægt
fyrir starfsnemann að vera opinn og van-
meta ekki sérþekkingu atvinnurekenda.
„Þú getur verið klár og haft mikið fram
að færa en nauðsynlegt er að læra aðferð-
ina og það hraðar þínu ferli áfram.“
Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, segir mikilvægt fyrir starfsnema í hvers kyns hönnunarstarfi að vera opna og van-
meta ekki sérþekkingu atvinnurekenda. Hún segir starfsnám verða verðmætt og hjálpa hönnunarnemum að fá fleiri atvinnutækifæri.
Morgunblaðið/Golli
Starfsnám er verðmæt reynsla fyrir fólk til þess að kynnast því fagi sem það hefur áhuga á.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
STARFSNÁM Á SVIÐI HÖNNUNAR
Mikilvægt að gæta jafnvægis
milli nema og atvinnurekenda
STARFSNÁM HÖNNUÐA HEFUR
VERIÐ AÐ FÆRAST Í AUKANA HÉR
Á LANDI OG HÖNNUNARNEMAR
ORÐNIR MEÐVITAÐRI UM MIK-
ILVÆGI STARFSREYNSLU. LÆRLINGS-
STÖÐUR Í HÖNNUN ERU OFT ILLA
EÐA EKKI LAUNAÐAR OG DEILT UM
HVORT ÞÆR NÝTAST NEMANUM
EÐA SÉU LEIÐ FYRIR ATVINNUREK-
ENDUR TIL AÐ NÁ Í ÓDÝRA
STARFSKRAFTA. HALLA HELGA-
DÓTTIR HJÁ HÖNNUNARMIÐSTÖÐ
SEGIR STARFSNÁM TIL BÓTA EN
JAFNVÆGIS ÞURFI AÐ GÆTA.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is