Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Síða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Síða 36
Fréttir um að Microsoft hefði keypt farsímahluta Nokia komu vænt-anlega fáum á óvart, eða í það minnsta ekki þeim sem fylgst hafa meðfarsímamarkaðnum undanfarin ár. Hvernig Microsoft mun síðan ganga að byggja vörumerkið upp að nýju er erfitt að spá um, en nýr sími, Lumia 925, sýnir að tæknilega stendur Nokia jafnfætis hvaða símaframleiðanda sem er. Nokia Lumia 925 er ekki svo frábrugðinn Lumia 920, reyndar ansi líkur þegar grannt er skoðað. Ég geng ekki svo langt að segja að inn- volsið sé það sama, en þó er sami örgjörvinn í báð- um símunum, Dual-core 1.5 MHz Snapdragon, og sömu örgjörvar reyndar því grafík-örgjörvinn er líka sá sami og sama vinnsluminni. Myndavélin er og frá- bær, 8,7 milljón dílar með Carl Zeiss fljótandi linsu, og sú besta sem ég hef séð á snjallsíma. Það er þó ekki bara vélin sjálf, linsan og tilheyrandi sem gerir hana svo góða heldur er hugbúnaðurinn sem fylgir, Crea- tive Studio, sérdeilis hugvitssamur. Síminn tekur Full HD vídeó, 30 ramma á sek., og vert að geta GÆÐAGRIPUR FRÁ NOKIA MICROSOFT GLEYPTI FARSÍMAHLUTA NOKIA UM DAGINN OG UM LÍKT LEYTI KOM Á MARKAÐ NÝR NOKIA-SÍMI, LUMIA 925, SEM STENST SAMJÖFNUÐ VIÐ FLESTA, EF EKKI ALLA FARSÍMA Á MARKAÐI Í DAG. Græja vikunnar * Tengimöguleikar erunógir, síminn styður 802.11 a/b/g/n þráðlaus net, 3G, 4G og svo framvegis, NFC og DLNA, það fyrra til að skiptast á gögnum með snertingu við áþekkt tæki og það síðarnefnda til að streyma efni þráðlaust í sjónvarp, hljómflutningstæki, prentara eða ámóta tæki. * Samskonar 200 mAhrafhlaða er í Lumia 925 og Lumia 920, en nú nýtir sím- inn rafmagnið betur svo hún endist lengur; 440 í bið og hálfan þrettánda tíma í tali. Þráðlaus hleðsla gengur ekki við símann en hægt að kaupa sérstakt bak á hann til þess. ÁRNI MATTHÍASSON * Skjárinn á símanum er4.5“ AMOLED ClearBlack upplausninni 1280x768, 334 ppi, jafn stór og á 920, en önnur tækni á bak við hann sem gerir hann betri, fram- úrskarandi reyndar. þess að hljóðupptakan er fáránlega góð miðað við ekki stærri hljóðnema. Verulegar breytingar hafa líka verið gerðar á símanum sjálfum, húsinu utan um hann; hann er þynnri og léttari og kanturinn á honum er úr áli. Fyrir vikið er hann með glæsilegri símum og fer einkar vel í hendi. Rétt að geta þess að hann kostar 99.950 kr. Stýrikerfið á símanum er það sem flestir setja fyrir sig, eða réttara sagt að það sé ekki á honum Android-stýrikerfi. Það er líka smá skref að stíga inn í Windows fyrir farsíma, en eftir að hafa notað símann sem að- alsíma í tvær vikur kann ég mjög vel við hann. Rétt er þó að taka fram að ekki er allur hug- búnaður til fyrir Windows Phone, til að mynda saknaði ég Dropbox, en nota SkyDrive í staðinn, Facebook-forritið er frá Microsoft en ekki Fa- cebook, það er ekkert Instagram, þó til séu ágæt forrit sem vinna eins, og ekkert Gmail svo dæmi séu tekin. Ég saknaði aftur á móti ekki Google Maps, enda er kortaþjónusta Nokia framúrskarandi. Það segir kannski ekki mikið að Lumia 925 sé besti Windows Phone síminn á markaði í dag og væntanlega finnst engum það mikil tíðindi að hér sé kominn besti Nokia-síminn, en kannski menn sperri eyrun við þessu: Nokia Lumia 925 er frábær sími sem stenst samjöfnuð við flesta, ef ekki alla farsíma á markaði í dag. 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.9. 2013 Græjur og tækni A pple kynnti til sögunnar tvo nýja síma í vikunni sem leið. Annars vegar er um að ræða hágæðasíma í ætt við þá sem við höfum kynnst frá Apple til þessa og mun bera heitið iPhone 5S. Hins vegar var um óýrari gerð af síma að ræða sem nefnist iPhone 5C. Þá tilkynntu þeir einnig um nýja útgáfu smá- tækjastýrikerfisins iOs sem heitir iOS 7, en það mun drífa öll snjalltæki Apple, bæði iPod touch, iPad og iPhone. Eins og gefur að skilja hefur mestur styr staðið um nýja flaggskipið, iPhone 5S símann. Hann mun leysa af hólmi iPhone 5 símann, en framleiðslu hans verður hætt. Fram til þessa hefur framleiðsla eldri módela haldið áfram, en verið seld ódýrari. 5S síminn tekur talsverðum breytingum frá því sem við þekkjum frá fyrri símum frá Apple. Má þar helst nefna talsvert betri myndavél, betri vinnslugetu og fingrafaraskanna. Þá bætist nýr lit- ur við þessa vörulínu Apple, en síminn verður nú fáanlegur í gylltum lit, auk hinna hefðbundnu hvítu og svörtu lita. Miklar nýjungar Nýja myndavélin er þeim kostum gædd að linsan hefur ljósop ƒ2,2, en fyrri linsur Apple hafa notast við ƒ2,4. Þótt það hljómi ekki eins og mikill mun- ur, þá gefur stærra ljósop notendum talsvert betri myndir við léleg birtuskilyrði. Þá hefur Apple bætt við jafnvægisskynjara (image stablization) við myndavélina, sem dregur úr hættunni á hreyfðum myndum. Síðast en ekki síst hefur myndavélin talsvert stærri skynjara sem gerir það að verkum að hægt er að notast við minni díla í myndum en reyndin hefur verið hingað til. Þá hefur mynd- bandsupptakan verið bætt talsvert, en nú er hægt að taka myndbönd sem skila allt að 120 römmum á sekúndu, sem gerir það mögulegt að sýna mjög hægar endursýningar án þess að tapa neinu í gæðum. Með þessum breytingum má reikna með að myndavélin í iPhone 5S standi fyllilega jafn- fætis því besta sem þekkist í farsímum. Apple 5S býður upp á A7-örgjörva sem er tals- vert hraðari en A6-örgjörvinn sem prýddi iPhone 5. Þá er einnig talsvert öflugra vinnsluminni fyrir grafík í símanum. Apple fullyrðir að þetta skili síma sem sé allt að tvöfalt fljótari en fyrri sími. Nýjasta viðbótin við símann er svo fingra- faraskanni, sem gerir leyniorð og aðrar slíkar auð- kenningar óþarfar. Nú þarf einungis að styðja fingri á hnapp til að opna símann, eða til að sam- þykkja kaup á forritum í gegnum App Store svo eitthvað sé nefnt. Ódýrari sími fyrir nýja markaði Samhliða 5S símanum kynnti Apple einnig nýja gerð síma sem nefnast iPhone 5C. C-ið er sagt standa fyrir „colour“ þó gárungarnir vilji margir meina að það standi fyrir „China“. Þessi sími er fáanlegur í nokkrum björtum litum, en síminn er gerður úr plasti, sem er nýjung frá Apple, þar sem iPhone hefur hingað til einungis verið fáan- legur í áli. Plastnotkunin er til þess hugsuð að draga úr framleiðslukostnaði við símann, en inn- volsið er að mestu leyti það sama og prýddi fyr- irrennarann iPhone 5. Með því að bjóða upp á ódýrari útgáfu af iP- hone er Apple að leita leiða til að sækja á nýja markaði og auka hlutdeild sína til að reyna að halda í við útbreiðslu Samsung og annarra Andro- id-síma. Sérfræðingar telja að Apple sé einkum að leita leiða til að sækja inn á hinn ört vaxandi far- símamarkað í Kína, en þar fjölgar notendum mjög hratt og er eftir miklu að slægjast fyrir Apple, sérstaklega þar sem tekjur fyrirtækisins eru ekki einungis bundnar við símasöluna, heldur einnig for- rit sem seld eru í App Store, og afþreyingu sem seld er í gegnum iTunes. Kínverjar keyptu alls Hvað er títt frá Cupertino? AFP FYRIRTÆKIÐ APPLE KYNNTI Í VIKUNNI NÝJAR VÖRUR Í HÖFUÐSTÖÐVUM SÍNUM Í CUPERTINO Í KALIFORNÍU. LÍKT OG JAFNAN ER MEÐ NÝJAR VÖRUR FRÁ APPLE HEFUR MIKIÐ VERIÐ FJALLAÐ UM ÞÆR Í FJÖLMIÐLUM, ENDA KYNNTI FYRIRTÆKIÐ TVO NÝJA SÍMA SEM LÍKLEGT ER AÐ MUNI NJÓTA MIKILLA VINSÆLDA Á NÆSTU MÁNUÐUM. Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com Apple aðdáandi hefur komið sér fyrir á gangstétt fyrir framan Apple verslun í Tokyo. APPLE KYNNIR TVÆR NÝJAR GERÐIR AF SNJALLSÍMUM

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.