Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Síða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.9. 2013 F yrst eftir kjör Ronalds Reagans sem forseta Bandaríkjanna var algengt að reynt væri að gera lítið úr honum, gáf- um hans og andlegu atgervi. Reagan lét sér fátt um finnast enda tilheyrði hann því fámenni sem var hvorki upp- tekið af því sem um það var sagt eða persónu sinni að öðru leyti. Hann varð heimsfrægur maður en þó frægastur fyrir það hve létt hann átti með að eiga samtal við þjóð sína. „The Great Communicator“ er eins og annað nafn á þessum 40. forseta Bandaríkj- anna. Frambjóðendum úr röðum beggja stóru flokk- anna þykir mest um vert að vera taldir líkjast Reagan í framgöngu eða búa að nokkru yfir þeim hæfileika hans sem talinn er hafa dugað honum best í forseta- embættinu. Horfið sjálfstraust Fyrirrennari Reagans í forsetaembættinu, Jimmy Carter, var samviskusamur forseti, jafnvel svo að með eindæmum þótti. Hann var sagður vera að 18 tíma á sólarhring og setja sig inn í hvaðeina, stórt og smátt. Enginn var betur að sér um þær skýrslur sem inn í Hvíta húsið bárust en forsetinn. Hann hafi að auki verið óspilltur og velviljaður forseti og ekki fjöl- þreifinn í kvennamálum eins og þrír flokksbræður hans á forsetastóli á síðustu öld þóttu vera. Samt er naumast um það deilt í Bandaríkjunum að Carter hafi verið misheppnaður forseti. Þess vegna tapaði hann embættinu í hendur Reagans. Fjölmörg verkefni biðu Reagans er hann tók til starfa, hvort sem horft var til innanlandsmála eða út á við. Reagan taldi öll sín framtíðarverkefni þó sam- einast undir einum hatti. Hann yrði að endurreisa sjálfstraust Bandaríkjanna. Og fáir neita því að það tókst Ronald Reagan. Hann er einn af fáum forsetum Bandaríkjanna sem fóru vinsælli frá forsetaembætt- inu en þeir komu í það átta árum fyrr. Þótt Reagan hefði létt yfirbragð, með sögur og gamanyrði á vörum við flest tækifæri, sýnir sagan að hann gat verið harð- ur í horn að taka. Hann átti ríkulegan þátt í sigri á Sovétríkjunum í vopnakapphlaupinu og þau úrslit urðu til þess að kerfið hrundi endanlega og komm- únisminn í Austur-Evrópu og ríkjum fyrrverandi Sovétsins hvarf eins og dögg fyrir sólu kapítalismans. Gorbachev, síðasti sovétleiðtoginn, hefur sagt að þótt hann hafi átt góð samskipti við Reagan og vinsamleg varð honum ljóst að hann svifist einskis ef hann teldi það þjóna sinni meintu góðu baráttu. Þegar vopna- kapphlaupið hafi verið farið að reyna verulega á efna- hagslegt þrek Sovétríkjanna hafi Reagan beitt sér af mikilli hörku við olíuframleiðsluríkin um að lækka verð á olíu umfram það sem eðlilegt gæti talist. Slík lækkun var auðvitað til stundarvinsælda fallin heima fyrir, en það var ekki efst í huga forsetans. Olíusala var eina raunverulega gjaldeyrisuppsprettan sem Sovétmenn bjuggu við. Verðlækkun á olíufatinu kom sér bölvanlega fyrir þá, þegar þeir voru við það að springa á limminu í vopnakapphlaupinu. Frá þessu sagði gamli aðalritarinn í nýlegu sjónvarpsviðtali. Mannjöfnuður Mörgum verður hugsað til Reagans og forsetatíðar hans um þessar mundir og honum og Obama forseta er stillt upp til samanburðar vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi í Bandaríkjunum í innanlandsmálum og áliti heimsbyggðarinnar á þeim. Það fer ekki á milli mála að enn á ný hefur mjög dregið úr sjálfstrausti Bandaríkjamanna, þótt það liggi sennilega ekki jafn- lágt og þegar það var lægst í tíð Carters. Barack Þegar þessir atburðir gerast er Pútín landstjóri í Sýrlandi *Og þótt enn séu Bandaríkinmesta hernaðarveldi heimsog ekkert annað ríki nærri því að skáka þeirri stöðu næstu árin er þar ekki heldur allt sem sýnist. Obama hefur veitt litla eða ómarkvissa forystu út á við. Reykjavíkurbréf 13.09.13

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.