Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Síða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Síða 46
Viðtal 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.9. 2013 hasa í Kongó, Lagos í Nígeríu, Jakarta í Indónesíu, Lahore í Pakistan og Chennai á Indlandi. Með þessu eykst ásókn í hrávörur og þá er bara eitt svæði í heiminum eftir ókannað og eftir að nýta, það eru norðurslóðir. Menn geta haft skoðun á því hvort gott eða slæmt sé að nýta þær auðlindir en það sem við þurfum að átta okkur á er að í kringum okk- ur, utan okkar lögsögu, verða þær nýttar. Þá er spurningin þessi: Eigum við að taka þátt í þeirri nýtingu? Stöndum við hjá höfum við ekkert um málið að segja. Það er að mínu mati ábyrgðarlaust.“ Engir villimenn – Hvers vegna? „Vegna þess að Ísland var alltaf miðstöð þjónustu fyrir Norðurheimskautið. Á árunum 1000 til 1200 upplifði Ísland sitt blómaskeið. Því er oft haldið að okkur að Íslendingar hafi verið algjörir villimenn á þessum tíma. Það er öðru nær. Ísland náði miklum hæðum í hátísku í fatnaði, handritagerð, menningu og öðru. Það var vegna þess að Ísland var miðstöðin. Öll nýting á auðlindum og þjón- usta við Norðurheimsskautssvæðið fór í gegnum Ísland. Við getum auðveldlega end- urheimt þessa stöðu, höfum við áhuga á því.“ É g skrifa þessa bók vegna þess að mér finnst framtíð Íslands ein- staklega björt og held að menn geri sér almennt ekki grein fyrir því hvað landið hefur upp á að bjóða,“ segir Heiðar Guðjónsson fjárfestir og höfundur bókarinnar Norðurslóðasókn – Ís- land og tækifærin. Hann segir þetta skýrast af breytingum sem eru að verða á heimsvísu, þeirri helst að mannkyni fjölgar gríðarlega hratt. „Þegar ég fæddist rétt eftir 1970 voru þrír milljarðar manna á jörðinni, þegar ég fer á eftirlaun 2040 verða þeir orðnir tíu. Hvernig ætlum við að fara að því að fæða og klæða allt þetta fólk og bjóða því upp á mannsæmandi lífsgæði?“ spyr Heiðar, Hann nefnir annað. „Fólk er í auknum mæli að flytja í borgir, heimurinn er með öðrum orðum að iðnvæðast meira og meira. Borgarskipulag krefst til lengri tíma litið minni orku en dreifðar byggðir. Borgum með meira en tíu milljónir íbúa fjölgar stöð- ugt. Í ár eru þær tuttugu og fimm en verða nær fjörutíu árið 2025. Aðeins ein borg af þeim fjórtán sem bætast við er á Vest- urlöndum: Chicago. Hinar verða væntanlega Chengdu, Dongguan, Guangzhou, Hangzhou, Shenzhen, Tianjin og Wuhan í Kína, Kins- – Hvernig eigum við að snúa okkur í þeim efnum? „Byrjum á því að átta okkur á því hvað er að gerast í kringum okkur. Þegar maður gerir áætlun er alltaf skoðað fyrst hvaða þættir eru fyrir utan þitt áhrifasvið. Er hnattræn hlýnun í gangi? Er veðrið aftur að verða svipað og þegar víkingarnir námu hérna land, þegar veðurfar var hlýrra? Verður fólksfjölgun í heiminum virkilega eins mikil og spáð er? Verður sókn í hrávör- ur eins mikil og útlit er fyrir? Er það eitt- hvað sem mun koma inn á okkar borð og ef svo er viljum við taka þátt í því? Að mínum dómi þurfum við að horfa fram veginn. Við getum ekki búið til líf hér með því að liggja í fortíðinni. Við verðum að búa okkur undir framtíðina og taka þátt í þeim verkefnum sem okkur hugnast þar.“ Evrópa gömul og þreytt – Finnst þér líklegt að þetta sjónarmið eigi hljómgrunn hér á landi, svo sem hjá stjórn- völdum? „Ríkisstjórn Íslands er með það í stjórn- arsáttmálanum að Norðurslóðir séu svæði sem eigi framtíðina fyrir sér. Það er mjög auðvelt fyrir hana að fylgja þeim sáttmála eftir með því til að mynda að búa til frí- verslun við Grænland, efla fríverslun við Færeyjar og önnur grannríki og ekki síður efla stjórnmálasamband við þessi ríki frekar en önnur. Hvar verður fólksfjölgunin og efnahags- uppgangurinn í náinni framtíð? Ekki í gömlu Evrópu. Evrópubúar eru hættir að fjölga sér og samfélögin eru orðin gömul og þreytt. Það eru önnur samfélög sem halda uppi heimsbúskapnum. Það er forvitnilegt að bera saman háhýsin í París annars vegar og Shanghæ hins vegar og velta fyrir sér á hvorum staðnum verði meira líf í framtíð- inni Ég er bjartsýnismaður að eðlisfari og vona að stjórnmálamenn séu það líka. Taka þarf upplýsta ákvörðun, af eða á. Viljum við vera með? Það þýðir ekkert að koma eftir þrjátíu ár og segja: Ég vissi bara ekki af þessum möguleika.“ – Þetta er skýr sýn. Hefurðu verið lengi að þróa hana með þér? „Ég hef lengi haft mikinn áhuga á því að vera úti í náttúrunni og það hefur kennt mér ýmislegt. Læra þarf á náttúruna, mað- ur sigrast ekki á henni, heldur þarf að vinna með henni. Náttúran ræður alltaf að lokum. Þetta hvatti mig til að fara til Grænlands og ferðast þar. Það er magnað að fara inn á „Við verðum að búa okkur undir framtíðina og taka þátt í þeim verkefnum sem okkur hugnast þar,“ segir Heiðar Guðjónsson fjárfestir. Íslendingar vita meira um tunglið en Grænland ÞAÐ ER ÁBYRGÐARLAUST HJÁ ÍSLENDINGUM AÐ STANDA HJÁ ÞEGAR AUÐLINDIR Á NORÐURSLÓÐUM VERÐA NÝTTAR. ÞETTA ER SKOÐUN HEIÐARS GUÐJÓNSSONAR FJÁRFESTIS EN Í NÆSTU VIKU KEMUR ÚT EFTIR HANN BÓKIN NORÐURSLÓÐASÓKN – ÍSLAND OG TÆKIFÆRIN. HEIÐAR ER FULLUR BJARTSÝNI EN SEGIR EKKI SAMA HVERNIG HALDIÐ ER Á SPÖÐUNUM. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Myndir: Ragnar Axelsson rax@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.