Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.9. 2013
Dagskrá 57. starfsárs Kammermúsíkklúbbs-
ins hefst í Hörpu í lok mánaðarins, 29. sept-
ember, þegar kvartett Sigrúnar Eðvalds-
dóttur flytur þrjá strengjakvartetta í
Norðurljósasal Hörpu, eftir Arriaga,
Beethoven og Brahms.
Kammermúsíkklúbburinn hefur starfað
síðan 1957 og haldið meira en 280 tónleika.
Þau tímamót urðu síðastliðið haust að
klúbburinn flutti starfsemi sína í Hörpu úr
Bústaðakirkju. Enn meiri tímamót urðu svo
nú í sumar þegar Guðmundur W. Vilhjálms-
son, einn af stofnendum klúbbsins, burðarás
hans og formaður stjórnar frá upphafi, gerð-
ist óbreyttur liðsmaður hennar en við for-
mennsku tók Helgi Hafliðason.
KAMMERMÚSÍKKLÚBBURINN
57. STARFSÁRIÐ
Ný stjórn klúbbsins. Stofnfélaginn Guðmundur
W. Vilhjálmsson hefur hætt sem formaður.
Málverkið Gullnáma eftir Gísla Sigurðsson.
Samsýning á málverkum Gísla Sigurðssonar
(1930-2010) og Hrafnhildar Gísla, dóttur
hans, var opnuð í Gróskusalnum í Garðabæ,
sl. fimmtudag og stendur til nk. mánudags.
Gísli fæddist í Úthlíð í Biskupstungum. Eftir
verslunarpróf lá leið hans í blaðamennsku.
Hann stundaði myndlist í 48 ár ásamt blaða-
mennsku en hann var um 32 ára skeið um-
sjónarmaður Lesbókar Morgunblaðsins.
Gísli byggði í vaxandi mæli myndverk sín á
náttúru landsins og oftast með olíulitum á
léreft en einnig með blandaðri tækni. „Mynd-
list hans er að mestu leyti frásagnarlegs eðlis
og stundum með sögulegum og þjóðlegum
þáttum,“ segir í tilkynningu.
SAMSÝNING Í GRÓSKUSALNUM
ÞJÓÐLEGT
Breskir gagnrýnendur hafa
í ræðu og riti lýst yfir
ánægju með það hvaða sex
bækur keppa um að
hreppa Man-Booker-
bókmenntaverðlaunin að
þessu, og tíu milljón króna
verðlaunaféð. Er þetta
sagður „fjölbreytilegasti“
hópur höfunda sem bitist
hefur um verðlaunin til
þessa.
Veðbankar telja líkalegast að svanasöngur
Jim Crace, Harvest, hreppi hnossið. The
Luminaries eftir Eleanor Catton er einnig
sögð koma sterklega til greina. Aðrar til-
nefndar bækur eru We Need New Names
eftir NoViolet Bulawayo, The Lowland eftir
Jhumpa Lahiri, A Tale for the Time Being eft-
ir Ruth Ozeki og The Testement of Mary eft-
ir Colm Toibin. Athygli vekur að höfundarnir
búa í fjórum heimsálfum.
TILNEFNT TIL MAN-BOOKER
CRACE LÍKLEGUR
Jim Crace
skrifaði Harvest.
Skrímslið litla systir mín, sem hlaut Grímuverðlaunin sem besta
barnasýning ársins 2012 þegar það var sýnt í Norræna húsinu, verð-
ur nú tekið til sýninga að nýju, að þessu sinni í Leikhúskjallaranum í
Þjóðleikhúsinu um helgar. Fyrstu tvær sýningarnar verða í dag,
laugardag. Þjóðleikhúsið, sem setur sýninguna upp í samstarfi við
Leikhúsið 10 fingur, býður börnum í efstu deildum leikskóla einnig
að sjá hana með kennurum sínum í miðri viku.
Skrímslið litla systir mín er saga um strák sem ferðast gegnum
skuggalega skóga, um dimmar drekaslóðir, alla leið á heimsenda og
lærir í leiðinni að elska litlu systur sína. Gagnrýnandi Morgunblaðs-
ins, Ingveldur Geirsdóttir, hreifst af sýningunni þegar hún var frum-
sýnd og gaf henni fimm stjörnur. „Skrímslið litla systir mín er ein
magnaðasta leiksýning sem ég hef séð. Sýningin er virkilega vel
gerð, sannfærandi og lætur hugann vinna sitt verk í að skapa enn
stærri ævintýraheim en sést á sjálfu sviðinu,“ skrifaði hún.
Flytjandi, höfundur og hönnuður verksins er Helga Arnalds, Char-
lotte Bøvinglng leikstjóri og meðhöfundur, Hallveig Thorlacius höf-
undur bundins máls, Eivör Pálsdóttir samdi tónlist og Eva Signý
Berger hannaði búninga.
„Við sýndum verkið áður í litlum og notalegum sal í Norræna hús-
inu en það var alltaf uppselt, langt fram í tímann. Verkið átti mikla
innistæðu og okkur langaði að geta tekið á móti fleirum,“ segir
Helga. Nú er einnig að koma út myndskreytt hljóðbók með verkinu,
þar sem sagan er leikin og sungin. „Sýningin og bókin fylgjast að,“
segir hún.
Í nóvember fer skrímslið í leikferð til Færeyja. „Þar verða tvær
sýningar og Eivör verður líka með barnatónleika, í fyrsta skipti. Í
kjölfarið verður hún einnig með tónleika fyrir börn hérna, í Þjóð-
menningarhúsinu, þar sem hún flytur lögin úr sýningunni.“
Sýningarnar í Færeyjum tengjast því að bókin kemur einnig út á
færeysku og verður kynnt á sama tíma á bókamessu í Norðurlanda-
húsinu í Þórshöfn. Helga hyggst flytja leikritið þar á færeysku.
VINSÆL SÝNING TEKIN UPP AÐ NÝJU
Skrímslið litla
aftur á svið
Helga Arnalds leikur í Skrímslið litla systir mín í Norræna húsinu. Hreppti
uppfærslan Grímuverðlaunin árið 2012 sem besta barnasýningin.
Morgunblaðið/Kristinn
„… EIN MAGNAÐASTA LEIKSÝNING SEM ÉG HEF SÉÐ,“
SKRIFAÐI RÝNIR MORGUNBLAÐSINS Á SÍNUM TÍMA.
Menning
É
g dró nafn bókarinnar, Skessu-
katlar, af síðasta ljóðinu í henni.
Ýmislegt í bókinni er nátt-
úrutengt, eins og oft hjá mér, og
mér fannst nafnið ekki eiga illa
við. Þetta ljóð kallast dálítið á við það fyrsta
í bókinni þar sem ég vísa í Bárð Snæfellsás
og jöklana sem nú hverfa sem óðast,“ segir
Þorsteinn frá Hamri þegar hann er spurður
út í ljóðin í nýrri bók. „Ég tengi hvarf jökl-
anna svolítið við sálarlífið, móralinn,“ bætir
hann við.
Þorsteinn tengir í ljóðunum iðulega saman
mann og náttúru. „Já, en það er ekkert ný-
mæli að í ljóðum fari fram einhver umfjöllun
um innra og ytra líf manns, og þetta renni
dálítið saman. Maður og náttúra, hugur og
veður, og svo framvegis.“
Annað stef verður áberandi þegar líður á
bókina en það er stígurinn, leiðin, farveg-
irnir, „æðar landsins“ eins og ort er um í
ljóðinu „Lífæðum“.
„Þau krækja hvert í annað,“ segir hann
um ljóðin.
Í „Lífæðum“ birtist ákveðin ádeila þar
sem ort er um blátær vatnsföll, sem lögð eru
að líku við eigin blóðrás en „án blygðunar /
myrkvuð, deydd, af mönnum …“.
Þorsteinn segir votta fyrir slíkri umfjöllun,
sérstaklega í síðari hluta bókarinnar.
„Þetta ljóð er annars einskonar tilvitnun í
gamalt ljóð eftir mig,“ segir hann og sækir
bókina Fiðrið úr sæng Daladrottningar, sem
kom út árið 1977. Í upphafsljóði þeirrar bók-
ar, „Ísland“ segir: „… og víst kvíslast blóð-
rás mín og kenndir / í líkingu lækja
þinna …“
Hann segir að lesendur þurfi ekki að átta
sig á þessum tengingum, „en í nýja ljóðinu
er ég með einhvern bakþanka út af því
fyrra. Þessi vötn eru myrkvuð og deydd, af
manna völdum“.
Koma oft upp við skrifin myndir og hugs-
anir sem hann hefur áður unnið með?
„Það gerist ekki oft en kemur fyrir. Mað-
ur hrekkur til baka og bregður þá kannski
við ýmislegt. Rekst á endurtekningar en líka
skemmtilegar samsvaranir.
Annars hugsa ég ekki mikið um gömlu
ljóðin mín. En þau eru þarna ...“
Talið berst að kvæði sem Þorsteinn kallar
„Gangandi greiða“ en það er hinn heilagi
kaleikur Gral kallaður í Parcevals-sögu, sem
er þýdd úr frönsku á 13. öld. Kvæðið hefst
þannig: „Árla morguns / vann einhver þess
heit að finna / kaleikinn dýra. // Og kvöldsett
nú.“
„Ég er að hugsa um takmarkið sem menn
setja sér í ýmsum greinum, hvað það kann
oft að virðast smávægilegt samanborið við
þann þroska og næringu sem sjálf leitin hef-
ur að bjóða,“ segir hann. „Hún skiptir meira
máli en takmarkið í sjálfu sér, það getur
verið hjóm eitt þegar upp er staðið.
Mér fannst þessi einkennilega þýðing á
Gralinu, gangandi greiði, ríma vel við gæðin
sem maður öðlast á leiðinni.
Hugsum okkur ferðalög á okkar dögum.
Menn ferðast aðallega milli punkta á kort-
inu, fljúga þetta bara. Það er í rauninni eng-
in ferð. Menn fara á mis við jarðtenginguna
og öll þessi kynni og lærdóma sem leiðin
sjálf annars hefur að bjóða.“
Umræðan er öll högg í högg
Hluti síðustu bókar Þorsteins, Allt er það
nær, sem kom út árið 2011, var ortur á mikl-
um umbrotatímum og bar þess merki. Er
rólegra yfir þessari, minni ádeila á „ástand-
ið“?
„Líklega er það rétt. Ég er á nokkuð öðr-
um slóðum, eins og í kaflanum í miðri bók
um viðhorfin. Þar er fjallað um mannleg við-
horf, almennt séð, í fjórum ljóðum. Enginn
fer í grafgötur um hvað mér finnst um þessi
viðhorf. Ég lýk þeim kafla á gildi mannlegs
samneytis og vináttu. Mannlegra tengsla.
Þess gætir raunar víðar í bókinni. Hitt er
ekki að mínu skapi, ofurmennisremban og
annað slíkt. Kvæðið „Stef úr plágunni“ er
einskonar tilbrigði við það sem menn þekkja
úr sögunni. Mér dettur í hug Boccaccio,
hvernig hann lýsir svartadauða þegar hann
geisaði í Flórens, og óhófsæðinu sem greip
menn þegar allt virtist vera að farast. Þetta
gerist alls staðar og á öllum tímum.“ Ljóðið
ÞORSTEINN FRÁ HAMRI SENDIR FRÁ SÉR NÝJA LJÓÐABÓK
„Menn fara á mis
við jarðtenginguna“
Í NÝRRI LJÓÐABÓK, SKESSUKÖTLUM, YRKIR ÞORSTEINN FRÁ HAMRI MEÐAL ANNARS UM SUNDURLYNDI.
„ÞAÐ ER MEINSEMD MANNSINS, SEM MÉR FINNST Í RAUNINNI ÁGERAST,“ SEGIR SKÁLDIÐ.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Skessukatlar:
skálar í þornuðum gljúfrum
sem öldur og aldir
slípuðu íhvolfar, sléttar …
Hér skína við sólu
sköpun og tími!
Ég sofna í vatnið sem var,
án þess að skynja
hvert straumfallið tekur stefnu;
finn það flæða um hug minn:
renna í svelgi,
ryðja, fægja,
mýkja, mylja í smátt
og breyta í svarf og sand.
SKESSUKATLAR