Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Page 60
EFTIR RÚMAN MÁNUÐ KEMUR ÚT NÝ BÓK EFTIR SIR
ALEX FERGUSON, MY AUTOBIOGRAPHY. FERGUSON
ÆTLAR ÞAR AÐ SEGJA FRÁ ÖLLU, EITTHVAÐ SEM
GÆTI SKEMMT MÖRGUM EN MARGIR ERU MEÐ
KVÍÐAHNÚT. WAYNE ROONEY, ROY KEANE,
DAVID BECKHAM OG FLEIRI FÁ VÆNTANLEGA
Á BAUKINN ÞVÍ FERGUSON HEFUR HAFT
ÞANN VANA AÐ EIGA SÍÐASTA ORÐIÐ.
F
yrir nokkrum árum kynnti Manchester
United nýjar reglur. Bækur sem leik-
menn væru að skrifa yrðu að fara í gegn-
um félagið fyrst. Ástæðan var meðal ann-
ars að Roy Keane fór í 8 leikja bann og
þurfti að borga 150 þúsund punda sekt eftir að hafa
játað að hafa ætlað að meiða Alf Inge Halland í sinni
bók. Keane hafði aldrei gleymt því að Haaland, sem
þá spilaði með Leeds, hefði öskrað á hann þar sem
hann lá sárþjáður nýbúinn að rífa liðband í hné. Keane
hafði fallið skringilega inn í teig Leeds og kom Halland
að honum og öskraði: „Hættu þessum leikaraskap og
stattu upp. Hættu þessu væli.“ Keane sagði í bókinni að
hann hefði aldrei gleymt þessu og að hefndin hefði verið sæt.
„Ég hafði beðið nógu lengi. Ég hitti hann af öllu mínu afli þó
ég haldi að boltinn hafi verið þarna einhvers staðar nálægt.
Hafðu þetta, fávitinn þinn. Jafnvel eftir leikinn var mér
sama. Hann fékk það sem hann átti skilið. Auga fyrir auga
var mitt viðhorf.“ Haaland spilaði aldrei heilar 90 mínútur
eftir þetta en tæklingin kom á hægra hnéð. Það var þó
vinstra hnéð sem endaði ferilinn.
Hollenski kjaftaskurinn
Jaap Stam hafði sömuleiðis látið orð falla
sem komu sér illa fyrir Alex Ferguson
og félagið í sinni bók, Head to Head.
Þar sagði Stam að Ferguson hefði beðið
menn um að ýkja brot, leika og reyna að
fiska í Evrópuleikjum. Hann kallaði Neville-
bræðurnar aumingja sem væru skíthælar, við-
urkenndi að Manchester hefði nálgast sig ólöglega (Stam
hitti Ferguson við flugvöllinn í Amsterdam og samdi þar
við félagið, hann varð að halda
því leyndu) og þá kallaði hann
andstæðinga sína svindlara og
annað miður fallegt.
Síðan þessar reglur voru
settar hafa komið bækur eftir
Ronaldo, Paul Scholes, Ryan
Giggs og fleiri sem sögðu eig-
inlega ekki neitt. Bókin hans
Ronaldo var myndablað, Giggs
játaði að hafa kýlt mann og
Scholes sagðist hata bláa bún-
ing Manchester United. Ekki
beint skemmtilegt.
Og það var auðvitað Fergu-
son sem setti þessar reglur en
hann þarf ekkert að fara eftir
þeim núna þegar hann er
hættur. 14 árum eftir að síð-
asta bók hans kom út er búist við allskonar játn-
ingum og sprengjum. Enda ansi margt búið að ger-
ast hjá Manchester United, í lífi Ferguson og í
kringum félagið síðan síðasta bók kom út. Ensku
blöðin verða uppfull af allsskonar fróðleik úr bók-
Sir Alex Ferguson og Roy Keane voru eitt sinn góðir vinir og félagar. Ekki lengur. Trúlega verður frægt viðtal við Keane,
sem aldrei birtist, til umfjöllunar í bókinni. Þar talaði Keane tæpitungulaust um félaga sína, eitthvað sem Fergie líkaði ílla.
AFP
Roy Keane fékk alls átta leikja bann fyrir
fólskulega tæklingu sem hann viðurkenndi í
bók sinni að hefði verið viljandi.
Sir Alex Ferguson
hefur haft þann sið
að eiga síðasta orðið.
Bókar hans er beðið
með mikilli eftirvænt-
ingu.
Hárþurrkan
enn í gangi
60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.9. 2013
Boltinn
BENEDIKT BÓAS
benedikt@mbl.is
„Þetta var ótrúlegt atvik. Þótt ég reyndi aftur milljón sinnum þá
myndi þetta aldrei gerast aftur.“
Ferguson eftir að hafa óviljandi sparkað í skó sem
endaði í höfðinu á David Beckham árið 2003.