Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Side 61

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Side 61
inni, það er ljóst. Enginn býst við að bókin hans Ferguson verði eitthvert léttmeti þar sem talað verður undir rós. Kaflinn um Rooney Wayne Rooney hlýtur að vera áhyggjufullur enda er hann í miðjum klíðum að reyna að semja frið við stjórn, þjálfara og stuðningsmenn. Rooney hefur verið vandræðabarn hjá Man- chester-liðinu í þrjú ár og Ferguson þurfti að lúta honum og umboðsmanni hans, Paul Stretford. Sá tebolli rann ekki ljúft niður hjá Fergie. Rooney bað um að vera seldur 2010 og efaðist um metnað félagsins. Eftir gífurlega launahækkun efaðist hann ekki lengur og skrifaði undir nýjan samning. Svo fór hann eitt- hvað aftur að efast, sérstaklega eftir að hafa verið settur á bekkinn gegn Real Madrid í Meistaradeildinni og Fergie sagði eftir síðasta heimaleik sinn gegn Swansea að Rooney hefði vilj- að vera seldur. Varla verður kaflanum um Rooney sleppt. Það getur varla verið. Fergie hefur gefið út tvær bækur áður. 6 Years at Unit- ed og Managing My Life sem Fergie gaf út 1999. Þar sleppti hann engu um samband sitt við Brian Kidd og Gordon Strac- han. Hann sagði að Kidd væri flókinn og óöruggur persónuleiki og landa sínum Strachan sagðist hann ekki treysta fyrir neinu. Hver fær á baukinn Síðan 1999 hefur svo ofboðslega margt gerst í kringum Man- chester United og Ferguson en þá kom síðasta bók hans út. David Beckham fékk skurðinn sinn fræga, var seldur til Real Madrid, Jose Mourinho kom í deildina, hvarf úr deildinni og kom síðan aftur, Chelsea kom með allar sínar milljónir, Liver- pool fær væntanlega sinn skammt af gagnrýni og svona mætti lengi telja. Luis Suárez, Manchester City, Carlos Tevez, Kia Joorabchian, Rafael Benítez. Listinn er nánast ótæmandi. Það er allavega ljóst að bókin hans Ferguson verður í ein- hverjum jólapökkum í ár. Jaap Stam í baráttu við landa sinn Jimmy Floyd Hasselbaink árið 2000. Stam gaf út bók sem opinberaði margt í klefa Manchester og var seldur skömmu síðar. Enska úrvalsdeildin: 1993, 1994, 1996, 1997, 1999, 2000, 2001, 2003, 2007, 2008, 2009, 2011, 2013 Enski bikarinn: 1990, 1994, 1996, 1999, 2004 Enski deildabikarinn: 1992, 2006, 2009, 2010 Meistaradeildin: 1999, 2008 HM félagsliða: 2008 Ofurbikar Evrópu: 1992 Evrópukeppni félagsliða: 1991 Samfélagsskjöldurinn: 1990, 1993, 1994, 1996, 1997, 2003, 2007, 2008, 2010, 2011 Titlar Alex Ferguson með Manchester United 15.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 61

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.