Morgunblaðið - 07.10.2013, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 07.10.2013, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2013 Skógarhlíð 18 sími 595 1000 www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. • • Budapest Haustið er einstakur tími til að heimsækja borgina. Bjóðum örfá herbergi á völdum gististöðum á frábærum sértilboðum. Fararstjórar Heimsferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi menningu. Ótrúleg sértilboð Frá kr. 49.900 23. október í 4 nætur Verð frá kr. 69.900 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Mercure Duna *** í 4 nætur með morgunverði. Verð frá kr. 49.900 Flugsæti á mann. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Á næstu árum gætu sveitarfélögin lent í erfiðleikum með að veita lög- bundna félagsþjónustu vegna fjár- skorts og aukins félagslegs vanda. Þetta segir Unnur V. Ingólfsdótt- ir, framkvæmdastjóri fjölskyldu- sviðs Mosfellsbæjar, sem vísar til vaxandi þarfar atvinnulausra ung- menna fyrir félagslega aðstoð. Verði ekkert að gert geti vandi þessa hóps undið upp á sig, þannig að úrlausn hans verði að óbreyttu sveitarfélögunum ofviða. Má í þessu efni rifja upp að í for- sendum fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 2014 er því spáð að atvinnuleysi verði 4,5% á næsta ári, 4,2% árið 2015, 3,8% 2016 og 3,7% árið 2017 en allar teljast þessar tölur háar í sögulegu samhengi á Íslandi. Um þriðjungur 18-24 ára Að sögn Unnar var 31% þeirra sem þáðu framfærslu frá sveitar- félögunum árið 2011 á aldrinum 18- 24 ára. Þá hafi verið 14% atvinnu- leysi hjá þessum hóp í ágúst sl., bor- ið saman við um 4% atvinnuleysi að meðaltali á landinu öllu. Alls voru 859 einstaklingar á aldrinum 20-24 ára án vinnu á land- inu öllu í ágúst og 1.184 á aldrinum 25-29 ára, samtals 2.043 einstak- lingar af þeim 6.958 sem voru að meðaltali án vinnu í mánuðinum, skv. skýrslu Vinnumálastofnunar. Þýðir það að um 30% atvinnulausra voru þá á þrítugsaldri. „Vandi þessara einstaklinga get- ur orðið það mikill að hópur ungra einstaklinga lendi í mjög erfiðri stöðu og eigi erfitt með að horfa til framtíðar. Við vitum vel hvaða hættu það býður heim. Þeim er m.a. hættara við því en öðrum að leiðast út í óreglu,“ segir Unnur. Hún bendir á að í lögum um félagsþjón- ustu sveitarfélaga frá 1991 er m.a. kveðið á um að grípa skuli til að- gerða til að koma í veg fyrir fé- lagsleg vandamál og að tryggja skuli þroskavænleg uppeldisskil- yrði barna og ungmenna. Tæpir 35 milljarðar 2011 Unnur fór yfir stöðuna á fjár- málaráðstefnu sveitarfélaganna og kom fram í máli hennar að þau veittu 34,6 milljarða króna til fé- lagsþjónustu 2011. Aðstoðin jókst um 89% tímabilið 2006 til 2011. Unnur rakti þar einnig hvernig atvinnuleysi, fjárhagserfiðleikar og óöryggi á húsnæðismarkaði geti valdið rótleysi meðal ungs fólks sem er án vinnu og er orðið háð sveitar- félögum um framfærslu. Hluti þessa fólks sé barnafólk. „Því fylgir rótleysi þegar ungt fólk sem á orðið börn þarf að flytja á milli hverfa og bæjarfélaga vegna þess að tekjur þeirra standa ekki undir leigu. Það þarf ekki mikla spekinga til að sjá hvaða hætta bíð- ur þeirra einstaklinga,“ segir hún. Nýti sér aðstoðina Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir mikilvægt að þrýst sé á þiggj- endur fjárhagsaðstoðar að nýta til- tæk úrræði sem ætlað er að auka möguleika þeirra á vinnumarkaði. „Það skiptir máli að það sé ákveð- inn þrýstingur á þá sem fá fjárhags- aðstoð að nýta sér þau námskeið og þá atvinnu sem möglega er í boði til þess að þurfa ekki að fá hjálp úr fjárhagsaðstoðinni, að þeir nýti sér hjálp til að hjálpa sér sjálfir. Þessir einstaklingar hafa ekki alltaf áhuga á því. Við ræddum þetta við fyrrver- andi velferðarráðherra en náðum þessu ekki í gegn þá,“ segir Halldór og vísar til Guðbjarts Hannessonar. „Þessi vandi tengist viðhorfsbreyt- ingu gagnvart því að þiggja bætur sem við byrjuðum að verða vör við fyrir hrunið.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Grafarholt Sveitarfélögin veita fjölda fólks fjárhagsaðstoð. Mikið atvinnuleysi í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008 jók þennan vanda. Vaxandi þörf fyrir aðstoð  Sérfræðingur óttast að félagsleg vandamál geti reynst sveitarfélögum ofviða  Hefur áhyggjur af börnum ungs fólk sem býr við rótleysi og atvinnuþref Leit að banda- ríska ferðamann- inum Nathan Fo- ley-Mendelsson sem saknað hefur verið frá 10. sept- ember hefur ver- ið hætt að sinni. Um hundrað björgunarsveitar- menn leituðu mannsins fram í myrkur í kringum Landmannalaug- ar á laugardag en án árangurs. Það var eini staðurinn sem vitað er með vissu að Foley-Mendelsson hafi verið á en nú komi allt landið til greina að sögn Jóns Her- mannssonar sem situr í svæðis- stjórn Landsbjargar í Vestur- Skaftafellssýslu og Rangárvalla- sýslu. Björgunarsveitarmenn hafi þegar leitað af sér grun við Land- mannalaugar. Bandaríkjamaðurinn ætlaði að ganga Laugaveginn og Fimmvörðu- háls, úr Landmannalaugum að Skógum undir Eyjafjöllum. Talið er að hann hafi haft vistir til þriggja daga. Fjöldi björgunarsveitarmanna hefur leitað mannsins og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar meðal annars aðstoðað við leitina. Í vikunni fannst tjald og viðlegu- búnaður sem talið var að hann ætti en svo reyndist ekki vera. Því eru nú engar vísbendingar um ferðir hans né hvað orðið hafi af honum. Hætta leit að ferða- manninum  Leituðu í kringum Landmannalaugar Nathan Foley- Mendelsson Tillaga um að fjölga stjórnar- mönnum í Stöfum lífeyrissjóði um tvo til þess að ná markmiðum laga um hlutföll kynja í stjórnum fyrir- tækja liggur fyrir aukaársfundi sjóðsins sem fer fram 16. október. Ekki tókst að tryggja rétt hlutföll kynjanna í stjórninni á ársfundi í sumar í samræmi við ný lög um hlut- föll kynjanna í stjórnum fyrirtækja. Til þess að tryggja að hlutfall hvors kyns sé ekki minna en 40% í stjórn- inni geta aðeins konur gefið kost á sér í nýju sætin. Eftir breytinguna verða stjórnamenn átta. Framboðs- frestur er til 9. október. Aðeins konur geta boðið sig fram í stjórn „Ég hef sagt að það sé vel svigrúm í fjárlögunum til að færa fé milli málaflokka, sé til þess pólitískur vilji. Það er mikil krafa um að það verði komið til móts við Landspít- alann og Sjúkrahúsið á Akureyri,“ segir Vigdís Hauks- dóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, aðspurð hvort tekist hafi að finna 200 milljónir króna í ríkisrekstrinum svo slá megi fyrirhuguð legugjöld af. Tilefnið er þau ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugs- sonar forsætisráðherra á fundi kjördæmisráðs Fram- sóknarflokksins á Akureyri um helgina, að hægt sé að slá gjöldin af ef það finnast leiðir í fjárlagavinnunni til að for- gangsraða enn frekar í þágu heilbrigðisþjónustunnar. Vigdís kveðst aðspurð jafnvel sjá fyrir sér að það takist að finna enn meira fé til reksturs sjúkrahúsanna með til- færslu ríkisútgjalda. Þá kunni hagræðingarhópurinn, sem Vigdís á sæti í, að finna sparnaðarleiðir sem geri kleift að gera enn betur við sjúkrahúsin. „Það er augljóst á umræðu síðustu viku að pólitísk sátt virðist vera að nást um að leggja meira fé í spítalann. Það kom fram í umræðunni um fjárlögin. Það var alveg klárt hvað við framsóknarmenn vildum. Við lögðum áherslu á heilbrigðismálin í kosningabar- áttunni, að það þyrfti að fara í einhverjar aðgerðir. Það lá alveg fyrir og kosningabaráttan gekk m.a. út á það að við vorum búin að gera okkur grein fyrir ástandi Landspít- alans fyrir þó nokkru,“ segir Vigdís en fjárlaganefnd fundar næst á miðvikudag. baldura@mbl.is Hagræðingarhópur finni fé fyrir spítalann  Formaður fjárlaganefndar boðar sparnað og niðurskurð Morgunblaðið/Júlíus Í fjárþörf Niðursveiflan kom hart við Landspítalann. „Ég varpaði því fram hvort það væri skynsamlegt að afgreiða bætur sem samfélagið veitir til framfærslu í einni stofnun í stað þriggja í dag, hvort þá gæti ver- ið auðveldara að hafa eftirlit með greiðslunum,“ segir Ellý A. Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, um hugmynd sem hún setti fram á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna á föstudaginn var. Vísar Ellý þar til greiðslna frá Tryggingastofnun, atvinnuleysisbóta frá Vinnumálastofnun og fjár- hagsaðstoðar til framfærslu frá sveitarfélögunum. Ellý segir að skoða þurfi hvort þeir séu að fá bætur sem þess þurfa og engir aðrir, hvort bæturnar komi til móts við þær þarfir markhóps sem ætlað er og hvort framkvæmdin á bótagreiðslunum sé eins og lagt er upp með. Sameini eftirlitið EIN STOFNUN AFGREIÐI BÆTUR Í STAÐ ÞRIGGJA Ellý Alda Þorsteinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.