Morgunblaðið - 07.10.2013, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 07.10.2013, Qupperneq 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2013 Ungum karlmanni var bjargað frá drukknun í Suðurbæjarlaug í Hafn- arfirði eftir hádegi í gær. Það var sundlaugargestur sem kom auga á hann liggjandi meðvitundarlausan á botni laugarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá Aðalsteini Hrafn- kelssyni, forstöðumanni sundstaða í Hafnarfirði, kom björgunarmaður- inn manninum upp á bakka sund- laugarinnar þar sem gerðar voru lífgunartilraunir á honum, hann hnoðaður og blásið í hann lífi. Væntanlega hefur maðurinn ekki verið kominn í hjartastopp og tókst að koma honum til meðvitundar áð- ur en sjúkraflutningsmenn komu á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra í slökkviliðinu var maðurinn fluttur á Landspítalann þar sem hann er undir eftirliti. Bjargað frá drukknun í sundlaug  Var meðvitundarlaus á botni laugarinnar Morgunblaðið/ÞÖK Björgun Sundlaugargestur sá manninn á botni sundlaugarinnar. rædd 1,5% stimpilgjöld að viðbættu 1% lán- tökugjaldi hafi að vissu leyti virkað eins og vistarband á skuldir einstaklinga gagnvart lánastofnunum. Ingibjörg telur að bankarnir eigi að leggja lántökugjöldin niður nú þegar ríkið ætlar að leggja stimpilgjöldin af lánsskjölum af, því engar forsendur séu fyrir álagningu þeirra. Mikið sé í húfi fyrir lántakendur. Í dag greið- ir sá sem tekur 20 milljóna kr. lán hjá Íbúða- lánasjóði hálfa milljón í stimpilgjöld og lán- tökugjald. Afnám stimpilgjalda af lánsskjölum, sem boðað er í frumvarpi fjármála- og efnahags- ráðherra, mun hafa verulega þýðingu fyrir fasteignakaup einstaklinga, að mati Ingi- bjargar Þórðardóttur, formanns Félags fast- eignasala. „Þessi háu stimpilgjöld hafa verið mjög íþyngjandi fyrir þá sem taka lán og kaupa fasteignir. Þetta gerir þeim sem eru með lán kleift að endurfjármagna lán og skipta um lánastofnun ef svo ber undir og fólki bjóðast betri kjör,“ segir hún og bætir við að um- „Hvers vegna koma þá ekki lánastofnanir líka til móts við fólk og afnema þetta forn- aldar-lántökugjald?“ spyr Ingibjörg. Hærri útgjöld lögaðila Þó lánsskjöl verði stimpilfrjáls verður stimpilgjald áfram lagt á samninga um eignayfirfærslur fasteigna, s.s. af afsölum, kaupsamningum og gjafagerningum skv. frumvarpinu. Það mun hækka og verður 0,8% hjá einstaklingum en 1,6% hjá lög- aðilum. Áætlað er að það muni skila 4,3 millj- örðum í ríkissjóð á næsta ári. Tilfærslurnar eru með þeim hætti að tekjur ríkissjóðs af stimpilgjaldi sem einstaklingar greiða af eignayfirfærslum hækka um 900 milljónir kr og verða 1,8 milljarðar á ári, en hjá lög- aðilum hækka tekjur ríkissjóðs um 1,9 millj- arða kr. og nema 2,5 milljörðum á næsta ári. Vegna afnáms stimpilgjalds af lánsskjölum er þó talið að útgjöld heimila í formi stimp- ilgjalds í heildina muni lækka talsvert en lög- aðila hækka og gæti sú tilfærsla verið í kringum 1 milljarður kr. omfr@mbl.is Líkir stimpilfrelsi við losun vistarbands  Formaður Félags fasteignasala segir fyllstu ástæðu til að bankarnir leggi niður 1% lántökugjaldið  Útgjöld heimila vegna stimpilgjalda lækka í heildina en kostnaður lögaðila mun líklega hækka Lögreglan á Suðurnesjum varar fólk eindregið við svindlurum sem hringja, kynna sig sem starfsmenn Microsoft og segja vera bilun í stýri- kerfi tölvu þess sem þeir ræða við hverju sinni. Nýlegt dæmi, sem til- kynnt var lögreglu, sýnir glögglega hvernig svindlararnir vinna, segir í tilkynningu frá lögreglunni. Útlend kona hringdi í íbúa í um- dæminu, tilkynnti bilun í stýrikerfi tölvu hans og bað hann að slá inn til- tekin orð. Að svo búnu tilkynnti hún honum að hann þyrfti að kaupa tækniþjónustu sem kostaði 250 doll- ara, rúmar 30 þúsund krónur, fyrir fimm ára þjónustu, en 350 dollara fyrir ævilanga þjónustu. Maðurinn keypti þjónustu til fimm ára og greiddi með kreditkorti. Konan gaf honum þá samband við „tæknimanninn“ sem tók yfir tölv- una og fór að vinna í henni, m.a. með því að fara í gegnum skrár í stýri- kerfi tölvunnar. Þá fóru að renna tvær grímur á eiganda hennar sem hafði samband við lögreglu. Hann lét loka greiðslukorti sínu, en 250 dollara gjaldfærsla hafði þá komið fram á kortareikningi hans. Varð fyrir barðinu á svindlurum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.