Morgunblaðið - 07.10.2013, Blaðsíða 15
Þórshöfn er hluti Langanesbyggðar og stendur í landi Syðra-
Lóns, á Langanesi fyrir austan Þistilfjörð. Þar er útgerð og ýmis
þjónusta við nærliggjandi sveitir og þar er miðstöð stjórnsýslu
byggðarlagsins. Á Þórshöfn búa um 380 manns og hefur
íbúum lítið fækkað þar undanfarin ár, öfugt við flestar aðrar
byggðir á þessum slóðum.
Byggð tók
að myndast á
Þórshöfn í lok
19. aldar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2013
Verkfræðingur í Noregi Katrín Jóhannesdóttir býr í Þrándheimi og vill að dætur sínar kynnist sauðburði.
frí fyrir börnin úr skóla en ég hef
sótt um það á þeirri forsendu að
þessar hefðir og menningu þurfi að
upplifa, það lærist ekki eingöngu af
bókum. Það er mikilvægt að mynda
tengsl við dýrin og náttúruna, það
þroskar mann sem einstakling og
gerir mann að betri manneskju. Svo
er þetta líka svo ægilega gaman,“
sagði Katrín.
Hulda Þórey Garðarsdóttir
kom úr öllu fjarlægari heimshluta
eða frá Hong Kong í Kína, þar sem
hún hefur í mörgu að snúast. Hún
er ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
að mennt og rekur fæðingarheimili
í Hong Kong en auk þess er hún
ræðismaður Íslands í Kína.
Býr um borð í lystisnekkju
„Haustið er uppáhaldstíminn
minn,“ sagði Hulda Þórey, nýkomin
til byggða í Þistilfirði eftir smölun á
Álandstungunni en þangað fór hún
líka í síðastliðið haust.
Hulda er fædd og uppalin á
Kópaskeri í Norður-Þingeyjarsýslu
og tók þá mikinn þátt í sveitastörf-
um í heimabyggðinni áður en hún
flutti búferlum til Kína. Þar býr
hún nú í lystisnekkju með fjöl-
skyldu sinni og líkar vel. Norð-
lensku stúlkunni frá Kópaskeri
þótti oft þröngt um sig í fjölmennu
borginni Hong Kong og segir að
mun rýmra og þægilegra sé að búa
úti á flóanum í þessari 30 tonna tví-
bytnu þar sem öll þægindi eru til
staðar heldur en í þrengslum stór-
borgarinnar.
„Ég stefni á að koma á hverju
ári í víðáttuna og hreina loftið
heima á Íslandi og fara í smala-
mennsku, sagði Hulda, ég fæ alltaf
góða hesta og hlakka til að komast
á hestbak.“
Fráar á fæti Lagðprúðum kindum smalað úr Álandstungunni að réttunum
við Syðra-Áland í miklu blíðskaparveðri í september.
Ísfélag Vestmannaeyja er lang-
stærsti vinnuveitandinn og burð-
arás í atvinnulífinu. Þar eru um
70 manns fastráðir en vinna um
200 þegar mest er að gera og
þótt ótrúlega kunni að hljóma er
Þórshöfn ein stærsta útskipunar-
höfn landsins; þar er unnið úr
einum 80 þúsundum tonnum af
fiski árlega og skipað út rúmlega
30 þús. tonnum af afurðum.
Ísfélagið rekur bæði frystihús
og fiskimjölsverksmiðju á staðn-
um. Fyrirtækið keypti Hrað-
frystistöð Þórshafnar árið 2007
og hefur byggt upp jafnt og þétt
síðan. „Ísfélagið er burðarás í at-
vinnulífinu á Þórshöfn og ná-
grenni, það er lykillinn að vel-
gengni okkar í Langanesbyggð
að fá svona öflugt fyrirtæki hér
inn,“ segir Siggeir Stefánsson,
framleiðslustjóri frystihússins,
við Morgunblaðið. „Þetta get ég
sagt bæði sem íbúi hér og sveit-
arstjórnarmaður,“ segir hann,
en Siggeir er oddviti sveitarfé-
lagsins.
„Hér er nóg að gera allt árið.
Við höfum verið að fjölga fast-
ráðnu starfsfólki og svo koma
þessar tarnir, sem nú standa yfir
í 4-5 mánuði á ári, og þá kemur
til okkar fólk bæði héðan úr ná-
grenninu og annars staðar af
landinu.“ Þá er unnið á vöktum
allan sólarhringinn. „Hér eru alls
um 200 manns frá því seinni
partinn í júlí og fram í október.
Makríllinn er að verða búinn, við
erum enn að veiða síld og svo er
það loðnan í janúar og febrúar.“
Siggeir nefnir að skólafólk á
svæðinu hafi möguleika á mikilli
vinnu, eins og oft hefur verið í
sjávarplássum í gegnum árin.
„Þetta hjálpar mörgum í náminu.
Það er mikilvægt að eiga mögu-
leika á svona vinnu og þeir sem
standa 12 tíma vaktir geta fengið
hörkulaun. En fólk vinnur sann-
arlega fyrir þeim,“ segir Siggeir.
Ísfélagið langstærsti vinnuveitandinn
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Fjör Allir sprækir á dagvaktinni. Siggeir Stefánsson með makríl.
Lykill að velgengni
í Langanesbyggð
Mjölpoki Kristinn Lárusson og
Rafn Jónsson í bræðslunni.
og málar, heldur borðar hún þenn-
an nýjasta Íslandsvin oft og segir
hann hnossgæti. Tvennum sögum
fer reyndar af því; sumir segja ekk-
ert varið í makríl. „Þeir hafa þá
bara ekki fengið hann rétt hanter-
aðan,“ segir hún. „Hér heima borð-
um við hann aðallega reyktan; hann
minnir á blöndu af reyktum laxi og
rauðmaga, en pönnusteiktur er
makríll líka algjört æði.“
Birna málar ekki bara fisk
heldur hvað sem henni dettur í hug.
„Ég vann á vertíð sumarið fyrir síð-
asta skólaárið mitt, var í vandræð-
um með hvað ég ætti að fjalla um í
lokaritgerðinni og á einni nætur-
vaktinni sló niður í hugann að auð-
vitað myndi ég nota fiskinn frá ein-
hverju sjónarhorni; það er
endalaust hægt að skrifa um síld-
arvertíðir og þær eru enn til, þó
ekki í sama formi og á gullaldarár-
unum. Hingað kemur fólk enn alls
staðar að á vertíð. Og makríllinn er
mjög fallegur; litbrigðin í honum
eru alveg ótrúleg.“
Birna hefur ekki málað nógu
mikið að undanförnu, að eigin áliti.
„Ég vinn á 12 tíma vöktum með frá-
bæru fólki en þegar vertíðinni lýk-
ur get ég farið að mála á fullu. Mér
finnst reyndar fara mjög vel saman
að vinna í fiski og vera myndlist-
armaður; það róar hugann að vinna
svona. Og ég þekki fyrirsæturnar
mjög vel!“
Næsti viðkomustaður á 100 daga hringferð Morgun-
blaðsins er Vopnafjörður.
Á morgun
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími: 534 9600 · heyrn.is
Erum með allar gerðir
af heyrnartækjum
Fáðu heyrnartæki til reynslu
og stjórnaðu þeim með
ReSound Appinu
Komdu í
greiningu hjá
faglærðum
heyrnarfræðingi
Heyrðu umskiptin og
stilltu heyrnartækin
í Appinu
Finndu okkur á facebook
20% afsláttur afþráðlausum Uniteaukabúnaði íoktóber