Morgunblaðið - 07.10.2013, Side 20

Morgunblaðið - 07.10.2013, Side 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2013 viðarparket Verðdæmi: Eik 3ja stafa kr. 4.590 m2 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Nýtt 2-lock endalæsing Fulltrúar ferðaþjón- ustu á Íslandi fylltu Eldborgarsalinn í Hörpu 10. september síðastliðinn. Tilefnið var ný skýrsla um stöðu og framtíð þessarar þriðju stærstu atvinnu- greinar landsins, sem stefnir á annað sætið á næstu árum. Fjölmörg fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa lyft grettistaki að undanförnu í samráði við yfirvöld. Ferðamönnum hefur fjölgað og vertíðin lengst og breyst. Vetrarveður og myrkur undir norð- urljósum á stjörnbjörtum himni fjarri mannabyggðum eru framtíðarauð- lindir sem verða sífellt verðmeiri. Fleiri og fleiri svæði hafa notið góðs af þessum vexti, síst Vestfirðir þó all- ir Íslendingar viti að einmitt þar bíða ferðamanna mörg af hinum eftirsótt- ustu lífsgæðum. Einungis 12% ferða- manna heimsækja Vestfirði, á móti 42% sem fara um Norðurland og 72% sem koma á Suðurland. Þekkt er að þröng er orðin mikil á vinsælustu stöðum landsins og því er fyr- irsjáanlegt að í framtíðinni muni æ fleiri ferðamenn sækja vestur í leit að þeirri hreinu og ómenguðu náttúru sem öll markaðssetning á Íslandi og íslenskum sjávarafurðum byggist á. Nú þegar eru um 200 fyrirtæki í ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Þau munu vaxa á næstu árum og fleiri bætast í hópinn. Und- anfarin ár hefur helsti vaxtarbroddurinn verið í þjónustu við sjóstanga- veiðimenn sem sækja um langan veg og borga vel í gjaldeyri fyrir að fá að veiða kvóta smábáta- eigenda, fisk fyrir fisk, til að hafa með sér heim, verkaðan og hand- hægan til geymslu. Veiðimennirnir eru að borga fyrir hreinan sjó í faðmi fjalla blárra – enda lætur kynngimögnuð, ósnortin og hrikaleg umgjörð fjarðanna engan ósnortinn sem þangað kemur. Vart getur meiri virðisauka í fiskveiðum úr sjó við Íslandsstrendur. Vaxandi ferðaþjónusta kallar á bættar samgöngur og samhljóm með- al heimamanna um að standa vörð um sína óspilltu náttúruauðlind. Fólk kaupir fisk af Vestfjörðum vegna hreinleikans og sækist eftir að ferðast þar um vegna víðernisins, náttúrunn- ar, sögunnar, skemmtilegra sjáv- arþorpa, sumarbirtunnar og vetr- armyrkursins. Helsti kostur fjárfestingar í ferða- þjónustu, frá samfélagslegu sjón- armiði, er að fáar atvinnugreinar skapa eins mikið af beinum og af- leiddum störfum sé tekið tillit til veltu. Þannig eru margfalt fleiri sem hafa atvinnu af störfum vegna ferða- þjónustu en í sjávarútvegi, miðað við hlutfall af landsframleiðslu – án þess að gert sé lítið úr sjávarútvegi og mik- ilvægi hans! Annar kostur ferðaþjónustu er hve vaxtarmöguleikar hennar eru miklir – þó að þeir möguleikar kalli að sjálf- sögðu á skipulag og vandaðan und- irbúning þannig að greinin sæki fram í eina átt og ekki sé unnið gegn henni með mengandi og lítt arðbærum fjár- festingum á sviðum sem gætu stefnt atvinnutækifærum í greininni í upp- nám. Stórbrotin og ósnortin náttúran á Vestfjörðum heillar alla sem þangað koma enda eru tækifærin til útivistar óendanleg. Undir hverjum steini er rík saga um merkilegt mannlíf og baráttu við náttúruöfl sem við erum nú í aðstöðu til að njóta og nýta með nýjum hætti. Þar munar mest um nýjan hugsunarhátt. Óplægður gullakur Eftir Árna Vilhjálm Jónsson » Vetrarveður og myrkur undir norðurljósum á stjörn- björtum himni fjarri mannabyggðum eru framtíðarauðlindir sem verða sífellt verðmeiri. Árni Vilhjálmur Jónsson Höfundur er skrifstofustjóri og áhugamaður um ferðamennsku. Klasastarf er frem- ur nýtt í þeirri mynd sem er nú að birtast í flóru atvinnulífs í landinu. Talið er að klasastarf þar sem fjöldi fyrirtækja, stofnana og opinberra aðila kemur saman með það að markmiði að bæta verðmæta- sköpun og samkeppn- isstöðu atvinnulífs, sé skilvirkari leið en að fyrirtæki séu ein og sér að keppa á markaði. Íslenskir klasar hafa orðið fyr- irferðarmeiri í íslensku atvinnulífi á síðustu árum og má benda á klasa á sviði jarðvarma og sjávar- útvegs og -iðnaðar sem dæmi um áhugaverða þróun. Þetta eru langt í frá einu klasarnir sem eru að myndast hér á landi. Klasar á sviði ferðamála, atvinnuþróunar og rannsókna, svo eitthvað sé nefnt, hafa verið að ryðja sér rúms upp á síðkastið. Krafturinn í þessari starfsemi á Íslandi er slíkur að European Cluster Excellence Ini- tiative (ECEI) hefur ákveðið að veita níu íslenskum klösum við- urkenningu fyrir starf sitt. Um er að ræða bronsmerki ECEI, en tæplega 500 klasar í Evrópu hafa fengið þessa við- urkenningu sem er einungis veitt teljist klasastjórarnir hafa unnið að umbótum á starfsemi klasans og hafa tekið þátt í rann- sókn á starfi hans og hafa gefið upplýsingar um það til ECEI. Það hefur sýnt sig í starfi ECEI að klasar eru mjög mismunandi að gerð, hvað varðar uppbyggingu, við- fangsefni og stjórnun. En það er einmitt stjórn klasa- starfs sem er forsenda þess að klasinn nái markmiðum sínum sem venjulega byggjast á að bæta starf- semi þeirra fyrirtækja og stofnana sem að honum standa. Klasastjórn- un er fremur ný grein og fremur flókin. Hún er forsenda þess að klasinn nái markmiðum sínum og byggist á því að bæta starfsemi þeirra fyrirtæja og stofnana sem að honum standa. Rannís stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um klasastjórnun sem nefnist „Cluster excellence, stra- tegy and steps for development“ á Grand Hótel Reykjavík á morgun, 2. október. Ráðstefnan er í sam- starfi við Nýsköpunarmiðstöð Ís- lands og Rannsóknasetur um stefnu og samkeppnishæfni við Há- skóla Íslands en þessir aðilar hafa látið sig varða málefni klasa og klasastjórnunar. Á ráðstefnunni verða afhentar viðurkenningar frá ECEI til klasa á Íslandi sem hafa unnið skipulega að framþróun á starfsemi sinni. Þar munu inn- lendir og erlendir aðilar fjalla um málefni klasa og klasastjórnunar auk þess sem starfsemi klasa í nokkrum löndum verður kynnt. Klasar eru vissulega nánast nátt- úruleg fyrirbæri sem eru og hafa verið til um árabil en klasastjórnun eða frumkvæði og hvati um sam- starf er það sem vænta má að auki verðmætasköpun. Klasastjórnun er það sem er nýtt í þessu samhengi og eru íslenskir aðilar að byggja upp þekkingu á þessu sviði. Þessi hvati er það sem stjórnvöld þurfa að beina kröftum sínum að með stefnumótun og framkvæmd því mikilvægt er að fá meiri verðmæti út úr því atvinnulífi sem fyrir er. Klasastjórnun mikilvæg fyrir nýsköpun og þróun atvinnulífs Eftir Þorvald Finnbjörnsson Þorvaldur Finnbjörnsson »Klasar eru nátt- úruleg fyrirbæri sem eru og hafa verið til um árabil. Að virkja klasana kallar á aðrar aðferðir við stjórnun. Höfundur er rekstrarhagfræðingur. Að vera kennari er frábært. Ég fæ að taka þátt í sigrum nemenda minna, stórum sem smáum, og get leiðbeint þeim í gegnum erfiða tíma og reyni að opna augu þeirra fyrir því hve mikilvæg þau eru og að það sem þau gera eða gera ekki skiptir máli. Ég reyni á ári hverju að opna augu nemenda minna fyrir styrk- leikum þeirra og í sameiningu reyn- um við að styrkja og efla veikleika þeirra að auki. Ég hef frábæran foreldrahóp að baki mér ár hvert og sé ég bein tengsl milli vellíðanar barna og þátttöku foreldra í lífi þeirra. Ég gekk á milli nem- endahópsins míns á meðan þau þreyttu samræmd próf í liðinni viku. Þegar nemendur höfðu lokið prófi tóku þau upp frjálslestr- arbók og hófu lestur þar til próftíma lauk. Nokkrar áhugasamar saumakonur höfðu þó einnig tekið útsauminn sinn með sér, sem þær sækja í tugavís til Siggu listgreina- kennara – sem kennir þeim textíl. Þeim finnst stundum mikilvægara að fá fleiri saumaverk- efni en að borða nestið sitt. Ég reyni að hvetja þær til að gera hvort tveggja. Bæði er betra! Strákarnir margir lásu í Syrpu eða teiknuðu myndir í ró og næði. Þess- ir flottu krakkar sem mér hlotnast að vinna með í tvö ár í senn eru Að vera kennari Eftir Hjördísi Guðnýju Guð- mundsdóttur Hjördís Guðný Guðmundsdóttir » Á öllu má finna tvær hliðar. Kosti og galla. Kennarastarfið er þar ekki undanskilið. Höfundur er grunnskólakennari og starfar í Ingunnarskóla. hreint út sagt æðislegir. Ég veit að ég er ekki mamma þeirra, á mína eigin afleggjara, en engu að síður finnst mér ég eiga helling í þeim. Við erum fjórir kennarar sem vinnum saman með fjóra bekki og þótt nemandi sé í umsjón hjá öðr- um en mér skiptir það engu; ég á helling í þeim líka. Þegar ég skila nemendum af mér á næsta stig – unglingastigið – finnst mér æðislegt að geta fylgst með þeim í fjarska, heilsað þeim á göngunum, spjallað um daginn og veginn, hvort skemmtilegra hafi verið í Reykja- ferðinni okkar eða á Laugum í 9. bekkjar ferðinni þeirra og heyrt í kennurum þeirra með hvernig gangi. Þótt nemendur hafi klárað sinn tíma með mér þýðir það ekki að ég eigi neitt minna í þeim. Það er líka erfitt og krefjandi að vera kennari. Það krefst mikils að gefa af sér allan daginn og vera hvetjandi, brosandi, sanngjörn og góð við alla 40, 50, 90 eða 100 nem- endurna sem eru á svæðinu mínu á degi hverjum. Stundum svo að suma daga er orkan hreinlega búin í hádeginu. Við leggjum okkur fram við að mæta öllum á þeirra for- sendum og þegar okkur mistekst eigum við góða samstarfsmenn sem koma til aðstoðar. Ég kenni í teymi og aldursblönduðum bekk og tel það fyrirkomulag frábært. Með því er minni hætta á að nemandi festist í bekk ár eftir ár hjá kennara sem hann á ekki samleið með og vina- hópurinn getur mögulega orðið töluvert stærri því annað hvert ár eru hóparnir með árganginum fyrir ofan sig og hitt árið með árgang- inum fyrir neðan sig. En á öllum málum má finna tvær hliðar. Kosti og galla. Stærsti gall- inn við kennarastarfið snýr ekki að innviðum þess, vinnuaðstæðum, umhverfi, álagi eða slíku. Það hefur sýnt sig að kennarar geta unnið sína vinnu og það vel. Auðvitað er þar ekki allt fullkomið og ótalmargt sem þarf að laga og bæta. Stærsti gallinn við kennarastarfið er launin. Persónulega finnst mér eðlilegt að fólk hætti í kennslu og snúi sér að öðru ef kennslan hentar því ekki, slíkt eru eðlilegar hrær- ingar og eiga rétt á sér. En sú stað- reynd að góðir kennarar eru að hætta eða að íhuga að hætta því að launin duga ekki til eins né neins er ekki í lagi og langt frá því sem eðli- legt mætti kallast.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.