Morgunblaðið - 07.10.2013, Síða 27

Morgunblaðið - 07.10.2013, Síða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2013 ✝ Þórdís Egils-dóttir fæddist á Langárfossi á Mýrum 2. júlí 1930. Hún lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 22. sept- ember 2013. For- eldrar hennar voru Egill Einars- son, bóndi og síðar verkamaður í Reykjavík, f. 15.6. 1894, d. 1.5. 1986, og kona hans, Málfríður Magnúsdóttir Einarsson, pí- anóleikari, f. 8.8. 1894, d. 21.6. 1946. Systkini Þórdísar voru Katrín, f. 1. 6. 1923, d. 19.2. 2001; Guðmundur, f. 4.2. 1925, d. 14.8. 1969; Einar, f. 21.3. 1926, d. 8.3. 1994; Hrefna, f. 10.10. 1928, d. 18.8. 2006. Þórdís giftist 19. maí 1951 Finnboga Reyni Gunnarssyni, verkstjóra hjá Olíufélaginu, f. 20.6. 1931, d. 14.6. 2012. For- eldrar hans: Málfríður Krist- mundsdóttir, f. 21.5. 1901, d. 11.12. 1991, og Gunnar Finn- bogason, f. 26.4. 1905, d. 25.9. 1996. Þórdís og Finnbogi Reynir eignuðust þrjú börn: 1) Gunn- ar Egill, f. 5.6. 1952, kvæntur Höllu Jónsdóttur, f. 8.6. 1954. hefðbundið barnaskólanám og tók þátt í sveitastörfum og hjálpaði til heima ekki síst þegar móðir hennar var til lækninga í Reykjavík og eldri systkinin farin til náms. Fjöl- skyldan flutti til Reykjavíkur þegar Þórdís var 16 ára, árið sem móðir hennar lést. Hún hélt þar heimili fyrir föður sinn, en stundaði einnig ýmsa vinnu t.d. á Hressingarskál- anum. Á þessum árum tók hún þátt í sönghóp með Hrefnu systur sinni og tveimur öðrum sveitastúlkum. Þórdís og Finn- bogi Reynir kynntust í Reykja- vík og hófu búskap á Leifsgöt- unni og síðar í Mávahlíð og byggðu íbúð í Álfheimum, bjuggu þar í tæp 50 ár en fluttu þá með syni sínum til Hafnarfjarðar. Eftir að hún giftist helgaði hún sig heim- ilisstörfum og uppeldi barna þeirra hjóna. Þegar börnin uxu úr grasi fór hún út á vinnumarkaðinn og vann ýmis störf s.s. í þvottahúsinu Fönn, á saumastofunum Alís og Rammagerðinni og hjá MAX. Hún lærði að sníða og sauma og var alla tíð mikil sauma- og hannyrðakona. Hún var valin trúnaðarmaður starfsmanna og sótti námskeið og fræðslu sem því fylgdi. Síðasta árið dvaldi Þórdís á Grund í Reykjavík. Útför Þórdísar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 7. október 2013, og hefst at- höfnin kl. 13. Börn þeirra: Jón Gunnar, f. 14.9. 1979, sambýlis- kona Kristín Sig- urðardóttir, f. 16.12. 1983. Börn þeirra eru: Embla Guðný, f. 2006, og Egill Árni, f. 2011. Hildur Björg, f. 5.2. 1988, gift Elíasi Bjarnasyni, f. 1.4. 1988. 2) Málfríður, f. 21.1. 1954, gift Jóhannesi Tómassyni, f. 28.2. 1952. Börn þeirra: Helgi, f. 30.3. 1976, sambýliskona Hild- ur Bjarnadóttir, f. 13. 10. 1978. Helgi á soninn Jóhannes, f. 1997. Anna, f. 12.8. 1978, gift Ragnari Birni Ragn- arssyni, f. 25.5. 1972. Börn þeirra: Sara Björk, f. 2003, og Einar Björn, f. 2005. Þórdís, f. 15.10. 1979, gift Brynjari Val- þórssyni f. 5.1. 1985. Börn Þórdísar: Ísar Ágúst, f. 2002, og Salvör Móeiður, f. 2010. 3) Reynir Þór, f. 18.8. 1959, kvæntur Kristínu Waage, f. 11.12. 1962. Börn þeirra: Mar- grét Bo Wan, f. 13.10. 2003, og Benedikt Kaixin, f. 18.10. 2007. Þórdís ólst upp á Lang- árfossi á Mýrunum, stundaði Lífið á sér upphaf og endi og á milli þessara tveggja mikilvægu þátta eru kaflar og tímabil líkt og í tónverki. Í lífi móður minnar var upp- hafskaflinn í sveitinni, góður – en líka slæmur. Hún var yngsta barnið og naut sveitastarfanna, en það varpaði skugga á þetta tímabil að móðir hennar dvaldi langdvöl- um í Reykjavík til lækninga, eldri systkinin fóru til náms og faðir hennar átti einnig við veikindi að stríða. Þessum kafla lauk þegar móðir hennar lést og faðirinn brá búi og þau fluttu til Reykjavíkur – þá var hún 16 ára. Næsti kafli er langviðamestur og sá sem hún gat haft mest áhrif á. Hún er ung kraftmikil knallandi rauðhærð falleg ung kona – naut þess að vera til, söng með Hrefnu systur sinni og tveimur öðrum stúlkum utan af landi, fór með hópi ungs fólks að moka vikur og varð skotin í flottum íþróttamanni sem hún síðar giftist. Í byrjun þessa kafla hélt hún heimili fyrir föður sinn þar til hún gifti sig. Hún bjó fyrst í Mávahlíðinni með hlið- arhoppi á Leifsgötuna og síðar í Álfheimum þar sem fjölskyldan var meðal frumbyggja hverfisins. Heimilið var fallegt og nýtískulegt litaval í stofunni, en erfðagripirnir áttu samt sinn stað. Hún sýndi hvað í henni bjó þegar hún vann byggingarvinnuna á við karl- mennina. Samgangur var á milli fólksins þar sem flestir voru með börn á svipuðum aldri – konurnar fengu sér kaffi og settu rúllur í hár. Sigrún á móti var flink hár- greiðslukona og naut mamma þess. Þau pabbi höfðu gaman af að dansa og tóku þátt í ýmsum skemmtunum. Á þessum árum voru saumuð föt á okkur og má á gömlum myndum sjá fallegar flík- ur – skírnarkjólinn, brúðarkjólinn og allt þar á milli. Öll þau kynstur sem hún bakaði og reglan sem hún hafði við matargerð er til eftir- breytni. Hún bað Ernu á hæðinni fyrir ofan að kenna mér að prjóna því hún var örvhent og var ekki viss um að kenna mér réttu hand- brögðin. Þessi sami eiginleiki, að vera örvhent, átti síðar eftir að bjarga henni eftir að hún fékk al- varlegt áfall áður en hún varð fimmtug og fór hún ekki eins illa út úr því þess vegna. Hún átti eftir að eiga góð ár eftir þetta en hún fékk sinn skammt af veikindum en hún ræddi lítið um þau og bar sig vel. Hún var barnabörnunum góð og var eftirsótt að fá að gista hjá þeim, fara á afaróló og fá nesti heim frá ömmu. Tvo seinustu kaflana valdi hún ekki sjálf. Fyrst fluttu þau úr Álf- heimunum í Hafnarfjörð. Fljót- lega fór að bera á minnisglöpum hjá henni. Þau pabbi höfðu nánast alltaf verið saman frá því þau giftu sig og voru félagsskapur hvort annars en nú hætti hún smám saman að geta sinnt heimilisstörf- unum. Hún fékk inni í dagvist á frábærum stað – Drafnarhúsi. Síðar þegar pabbi veiktist fékk hún inni á Grund og naut þar góðrar umönnunar og virðingar og átti ágæta daga þar og sýndi á sér bæði gamlar og nýjar hliðar, var umhyggjusöm, alltaf að stússa eitthvað og gerði að gamni sínu – fyrst upp á morgnana og síðust í rúmið. Mamma var ein af þessum traustu góðu manneskjum sem byggja samfélagið okkar, hennar er sárt saknað í lok síðasta kafla. Málfríður Finnbogadóttir. Tengdamóðir mín dó á Grund södd lífdaga. Þar hafði hún verið á heilabilunardeild í fáein misseri. Fékk góða aðhlynningu starfs- fólks eftir að hún gat ekki lengur ráðið alls kostar við daglegt líf og þar leið henni vel. Hún hafði líka nóg að gera á Grund - dagurinn entist henni varla til að ljúka öll- um verkum. Þórdís var stolt kona og enginn skyldi eiga neitt inni hjá henni. Hún stóð sína plikt, sá um að reka heimili og koma börnunum áfram. Á tímamótum og hátíðum galdraði hún fram veitingar sem hvaða veisluþjónusta sem er mætti gorta sig af. Hún gætti þess að gestir fengju nóg og ekki datt henni í hug að tylla sér, gestir nutu for- gangs, hún gat átt kvöldið eða nóttina fyrir sig. Vaknaði samt í býtið og hélt til vinnu við fata- hreinsun eða saumaskap. Þórdís átti ríka réttlætiskennd og gætti lengi vel réttinda sinna og vinnufélaga sem trúnaðarmað- ur á vinnustöðunum. Sótti nám- skeið hjá ASÍ sem var góð viðbót við barnaskólann. Þegar hún var búin að setja sig inn í málin lét hún ekki verkstjóra eða eigendur segja sér hvað var rétt og hvað ekki þegar taxtar eða orlof verka- fólks var annars vegar. Þegar heim kom þurfti að sinna einhverjum fjölskyldumeðlimum og þar var elsta barnabarnið í fastri gæslu á fyrsta æviskeiðinu. Á þeirri spýtu hékk svo gjarnan kvöldmatur fyrir okkur hin og alltaf nóg til. Ísskáparnir voru nefnilega tveir. Og þegar við fór- um fram á viðvik fyrir veislur á mikilvægum tímamótum og báð- um kannski um tvær-þrjár tertur var það auðsótt. Hún kom svo með tvöfalt það sem beðið var um. Þrátt fyrir að Þórdís hefði sjálf fengið sinn skammt af sjúkdóm- um síðustu áratugina kvartaði hún ekki og lét alltaf vel af sér. Hún studdi vel við tengdapabba þegar eina nýrað hans gaf sig og hann fékk fljótlega ígrætt nýtt í Kaup- mannahöfn. Það dugði honum til dauðadags í fyrra, í meira en tvo áratugi. Þar stóð hún við hlið hans og veitti aðstoð og var ekki í vand- ræðum með að skilja lækna og hjúkrunarfólk þótt hún væri ekki fjölfróð í tungumálum. Var nóg fyrir okkur hin að skiptast á að vera á hliðarlínu og fylgjast með. Við fyrstu kynni var Þórdís ekki alveg örugg með tengdason- inn þegar hann sletti fram útúr- snúningum við hana eða aula- bröndurum. En það stóð stutt og sjaldnast var henni svara vant. Nú er vegferðinni lokið og við minn- umst stoltrar konu sem víða rataði en gleymdi ekki uppruna sínum úr sveitinni. Þangað var helst að beina huga hennar á lokaskeiðinu. Við þökkum veganesti hennar og kveðjum að hennar hætti: Með brauðtertum, rjómatertum og marengs. Jóhannes Tómasson. Elskuleg tengdamóðir mín hef- ur fengið hvíldina. Ég kynntist Þórdísi fyrir rúmum þremur ára- tugum og það var ljóst frá fyrstu stundu að þar fór kærleiksrík kona sem alltaf hugsaði um hag annarra umfram eigin. Hún varð ung húsmóðir á heimili föður síns og systkina og þegar hún og Reynir giftu sig sinnti Þórdís búi og börnum fyrstu árin. Það var ekki fyrr en börnin voru öll komin á legg að hún hóf að vinna utan heimilis, jafnhliða húsmóðurstörf- unum. Hún sagði mér samt stolt einu sinni að hún hefði alltaf unnið sjálf fyrir gjöfum handa bónda sínum, hún hefði aldrei þurft að biðja hann um peninga fyrir gjöf. Þau hjónin voru meðal fyrstu íbúa í Álfheimum 28 og tóku virk- an þátt í húsbyggingunni, Þórdís ekki síður en Reynir, enda var hún mikill dugnaðarforkur. Þórdís var mjög umhyggjusöm og trygg og lifði fyrir börn sín og barnabörn. Þau hjónin studdu við bakið á börnum sínum og reyndu að hjálpa við hvaðeina sem að höndum bar. Við vorum svo lán- söm að deila með þeim húsi síð- ustu ár þeirra hjóna og gátum því veitt þeim einhverja aðstoð og þannig endurgoldið í örlitlum mæli allan þann kærleik og um- hyggju sem við fjölskyldan höfum notið af þeirra hálfu. Það var líka yndislegt að sjá Margréti og Benna laumast í kjallarann til ömmu að sníkja sér bita af ein- hverju meira spennandi en átti að vera á borðum heima. Þau komu aldrei að tómum kofunum hjá ömmu. Ég er mjög þakklát fyrir að þau kynntust ömmu sinni og afa svona vel. Tíkin átti líka alltaf öruggan samastað í kjallaranum þegar við fórum að heiman á morgnana. Þórdís smurði gjarnan handa henni brauðsneið þegar þau voru að fá sér bita. Þrátt fyrir að við byggjum lengi erlendis var alltaf mikið og náið samband milli okkar. Þau hjónin komu nokkrum sinnum í heim- sókn til okkar og þá var ýmislegt skoðað. Við ókum einu sinni sam- an um Evrópu og fórum ýmsar styttri ferðir. Þau heimsóttu okk- ur líka í Mýrdalinn og tóku þá m.a. að sér að sinna Margréti á meðan við sinntum heyskap og smala- mennsku. Það var gott að vita af henni í traustum höndum. Þórdís var höfðingi heim að sækja og þegar hún hélt veislur svignuðu öll borð af veitingum. Henni fannst hún hafa haft of lítið ef ekki var heil terta af hverri sort óátekin. Þórdís átti frekar ung við heilsufarsvanda að stríða en hún lét það ekki stöðva sig, sinnti bæði vinnu og heimilinu, stundum samt meira af vilja en mætti. Síðustu árin tók Alzheimers-sjúkdómur- inn smám saman völdin og hún hvarf okkur í þeirri mynd sem við þekktum hana. Hún var samt áfram kærleiksrík, hlý og um- hyggjusöm og var vel liðin á V-4 á Grund þar sem hún bjó síðustu 18 mánuðina. Starfsfólkið kallaði hana „aðstoðardeildarstjóra“ vegna umhyggju hennar í garð annarra heimilismanna, auk þess sem hún benti starfsfólkinu gjarn- an á að nú væri tímabært að þau færu að sinna vinnu sinni ef þau sátu aðeins of lengi að hennar mati. Nú eru Þórdís og Reynir sam- einuð hjá Guði, ég minnist þeirra beggja með virðingu og þakklæti fyrir allan kærleikann sem ég og börnin nutum. Kristín Waage. Nú þegar haustið kveður sér hljóðs kveður hún tengdamóðir mín til 40 ára, hún Þórdís Egils- dóttir. Hún var baráttukona. Kannski varð hún það þegar hún sem stelpuhnokki missti móður sína eftir erfið veikindi og varð að berjast fyrir lífinu með föður sínn- um. Hún deildi með okkur minn- ingunum frá ábyrgðarfullri bernsku og lífinu öllu á Langár- fossi. Svo það er næstum eins og minningar yrðu manns eigin. Hún barðist þá, síðan barðist hún fyrir því að fá sömu laun og karlmenn- irnir við naglhreinsun í Álfheim- unum þar sem þau voru að byggja á sjötta áratugnum, hún barðist fyrir réttindum kvennanna sem hún vann með í þvottahúsinu og á saumastofunum. Og hún stóð vörð eins og ljónynja um sitt fólk. Af kærleika og sterkri réttlætis- kennd, ótrúlegu baráttuþreki og hugrekki. Börnin og dýrin elskaði hún sérstaklega. Andlit hennar mýktist allt og augun ljómuðu í þeirra nálægð. Það hafa öll barna- börnin hennar upplifað og lang- ömmubörnin. Það voru sterk bönd milli hennar og Katrínar systur hennar. Í rödd Þórdísar varð alltaf sérstök hlýja þegar hún nefndi hana á nafn, Daddý systir, enda var hún henni náin og kær. Það varð djúp sorg í augum Þórdísar við fráfall hennar. Heimili Þórdísar stóð alltaf op- ið, þar fengu hungraðir mat og þar var alltaf tími fyrir kaffibolla og spjall. Þá eru dýrmætar minning- ar tengdar ferðum okkar saman bæði innanlands og utan. Það eru margar góðar minningar sem ég get nú yljað mér við, minningar um greiðvirkni, elskulegheit og dugnað. Þórdís var síðustu árin veik og hvarf okkur að nokkru. Það er falleg myndin af þeim við dánarbeð Reynis á Landspítalan- um. Þórdís hafði verið sótt á Grund, þar sem hún dvaldi, svo þau gætu séð hvort annað. Þau bæði fársjúk og samræðan sem þau höfðu deilt í yfir 60 ár með orðum var þögnuð, en þau sátu þarna og héldust í hendur, horfð- ust brosandi í augu, lengi, lengi. Það er rúmt ár síðan tengdapabbi lést. Og nú tengdamamma. Það er sár missir fyrir börnin þeirra. Guð umvefji ykkur Gunnar, Málfríður og Reynir. Ég kveð þig Þórdís mín með þökk og í virðingu. Guð geymi þig. Halla Jónsdóttir. Eldhúsið var staðurinn hennar ömmu. Þar vann hún eftir að hefð- bundnum vinnudegi lauk og eldaði mat, reiddi fram kökur og hellti upp á kaffi. Sannarlega sæmdi ekkert undir sautján sortum á því heimilinu og gestir sem komu nutu veitinga og krufðu þjóðmálin í reykmettuðu eldhúsinu. Dóta- kassann geymdi hún í eldhúsinu og áttum við börnin ótal stundir við leik á því gólfi. Sem börn vor- um við systkinin mikið hjá ömmu og afa í Álfheimum í pössun. Um leið og við höfðum aldur til fórum við hins vegar að hringja og panta pössun eða hreinlega boða komu okkar í næsturgistingu. Þar var svo gott að vera. Eftir því sem við eltumst tók amma til við að kenna okkur hand- tökin í eldhúsinu. Hún hafði gott lag á að hafa okkur krakkana með í þeim verkefnum sem lágu fyrir henni þá stundina og gera þau spennandi. Hún kenndi okkur að baka vöfflur og þeyta rjóma með vanilludropum og sykri út í. Einn- ig kenndi hún okkur að skrúfa frá kalda vatninu eftir að maður var búinn að nota heita vatnið svo næsti maður myndi ekki brenna sig. Þá eru vikulegar verslunar- ferðir þeirra ömmu og afa í Mikla- garð mjög minnistæðar sem og bíltúrar um Reykjavík og ná- grenni sem iðulega enduðu í ísbúð. Amma vildi gera vel við sitt fólk og bakaði heil ósköp við minnsta tilefni. Umframbirgðir voru þann- ig að þær entust í marga daga eft- ir veisluhöld en þá hélt fólk bara áfram að koma næstu daga. Það líkaði ömmu vel. Enn eltumst við börnin og smám saman jókst áhuginn á um- ræðunum við eldhúsborðið. Í eld- húsinu hjá ömmu lærðum við ým- islegt um stjórnmál, kjaramál, réttindi og kjör hinna lægst laun- uðu. Amma vann lengst af sem saumakona og vann mikið fyrir sitt stéttarfélag. Henni varð snemma ljóst hve gæðum landsins er misskipt og var mikið í mun að koma vitundinni áleiðis en jafn- framt að innprenta okkur mikil- vægi menntunar svo okkur yrðu allir vegir færir. Hún tók okkur alltaf höndum tveim, var stolt af okkur barnabörnunum og fylgdist vel með okkur og hverju því sem við tókum okkur fyrir hendur. Síðustu æviárin hvarf hún í Alz- heimers-sjúkdóminn að miklu leyti en undi sér vel á Grund þar sem mjög vel var hugsað um hana. Hún var glöð þessi síðustu æviár og fyrir það erum við þakklát. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Blessuð sé minning Dísömmu. Þórdís, Anna, Helgi. Þórdís Egilsdóttir og á þessum árum báru skip Eim- skipafélagsins af öðrum skipum í erlendum höfnum. Áhöfn ms. Sel- foss var á þessum tíma 30 manns og þar af voru 9 menn á þilfari og Hákon leiddi þann hóp. Á þessum tíma hafði fjölgað skipum í þjón- ustu Eimskipafélagsins og þar með skapaðist möguleiki fyrir unga menn að komast í siglingar og þeir voru nokkrir undir stjórn Hákonar. Það var athygli vert hve hann var laginn við að stjórna sínu fólki og hve frábært lag hann hafði á mönnum og jafnt þeim sem yngri voru. Enn eru í þjón- ustu Eimskips nokkrir þessara þá ungu manna og ég skrökva engu þó ég segi að þeir allir minnast Hákonar með virðingu og þakk- læti og sumir kalla hann „mentor“ sinn. Og ekki skal gleyma þeim trúnaði sem hann hafði gagnvart Eimskipafélaginu og það er gæfa hvers vinnuveitanda að hafa menn eins og Hákon í þjónustu sinni. Ég kynntist fjölskyldu Há- konar að hluta. Agnes kona hans fór venjulega eina ferð að sumri með manni sínum. Einnig var Jón sonur þeirra háseti á Selfossi um tíma. Lindu dóttur þeirra kynnt- ist ég þegar hún fór með okkur í þurrkví til Hamborgar. Það er mér ógleymanlegt þegar hún þá 8 ára færði mér kaffi neðan úr messa og alveg upp á stjórnpall á siglingunni. Þrátt fyrir ungan ald- ur var dugnaðurinn og einbeitng- in þegar til staðar eins og hún á kyn til. Ég votta fjölskyldu Hákonar samúð mína og Láru konu minn- ar. Við þökkum fyrir kynnin og minnumst kærs vinar sem núna er komin í aðra siglingu. Dagþór Haraldsson. næði að telja sér 95 afmælis- daga. Helga var blessuð með mörgum frábærum hæfileikum sem hún kunni að fara vel með og við systurnar, foreldrar okk- ar og svo ótal margir aðrir fengu að njóta. Eitt af því sem var svo skemmtilegt við Helgu var að þegar viðburðir voru í fjölskyldunni kvittaði hún oft fyrir sig með því að láta fylgja fallegar hendingar eða góða málshætti. Einn af okkar uppá- halds sem hún skrifaði þegar ein af okkur gifti sig er: „Ef blóm ná að spretta í huga þín- um, fyllist gervöll veröldin ilmi þeirra.“ Við minnumst elsku hennar og virðingu fyrir öllu því sem lifir. Elsku Guðrún, dætur og fjöl- skyldur, minningin um einstaka konu lifir með ykkur og okkur öllum. Auður, Hildur, Björg og Rósa Ingvarsdætur. Helga var mikil félagsvera og hrókur alls fagnaðar hvar sem hún fór. Ég hitti hana reglulega ásamt Guðrúnu í kaffi hjá ömmu og afa þar sem Helga fékk alla til að hlæja hvort sem það var með brandara eða smit- andi hlátri. Henni leiddist ekki að mæta til veislu og kunni að skemmta sér og öðrum en í af- mælinu hennar ömmu í apríl síðastliðnum lagði Helga til að haldið yrði upp á afmælið sitt vikulega í stað árlega enda ætti að nýta öll tækifæri til að slá upp veislu og fagna. Minnið byrjaði að gefa sig síðustu árin en aldrei missti hún áhugann á hinu kyninu og í kaffiboðum fékk ég reglulega olnbogaskot frá henni í síðuna og í framhaldi spurningu hvaða myndarlegu menn sætu við borðið og benti á frændur mína. Hún var einstakur karakter sem hrósaði öllum óspart og sá það jákvæða í fari annarra og minnti mann jafnframt reglu- lega á mikilvægi þess að brosa og hafa gaman af lífinu. Ég sendi Guðrúnu og fjöl- skyldu innilegar samúðarkveðj- ur. Edda Björg Bjarnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.