Morgunblaðið - 07.10.2013, Page 30
30 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2013
Eðlilegt er að afmælisbarn dagsins, hönnuður og hugmynda-fræðingur Íslendingabókar, sé í upphafi spurður um eiginættir. „Ég lít fyrst og fremst á mig sem Reykvíking, en eins
og gerist með þá liggja rætur ættartrés míns um allt land. Föður-
ættin er frá Keldum á Rangárvöllum og leggur af henni úr Þingeyj-
arsýslum. Móðurættin er úr Breiðafirði og af Norðurlandi vestra,“
segir Friðrik Skúlason tölvunarfræðingur sem er fimmtugur í dag.
Ferill Friðriks er fjölbreyttur. Hann starfaði t.d. við Reiknistofn-
un Háskóla Íslands og hóf eigin rekstur við hugbúnaðargerð árið
1987 og þekktustu afurðirnar úr smiðju hans eru t.d. villuleitar-
forritið Púkinn en hæst ber Íslendingabókin góða. Hún fór í loftið
árið 2002 og er bakland rannsóknarstarfs Íslenskrar erfðagrein-
ingar enda sýnir hún skyldleika og blóðbönd allra Íslendinga svart á
hvítu. Hún hefur jafnframt eflt ættfræðiáhuga landans og allir eru
skyldir öllum þótt langt þurfi að fara aftur.
„Áhugamálin eru fjölmörg. Við fjölskyldan erum með sumarhús
austur í sveitum og ræktum þar skóg og garðyrkjan er skemmtileg.
Einnig hef ég ánægju af því að taka ljósmyndir, til dæmis af náttúru
landsins og svipbrigðum hennar, þó segjast verði að tími til að sinna
þessum hugðarefnum sé takmarkaður,“ segir Friðrik. sbs@mbl.is
Friðrik Skúlason er 50 ára í dag
Morgunblaðið/Heiddi
Íslendingur „Ég lít fyrst og fremst á mig sem Reykvíking,“ segir
Friðrik Skúlason sem er stórt nafn í hugbúnaðariðnaðinum.
Ættfræðingurinn á
rætur um allt land
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Sandra Ósk Birgis-
dóttir, Eiður Logi Sig-
fússon og Hafdís
Björg Birgisdóttir
héldu tombólu við
Kúluna á Háaleitis-
braut. Þau söfnuðu
3.222 kr. sem þau
gáfu Rauða kross-
inum.
Hlutavelta
Reykjavík Katrín Inga fæddist 30.
janúar kl. 19.24. Hún vó 4.140 g og var
52 cm löng. Foreldrar hennar eru Þór-
unn Hjaltadóttir og Bergþór Már Arn-
arson.
Nýir borgarar
Hnífsdalur Ólafur Hrafn fæddist 26.
janúar kl. 20.26. Hann vó 4.405 g og
var 57 cm langur. Foreldrar hans eru
Rikka Emilía Böðvarsdóttir og Daníel
Merlin Taroni.
S
tjörnuparið Steinunn Inga
Óttarsdóttir og Brynjar
Ágústsson fæddust bæði
á FSA, 7.10. 1963. Þau
gengu í Barnaskóla
Akureyrar og voru saman í bekk í
Gagganum svokallaða, en veittu
hvort öðru ekki athygli fyrr en eina
septembernótt þegar fyrrv. nem-
endur í Barnaskólanum á Akureyri
fögnuðu endurfundum 2003. „Þegar
við komumst að því að við áttum af-
mæli sama dag og sama ár var þetta
bara ekki spurning. Þremur vikum
síðar skelltum við okkur í fertugs-
afmælisferð til Portúgal og höfum
verið saman síðan.“
Brynjar ólst upp í innbænum á
Akureyri, lauk matartæknanámi frá
VMA og hefur verið sölumaður, nú
hjá Eggert Kristjánssyni ehf. Hann
er dellukarl sem kann ekki að hræð-
ast, á yfir 700 fallhlífarstökk að baki,
sigldi mikið á seglbretti á Pollinum
áður fyrr og var fyrsti Íslendingur-
inn sem fór yfir norðurheimskauts-
baug á slíku farartæki. Ljósmyndun
er hans nýjasta æði en sjá má mynd-
ir hans á panorama.is.
Steinunn Inga ólst upp á brekk-
unni, lauk stúdentsprófi frá MA
1983, kennaraprófi 1991, M.Paed.-
prófi í íslensku 1994, MA-prófi í ís-
lenskum bókmenntum 1996, diploma
í mannauðsstjórnun 2008 og vett-
vangssnámi í stjórnun framhalds-
skóla 2012 en hún hefur verið
áfangastjóri bóknáms í MK frá 2002.
Steinunn hefur skrifað bók-
menntagagnrýni í DV og Morgun-
blaðið, skrifað pistla og greinar og
haldið fyrirlestra um bókmenntir,
sat í stjórn Félags um 18. aldar
fræði og Félags íslenskra fræða og
situr í stjórn Félags stjórnenda í
framhaldsskólum. Hún var í vinnu-
hóp um tilnefningar til þýðingar-
verðlaunanna 2009 og 2010 fyrir
Bandalag þýðenda og túlka og sat í
úthlutunarnefnd listamannalauna
2011 og 2012.
Steinunn er lestrarhestur og
nautnabelgur. Hún skokkar með
hlaupahópnum Bíddu aðeins í Kópa-
vogi þegar hún er í stuði og er í dul-
arfullum „blönduðum“ leshring þar
sem pælt er í heimsbókmenntunum.
Sameiginleg áhugamál þeirra eru
útivist og ferðalög en þau eiga gaml-
an fjallatrukk sem þau ferðast á um
landið. Ávallt er tíkin Arwen með í
för en hún fær að sitja í framsætinu
og stjórnar yfirleitt ferðinni.
Fjölskylda
Börn Brynjars og Kristbjargar Þ.
Kolbeinsdóttur eru Sandra Dögg, f.
19.10. 1981, og Arnþór, f. 22.12. 1982.
Börn Ágústs, föður Brynjars, og
Elísabetar Geirmundsdóttur, f. 16.2.
1915, d. 9.4. 1959, listakonunnar í
fjörunni, eru Iðunn, f. 6.12. 1939,
myndlistarkona á Akureyri; Ásgrím-
ur, f. 9.9.1944, ljósmyndari á Akur-
eyri, og Geir, f. 20.1.1952, d.
16.10.1990.
Dætur Sigríðar Valdísar, móður
Brynjars, og Ámunda Rögnvalds-
sonar, f. 16.1. 1935, d. 18.4. 1977, eru
Sigrún, f. 23.9. 1953, húsfreyja, og
Kolbrún, f. 7.4.1956, d. 13.10.1991.
Albróðir Brynjars er Heiðar Ingi, f.
10.6. 1968, eigandi Everest.
Foreldrar Brynjars eru Ágúst Ás-
grímsson, f. 23.11. 1911, d. 26.12.
1991, og Sigríður Valdís Rögnvalds-
dóttir, f. 14.10. 1935, d. 9.2. 2011.
Börn Steinunnar eru Óttar Vign-
isson, f. 27.3. 1987, kvikmyndagerð-
armaður, og Inga Haraldsdóttir, f.
10.6. 1995, nemi.
Systur Steinunnar Ingu eru Guð-
rún Arnbjörg, f. 21.9. 1964, skrif-
stofustjóri RARIK á Selfossi, og
Þuríður, f. 22.8. 1968, aðstoðar-
skólastjóri Kársnesskóla.
Foreldrar Steinunnar Ingu eru
Steinunn Inga Oddsdóttir, áfangastjóri við MK,
og Brynjar Ágústsson, sölumaður og ljósmyndari – 50 ára
Ferðbúin Steinunn Inga, Brynjar og Arwen fyrir framan fjallatrukkinn.
Samstiga inn í tilveruna
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Verkfæri í miklu úrvali
Allt til listmálunar
Strigar, penslar, olíulitir,
acryllitir, trönur, pallettur,
spaðar, svampar, lím,
íblöndunarefni, varnish,
þekjulitir, teikniblokkir,
pappír og arkir
Mikið úrval
af listavörum
Trönur á gólf
7.995
frá 1.495
Startkaplar
frá 2.495
Slípirokkur
frá 6.995
Verðmætaskápar
frá 2.495
Airbrush sett
frá 4.995
Fjölslípari
frá 4.995
Hleðslu-
tæki