Morgunblaðið - 07.10.2013, Síða 34

Morgunblaðið - 07.10.2013, Síða 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2013 VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Sigrún Klara Hannesdóttir, dokt- or í bókasafns- og upplýsingafræði og fyrrverandi landsbókavörður, verður sjötug miðvikudaginn 9. október. Í tilefni afmælisins stendur hún fyrir málþingi í Þjóðarbókhlöð- unni um íslenskar barnabækur. Málþingið er haldið í samvinnu við Barnabókasetrið á Akureyri og Landsbókasafn Íslands. Málþingið hefst klukkan 13 á miðvikudag. Það er fremur óvenjulegt að halda upp á afmæli sitt með mál- þingi. Af hverju ákvað Sigrún Klara að gera það? „Núna er ég hætt að vinna og get gert það sem mér sýn- ist. Mér fannst upplagt að nota tækifærið og hóa saman fólki til að fjalla um barnabækur því ég hef verið tengd barnabókum alla mína starfsævi þótt ég hafi aldrei skrifað barnabók,“ segir hún. „Ég vann um tíma við að setja upp skólasöfn í Reykjavík og valdi þá bækur á þau söfn og komst að raun um að ekkert var til af fræðibókum fyrir börn. Þá var næsta mál að stofna bókaforlag og við vorum nokkrar konur sem stofnuðum bókaforlagið Bjölluna á sínum tíma og gáfum út fræðibækur fyrir börn. Síðan kenndi ég kúrsa í Háskólanum um barnabækur og var í fyrstu nefndinni sem valdi bækur til verðlauna þegar Fræðsluráð Reykjavíkur byrjaði að verðlauna barnabækur. Þegar verðlauna- sjóður Ármanns Kr. var stofnaður sat ég í stjórn þess sjóðs í tíu ár. Einnig skrifaði ég í mörg ár rit- dóma um barnabækur í Morgun- blaðið. Ég sá allt frá byrjun að það efni sem var í boði fyrir íslensk börn á þeirra tungu var fremur fá- tæklegt. Ég vildi taka þátt í að breyta þessu og hef aldrei læknast af þeim kvilla.“ Á þinginu verður fjallað um stöðu og framtíð íslensku barnabók- arinnar. Er sú staða ekki bara nokkuð góð? „Jú, og það hafa orðið stórkost- legar framfarir frá því ég byrjaði að stússast í þessum málum upp úr 1970. Nýlega var tekin sú gleðilega ákvörðun að hafa sérstakan barna- bókaflokk innan Íslensku bók- menntaverðlaunanna og Norrænu barnabókaverðlaunin eru einnig lyftistöng fyrir barnabókmenntir. Fyrir rúmu ári sá ég svo gamlan draum minn rætast en þá var stofn- að Barnabókasetur á Akureyri. Þá notaði ég tækifærið og gaf setrinu barnabækurnar mínar, 1.400 tals- ins. Ég hef séð miklar breytingar í barnabókaútgáfu í áranna rás og ekki síst er áberandi hvað barna- bækur eru orðnar fallegar, hér áður fyrr var alltof algengt að þær væru prentaðar á ljótan og lélegan papp- ír. Á þeim tíma voru barnabækur neðst í forgangsröðinni þegar kom að bókaútgáfu. Þetta hefur gjör- breyst.“ Samsafn af tilviljunum Sigrún Klara hefur komið víða við á löngum starfsferli, var fyrsti dokt- or okkar Íslendinga í bókasafns- fræði og fyrsta konan til að verða landsbókavörður. „Líf mitt hefur verið samsafn af tilviljunum,“ segir hún. „Ég ætlaði að verða ensku- kennari, prófaði að kenna ensku og fannst kennarastarfið hundleið- inlegt. Ég hugsaði með mér að best væri að læra bókasafnsfræði því þar gæti ég látið lítið á mér bera. Ég fékk Fulbright-styrk, fór til Banda- ríkjanna og tók meistarapróf í bóka- safnsfræði. Eftir námið vann ég eitt ár á háskólabókasafni í Michigan. Dvölin í Bandaríkjunum var nokkuð strembin því þetta var á tímum Ví- etnamstríðsins og mikið um mót- mæli. Bæði Martin Luther King og Robert Kennedy voru drepnir á þeim tíma sem ég var þarna. Frá Michigan fór ég til Perú og var þar í tvö ár. Þegar ég kom aftur heim fór ég að kenna bókasafns- fræði þannig að ég komst ekkert frá þeim örlögum að verða kennari. Ég kenndi bókasafnsfræði í rúmlega tuttugu ár í Háskólanum. Þegar ég svo fékk stöðu landsbókavarðar var ég fyrsta konan til þess. Ég var í því starfi í fimm ár og á þeim tíma urðu miklar breytingar því þá var byrjuð stafræn endurgerð á dag- blaðaefni og efnið gert aðgengilegt á vefnum. Það hafði til dæmis mikil áhrif þegar Morgunblaðið var sett í stafrænt form og var aðgengilegt öllum á vefnum, en blaðið veitti styrk til þess verkefnis. Önnur blöð fylgdu í kjölfarið og nú þarf fólk ekki að sitja á bókasafni og fletta blöðum. Timarit.is er vefur sem er opinn öllum og gífurlega mikið not- aður.“ Sigrún Klara var í nokkur ár framkvæmdastjóri NORDINFO norrænni stofnun sem styrkti verk- efni til að auðvelda vísindamönnum aðgang að upplýsingum. „Vegna þess starfs flutti ég til Finnlands ár- ið 1998 og var þar í fjögur ár,“ segir hún. „Yfirráðasvæði mitt var öll Norðurlöndin, Grænland, Færeyjar, Eystrasaltslöndin og vesturhluti Rússlands þannig að ég hafði ansi stórt og vítt svið. Það var sérstakt áhugamál mitt að styrkja Norðvest- ursvæðið, þ.m.t. Grænland, og þar duttum við niður á frábæra hug- mynd sem var að setja stærsta dag- blað Grænlands, Grönlandsposten, í stafrænt form þannig að allir Græn- lendingar hefðu eitthvað á sínu móðurmáli aðgengilegt á netinu. Því miður er nú búið að leggja niður NORDINFO eins og svo margar aðrar norrænar stofnanir.“ Sigrún Klara fékk á dögunum viðurkenningu Delta Kappa Gamma sem er félag kvenna í fræðslustörf- um. Hún er fyrsta Evrópukonan sem fær viðurkenningu hjá félaginu. Hún segist vera mjög þakklát og stolt fyrir þá viðurkenningu. Hún hefur ferðast til fleiri landa en flest- ir og náði því marki á árinu að kom- ast til hundraðasta landsins. Þegar hún er spurð hvert sé skemmtileg- asta landið sem hún hafi komið til segir hún: „Það er eiginlega alltaf síðasta landið sem ég heimsæki. Ég fór á Suðurskautslandið fyrr á árinu og var sex vikur í Suður-Ameríku, en toppurinn á því ferðalagi var við- koma á Páskaeyjunni sem mér fannst ótrúlegur staður lengst úti í hafi. Á þessari eldfjallaeyju er 5.000 manna þjóð sem er búin að lifa hörmungar en ber höfuðið hátt og viðheldur menningu sinni.“ Hún segist ekki vilja blóm eða gjafir á afmælisdaginn. „Ég á svo miklu meira en nóg af dóti,“ segir hún. „Mig langar hins vegar til að biðja fólk að styðja samtök sem ég hef unnið með að undanförnu og eru kölluð Vinir Perú. Draumur minn er að koma upp skólabókasafni í einu af fátækrahverfum Líma í Perú sem kallast La Quebrada. Ég verð með bauk í afmælinu fyrir þá sem vilja styrkja verkefnið.“ Af hverju viltu styrkja börn í Perú? „Perú hefur alltaf átt sérstakan stað í hjarta mínu. Ég bjó þar um tíma af því að ég gifti mig þangað og vann þar sem ráðgjafi fyrir Bank of Inter-American Development í tvö ár. Í Perú lenti ég í 8 stiga jarð- skjálfta, háskólinn sem ég átti að vinna við hrundi og verkefnið varð allt hálfónýtt. 60.000 manns fórust Lestur er lykill að þekkingu  Sigrún Klara Hannesdóttir fagnar sjötugsafmæli með málþingi um íslenskar barnabækur Styttusafnari „Mér hefur tek- ist að finna styttur og myndir af fólki við lestur í nær öllum þeim löndum sem ég hef heimsótt,“ segir Sigrún Klara. Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Movie Star hvíldarstóll Verð 439.000,-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.