Morgunblaðið - 07.10.2013, Side 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2013
Samstillt átak opinberra aðila og ís-
lenskra bókaútgefenda á síðustu ár-
um, við kynningu á íslenskum bók-
menntum erlendis, hefur skilað sér
í mikilli aukningu á þýðingum ís-
lenskra verka, skv. tilkynningu frá
Miðstöð íslenskra bókmennta. Í
henni segir að aldrei hafi íslenskar
bækur verið fáanlegar á fleiri
tungumálum en nú. Ísland var heið-
ursgestur á stærstu bókasýningu
heims í Frankfurt í Þýskalandi árið
2011 og skilaði það verkefni út-
gáfum á 230 íslenskum verkum og
bókum um Ísland á þýsku auk gríð-
arlegrar fjölmiðlaumfjöllunar í
Þýskalandi og víðar.
Í tilkynningunni kemur einnig
fram að síðustu styrkjum ársins
2013 til þýðinga á íslenskum verk-
um á erlend mál hafi verið úthlutað
frá Miðstöð íslenskra bókmennta. Á
árinu hafi 89 umsóknir frá erlend-
um útgefendum verið afgreiddar,
þar af 13 til þýðinga á norræn
tungumál og styrkir veittir til 75
þýðinga. Norræna ráðherranefndin
leggi til fjármagn í þýðingar á milli
norrænu tungumálanna.
Sjón og Gyrðir á kínversku
Styrkir miðstöðvarinnar í ár voru
veittir til þýðinga á 26 tungumál,
þar á meðal sjö til þýðinga á hol-
lensku og átta á þýsku og er þar
um að ræða skáldsögur, barnabæk-
ur, ljóð og bækur almenns efnis. Þá
eru væntanleg á kínversku skáld-
verk eftir Sjón og Gyrði Elíasson
og á frönsku Leigjandinn og Saga
handa börnum eftir Svövu Jakobs-
dóttur. Þá segir í tilkynningunni að
eftirtekt veki, þegar litið sé yfir
þýðingar á íslenskum verkum á
allra síðustu árum, að þýska mál-
svæðinu slepptu, sú mikla aukning
sem orðið hafi á þýðingum yfir á
frönsku og ensku.
Íslenskar bækur á met-
fjölda erlendra tungumála
Morgunblaðið/Einar Falur
Kínverska Verk eftir Gyrði Elías-
son eru væntanleg á kínversku.
Lulu in the Nude,
eða Nakin Lulu,
nýjasta kvik-
mynd Sólveigar
Anspach sem
sýnd var á Al-
þjóðlegri kvik-
myndahátíð í
Reykjavík, RIFF,
sem lauk í gær,
verður sýnd á
tveimur kvik-
myndahátíðum í Þýskalandi á næst-
unni áður en hún verður tekin til al-
mennra sýninga í Frakklandi í
janúar á næsta ári. Á kvikmyndahá-
tíðinni í Stuttgart verður myndin
sýnd ásamt eldri myndum Sól-
veigar og litið verður yfir feril
hennar.
Myndin segir frá Lulu nokkurri.
Starfsviðtal við hana fer á versta
veg og ákveður Lulu í kjölfarið að
yfirgefa eiginmann sinn og þrjú
börn. Á vegi hennar verður m.a.
fyrrverandi glæpamaður sem nýtur
verndar bróður síns, gömul kona
sem drepleiðist og starfsmaður sem
er kynferðislega áreittur af yfir-
manni sínum, skv. lýsingu frá RIFF.
Næsta kvikmynd Sólveigar verð-
ur framhald af kvikmynd hennar
Queen of Montreuil, þ.e. Drottning-
arinnar af Montreuil og verður hún
tekin upp á Íslandi. Ljóðskáldið og
leikkonan Didda fór með aðal-
hlutverkið í Drottningunni af Mont-
reuil.
Lulu í Frakklandi
og Þýskalandi
Sólveig
Anspach
Hjartasteinn, kvikmynd í fullri
lengd og nýjasta verkefni leikstjór-
ans Guðmundar Arnars Guðmunds-
sonar, hlaut fyrir helgi Warnier
Posta-verðlaunin á NPP-samfram-
leiðslumarkaðnum í Hollandi sem er
á vegum Kvikmyndahátíðar Hol-
lands. Verðlaunin eru veitt fyrir
verkefni í þróun. Á markaði þessum
eru kynnt evrópsk verkefni í þróun í
þeim tilgangi að stofna til samstarfs
og afla fjár til verkefnanna. Anton
Máni Svansson framleiðandi og Guð-
mundur Arnar, leikstjóri, handrits-
höfundur og framleiðandi myndar-
innar, kynntu verkefnið á
markaðnum. 80 verkefni voru send
til skoðunar og 23 þeirra, frá 15
löndum, voru valin til þátttöku.
Dómnefnd verðlaunanna hafði eft-
irfarandi að segja um Hjartastein,
skv. tilkynningu: „Mjög persónuleg
saga sem fjallar um að koma út úr
skápnum og um leið að fullorðnast
þar sem hráslagaleg íslensk sveit er
í bakgrunni. Þetta er kvikmynd sem
hefur möguleika á að vera bæði
áhrifarík og hjartnæm – kvikmynd
um það að vera nógu hugrakkur til
að vera öðruvísi í litlu samfélagi og
hvernig vinátta getur hafið sig yfir
álitamál. Dómnefndin var sér-
staklega hrifin af þeirri ástríðu og
eldmóði sem einkenndi kynninguna
á verkefninu.“
Guðmundur hlaut í vor dómnefnd-
arverðlaun á kvikmyndahátíðinni í
Cannes fyrir stuttmynd sína Hval-
fjörður en alls voru 3.500 stutt-
myndir frá 132 löndum sendar til
keppni. Það blæs því byrlega hjá
leikstjóranum unga.
Ljósmynd/31pictures.nl
Ágætisbyrjun Anton og Guðmundur með verðlaunin í Hollandi.
Hjartasteinn hlaut
verðlaun í Hollandi
Kvikmynd í þróun eftir leikstjórann
Guðmund Arnar Guðmundsson
KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM
Á TOPPNUM Í ÁR
KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á
JOBLO.COM
T.V. - BÍÓVEFURINN/S&H
EIN SÚ SVALASTA Í ÁR.
A.O.S NEW YORK TIMES
BOSTON GLOBE
Á TOPPNUM Í USA 3 VIKUR Í RÖÐ
EMPIRE
FRÁ
FRAM
LEIÐANDANUM
RIDLEY SCOTT
BÍÓVEFURINN
FERSKASTA MYND ÁRSINS
ÖGRANDI KOMÍDÍA EINS OG ÞÆR GERAST BESTAR
DREPFYNDIN OG
HÆTTULEGAHREINSKILIN.
SJÁÐU ÞESSA!
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
PRISONERS2 KL.6-8-9-10:10
PRISONERSVIP KL.6-9
TÚRBÓ ÍSLTAL3D KL.5:50
TÚRBÓ ÍSLTAL2D KL.5:50
DONJON KL.5:50-8-10:10
WELCOMETOTHEPUNCH KL.82
RIDDICK KL.10:20
AULINNÉG ÍSLTAL3D KL.5:50
WERETHEMILLERS KL.8
KRINGLUNNI
PRISONERS KL. 5 - 8 - 10
DON JON KL. 8
WELCOME TO THE PUNCH KL. 10:40
THE BUTLER 2 KL. 5 - 8
CITY OF BONES KL. 5:30
PRISONERS KL. 5 - 8 - 10:10
TÚRBÓ ÍSLTAL2D KL. 5:50
DON JON KL. 8 - 11
RIDDICK 2 KL. 8 - 10:30
THE BUTLER KL. 5:20 - 8
AULINN ÉG ÍSLTAL2D KL. 5:50
THE CONJURING KL. 10:40
NÚMERUÐ SÆTI
AKUREYRI
PRISONERS KL. 8:30 - 10:10
DON JON KL. 8
THE BUTLER KL. 5:50
FLUGVÉLAR ÍSLTAL3D KL. 5:50
KEFLAVÍK
PRISONERS KL.8
ABOUTTIME KL.8
DONJON KL.11
RUNNERRUNNER KL.10:30
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
THE HOLLYWOOD REPORTER
JOBLO.COM
NEW YORK OBSERVER
ENTERTAINMENT WEEKLY
VARIETY
LOS ANGELES TIMES
HUGH JACKMAN - JAKE GYLLENHAAL
Í EINNI BESTU MYND ÁRSINS
MAGNAÐUR ÞRILLER
FRÁ HÖFUNDUM SHREK OG MADAGASCAR
LifunTíska og förðun
–– Meira fyrir lesendur
:
Morgunblaðið
gefur út glæsilegt
sérblað um
Tísku og förðun
föstudaginn
11. október 2013.
SÉ
RB
LA
Ð
Tíska & förðun
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16,
mánudaginn 7. október.
Í blaðinu verður
fjallað um tískuna
haust/vetur 2013
í förðun, snyrtingu og
fatnaði, fylgihlutum
auk umhirðu
húðarinnar, dekur
og fleira
10
16
12
12
T.V. - Bíóvefurinn/S&HHHH
FRÁ RICHARD CURTIS, HANDRITSHÖFUNDI
LOVE ACTUALLY, NOTTING HILL & FOUR WEDDINGS
-bara lúxus sími 553 2075
www.laugarasbio.is
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
L
L
ABOUT TIME Sýnd kl. 6 - 9
TÚRBÓ 3D Sýnd kl. 5:50
RUNNER, RUNNER Sýnd kl. 8 - 10
AULINN ÉG 2 2D Sýnd kl. 5:50
DIANA Sýnd kl. 8
MALAVITA Sýnd kl. 10:30