Morgunblaðið - 21.11.2013, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 1. N Ó V E M B E R 2 0 1 3
271. tölublað 101. árgangur
VONAST EFTIR
KVEÐJULEIK MEÐ
LANDSLIÐINU
STEFNIR Í STRÍÐ
Á ÚTVARPS-
MARKAÐI
GÖMUL HLAÐA
Í HLUTVERKI
MENNINGARHÚSS
VIÐSKIPTABLAÐ VOGAR Á REYKJANESI 16ÍÞRÓTTIR
ÁRA
STOFNAÐ
1913
Eftir barning í allt haust glaðnaði mjög yfir síld-
veiðunum í Breiðafirði í gær. Skipin fylltu sig
hvert af öðru af góðri síld innarlega í Grundar-
firði og sum þeirra fengu sannkölluð risaköst. Í
fyrrakvöld varð síldar nánast ekki vart á þessum
slóðum, en í gær voru „fínustu lóðningar“ í
Grundarfirði. Hljóðið var gott í Guðjóni Jó-
hannssyni, skipstjóra á Hákoni ÞH, þegar rætt
var við hann, enda höfðu þeir fengið eitthvað á
annað þúsund tonna kast.
„Við tókum um 800 tonn sjálfir, sem við flök-
um og frystum á næstu 2-3 dögum. Við erum að
fara að dæla í Beiti, sem vantar lítið, og getum
vonandi fyllt Álsey líka ef á þarf að halda. Síldin
er greinilega mætt á svæðið,“ sagði Guðjón. Við
veiðar í Grundarfirði í gær voru einnig Faxi,
Bjarni Ólafsson og Kap og öll höfðu fengið góð-
an afla. aij@mbl.is
Loksins lifnar yfir síldveiðunum eftir barning í Breiðafirðinum í allt haust
Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson
Samvinna á miðunum Skipverjar á Álsey VE nutu góðs af góðum afla þeirra á Kap VE og sömuleiðis var síld dælt úr nót Hákonar ÞH í lestar Beitis NK.
Nokkur skipanna með risaköst í Grundarfirði
Miðborg Reykjavíkur ber þess glögglega merki að jólin nálgast en í dag
eru 33 dagar til jóla. Þessi þriggja ára hnáta, Saga Ljós Sigurðardóttir, var
mjög ánægð með jólatréð sem hún sá á Laugaveginum. Tilhlökkunin leyndi
sér ekki og eftirvæntingarglampi skein úr augunum.
Jólaljósin gleðja börnin
Morgunblaðið/Eggert
Jólin nálgast en enn eru þó 33 dagar til stefnu
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Fyrirtækið Lífdísill í Reykjavík hefur
leitað eftir samstarfi við SORPU um
tilraunaverkefni í vinnslu lífdísils úr
sláturúrgangi. Ef af samstarfinu
verður mætti fimmfalda framleiðslu
fyrirtækisins þegar á næsta ári, úr
um 100.000 lítrum í 500.000 lítra og
draga úr urðun lífræns úrgangs.
Áformin tengjast væntanlegri gild-
istöku laga um hlut endurnýjanlegs
eldsneytis í samgöngum.
Vinni lífdísil úr skólpi
Sigurður Ingólfsson, stjórnarfor-
maður Lífdísils, segir félagið hafa
áform um að sækja meira hráefni í
annan fituríkan úrgang, jafnvel skólp,
og lífrænan úrgang frá iðnaði.
Frá og með 2016 gæti einnig orðið
raunhæft að vinna lífdísil úr lífrænu
heimilissorpi. Gangi það eftir yrði
framleiðslan komin í 4 milljónir lítra
2016-2017 og veltan í 600 milljónir.
Fimmfalda
framleiðsluna
Fyrirtækið Lífdísill hyggst vaxa hratt
„Við höfum lagt fram okkar hug-
myndir um að beita íslenskri tækni til
að auka umtalsvert framleiðslu á líf-
rænu eldsneyti úr úrgangi sem
SORPA ráðstafar og stuðla þannig að
hagkvæmri lausn á þeim vanda að
urðun lífræns úrgangs verður bönnuð
2020. Hugmyndirnar eru vel mótaðar
af okkar hálfu, en viðræður við
SORPU standa yfir. SORPA hefur
áhuga á að skoða þetta vel en ekki
hefur verið gengið frá neinum samn-
ingum og engin ákvörðun tekin.“
Bjarni Gnýr Hjarðar, yfirverk-
fræðingur hjá SORPU, væntir þess
að ákvörðun um verkefnið verði tekin
fyrir áramót í samræmi við eigenda-
samkomulag sveitarfélaga.
Verkefnið sé tilraun sem standi yfir
þar til ný gas- og jarðgerðarstöð verði
opnuð 2016. Með henni getur SORPA
unnið lífeldsneyti úr öllum heimilis-
úrgangi. SORPA beri ekki beinan
kostnað af tilraunaverkefninu.
MGæti tafið áform »14
Frídagar eru
óvíða fleiri í Evr-
ópu en hér á landi
og raunar er
Spánn eina Evr-
ópulandið sem
státar af fleiri
frídögum. Hér
eru um 11 greidd-
ir frídagar á ári
en á Spáni eru
þeir 14.
Fyrir Alþingi liggur frumvarp um
að færa frídaga í miðri viku upp að
helgum og bæta launafólki upp frí-
daga sem lenda á helgum. SA vilja
ekki að frídögum verði fjölgað. »20
Aðeins Spánverjar
fá fleiri frídaga
Dugur Frí er annað
en aðgerðaleysi.
Fyrirtækið Lén ehf. hefur áhuga á
að reisa 2.000 fermetra gróðurhús
þar sem Eden í Hveragerði stóð áð-
ur. Í gróðurhúsinu er m.a. fyrir-
huguð veitinga- og verslunarstarf-
semi. Einnig er gert ráð fyrir að
byggðar verði 65 litlar íbúðir í þrem-
ur fjölbýlishúsum á lóðinni. »4
Nýtt gróðurhús rísi
á Edenlóðinni
Atvinnuveganefnd hafa borist nýjar upplýsingar
vegna frumvarps um orkuskipti í samgöngum sem
kalla á endurskoðun og jafnvel seinkun á gildistöku
laganna. Jón Gunnarsson, formaður nefndarinnar,
segir m.a. horft til þess hvort samkeppnisyfirvöld
samþykki sameiginlega geymslu olíufélaganna á
íblöndunarefnum í Örfirisey. Þrátt fyrir að tækni-
legir annmarkar hafi komið í ljós sé engu að síður
markmiðið að afgreiða frumvarpið í þingið í næstu
viku þannig að það geti orðið að lögum fyrir áramót.
Gildistökunni jafnvel frestað
FRUMVARP UM ENDURNÝJANLEGT ELDSNEYTI
Hópur fjár-
festa hefur eign-
ast tæplega 30%
hlut í laxeldisfyr-
irtækinu Fjarða-
laxi í Tálknafirði
og samið hefur
verið um að þeir
muni á næstunni
eignast ríflegan
meirihluta í fé-
laginu.
Þeir sem fara fyrir hópnum eru
Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún
Hjartardóttir og Einar Örn Ólafs-
son, forstjóri Skeljungs. Þau störf-
uðu öll áður í fyrirtækjaráðgjöf Ís-
landsbanka en hættu á árunum
2009-2011. »Viðskipti
Munu eignast meiri-
hluta í Fjarðalaxi
Eldi Stórlaxar í
Fjarðalaxi.
–– Meira fyrir lesendur
FYLGIR MEÐ
MORGUNBLAÐINU
Í DAG