Morgunblaðið - 21.11.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.11.2013, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2013 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Hinn akureyrski vetur hefst form- lega á morgun, þegar brekkurnar í Hlíðarfjalli verða opnaðar almenn- um skíðendum. Stefnt var að því að fólk gæti byrjað að renna sér um mánaðamótin en veðurguðinn og snjóbyssurnar gerðu það að verkum að skíðamenn gleðjast fyrr en reikn- að var með …    Veturinn hefst í Hlíðarfjalli kl. 16.00, svo það sé á hreinu.    Forsala vetrarkorta í Hlíðarfjall hefur verið í Backpackers við göngu- götuna undanfarið. Fullt verð fyrir fullorðinn er 39.000 krónur og 10.500 fyrir börn. Kaupi fjórir fullorðnir hins vegar kort saman fær hver og einn það fyrir 30.000 krónur, og í gær var tilkynnt að handhöfum KEA-kortsins bjóðast árskort fyrir 30.000. Tilboðið gildir í allan vetur.    Arngrímur Jóhannsson flug- stjóri er nýr formaður Heimskauta- réttarstofnunarinnar við Háskólann á Akureyri. Aðalfundur var haldinn nýverið. Arngrímur tekur við keflinu af Þorsteini Gunnarssyni, fyrrver- andi rektor HA.    Á liðnum árum hefur Heim- skautaréttarstofnunin staðið fyrir alþjóðlegri ráð- stefnu um lagaleg álitamál tengd báðum heimskaut- unum þótt málefni norðurskautsins hafi verið flestum hugleiknari að undanförnu. Er- indi af Heim- skautaréttar- ráðstefnunum birtast að öllu jöfnu í Árbók heim- skautaréttarins (Yearbook of Polar Law) sem er gefin út hjá hinu virta alþjóðlega lögfræðiútgáfufyrirtæki BRILL.    Margir Akureyringar setja jóla- ljósin upp óvenju snemma í ár. Fyrir nokkrum vikum mátti sjá jólaseríur í gluggum og Ragnar Sverrisson, kaupmaður í JMJ, jólasveinn númer 1 á Akureyri, hefur þegar skreytt hús sitt, tré og annað mögulegt á lóð- inni.    Um þessar mundir er Frey- vangsleikhúsið að sýna leikritið um Emil í Kattholti og strákapörin hans og hefur það fengið mjög góðar við- tökur og dóma. Á laugardaginn býð- ur leikfélagið Hetjunum, félagi lang- veikra barna, á tvær sýningar. Sannarlega fallega gert.    Í sumar fundust 23 tegundir varp- fugla í Krossanesborgum, samtals 613 pör sem er fækkun um 45 pör frá síðustu talningu sumarið 2008.    Þetta kemur fram í skýrslu um fuglalíf í Krossanesborgum, þeirri fjórðu, en talið er á fimm ára fresti í fólkvanginum. Krossanesborgir voru friðlýstar sem fólkvangur árið 2005 í anda Staðardagskrár 21 en svæðið er mikilvægur varpstaður fugla í Eyjafirði.    Helstu niðurstöður sem greint er frá í skýrslunni eru að grágæs, rauð- höfðaönd og stokkönd hefur fjölgað verulega en vaðfuglum hefur lít- illega fækkað. Gera má ráð fyrir að aukinn trjágróður geti leitt til fækk- unar heiðlóu, jaðrakans og spóa, að því er segir í skýrslunni.    Hettumáfar voru mun færri en 2008 og engar kríur urpu nú í frið- landinu. Öðrum máfum hefur fjölg- að. Spörfuglum hefur fjölgað veru- lega frá 2008 og munar þar mest um að fjöldi þúfutittlinga er svipaður og fyrir umtalsverðan felli þeirra vorið 2006. Stóru máfarnir sílamáfur og silfurmáfur eru enn í sókn og nú hefur varpsvæði þeirra teygt sig út fyrir friðlandið.    Skýrsluna rituðu Sverrir Thor- stensen og Þorsteinn Þorsteinsson að beiðni umhverfisnefndar Akur- eyrarbæjar.    Samlestur er hafinn á hátíðar- sýningu vetrarins hjá Leikfélagi Akureyrar, Gullna hliðinu, eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Frumsýning verður í janúar en á næsta ári verða 50 ár frá andláti Davíðs, eins heiðursborgara Akur- eyrar.    Aðalfundur Leikfélags Akur- eyrar verður haldinn í kvöld. Fund- urinn hefst í Samkomuhúsinu kl. 20. Vert er að geta þess að mögulegt er að ganga í félagið við innganginn en einungis þeir sem greitt hafa félags- gjöld fyrir aðalfund 2012 og 2013 hafa atkvæðisrétt.    Hljómsveitin Gullfoss treður upp á Græna hattinum annað kvöld og leikur tónlist hinnar goðsagna- kenndu sveitar Creedence Clearwa- ter Revival.    Á laugardagskvöldið verða tvennir tónleikar með Stjórninni í tilefni 25 ára afmælis sveitarinnar. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gullið hlið Egill Heiðar Anton Pálsson, leikstjóri, sitjandi lengst til vinstri ásamt öðrum sem koma að sýningu LA. Vetur konungur mætir til leiks Arngrímur Jóhannsson Guðni Einarsson gudni@mbl.is Sala hreindýraveiðileyfa hefur skilað frá 88,8 milljónum króna árið 2011 til 106,4 milljóna króna árið 2008 séu síðustu fimm ár skoðuð. Samtals voru tekjurnar rúmlega 487 milljónir á árunum 2008 til 2012. Tekjunum er skipt á milli landeigenda þar sem hreindýrin ganga, Umhverfisstofn- unar og Náttúrustofu Austurlands. Þetta kom fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, við fyrirspurn frá Kristjáni L. Möller alþingismanni um skiptingu tekna af hreindýra- veiðileyfum. Lunganum af tekjunum var skipt á milli landeigenda og ábúenda jarða þar sem hreindýr ganga. Umhverf- isstofnun fékk frá 9 til 11 milljónir á ári til að standa undir kostnaði við stjórnun og eftirlit með hreindýra- veiðum. Náttúrustofa Austurlands fékk frá tæpum fjórum milljónum upp í um 6,5 milljónir á ári til rann- sókna og vöktunar. Landeigendur fá gjald af hrein- dýrum sem felld eru í landi þeirra. Auk þess er tekið mið af fasteigna- mati og landstærð jarðanna og eins er miðað við ágang af völdum hrein- dýra. Tekjurnar eru misjafnar frá ári til árs og ráðast af fjölda hrein- dýraveiðileyfa. Þá ráðast tekjur jarðanna mikið af því hvar dýrin halda sig á veiðitímanum. Undanfarin fimm ár bar jörðin Valþjófsstaður 1 í Fljótsdalshreppi mest úr býtum landeigenda og var jörðin í efsta sæti öll árin. Tekjur Valþjófsstaðar 1 voru allt frá 835.000 kr. árið 2012 upp í 1.826.000 kr. árið 2008. Tekjur landeigenda skiptust mest á 920 jarðir í fyrra. Yfirleitt voru um 70% jarðanna á hverju ári með innan við 100.000 kr. í hrein- dýraarð á ári og þorri jarðanna með umtalsvert minna en það. Árið 2010 fengu t.d. 107 landeigendur minna en 10.000 kr. í hreindýrarð. Morgunblaðið/Ómar Hreindýr Tekjur af sölu hreindýraveiðileyfa fara að mestu til landeigenda og að hluta til umsjónar með veiðum og til vöktunar á hreindýrastofninum. Hreindýrin skila góðum tekjum  Arðurinn skiptist á allt að 920 jarðir transfitu. Góðar uppskriftir ganga kynslóð fram af kynslóð og minningin um uppáhaldskökuna sem amma bakaði fylgir okkur alla tíð. Bragðið, lyktin úr ofninum ... Kökurnar verða ljómandi með Ljóma. Ljóminn á skilið það lof sem hann fær Taktu þátt í Ljómaleiknum á Facebook – Facebook.com/ljomasmjorliki Glæsileg Kenwood hrærivél í verðlaun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.