Morgunblaðið - 21.11.2013, Side 17

Morgunblaðið - 21.11.2013, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2013 Grunnskólabörn smíða báta BÁTASÝNING Í HLÖÐUNNI Valgerður Guðlaugsdóttir, myndlistarkona og kennari í Stóru-Vogaskóla, hefur undanfarið unnið með börnum í skólanum að því að smíða litla báta, sem til stendur að sýna í Hlöðunni hinn sjötta desember. Á mynd- inni eru Jökull Þór Harðarson, Þorsteinn L. Macasarte Tómasson, Helena Björg Oddsdóttir, Elsa Lind Sigurðardóttir, Breki Freyr Atlason og Mar- geir Bent Oscarsson með bátana sem þau hafa smíðað. „Við höfum til dæmis verið með sveitamarkað, en þá fengum við lán- uð borð úr íþróttamiðstöðinni og fleira í þeim dúr. Samstarf okkar og sveitarfélagsins hófst fyrir nokkrum árum þegar þjónustuíbúðir ætlaðar öldruðum stóðu auðar. „Listamenn dvöldu þá í þessum íbúðum en voru hér með aðstöðu, og greiddu fyrir með því að halda sýningu eða eitt- hvað slíkt. Undanfarið höfum við tekið smáhlé á skipulagðri dagskrá, en fólk hefur haft samband við okk- ur til að nýta rýmið, og það er sjálf- sagt mál. Það er oft erfitt að finna rými til að vinna eða sýna í. Hérna getur fólk bara komið án þess að greiða fyrir það.“ Venjuna í þjóðfélaginu segir hún vera að leggja mikið fjármagn í menningarhús, en svo gleymist hvað eigi að gera í húsunum. „Það hefur verið tilgangurinn með þessu. Þeir sem hafa komið hingað endurskapa algjörlega þetta rými. Síðasta sumar komu hingað Brother Grass og Eldar, og þau settu upp svið og skreyttu þannig að Hlaðan varð alveg óþekkjanleg. Það var mjög gaman að koma hingað inn og sjá það.“ Marta í Hlöðunni Marta Guðrún Jóhannesdóttir segir Hlöðuna standa opna þeim listamönnum sem vilja sýna þar. Morgunblaðið/Kristinn Allir í bátana Sokkalaus grunnskólabörn í Stóru-Vogaskóla smíða báta fyrir sýningu í Hlöðunni. Sýningin verður hinn sjötta desember. Íþróttafélagið Þróttur er stolt íbúa í Vogum. Hagur félagsins hefur þó ekki alla tíð verið góð- ur. Nýlega tók Tinna Hallgríms- dóttir, framkvæmdastjóri Þrótt- ar, við stjórnartaumum félags- ins, sem á þeim tíma var í nokkrum fjárhagserfiðleikum. „Áður en ég varð fram- kvæmdastjóri félagsins hafði ég verið að vinna í félagsstarfi með unglingunum hérna. Fyrir þrem- ur árum söðlaði ég um og fór að vinna hjá Vinnumálastofnun (VMST), en réð mig á endanum sem framkvæmdastjóra hér,“ segir Tinna, og segist frekar vilja hasarinn sem fylgir fram- kvæmdastjórastöðunni en þau rólegheit sem hún upplifði hjá VMST. „Stjórn og fram- kvæmdastjórn höfðu verið dálít- ið losaraleg og örar mannabreyt- ingar og félagið var ekki vel statt. Ég leit á það sem áskorun að koma félaginu á réttan kjöl, og tók til starfa í september í fyrra.“ Hún átti fund með bæjarstjóra þar sem hún óskaði eftir hærri styrkjum til að reka félagið og að snúa rekstrinum við. „Síðan var kjörin mjög stöðug stjórn, en það er mjög mikilvægt. Við höfum unnið mikið og vel saman, en síð- astliðið ár hefur verið mjög erf- itt. Það er fyrst núna sem maður sér árangur.“ gunnardofri@mbl.is Framkvæmdastjóri Þróttar „Síðastliðið ár hefur verið mjög erfitt“ Morgunblaðið/Kristinn Þróttur Tinna Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Þróttar, tók við fé- laginu í fjárhagskröggum, en hefur gengið vel að rétta við stöðuna. „Það stendur til að koma lífi í húsið,“ sagði Ok- tavía Ragnarsdóttir í Minjafélaginu. „Hér verður sett upp sýning, en við höfum fengið styrk frá Menning- arráði Suðurnesja til að setja upp sýningu sem sýnir skólahald á þeim tíma sem húsið var byggt,“ sagði Birgir Þórarinsson, formaður Minjafélagsins. „Hugmyndin er ekki að fylla húsið af gömlum munum og hafa þar safn, heldur hafa líf í því,“ sagði Oktavía og benti á að eldhús- og klósettaðstaða væri í nærliggjandi þjónustuhúsi við kirkjuna. Vinsæll norðurljósastaður Norðurkot er ekki eina mannvirkið sem stendur við Kálfatjörn. Þar er líka Kálfatjarnarkirkja, reist 1893, og hlaðin grjóthlaða. Hlaðan er í eigu Minja- félagsins og var reist í kringum 1850, en hefur nú verið endurhlaðin að stórum hluta. „Það vantar ennþá þakið á hlöðuna, en það fauk af í einhverju óveðrinu,“ sagði Oktavía. „Við viljum klára að gera hana upp og hafa einhverja starfsemi í henni, eins og til dæmis kakósölu eða eitthvað svoleiðis,“ bætti Birgir við. „Hingað koma stundum nokkur hundruð ferðamenn á kvöldi til að horfa á norðurljós og því væri upplagt að geta boðið þeim inn í hlöðuna. Svæðið er alveg óupplýst þannig að við erum að skoða hvort félagið geti haft nokkrar tekjur af þessari hlöðu. Minjavernd hefur stutt vel við bakið á félaginu og við höfum átt mjög gott samstarf við stofnunina.“ Birgir sagði að eftir bruna íbúðarhússins við Kálfatjörn hefði jörðin komist í eigu sveitarfélagsins, sem síðan hefði gefið félaginu jörðina, en hlaðan stóð á henni. „Það var heilmikil framkvæmd að hlaða veggina í hlöðunni að nýju. Þakið verður svo í gömlum stíl, tjargað þak úr viðarborðum,“ sagði Birgir. Meðal annarra verðmæta í eigu félagsins er bátur, feræringur, sem þau telja vera þann síðasta sem Ingi- mundur á Litlabæ smíðaði. Morgunblaðið/Kristinn Norðurkot við Kálfatjörn Birgir Þórarinsson, Krist- ján Karl Kay Frandsen og Oktavía Ragnarsdóttir. Skannaðu kóðann til að sjá mynd- skeið um Hlöðuna í Vogum.  Næst verður komið við í Hafnarfirði á 100 daga hring- ferð Morgunblaðsins. Á morgun Vogar er sveitarfélag á norðanverðum Reykjanesskaga og nær yfir Vatnsleysuströnd og bæinn Voga. Staðarins er fyrst getið á landnámsöld, en jörðin Stóru-Vogar var höfuðból um aldir. Áður byggðist atvinnulíf Voga að mestu á sjósókn, en nú sækja margir íbúar vinnu til nágrannabyggðar- laganna. Í Vogum búa rúmlega 1.000 manns. Næst land- stærsta sveit- arfélagið á Suðurnesjum VP vélaverkstæði veitir góða þjónustu á sanngjörnu verði. Við sinnum öllum verkefnum á sviði málmsmíði og trésmíði. www.vp.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.