Morgunblaðið - 21.11.2013, Síða 18

Morgunblaðið - 21.11.2013, Síða 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2013 Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Jafnaðarmannaflokkurinn fékk flest atkvæði í sveitarstjórn- arkosningum, sem fóru fram í Danmörku á þriðjudag. Fékk flokkurinn, sem fer með forustuna í dönsku ríkisstjórninni, 29,5% greiddra atkvæða í kosningunum en Venstre, stærsti stjórnarand- stöðuflokkurinn, fékk 26,6%. Skoðanakannanir höfðu bent til þess að jafnaðarmenn myndu tapa miklu fylgi. Raunar sendi danska útvarpið, DR, frá sér útgönguspá eftir að kjörstöðum var lokað á þriðjudagskvöld, sem benti til þess að Venstre hefði fengið flest at- kvæði. Fréttaskýrendur og stjórn- málamenn trúðu þessari spá og Helle Thorning-Schmidt, forsætis- ráðherra og leiðtogi Jafn- aðarmannaflokksins, flutti ávarp á kosningavöku flokksins, harmaði ósigurinn og sagðist axla ábyrgð á honum. Um nóttina kom síðan í ljós að spáin var kolröng og hefur DR verið gagnrýnt harðlega í kjöl- farið. Jafnaðarmannaflokkurinn hefur átt undir högg að sækja á lands- vísu að undanförnu ef marka má skoðanakannanir en kosn- ingaúrslitin nú benda til þess að flokkurinn sé að rétta úr kútnum. Fréttaskýrendur veltu vöngum yf- ir því í gær hvort Thorning- Schmidt mundi nú nota tækifærið og boða til þingkosninga snemma á næsta ári en síðast var kosið til þings í Danmörku haustið 2011. Sósíalíski þjóðarflokkurinn, sem situr í ríkisstjórn ásamt Jafn- aðarmannaflokknum og Radikale Venstre, tapaði miklu fylgi í kosn- ingunum. Einingarlistinn, sem styður ríkisstjórnina, bætti hins vegar við sig fylgi og telst vera sigurvegari kosninganna. Venstre með flesta bæjarstjóra Þótt Jafnaðarmannaflokkurinn sé áfram stærsti flokkur Danmerk- ur í sveitarstjórnum gekk flokkn- um ekki eins vel þegar kom að því að semja um meirihlutasamstarf í gær. Að sögn danskra fjölmiðla hafði flokkurinn síðdegis í gær tryggt sér oddvitasætið í 35 bæj- arstjórnum en var áður í forustu 49 sveitarfélaga. Venstre hafði hins vegar tryggt sér 41 bæj- arstjóra og bætt við sig 10. Þá koma 12 bæjarstjórar úr röðum Íhaldsflokksins. Sérstaka athygli vakti, að í Køge, þar sem jafn- aðarmenn hafa ráðið ríkjum í 92 ár, sest íhaldsmaðurinn Flemming Christensen nú í bæjarstjórastól- inn. Í Kaupmannahöfn náðu Venstre, Frjálslynda bandalagið og Íhalds- flokkurinn samkomulagi um meiri- hlutasamstarf í borgarstjórninni ásamt Danska þjóðarflokknum, sem fær eitt af borgarstjóraemb- ættunum í sinn hlut. Er þetta í fyrsta skipti sem fulltrúi flokksins gegnir slíku embætti. Jafn- aðarmaðurinn Frank Jensen verð- ur þó áfram yfirborgarstjóri. Jafnaðarmenn áfram stærstir  Röng útgönguspá olli uppnámi  Venstre með flesta bæjarstjóra  Fulltrúi Danska þjóðarflokksins einn af borgarstjórum Kaupmannahafnar AFP Á kjörstað Helle Thorning Schmidt forsætisráðherra greiðir atkvæði í Kaupmannahöfn á þriðjudag. Ný rannsókn á líkamsástandi barna um allan heim bendir til þess, að mörg börn geti ekki hlaupið eins hratt og foreldrar þeirra gátu á sama aldri. Rannsóknin, sem var birt á árs- fundi bandarísku hjartavernd- arsamtakanna, byggist á gögnum frá 46 ára tímabili eða frá 1964 til 2010. Rannsökuð voru gögn um 25 milljónir barna á aldrinum 9-17 ára í 28 löndum. Rannsakendur segja, að börn hlaupi nú eina enska mílu, um 1,6 kílómetra, að jafnaði á 90 sekúndum lengri tíma en börn gerðu fyrir þrjátíu árum. „Ef ungmenni eru almennt í slæmu formi er meiri hætta á að þau þrói með sér hjartasjúkdóma síðar á ævinni,“ segir Grant Tom- kinson, aðalhöfundur skýrslu um rannsóknina, á vef bandarísku stofnunarinnar. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að mjög hafi dregið úr úthaldi barna eða sem svarar til 5% á hverjum áratug. Ástæðan er einkum rakin til þess, að börn hafa almennt þyngst, einkum þó á Vesturlöndum, en sama þróun á sér líka stað sumstaðar í Asíu, svo sem Suður-Kóreu, Hong Kong og á meginlandi Kína. Tomkinson segir, að hvetja þurfi börn til að hreyfa sig í að minnsta kosti í einn klukkutíma daglega. Liður í því geti verið að ganga eða hljóla í skólann og taka þátt í leikjum á skólalóðinni. „Ungt fólk getur verið í góðu formi á ýmsan hátt. Það getur haft krafta á við lyftingamann, verið liðugt eins og fimleikafólk eða snöggt eins og tennisleikarar. En þessar tegundir líkamsræktar stuðla ekki allar að almennu heil- brigði. Mikilvægast er heilbrigði hjartans og til að stuðla að því þarf fólk að geta stundað kröftug- ar æfingar í langan tíma, svo sem að hlaupa nokkra hringi á íþrótta- leikvangi,“ segir Tomkinson . gummi@mbl.is Morgunblaðið/Styrmir Kári Holl hreyfing Börn eru hvött til þess að hreyfa sig í að minnsta kosti klukkustund á dag. Líkamsástandi barna hrakar  Börn hlaupa ekki eins hratt og áður Ali Khamenei, erkiklerkur og æðsti leiðtogi Írana, sagði í ræðu í gær að landið myndi ekki afsala sér „agnar- ögn“ af réttindum í væntanlegum við- ræðum við Vesturveldin um kjarn- orkumál. Khamenei sagðist ekki myndu blanda sér í viðræðurnar, sem verða í Genf í Sviss nú síðari hluta vikunnar, en hann hefði lagt línur sem samningamenn Írana ættu að fylgja. Barack Obama Bandaríkjaforseti hvatti hins vegar bandaríska þing- menn til að samþykkja ekki nýjar viðskiptaþvinganir á Íran meðan á viðræðum stæði. Obama sagði hins vegar óljóst hvort samkomulag við Írana um kjarnorkumál væri í sjón- máli. Íranar hafa ávallt fullyrt að kjarn- orkuáætlun þeirra snúist eingöngu um að framleiða rafmagn í frið- samlegum tilgangi en Vesturveldin grunar að markmið íranskra stjórn- valda sé að komast yfir kjarnorku- vopn. Í viðræðunum í Genf munu fulltrú- ar Bandaríkjanna, Bretlands, Frakk- lands, Kína, Rússlands og Þýska- lands ræða við írönsku samningamennina. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, ræddi í gær við Hassan Rouhani, forseta Írans, í síma um kjarnorkumálið í aðdraganda fundanna í Genf. Rúmur áratugur er liðinn frá því leiðtogar Breta og Írana áttu slíkt samtal síðast. Íranar gefa „ekki agnar- ögn“ eftir Erkiklerkur Ali Khamenei. Ístak hf. er eitt stærsta og öflugasta byggingarfyrirtæki landsins, með stóran hluta tekna sinna erlendis, aðallega í Noregi, á Grænlandi og í Færeyjum. Félagið byggir á 43 ára farsælli sögu, miklum mannauði og góðu orðspori. Landsbankinn hf. býður til sölu 99,9% af hlutafé í Ístaki. Áhugasömum fjárfestum er bent á að hafa samband við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans, með tölvupósti á netfangið istak@landsbankinn.is. Fjárfestar þurfa að gera grein fyrir þekkingu og reynslu, fjárhagslegum styrkleika og stefnu sinni varðandi framtíð Ístaks. Nálgast má stutta sölukynningu, trúnaðaryfirlýsingu og eyðublað vegna hæfismats á vef bankans, landsbankinn.is. Þeir fjárfestar sem uppfylla skilyrði fyrir þátttöku í söluferlinu fá afhent ítarleg kynningargögn um Ístak og býðst að gera tilboð, með fyrirvara um áreiðanleikakönnun, á grundvelli þeirra gagna. Frestur til að skila tilboðum er til kl. 12:00, föstudaginn 20. desember 2013. Ístak var stofnað árið 1970 og hefur um áratugaskeið verið eitt öflugasta verktakafyrirtæki landsins. Félagið er einn af fáum innlendum valkostum þegar kemur að stórri mannvirkjagerð. Ístak hefur náð góðum árangri í verktöku á sviði virkjanagerðar, jarðgangagerðar og smíði hafnarmannvirkja. Hjá félaginu starfa um 550 manns, þar af ríflega helmingur á Íslandi. Söluferli Ístaks hafið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.