Morgunblaðið - 21.11.2013, Page 20

Morgunblaðið - 21.11.2013, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Iðulega er rættum hve Alþinginjóti lítils trausts og er þá vitnað til skoð- anakannana. Með Alþingi er samt ekki endilega átt við „fyr- irbærið“ Alþingi heldur líklega fremur efsta lag hinnar skipulögðu stjórnmálabar- áttu, sem þar situr hverju sinni. Það eru stjórnmálamenn samtím- ans sem njóta svo takmarkaðs trausts, ef marka má mælingar. Mælingar á því trausti sem Bandaríkjamenn segjast bera til síns þingheims eru síst gæfulegri en hinar íslensku. Um þessar mundir, eftir nokkrar ógöngur Obama forseta við að koma á breyttri skipan í heilbrigðis- málum, nýtur hann ekki trausts nema um 40 prósenta landa sinna. En þótt slíkt fylgi forseta þyki ekki gott þar vestra er það samt myndarlegt mjög sé það borið saman við það litla traust sem er á Bandaríkjaþingi. En hvorki Bandaríkjamenn né Íslendingar eru að senda þau skilaboð að þjóð- þingin mættu sigla sinn sjó fyrir þeim. Þrátt fyrir mælingarnar eru stofnanirnar sem slíkar örugglega í hávegum hafðar, sem lykilþáttur lýðræðislegrar stjórnskipunar. Mælingarnar segja einfaldlega að þeir sem skipi löggjafarþingin á mælingarstundinni séu flestir fjarri því að rísa undir þeim kröf- um sem landsmenn gera til við- komandi stofnana, svo þýðing- armiklar og virðulegar sem þær eru. En þá má spyrja um, hverjar séu helstu ástæður þess að þing- mennirnir fái svo illa útreið. Lík- legasta skýringin gæti verið sú að tölurnar endurspegli almenna óánægju fólks með sinn hag um þessar mundir. Almenningur hef- ur jú átt síðasta orðið um hverjir skuli skipa þingbekkina og skammt er frá kosningum. Hann getur því kennt sjálfum sér um, ekki satt? Að hluta til, en ekki að öllu leyti. Það er stillt upp fyrir hann kostum og hver kjósandi tel- ur sig vafalítið hafa valið skásta kostinn af þeim sem stóðu til boða. Og kjósandanum er vorkunn. Skil stjórnmálanna eru óljósari en áður var. Hugsjónir eiga ekki upp á pall- borðið og viðri frambjóðendur eitthvað þvílíkt eru stimplarnir ekki langt undan. Þeir, sem ekki fylgja ekki hinni almennu, al- mennt orðuðu stefnu almennra stjórnmálaflokka og helst þeirra sem almennastir eru innan þeirra, sjá fljótt glitta í öfgastimpilinn. Og raunar þá oftast þann til hægri. Stjórnmálafræðingar og frétta- skýrendur eru ekki fundvísir á öfgastimpilinn til vinstri. Um kandidata fyrir þann stimpil er gjarnan sagt að þar fari fólk með „óvenju ríka réttlætiskennd“. Nú þykir fínast að í stjórnmálaumræðu geti menn ekki áttað sig á hvaðan hver komi, nema það sé beinlínis tekið fram. Í hinni „lausnamið- uðu“ umræðu eru skilin æði mjó. Og þar sem átakalínur gætu verið skýrari er reynt til þrautar að pakka málum inn með þeim hætti að helst sé ekki færi á því að finna ágreininginn. Enda sé það að auki hvorki faglegt né viðeigandi. Í stórmáli eins og um aðild eða ekki aðild að Evrópusambandinu segjast sumir vilja „ljúka samn- ingaviðræðunum“ og „kíkja svo í pakkann“. Þannig tala jafnvel menn, sem þess á milli vilja láta taka sig alvarlega. Þegar bent er á að í þau fjögur ár sem meintar samningaviðræður höfðu staðið hafi ekki verið samið um eitt eða neitt þá vilja þeir ekki ræða það. Þó ætti forsenda þess að vilja ljúka „samningaviðræðum“ að vera umfram allt annað að slíkar samningaviðræður hafi átt sér stað. Eða hvað? Annað dæmi er nýlegt og snýr að Reykjavíkurflugvelli. Í stjórn- arsáttmála nýrrar ríkisstjórnar var sagt að hún vildi að flugvöll- urinn yrði áfram í Reykjavík. Allt venjulegt fólk skildi þetta svo að ákveðið hefði verið að bægja burtu bábiljunni um flugvöllinn. Ella hefði verið ástæðulaust að taka þetta fram. Og þetta ákvæði var að auki fagnaðarefni því það virtist eitt af því fáa handfasta í stjórnarsáttmálanum. Það var ekki fyrr en talsmaður á skipu- lagssviði borgarinnar sagði í út- varpi að þetta þýddi allt annað en orðanna hljóðan sem eitthvað benti til að ráðherrarnir tilvon- andi hefðu verið með lygara- merki fyrir aftan bak, þegar þeir samþykktu fyrrgreinda yfirlýs- ingu. Nú segja sömu stjórnmála- menn að „þeir ætli að leita“ að nýju flugvallarstæði í Reykjavík. Hvernig mun sú leit fara fram? Verður byrjað að skoða hvort Ör- firisey komi til greina? Ef ekki þá Austurvöllur? Ef ekki þá Elliða- árdalur? Ef ekki þá Grafarvog- urinn? Ef ekki þá Breiðholtið? Eða þýðir yfirlýsingin um að hefja „leit“ að nýju flugvallar- stæði innan höfuðborgarinnar eingöngu að aftur eigi að skoða flugvallarstæði í framhaldi af fangelsisendanum á Hólmsheiði? Þarf að ná í fyrrverandi ráðherra á vegum Jóhönnu og Steingríms til að standa fyrir hinni meintu „leit,“ sem séð verður til að standi fram yfir kosningar næsta vor? Getur verið að stjórnmálaleg framkoma af þessu tagi sé til þess fallin að sífellt fleiri þyki lít- ið til stjórnmálamanna koma? Það skyldi þó ekki vera. Ef leit að nýju flug- vallarstæði innan borgarmarkanna lukkast ekki, verður þá farið í eftirleit?} Er rétt að „hefja leit“ að skýringu á litlu trausti? S vona máli er ekki hægt að sópa undir teppi í sögunni. Hún leiðir að lokum allt í ljós …“ sagði Össur Skarphéðinsson nýlega í viðtali og var þar að ræða um landsdóms- málið og alræmda frammistöðu Samfylking- arinnar í því mjög svo ógeðfellda máli. Össur fjallar svo ítarlega um landsdómsmálið í nýrri bók sinni, Ári drekans, sem hann skrifar í dagbókarformi um atburði ársins 2012. Samfylkingin hefur ekki enn gert upp landsdómsmálið heldur sveipar það þögn í von um að það gleymist. Össur er því með bók sinni að minna á það óþægilega. Og hver vill svosem muna það að hafa stutt af krafti réttarhöld gegn pólitískum andstæðingi sín- um? Menn þurfa ekki að kunna mikið í sagn- fræði til að vita að þeir sem gert hafa sig seka um slíkt hafa venjulega fengið harðan dóm í sögunni. Á einum stað í athyglisverðri bók sinni segir Össur að Ögmundur Jónasson segist ekki sjá jafnmikið eftir neinu á sínum pólitíska ferli og að hafa stutt landsdóm yfir Geir H. Haarde. Össur bætir við: „Ögmundur segist ekki geta lifað með sjálfum sér nema hreinsa samvisku sína.“ Þarna er lýst einlægri iðrun, enda studdi Ögmundur síðan tillögu um að ákæran á hendur Geir yrði aftur- kölluð. Varð hann þar maður að meiri. En hvar er iðrun þeirra samfylkingarmanna sem studdu ákæru á hendur Geir H. Haarde og börðust hatrammlega gegn því að ákæran á hendur honum væri afturkölluð og hótuðu meira að segja stjórnarslitum, svo mikil var heift þeirra? Sögur herma að þetta sama fólk sé fullt pirrings út í Össur fyrir að rifja málið upp. Auðvitað finnst því ekki notalegt að standa nú frammi fyrir al- þjóð smátt og ærulaust eftir að Össur hefur sagt söguna eins og hún raunverulega var. En væri þessu fólki ekki nær að skammast sín rækilega? Landsdómsmálið er saga af pólitískum hefndarleiðangri ákveðins hóps innan Sam- fylkingarinnar og Vinstri-grænna. Þetta mál mun ævinlega vera blettur á pólitískum ferli formanna þeirra flokka sem þar komu við sögu, Jóhönnu Sigurðardóttur og Stein- gríms J. Sigfússonar. Þau sáu ekki ástæðu til annars en að taka þátt í mannfórn til að tryggja áframhaldandi stjórnarsamstarf. Sjálfsagt litu þau svo á að þar væri um að ræða óþægilegan en mjög svo nauðsynlegan fórnarkostnað. Það er hlálegt að rík- isstjórn sem vann á þennan hátt hafi svo kallað sig vel- ferðarstjórn. Margt er skemmtilegt í hinni nýju bók Össurar en þeir kaflar í bók hans sem snúa að landsdómsmálinu sýna pólitíkina í sinni ógeðfelldustu mynd. Um leið er rétt að muna að til voru menn sem neituðu að taka þátt í þessum ljóta pólitíska leik og stóðu í lappirnar. Því mið- ur voru þeir einstaklingar ekki margir, en þeir voru þó samt þarna. Sem er örlítil huggun. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Dómur sögunnar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Færsla frídaga vekur blendin viðbrögð BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Fyrir Alþingi liggur núfrumvarp um færslu frí-daga að helgum, sem kall-ar á breytingar á lögum um 40 stunda vinnuviku (nr. 88/1971) og lögum um 1. maí (nr. 39/1966). Frumvarpið var lagt fram á síðasta þingi og gekk þá til velferð- arnefndar. Málið hefur verið tekið upp að nýju af þingmönnum Bjartr- ar framtíðar og fyrsti flutnings- maður er Róbert Marshall. Velferðarnefnd hefur málið til meðferðar og hafa nokkrar umsagn- ir borist frá aðilum vinnumarkaðar- ins. Af þeim má ráða að viðbrögðin eru blendin. Yfirleitt eru þau þó já- kvæð að því leyti að færa staka frí- daga að helgum, en bent er á að frumvarpið feli í sér fjölgun frídaga með tilheyrandi hækkun launa- kostnaðar. Einnig eru misjafnar skoðanir á því hvort færa eigi til 1. maí, baráttudag verkalýðsins, og hafa hann ætíð sem frídag fyrsta mánudag í maí, eins og lagt er til í frumvarpinu. Þá er frumvarpinu ætlað að tryggja að þegar lögboðnu frídagana jóladag, annan í jólum, ný- ársdag og 17. júní ber upp á helgi þá séu veittir almennir frídagar í þeirra stað næsta virkan dag á eftir. Aukinn launakostnaður Innsendar umsagnir eru sem fyrr segir mismunandi. Þannig leggjast Starfsgreinasambandið og Samband íslenskra sveitarfélaga gegn því, sem og Landssamband eldri borgara. Þá gera Samtök at- vinnulífsins (SA) og Viðskiptaráð at- hugasemdir við að frumvarpið feli í sér fjölgun sérstakra frídaga, eða úr 11,2 í 12,7 á ári, sem gerir 4,85% greiddra daga og fæli í sér 0,53% hækkun launakostnaðar. Benda SA á að frídagar í Evrópu séu óvíða fleiri en hér á landi, eins og sést hér til hliðar. Að öðru leyti eru samtökin jákvæð gagnvart færslu stakra frí- daga eins og sumardagsins fyrsta og uppstigningardags. Athygli vekur að Samiðn, sam- band iðnfélaga, er nokkuð jákvætt í sinni umsögn og einnig Guðmundur Gunnarsson, fv. formaður Rafiðn- aðarsambandsins. BSRB gerir ekki athugasemdir við frumvarpið, að öðru leyti en því sem snýr að færslu 1. maí. Leggst BSRB gegn henni. ASÍ er með umsögn um frum- varpið í vinnslu en Gylfi Arnbjörns- son, forseti sambandsins, segir við Morgunblaðið að það sé ekki mál Al- þingis að gera breytingar á samn- ingsbundnum frídögum, það sé verk- efni aðila vinnumarkaðarins í kjarasamningum. Gylfi segir til- færslu frídaga ekki hafa komið upp á borðið í samningaviðræðum að þessu sinni. Finna þurfi sameiginlega fleti á málinu í kjarasamningum frekar en að „skylmast gegnum Alþingi.“ Má ekki fjölga frídögum Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri SA, segir staka frí- daga lengi hafa verið áhyggjuefni fyrir atvinnulífið, einkum að vori til. Full ástæða sé til að kanna hvort ekki megi finna hentugra fyr- irkomulag. Frídögum megi hins veg- ar ekki fjölga. „Eitt er að færa staka frídaga að helgi, en annað er að veita viðbót- arfrídaga þegar lögbundna frídaga ber upp á helgi. Við erum nú þegar með mikinn fjölda viðbótarfrídaga, samanborið við nárannalönd okkar. Það hefur í för sér aukinn launa- kostnað og minni framleiðni í þjóð- félagi, sem við viljum ekki sjá,“ segir Þorsteinn, sem telur að hluta þessa máls þurfi að ræða í kjarasamn- ingum, annað snúist um lögboðna frídaga. Morgunblaðið/Styrmir Kári Frídagar Skiptar skoðanir eru um það innan verkalýðshreyfingarinnar hvort færa eigi til 1. maí og hafa hann fyrsta mánudag í maímánuði. 12,7 sérstakir frídagar á Íslandi, nái frumvarpið í gegn á Alþingi. 14 frídagar á Spáni. 9 frídagar í Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Bretlandi og Póllandi. 8 frídagar í Noregi og Frakklandi. 6 frídagar í Hollandi og Rúmeníu. Heimild: Samtök atvinnulífsins ‹ FRÍDAGAR Á ÁRI › »

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.