Morgunblaðið - 21.11.2013, Síða 25

Morgunblaðið - 21.11.2013, Síða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2013 ✝ MagndísGrímsdóttir, Dísa Gríms, fædd- ist á Sjúkrahúsinu á Ísafirði 9. maí 1944. Hún lést í Reykjavík 12. nóv- ember 2013. Foreldrar henn- ar voru Grímur Samúelsson, tré- smiður frá Mið- dalsgröf í Stein- grímsfirði, f. 8. júlí 1916, d. 14. febrúar 2005, og Kristín Árnadóttir, frá Látrum í Að- alvík, f. 3. maí 1917, d. 24. desember 1998. Önnur börn þeirra eru Óðinn, f. 14. maí 1942, Steinunn, f. 11. desem- ber 1949, Snorri, f. 3. ágúst 1954, og Samúel, f. 1. október 1959. Vorið 1963 flutti Dísa frá Ísafirði í Svansvík í Ísafjarð- ardjúpi og hóf þar búskap með eftirlifandi eiginmanni sínum, Jóhannesi Guðnasyni, fyrrverandi bónda í Svansvík í haustið. Þau bjuggu í Árbæ til ársins 1999, er þau fluttu í Krummahóla í Breiðholti til að vera nálægt Svövu, sem var í vaktavinnu og þurfti að- stoð með Andra, son sinn. Andri og síðar Aldís Lóa voru mikið hjá ömmu sinni og afa. Dísa hóf árið 1977 störf sem bréfberi á pósthúsinu í Árbæ þegar Sigurður byrjaði í skóla. Fór síðar í pósthús- skólann og vann í afgreiðsl- unni á pósthúsinu í Árbæ út 9. áratuginn. Í upphafi 9. ára- tugarins fór hún í Skrifstofu- og ritaraskólann og hóf í kjöl- farið störf sem bókari hjá Gigtarfélagi Íslands, en þar vann hún þar til hún settist í helgan stein veturinn 2010. Dísa var ein af stofnendum kvenfélagsins í Árbæ, og eftir hlé tók hún aftur virkan þátt í starfi þess eftir að hún settist í helgan stein. Einnig tók hún þátt í starfi eldri borgara í Árbæjarkirkju. Hún var einn- ig virk í félagsmálum Gigt- arfélagsins, var fulltrúi þeirra bæði á fundum Norðurlanda- félaga og hjá Öryrkjabanda- laginu. Magndís verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju í dag, 21. nóvember 2013, kl. 13. Ísafjarðardjúpi, fæddur í Reykja- vík 6. nóvember 1925. Þau giftust 14. nóvember 1966. Börn þeirra eru: 1) Svava, f. 5. október 1964; börn hennar eru Andri Ómar Adelsson og Aldís Lóa Benedikts- dóttir. 2) Harpa Kristín, f. 20. apríl 1966, gift Víði Sigurðssyni, barn þeirra er Ísar Jóhannes, fyrir á Víðir Elínu Björgheiði og Guðrúnu Svövu. 3) Sigurður Þór, f. 26. október 1971, giftur Ance Lauksteina, börn þeirra eru Sandra og Telma. Í janúar 1968 lenti Jóhannes í slysi og þurfti í kjölfarið að bregða búi. Þá um vorið fluttu þau til Reykjavíkur, svo Jó- hannes ætti greiðari aðgang að læknum og þjónustu, en auk þess átti Svava að byrja í Heyrnleysingjaskólanum um Amma mín var mjög góð manneskja og það getur enginn ímyndað sér betri ömmu en hana. Ég man að hún sagði allt- af þegar ég kom til hennar og var fúl út í einhvern og sagði kannski mig langar að lemja hana eða eitthvað þá sagði hún alltaf: „Aldís mín ef einhver meiðir þig og þú meiðir til baka þá ert þú ekkert betri en sá sem lamdi þig,“ og þá brosti ég. Amma var líka mjög fyndin og sagði góðar sögur, en ég mun aldrei heyra rödd hennar aftur. Augun hennar voru svona súkkulaðibrún með smá gulu líka, mér fannst hún vera með fallegustu augun á Íslandi eða bara í heiminum og hún mun alltaf vera besta amma í heim- inum fyrir mér. Aldís Lóa Benediktsdóttir. „Hún Dísa er komin.“ Þannig kynntu systursynir pabba fæð- ingu frænku sinnar fyrir ætt- mennum sínum vorið 1944. Þeim fannst sjálfsagt að hún fengi nafn ömmu sinnar og héti Magndís. Nafnið er dálítið stirt en sterkt og Dísa bar það vel. Hún var tíu árum eldri en ég og ekki bara eldri systir, heldur hálfgildings mamma líka. Þegar hún réðst í vist í Svansvík í Ísa- firði, nítján ára gömul, gerði hún það að skilyrði að ég kæmi með. Þar kynntist hún Jóa, al- veg einstökum gæðamanni, og þau bjuggu saman upp frá því. Á hverju sumri var ég hjá þeim í Svansvík, rak kýr og hirti hey og kynntist mörgu sem ég bý enn að. Svo kom áfallið. Í jan- úar 1968 slasaðist Jói í bílveltu og missti þess vegna annan fót- inn ofan við hné. Þá fluttu þau til Reykjavíkur og bjuggu þar upp frá því. Heimili þeirra þar var að mörgu leyti tengipunkt- ur fjölskyldunnar. „Hún Dísa er dáin,“ sagði Steinunn systir mín þegar hún hringdi í mig að morgni 12. nóv- ember. Þrátt fyrir veikindi var þetta mjög óvænt. Mér finnst ég hafa misst mömmu mína aft- ur. Elsku Jói, Svava, Harpa, Siggi og fjölskyldur þeirra syrgja konu, sem dáin er langt um aldur fram. Ég bið þeim blessunar í sorg sinni. Snorri. Lífið er undarleg vegferð og enginn getur vitað hvenær henni lýkur. Einhver áhrif get- um við haft á leiðina okkar, áhrif á samferðafólkið og eigin velfarnað. Dísa hafði góð áhrif á sam- ferðamenn sína. Hún var jákvæð og tók því sem að höndum bar með stóískri ró. Hún vildi öllum vel, var örlát, á sögur, glaðværð og hún var gjafmild. Alltaf komu spennandi hlutir úr jólapökkun- um frá Dísu og Jóa, eitthvað sem hitti akkúrat á áhugasvið barnanna hverju sinni eða fal- lega handunnir hlutir sem hún hafði lagt alúð í að gera eða velja. Lífið er svo stutt og það sést best þegar ástvinir manns hverfa snögglega. Þá verður maður þakklátur fyrir hverja samverustund og minningarnar skipta mestu máli. Dísa hafði verið veik, en hún hafði áður yfirstigið veikindi og við bjuggumst við að svo yrði núna. En enginn veit ævi sína fyrr en öll er. Ég bið góðan guð að styrkja Jóa, Svövu, Hörpu, Sigga og fjölskyldur þeirra. Þau eiga góð- ar minningar um góða konu sem hjálpa þeim áfram í lífinu. Árný. Í dag fimmtudaginn 21. nóv- ember er til foldar borin æsku- vinkona mín Magndís Gríms- dóttir. Dísa, eins og hún var alltaf kölluð var ein af mínum kær- ustu vinum frá barnæsku. Við vorum skólasystur og ólumst upp í litlu samfélagi. Hverfi þar sem sest höfðu að nokkrar fjöl- skyldur flestar komu þær frá Hornströndum og ströndum fyrir norðan. Það stendur einhvers staðar að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Við þær aðstæður ól- umst við Dísa upp. Á Stakka- nesinu vorum við eins og ein stór fjölskylda, og foreldrar okkar voru eins og fjölskylda. Þau skömmuðu og siðuðu ung- ana, hvort heldur sem það voru þeirra börn eða nágrannanna. Við ólumst upp í því öryggi sem aðeins getur orðið þar sem allir standa saman sem einn maður. Þetta öryggi hefur skil- að okkur út í lífið sem sterkum einstaklingum. Við Dísa sátum alltaf saman alla skólagönguna, og áttum margt sameiginlegt, brölluðum margt. Ég var búin að gleyma svo mörgu en Dísa rifjaði gjarn- an upp það sem við vorum að brasa og saman gátum við hleg- ið að öllu saman. Dísa mín var ein sú hlát- urmildasta manneskja sem ég þekki. Hún var líka frábær, allt- af jákvæð hvað sem dundi á hjá henni. Lífið var henni ekki allt- af auðvelt. En Dísa tók öllu með jafnaðargeði og brosti og hló. Og brúnu fallegu augun hennar leiftruðu af kæti. Dísa fór ung inn í Ísafjarð- ardjúp sem ráðskona hjá bónd- anum á Svansvík, þar kviknaði ástin og þau áttust. Þegar svo bóndi hennar varð fyrir slysi og missti annan fótinn, urðu þau að flytja og fóru þá á mölina. Þau eignuðust þrjú mannvæn- leg börn, og síðar fékk hún barnabörn sem hún elskaði og gaf allt sem hún átti. Elsku blíða Dísa mín. Hennar er nú sárt saknað af skólasystkinum, auk fjölskyld- unnar sem hefur misst svo mik- ið. Það er líka skrýtið að hugsa til þess að við þessi skólasystk- in, sem voru með sundurleit- ustu nemendum sem fundust, skulum vera eins og ein stór fjölskylda og þykja jafn vænt um hvert annað og okkur þykir í dag. Ég vona að sem flest okk- ar komi til að kveðja hana í síð- asta skipti. Þó að ég eigi af- skaplega erfitt með að trúa því að hún Dísa mín komi aldrei aftur í kaffi og spjall, og að við getum hlegið að brasi okkar gegnum tíðina, eða að við vinnum að því að skipuleggja fermingarbarnamót saman. Ég kveð þig, elskulega vin- kona mín, með virktum og kær- leika, og ég veit að öll skóla- systkinin vilja gera það sama, nokkur hafa þegar haft sam- band og við viljum að þú vitir það. Nú ríkir kyrrð í djúpum dal, þótt duni foss í gljúfrasal, í hreiðrum fuglar hvíla rótt, þeir hafa boðið góða nótt. Nú saman leggja blómin blöð, er breiddu faðm mót sólu glöð, í brekkum fjalla hvíla hljótt, þau hafa boðið góða nótt. Nú hverfur sól við segulskaut og signir geisli hæð og laut, en aftanskinið hverfur fljótt, það hefur boðið góða nótt. (Magnús Gíslason.) Góða nótt, mín kæra vinkona, og sofðu rótt. Svo vil ég votta öllu fólkinu þínu mína dýpstu samúð, sérstaklega Aldísi litlu sem hefur misst svo mikið þeg- ar ömmu vantar. Ásthildur Cesil Þórðardóttir. Í Korninu við spaugum og sprellum svo brakar í heilasellum. Ykkur allt gangi í hag hvern einasta dag. Með kveðju frá gigtargellum. (Magndís Grímsdóttir) Í nóvember eru tuttugu ár síðan nokkrar konur með gigt hófu að ganga reglulega í Laug- ardalnum í Reykjavík. Þar var fremst meðal jafningja Dísa Gríms. Alltaf var gengið, sama hvernig viðraði, og að lokinni göngu var farið á kaffihús og málin rædd. Ekki endilega veik- indin heldur allt sem manninum er viðkomandi. Ekki er ofsagt að Dísa hafi verið höfuð hópsins með einstaklega ljúfa fram- komu, ráðagóð, með óþol fyrir óréttlæti, ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og góðan húmor. Þessar stundir eru ómetanlegar. Við minnumst Dísu með söknuði en um leið þakklæti fyrir samveruna. Eiginmanni og fjölskyldu vottum við okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd gigtarhópsins, Þórunn Ísfeld. Skjótt skipast veður í lofti. Dísa var í heimsókn fyrir nokkrum dögum, ætlaði að hitta okkur á næsta fundi Birtuhópsins, en þangað kom hún ekki og var sárt saknað. Óvænt kölluð, fyrir aldur fram. Fyrir nær tveimur áratugum er ég kom til Gigtarfélagsins hóf- ust okkar kynni. Hæglát kona með milt bros tók á móti mér, með einhvern glampa í augum sem ég kannaðist við. Hún vann jöfnun höndum við bók- hald félagsins og á skrifstof- unni, hætti fyrir nokkrum árum m.a. til þess að „njóta lífsins“ eins og hún orðaði það. Sem ég veit hún gerði. Dísa var ekkert að ota sér fram, en fljótlega fundum við sameiginlega strengi, röktum ættir okkar til Eggerts í Hergilsey, án upp- flettirita eða Íslendingabókar og vorum roggin af. Dísa var sagnakona, hafði gaman af að segja sögur, oft með léttri kímni. Sumar sögur sagði hún oftar en aðrar. Dísa var fróð, hafði gaman af smá kynlegheit- um, þoldi vel kaldan húmor. Hagyrðingur var Magndís, raunar hirðskáld Gigtarfélags- ins, samdi heilu bálkana fyrir hin ýmsu tilefni, öllum til gleði og skemmtunar. Í samskiptum var Dísa hrein og bein, glað- vær, kom sínum skoðunum á framfæri, á sinn hægláta og örugga hátt. Hún hafði þá skemmtilegu áráttu að hafa alla tíð gaman af smáverkfærum, helst haganlega gerðum er gerðu gagn, gátu leyst prakt- íska hluti. Ef vöntun var á slíku, var skúffan hennar upp- spretta allra lausna. Viðhorf Dísu til lífsins var aðdáunar- vert, en ljóst að hún hafði ýmsa fjöruna sopið á lífsleiðinni. Fjölskyldan var henni allt, fjör- gaðist öll við hvert barnabarn og glampinn í augunum, glamp- inn sem ég kannaðist alltaf við, varð skærari. Þar er missirinn mikill. Ég þakka fyrir samferð- ina Magndís Grímsdóttir. Fjöl- skyldunni votta ég innilega samúð. Emil Thoroddsen. Magndís Grímsdóttir HINSTA KVEÐJA Að leiðarlokum þakka vil ég þér þýða, ljúfa samveruna með mér. Vinum sínum stoðin var og stytta stúlku þessa var því gott að hitta. (Nanna Jónsdóttir) Við í saumaklúbbnum vottum Jóa, fjölskyldu og öðrum ástvinum okkar dýpstu samúð. Nanna Jónsdóttir. ✝ Anna Lisa Jó-hannesdóttir fæddist í Danzig 29. janúar 1929. Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 10. nóvember 2013. Foreldrar henn- ar voru Jóhannes Körner, f. 1889, d. 1979, og Gertrud Körner, f. 1899, d. 1976. Systkini hennar voru Ernst, Sigfrid, Kristjana og Rosie, sem öll eru látin. Anna Lísa giftist Ólafi Þor- kelssyni, f. 7. ágúst 1918, d. 13. júlí 2011, fæddur í Mark- arskarði í Hvolhreppi. Synir þeirra eru: 1) Þorkell Pétur, f. 1951, maki Margrét Elíasdótt- ir, dóttir þeirra er Anna Lísa, f. 1997. 2) Ólafur Helgi Ólafsson, f. 1954, maki Jóhanna Kristín Arndal, f. 1955. Synir þeirra eru a) Helgi, f. 1986; b) Bjarni, f. 1994. Anna Lísa kom frá Þýskalandi ár- ið 1949. Þau hjón- in bjuggu fyrstu búskaparárin á Hellu, 1962 fluttu þau til Reykjavíkur og bjuggu mest- allan sinn búskap í Efstasundi. Útför Önnu Lísu fer fram frá Áskirkju í dag, 21. nóv- ember 2013, kl. 11. Jarðsett verður á Breiðabólstað í Fljótshlíð. Nú hefur elsku tengdamóðir mín fengið friðinn og lokið lífs- göngu sinni á þessari jörð og eftir lifa góðar minningar. Ég kynntist henni þegar ég sveitastúlkan var nýflutt til Reykjavíkur tvítug að aldri og við Keli sonur hennar byrjuðum saman. Hún tók strax vel á móti mér og ég flutti fljót- lega inn á heimili þeirra hjóna og var þar í næstum þrjú ár í góðu yfirlæti. Minningarnar eru ótal- margar. Alltaf bar hún hag fjöl- skyldunnar fyrir brjósti og við fjölskyldan fengum svo sannar- lega að njóta þess. Gestrisnin var henni í blóð borin. Hún naut þess að fá gesti í heimsókn, mágkona hennar og stórfjölskylda sem búa í Noregi komu oft og þá var nú aldeilis glatt á hjalla í Efsta- sundi. Anna Lísa var létt í lund og mikið fyrir músík og spilaði á munnhörpu í góðra vina hópi. Hún naut þess að heyra Önnu Lísu nöfnu sína spila á harmon- ikku. Einnig var það árviss við- burður að fara á nýárstónleika. Samband Önnu Lísu og Óla var einstakt, þau voru eitt, þvílík ást, virðing og tryggð. Það var henni mikið áfall þegar Óli lést fyrir rúmum tveimur árum. Þá var heilsu hennar farið að hraka og hún fékk pláss á Hrafnistu ekki löngu seinna. Mér er minn- isstætt hvað hún hafði mikla ánægju af að koma með okkur fjölskyldunni á flotta kaffihúsið á Hrafnistu og fá sér extra fínt með kaffinu. 10. nóvember sl. fékk Anna Lísa áfall og lést á Landspítalanum í Fossvogi. En minningin um góða konu lifir áfram. Ég vil þakka tengdamóður minni samfylgdina og allt sem hún hefur gert fyrir mig og mína. Við erum lánsöm að hafa haft hana svona lengi hjá okkur, sem öllum er ekki gefið. Þegar einhver fellur frá fyllist hjartað tómi en margur síðan mikið á í minninganna hljómi. Á meðan hjörtun mild og góð minning örmum vefur þá fær að hljóma lífsins ljóð og lag sem tilgang hefur. Ef minning geymir ást og yl hún yfir sorgum gnæfir því alltaf verða tónar til sem tíminn ekki svæfir. (Kristján Hreinsson) Blessuð sé minning Önnu Lísu. Margrét Elíasdóttir. Þegar ég var lítil var ég oft hjá ömmu og afa sem voru þá að passa mig, sérstaklega þegar mamma og pabbi voru að vinna og þurftu að koma mér í pössun. Stundum fékk ég að gista og þá var dekrað við mig. Mér fannst mjög gaman að vera hjá þeim enda var hún amma alltaf svo góð við mig og sá til þess að mér leiddist ekki. Við amma bökuðum oft saman pönnukökur og borð- uðum þær svo saman. Oft leyfði hún mér að vökva blómin í gróð- urhúsinu, það fannst mér mjög skemmtilegt, hún spilaði við mig ólsen eða veiðimann og leyfði mér að leika mér með skartgripina sína sem ég er viss um að ekki all- ir hefðu leyft krökkum að gera. Ég fór líka oft með ömmu og afa í Grasagarðinn þar sem við gáfum fuglunum brauð. Eftir pössun eða heimsókn mátti ég oft velja mér nokkur af fallegu blómunum úr gróðurhúsinu sem hún klippti síðan af og stakk í blautan svamp og bjó þannig til blómaskreyt- ingu fyrir mig sem ég tók hin ánægðasta með mér heim. Þó að amma mín sé farin úr þessum heimi á ég enn fullt af góðum minningum um hana og ég efast ekki um að afi mun taka vel á móti henni þar sem þeim þótti alltaf svo vænt hvoru um annað. Ég er þakklát fyrir allar þær stundir sem ég átti með ömmu minni og kveð hana með söknuði. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Margt er í minninga heimi mun þar ljósið þitt skína, englar hjá guði þig geymi við geymum svo minningu þína. (Höf. ók.) Kveðja Anna Lísa Þorkelsdóttir. Anna Lísa Jóhannesdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um inn- sendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðs- lógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birt- ingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær út- förin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um for- eldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.