Morgunblaðið - 21.11.2013, Síða 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2013
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Kúbönsk kvikmyndavika hefst í
kvöld í Bíó Paradís og stendur til og
með 26. nóvember. Sex nýlegar
kvikmyndir frá Kúbu verða sýndar
í kvikmyndavikunni, frá árunum
2006 til 2011 og er þetta í fyrsta
sinn sem kúbanskar kvikmyndir
eru sýndar í íslensku kvikmynda-
húsi, skv. tilkynningu frá kvik-
myndahúsinu.
Kvikmyndavikan er haldin í sam-
starfi Vináttufélags Íslands og
Kúbu og kvikmyndahússins en
kvikmyndastofnunin ICAIC á Kúbu
veitti leyfi fyrir sýningu myndanna,
fyrir milligöngu sendiráðs Kúbu.
Meðal skipuleggjenda hátíðarinnar
eru rappbræðurnir Erpur og Eyj-
ólfur Eyvindarsynir og Sigurlaug
Gunnlaugsdóttir, formaður Vin-
áttufélags Íslands og Kúbu.
Sigurlaug segir myndirnar á há-
tíðinni koma frá Stokkhólmi, af
kúbanskri kvikmyndahátíð þar í
borg. Vináttufélag Íslands og Kúbu
komi nú í fyrsta sinn að slíkri hátíð
hér á landi. „Við vorum með 20
myndir að velja úr og það sem við
erum að sýna er það nýjasta, til árs-
ins 2011. Það er ný bylgja kvik-
myndaframleiðslu hjá þeim sem
mótast af því að það var mjög erfitt
fjárhagslega að framleiða slíkt efni
á tíunda áratugnum. Það hefur
ræst úr og það er ábyggilega líka
að þakka samstarfi við önnur lönd,
t.d. Spán,“ segir Sigurlaug.
Kvikmynd um Benny Moré
Opnunarmynd hátíðarinnar er El
Benny frá árinu 2006, eftir leik-
stjórann Jorge Luis Sánchez. Hún
fjallar um líf og störf Benny Moré,
eins þekktasta söngvara Kúbu á
sjötta áratug síðustu aldar og hlaut
myndin verðlaun á hátíðinni New
Latin American Cinema í Havana
árið 2006. Eins og gefur að skilja er
mikið af tónlist í myndinni og þá
m.a. í flutningi Chucho Valdés.
Á morgun verður sýnd kvik-
myndin Ciudad en Rojo, Háska-
borg, frá árinu 2009 eftir leikstjór-
ann Rebeccu Chávez. „Hún er
heimildarmyndagerðarkona og
fjallar þarna um uppvöxt sinn á
austurhluta Kúbu, í Santíagó og
þau átök sem voru þar fyrir 1960
þegar brast á með morðum og átök-
um fyrir byltingu. Sú mynd er ekki
beinlínis um pólitík, hún er eig-
inlega meira um hið mannlega, eins
og henni er lýst. Hvað gerir það
manneskjunni að standa í svoleiðis
átökum?“ segir Sigurlaug um
Háskaborg. Handrit myndarinnar
er byggt á skáldsögunni Bertillon
166 eftir José Soler Puig sem hlaut
bókmenntaverðlaun Casa de Las
Americas árið 1960.
Af öðrum myndum hátíðarinnar
má nefna Habanastation, Havana-
stöðina, frá árinu 2011 eftir leik-
stjórann Ian Padrón. Sú mynd
fjallar um tvo unglingsstráka sem
búa við gjörólíkar aðstæður, annar
við allsnægtir en hinn við sára fá-
tækt. Leiðir þeirra skarast og segir
um myndina í tilkynningu að hún
snerti viðkvæman streng í kúb-
önsku samfélagi.
Snertir viðkvæma strengi
Ekki er síður forvitnileg kvik-
myndin Boleto al Paraíso, Para-
dísarmiði, frá árinu 2010 eftir leik-
stjórann Gerardo Chijona. Hún
gerist snemma á tíunda áratugnum
og fjallar um táningsstúlku sem flýr
að heiman og kemst með aðstoð
nokkurra kúbanskra þungarokk-
ara til Havana. Í myndinni er m.a.
fjallað um sifjaspell og segir í til-
kynningu að hún snerti viðkvæma
strengi í kúbönsku samfélagi.
Opnunarhóf kvikmyndavikunnar
hefst kl. 19 í kvöld með salsadansi
sem félagar í Salsa Iceland stíga
fyrir gesti og boðið verður upp á
kúbanskt romm áður en sýning
opnunarmyndarinnar hefst kl. 20.
Upplýsingar um aðrar myndir há-
tíðarinnar má finna á bioparadis.is.
Benny Stilla úr kvikmyndinni El Benny, opnunarmynd hátíðarinnar.
Fyrsta kúbanska
kvikmyndahátíðin
Kúbanskar kvikmyndir í Bíó ParadísSviðslistahópurinn Bíbí ogblaka vakti verðskuldaðaathygli fyrir danssýn-inguna Skýjaborg sem
frumsýnd var fyrir hálfu öðru ári.
Þar mun hafa verið um að ræða
fyrstu danssýninguna hérlendis sem
sérstaklega er ætluð yngstu börn-
unum, þ.e. frá sex mánaða upp að
fjögurra ára aldri, og tókst hún með
miklum ágætum. Það er því sérlega
ánægjulegt að hópurinn skuli bjóða
upp á nýja sýningu fyrir sama ald-
urshóp.
Fetta Bretta fjallar um systurnar
Fettu Flækju og Fléttu Brettu. Í
upphafi sýningar eru þær flæktar
saman, en ná smám saman að vinna
sig hvor frá annarri. Líkt og lítil
börn uppgötva þær líkama sinn í
gegnum hreyfingar, prófa að klappa
saman lófum og iljum, rúlla sér og
hnuðlast saman. Smátt og smátt
stækkar heimurinn og þær fara að
skoða kringumstæður sínar og leika
sér að því sem fyrir augu ber, en þar
eru litir og form áberandi í umhverf-
inu. Þær klifra á kubbum, henda
þeim á milli sín, dansa saman, hoppa
og reyna meira að segja á þanþol
líkamans þegar þær reyna að troða
sér ofan í kistu. Öll samskipti fara
fram án orða og byggjast einvörð-
ungu á hreyfingum.
Þetta er sýning sem virkjar
ímyndunarafl áhorfenda og heyra
mátti börnin spyrja foreldra sína í
forundran: „Hvað er þetta?“ m.a.
þegar Fetta og Bretta voru búnar
að flækja sig saman og ferðuðust um
sviðið nánast eins og torkennilegt
dýr með tvo fætur og fjórar hendur.
Leikmynd og búningar Gyðnýjar
Hrundar Sigurðardóttur eru mjög
vel heppnaðir. Leikmyndin sam-
anstendur af litríkum leikfanga-
kubbum sem flest börn þekkja úr
dótakassanum sínum, nema hér
voru kubbarnir ekki litlir og úr tré
heldur stórir og úr mjúkum svampi,
klæddir litríku áklæði. Fetta og
Bretta leika sér að því að byggja úr
kubbunum til þess eins að henda sér
á nýsmíðina og láta hana hrynja aft-
ur við mikla kátínu ungra áhorf-
enda.
Sólrún Sumarliðadóttir, sem
þekktust er fyrir starf sitt með
hljómsveitinni amiinu, hefur skapað
heillandi hljóðheim sem byggist að
stórum hluta á bæði tré- og málm-
sílófónum. Tónlist hennar er
skemmtilega grípandi og taktföst
þannig að áhorfendur áttu erfitt
með að sitja kyrrir í fjörugustu
rytmaköflunum.
Inga Maren Rúnarsdóttir og
Snædís Lilja Ingadóttir voru
heillandi sem systurnar Fetta og
Bretta. Gleðin og forvitnin skein úr
augum þeirra og þær náðu góðum
tengslum við áhorfendur sem fylgd-
ust áhugasamir með því sem fram
fór í þær 30 mínútur sem sýningin
tók. Tinna Grétarsdóttir danshöf-
undur og hópurinn á hrós skilið fyrir
þessa yndislegu sýningu. Fetta
Bretta er konfektmoli fyrir bæði
augu og eyru sem enginn með ung
börn ætti að láta framhjá sér fara.
Ímyndunarafl „Þetta er sýning sem virkjar ímyndunarafl áhorfenda og
heyra mátti börnin spyrja foreldra sína í forundran: „Hvað er þetta?“.“
Konfektmoli fyrir
augu og eyru
Kúlan í Þjóðleikhúsinu
Fetta Bretta bbbbn
Eftir Tinnu Grétarsdóttur og hópinn.
Tónlist: Sólrún Sumarliðadóttir. Leik-
mynd og búningar: Guðný Hrund Sig-
urðardóttir. Lýsing: Ólafur Pétur
Georgsson. Dansarar: Inga Maren Rún-
arsdóttir og Snædís Lilja Ingadóttir.
3. sýning í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu 17.
nóvember 2013.
SILJA BJÖRK
HULDUDÓTTIR
LEIKLIST
Heimildarmyndin Dauðans alvara,
eftir Áslaugu Baldursdóttur, verð-
ur frumsýnd í dag kl. 18 í Bíó Para-
dís. Myndin verður aðeins sýnd í
dag, 23. og 24. nóvember. Í henni er
fjallað um starfsemi útfararþjón-
ustu, ljósi varpað á það ferli sem á
sér stað frá andláti til grafar.
Í tilkynningu segir að myndin svari
mörgum spurningum sem fólk
kunni að hafa um það viðkvæma
ferli. Fylgst er með Rúnari Geir-
mundssyni og sonum hans að störf-
um hjá Útfararþjónustunni í
Reykjavík í eina viku og fer Rúnar
með áhorfendur í gegnum hefð-
bundinn vinnudag og það ferli sem
fylgir dauðanum. „Dauðinn sem er
áþreifanlegur og alltumlykjandi í
myndinni er skoðaður á óhefðbund-
inn hátt,“ segir í tilkynningu. Ná-
lægðin við efnið sé mikil og áhorf-
endur verði þátttakendur í ferlinu.
Stiklu úr myndinni má finna á slóð-
inni vimeo.com/59855524.
Frá andláti til grafar
Útför Stilla úr heimildarmynd Ásu
Baldursdóttur, Dauðans alvara.
Bíófrumsýning