Morgunblaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 3. D E S E M B E R 2 0 1 3  281. tölublað  101. árgangur  AÐ LÁTA SÉR VAXA GOTT BRAGEYRA NÁÐU GÓÐUM ÁRANGRI Á GÖMLUM BÍL EINFALDLEIKI Í ÖNDVEGI OG SÖNN JÓLASTEMNING BÍLAR ÍSLENSKAR JÓLAPLÖTUR 38UPPSALA-EDDA 10 ÁRA STOFNAÐ 1913 dagur til jóla Lögreglan beitti í fyrsta skipti skotvopnum gegn borgurum í lögregluaðgerð í Árbæjarhverfi í fyrrinótt. Tæplega sextugur karlmaður beið bana af völdum skotsára eftir viðureign við lögreglu. ?Hörmulegur atburður,? sagði Haraldur Jo- hannessen ríkislögreglustjóri á blaðamannafundi í gærmorgun þegar lögreglan skýrði aðgerðina. Sagðist hann vilja koma á framfæri innilegum samúðarkveðjum til fjölskyldu mannsins. Tveir liðsmenn sérsveitar ríkislögreglustjóra urðu fyrir skotum en meiðsli þeirra voru ekki talin alvarleg. Maðurinn hafði skotið út um glugga íbúðar sinnar við Hraunbæ og að lögreglumönn- um sem reyndu að yfirbuga hann. Sérsveitarmenn særðu manninn og var hann úrskurðaður látinn þegar komið var með hann á sjúkrahús. Lögreglan fékk tilkynningu um háværa hvelli úr íbúð við Hraunbæ. Þegar lögreglumenn opnuðu inn í íbúðina var skotið á þá úr haglabyssu. Skotið lenti á skildi sérsveitarmanns sem kastaðist við það aftur á bak niður stiga og rotaðist en tveir lög- reglumenn lentu í sjálfheldu á hæðinni fyrir ofan en var síðan bjargað þaðan. Lögregla taldi að íbúar í nágrenninu og lög- reglumenn væru í hættu og ákvað að reyna að yf- irbuga manninn með því að skjóta gashylkjum inn um glugga íbúðar hans. Það dugði ekki því mað- urinn svaraði með því að skjóta út um glugga. Þeg- ar sérsveitarmen fóru inn í íbúðina skaut mað- urinn nokkrum skotum að þeim og lenti eitt í hjálmi lögreglumanns. Þeir skutu að manninum og særðu. Sárin reyndust banvæn. Lögreglan tel- ur að sérsveitarmennirnir hafi farið eftir verklags- reglum en ríkissaksóknari mun rannsaka málið. M Lögreglan felldi byssumann »16-17 ?Hörmulegur atburður? Morgunblaðið/Júlíus Rannsókn Menn úr tæknideild lögreglu höfuðborgarsvæðisins á vettvangi. Högl og forhlöð úr skotum byssumannsins voru á víð og dreif á bílastæðunum.  Karlmaður lét lífið af völdum skotsára eftir viðureign við lögreglu  Almanna- hætta stafaði af manninum sem skaut út um glugga íbúðar og á lögreglumenn Hætta á ferðum » Sérsveitarmaður rotaðist þegar hann féll niður stiga eftir að maðurinn skaut í skjöld hans. Tveir lögreglumenn lentu í kjölfarið í sjálfheldu á 3. hæð hússins. » Annar sérsveitarmaður fékk skot í hjálm- klætt höfuðið þegar ráðist var inn í íbúðina. Ef Póst- og fjarskiptastofnun kemst að þeirri niðurstöðu að Vodafone hafi brotið fjarskiptalög með því að geyma gögn lengur en í sex mánuði og að dulkóða ekki lykilorð þarf fyr- irtækið ekki að sæta refsingu því eng- in sektarheimild er í fjarskiptalögum. Þetta kemur fram í samtali Morgunblaðsins við Hrafnkel V. Gíslason, forstjóra Póst- og fjar- skiptastofnunar, í dag. Fjöldi viðskiptavina óskaði eftir upplýsingum um stöðu sína í gagna- herbergi Vodafone hjá Málflutnings- stofu Reykjavíkur, Húsi verslunar- innar, í gær. Herbergið átti að vera opið í gær og í dag en verður opið lengur eftir þörfum. Biðröð myndaðist og til að hraða af- greiðslu verða SMS-skeyti send út í dag til þeirra við- skiptavina Vodafone sem inn- brotið varðar ekki. Við- skiptavinir fyrirtækisins fá einnig sendar upplýsingar í heimabanka. »4, 19 og 22 Engin sektarheimild í fjarskiptalögum  Íbúðalánasjóður gerir ráð fyrir að þurfa að taka á móti um 50 þús- und umsóknum um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána á næsta ári. Til samanburðar tók sjóðurinn við um sex þúsund um- sóknum í 110% leiðinni svonefndu. Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir allt benda til að sjóðurinn þurfi að bæta við sig 10-20 starfsmönnum eingöngu vegna þessa verkefnis. Talsmenn lífeyrissjóða, Íslands- banka og Landsbanka vilja ekki segja til um á þessari stundu hvort eða þá hve mörgum starfsmönnum þarf að bæta við til að vinna úr lánaleiðréttingum. »6 Morgunblaðið/ÞÖK Kallar á fjölgun starfa hjá ÍLS Fleiri netárásir eru gerðar á ís- lensk fyrirtæki en greint er frá op- inberlega því engin lög kveða á um að fyrirtæki upplýsi um slíkt, ólíkt því sem gerist annars staðar í Evrópu, í Bandaríkjunum og Kanada. Þetta segir Rey LeClerc Sveinsson, yf- irmaður upplýsingaörygg- isþjónustu Deloitte. Almennt segir hann upplýsingaöryggisvarnir á Ís- landi of veikar. ?Það er lítil áhersla lögð á upplýsingaöryggi á Íslandi,? segir LeClerc en hann telur enn- fremur að það hafi hlotið að gerast fyrr eða seinna að árás svipuð og gerð var á Vodafone um helgina ætti sér stað vegna þess hve litlar varnir séu til staðar. Ekki sagt frá mörgum árásum SÉRFRÆÐINGUR Í UPPLÝSINGAÖRYGGI Mikill fjöldi leitaði upplýsinga um stöðu sína  Viðskiptavinir fá SMS  Nærri fimm- falt fleiri nauð- ungaruppboð á hverja þúsund íbúa hafa átt sér stað á Suð- urnesjum en í Reykjavík. Sam- kvæmt yfirliti sýslumannsemb- ættisins í Keflavík er 49,25 slík mál þar á hverja íbúa á móti 10,12 í Reykjavík. Á Selfossi eru málin 43,82 á hverja þúsund íbúa sam- kvæmt upplýsingum sýslumannsins þar. »2 Margfalt fleiri upp- boð á Suðurnesjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.