Morgunblaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2013 Hjólað í fölinu Það var föl á jörðu í höfuðborginni í gær en þessi vaski hjólreiðamaður í miðborginni lét sér fátt um það finnast og brunaði á fáki sínum í ljósadýrðinni við Hljómskálann. Kristinn Heilbrigðismál og rekstur heilbrigð- isstofnana hafa verið í brennidepli síðustu misseri, ekki síst síð- ustu vikur, vegna fjár- skorts og nið- urskurðar. Í þá umræðu hefur vantað tilfinnanlega umfjöllun um varanlegustu og farsælustu leiðina til úrbóta sem getur hvort tveggja í senn dregið úr umfangi og fjárþörf heilbrigðisstofnana og aukið lífs- gæði fólksins í landinu í formi betri heilsu. Umræða stjórnmálamanna þarf ekki síður að snúast um leiðir til eflingar heilsu landsmanna en hvernig hægt sé að bregðast við vanheilsu. Vanheilsa og lífsstíll Stærstan hluta vanheilsu fólks má rekja til lífsstíls (að mati Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar), þ.e. byggist á vali og ákvörðunum fólks um hvernig það hagar lífi sínu. Þar vegur neysla áfengis, tób- aks og annarra ávanaefna þungt. Að mati stofnunarinnar má rekja 40% af vanheilsu og ótímabærum dauðsföllum í Evrópu til reykinga, áfengisneyslu og umferðarslysa (en þar eiga áfengi og önnur vímuefni líka stóran þátt). Þá er ótalið það félagslega og sálræna tjón sem neysla ávana- og vímuefna veldur mörgum neytendum og fjölskyldum þeirra, ýmis neikvæð áhrif á borgarana og kostn- aður samfélagsins, s.s. vegna löggæslu, af- brota og félagslegra úrræða og tjón at- vinnulífsins. Það er flókið mál að breyta lífsvenjum, enda áhrifaþætt- ir margs í daglegu lífi okkar grafnir djúpt í þjóðarsálina og bundnir hefðum. Breytingar á lífsvenjum geta ekki eingöngu komið ofan frá. Þær verða líka að koma innan frá, frá borgurunum og njóta skilnings og stuðnings fólks. Til þess verður að virkja fólk í nánasta umhverfi sínu, virkja grasrótina umtöluðu. Lífsstílsbreytingar eru því ekki bara spurning um stefnumörkun í orði, stjórnvaldsákvarðanir og starfsemi ráðuneyta og ríkisstofn- ana. Félagasamtök, grasrót og félagsauður Félagasamtök eru vettvangur borgaranna til þess að hafa áhrif á samfélagsþróunina og sinna verð- ugu og mikilvægu hlutverki í sam- félaginu. Þau berjast fyrir sam- félagslegum úrbótum og hafa mörg hver veitt fjölþætta samfélagslega þjónustu í langan tíma. Fé- lagasamtök eru í náinni snertingu við daglegt líf fólks og geta m.a. nýtt tengslanet sín til þess að virkja sjálfboðaliða í nærsamfélag- inu á skömmum tíma og þátttaka þeirra getur haft margfeldniáhrif í samfélaginu. Íslensk félagasamtök búa yfir vel menntuðu og hæfu fólki til þess að sinna fjölbreyttum verk- efnum sínum, rétt eins og stjórn- völd. Ábyrgð og faglegur metnaður er ekkert síðri. Sú fjölþætta nálgun sem félagasamtök geta boðið er kostur en ekki ókostur. Það er ekki síst á vettvangi félagasamtaka og fyrir tilstilli þeirra að hinn eft- irsóknarverði félagsauður (social capital) verður til vegna áhrifa þeirra félagstengsla sem ein- staklingar mynda í samskiptum sín- um. Þessi tengsl eru mikilvægur auður vegna hinna margvíslegu já- kvæðu áhrifa sem þau geta haft á velsæld og hagsæld einstaklinga og samfélaga. Félagasamtök og forvarnir Saga ávana- og vímuvarna á Ís- landi hefur einkennst af frumkvæði og virkni almannasamtaka (auk ým- issa takmarkana á framboði og að- gengi að þessum efnum) með þeim ágæta árangri að notkun ávana- og vímuefna Íslendinga er með því minnsta sem þekkist í Evrópu. Fyr- ir vikið benda m.a. Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin og Evrópu- sambandið á Ísland (og önnur lönd á Norðurlöndum einnig) sem fyr- irmyndir í forvarnamálum. Um ára- bil hafa rúmlega tuttugu íslensk fé- lagasamtök sem starfa á landsvísu átt með sér samstarf í forvörnum, Samstarfsráð um forvarnir. Þessi samtök vinna öll að áfengis-, tób- aks- og vímuefnaforvörnum á vett- vangi mannræktar, velferðar, fé- lagsmála, samfélagsþróunar, uppeldis- og skólamála, íþróttamála og tómstundastarfs. Samstarfið byggist á virðingu fyrir fjölbreytni, ólíkri aðkomu samtaka í forvörnum og mismunandi áherslum. Með því að kalla þessi samtök til samstarfs og efla og greiða götu starfsemi fé- lagasamtaka í forvörnum er með virkum hætti stuðlað að auknum lífsgæðum landsmanna og betra samfélagi. Góður árangur í for- vörnum dregur auk þess úr beinum og óbeinum kostnaði fyrir sam- félagið allt til framtíðar. Nýja hugsun og nýjar lausnir Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks er bætt lýðheilsa og for- varnastarf meðal forgangsverkefna og samfélagslegt mikilvægi frjálsra félagasamtaka og sjálfboðastarf á því sviði viðurkennt. Lýst er yfir vilja til þess að greiða götu slíkrar starfsemi og mikilvægi fé- lagasamtaka sem efla og bæta ís- lenskt samfélag viðurkennt. Þessar yfirlýsingar eru fagnaðarefni þeim sem vinna að forvörnum og sam- félagsþróun á vettvangi fé- lagasamtaka, grasrótarinnar. Það er mikilvægt að viðhorf stjórnvalda til félagasamtaka markist ekki af ölmusu- og styrkjahugsun, heldur byggist á mikilvægu og skilgreindu samfélagslegu hlutverki þeirra. Ekki er ástæða til þess að ætla annað en að ríkisstjórnin og stjórn- völd vilji fylgja eftir þessum ágætu fyrirætlunum. Ekki einungis í orði heldur líka í verki. Nú er tíminn fyrir nýja hugsun, nýja nálgun og varanlegan árangur. Eftir Árna Einarsson » Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er forvarnastarf meðal forgangsverkefna og samfélagslegt mikilvægi frjálsra félagasamtaka viðurkennt. Árni Einarsson Höfundur er framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna (FRÆ). Forvarnir, áhrifaríkasta leiðin í heilbrigðismálum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.