Morgunblaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2013 tofrandi jolagjafir Kringlan 4-12 | s. 577-7040 ? loccitane.com VERBENA GJAFAKASSI Jólatilboð: 6.350 kr. Andvirði: 7.850 kr. Sápa 100 g - 680 kr. | Ilmpoki 35 g - 1.110 kr. Sturtusápa 250 ml - 2.230 kr. | Húðmjólk 250 ml - 3.830 kr. .. ? Pressan segir frá ummælum LiljuMósesdóttur um skuldamál fjöl- skyldna:  Það voru mikilsvik við alla þá sem trúðu á mikil- vægi norrænu vel- ferðarstjórnarinnar að Steingrímur J. skyldi hafna tillögu minni um al- menna leiðréttingu með 4 milljón króna þaki árið 2009. Þess í stað reyndu Steingrímur og Jóhanna að snúa öllu á haus með því að kalla sér- tækar aðgerðir almennar aðgerðir í anda norræna velferðarkerfisins.?  Pressan segir að Lilja sé ánægðmeð aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti í gær til bjargar skuldsettum heimilum, en undrast um leið að fyrri ríkisstjórn skuli ekki hafa farið þessa leið á sínum tíma, þegar talað var hvað mest um skjaldborg fyrir heimilin:  Nú eru það svokallaðir hægri-flokkar sem fara í almenna að- gerð í anda norræna velferðarkerf- isins fjórum árum seinna. Ekki nóg með það heldur ætla hinir svoköll- uðu hægriflokkar að láta hræ- gammasjóðina greiða fyrir leiðrétt- inguna (beinu leiðréttinguna og skattaafsláttinn) en það fannst Stein- grími og Jóhönnu ófært,? bætir Lilja við. Hún segir að jafnvel þótt aðgerð- irnar í gær dugi skammt til að bjarga þeim sem verst eru staddir, þá séu þær í anda norræna velferð- arkerfisins. ?Það skilja kjósendur og munu frysta þessa flokka úti,? segir hún.  Og Lilja bætir við: Ég spái upp-stokkun á vinstrivæng stjórn- málanna á næstunni.  Skömm þessa fólks er mikil!? Lilja Mósesdóttir Uppstokkun á vinstrivæng STAKSTEINAR Veður víða um heim 2.12., kl. 18.00 Reykjavík 0 snjóél Bolungarvík -1 skýjað Akureyri -1 heiðskírt Nuuk -7 snjókoma Þórshöfn 8 skúrir Ósló 0 heiðskírt Kaupmannahöfn 3 skýjað Stokkhólmur 2 heiðskírt Helsinki -1 skýjað Lúxemborg 6 léttskýjað Brussel 5 heiðskírt Dublin 7 skýjað Glasgow 7 skýjað London 8 skýjað París 7 léttskýjað Amsterdam 5 heiðskírt Hamborg 1 þoka Berlín 1 þoka Vín 6 léttskýjað Moskva -5 snjóél Algarve 16 heiðskírt Madríd 11 heiðskírt Barcelona 8 léttskýjað Mallorca 12 léttskýjað Róm 15 léttskýjað Aþena 13 skýjað Winnipeg -7 alskýjað Montreal -1 snjókoma New York 7 alskýjað Chicago 4 alskýjað Orlando 19 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 3. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:52 15:44 ÍSAFJÖRÐUR 11:29 15:17 SIGLUFJÖRÐUR 11:13 14:59 DJÚPIVOGUR 10:29 15:06 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Tilboð í byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði verða opnuð hjá Ríkis- kaupum á fimmtudaginn kemur, 5. desember, klukkan 11.00. Útboð húseignarinnar og frá- gangs lóðarinnar var auglýst 17. ágúst sl. Verkinu á að vera að fullu lokið í síðasta lagi 1. desember 2015. Örn Baldursson, verkefnisstjóri hjá Framkvæmdasýslu ríkisins, segir að eftir að verktakinn hefur skilað hús- inu af sér fari fram virkni- og við- tökuprófanir, en þá eru m.a. prófuð ýmis kerfi nýja fangelsisins. Afhend- ing til verkkaupa, innanríkisráðu- neytisins, er áætluð 1. mars 2016. Jarðvegsframkvæmdir á Hólms- heiði voru boðnar út 9. mars 2013. Nokkuð er síðan vinnu við jarðvinnu og heimlagnir innan lóðar lauk. Vinnu við heimlagnir utan lóðar er nýlega lokið. Rými fyrir 56 fanga Húsið verður steinsteypt og klætt að hluta. Verktakinn á að ganga frá húsinu að utan og innan og einnig frá lóð þess. Helstu magntölur í útboð- inu eru: Mótafletir 17.200 fermetrar, steinsteypa 3.300 rúmmetrar, þak- flötur 3.500 fermetrar, málun 21.900 fermetrar og gólfdúkur 2.500 fer- metrar. Verkefnið og saga þess eru kynnt á heimasíðu Framkvæmdasýslu rík- isins (www.fsr.is) sem hefur umsjón með verkefninu. Þar kemur m.a. fram að í fangelsinu verði rými fyrir 56 fanga og að það verði um 3.700 fermetrar að stærð. Fangelsið á Hólmsheiði á að koma í staðinn fyrir Hegningarhúsið við Skólavörðustíg og kvennafangelsið í Kópavogi. Einnig er gert ráð fyrir að gæslu- varðhaldsdeild á Litla-Hrauni, þar sem eru sex klefar, verði lögð niður og klefarnir nýttir fyrir afplánun. Efnt var til samkeppni um hönnun nýja fangelsisins. Niðurstöður henn- ar voru kynntar 5. júní 2012. Fyrstu verðlaun fékk tillagan frá arkitekta- stofunni Arkís, höfundar Björn Guð- brandsson og Arnar Þór Jónsson arkitektar. Samið var við vinnings- hafana um hönnun fangelsisins á grundvelli vinningstillögunnar. Hún gerir ráð fyrir að byggingin verði að mestu leyti einangruð að utan og klædd viðhaldsfríu Corten-stáli. Stjórnunarálma, innigarðar og af- markaðir veggfletir við útivistar- svæði fá sjónsteypuyfirborð og þak- fletir verða lagðir gróðurþekju. Tilboð í fangelsi opnuð í vikunni Morgunblaðið/Árni Sæberg Hólmsheiði Fangelsislóðin er tilbúin fyrir byggingarframkvæmdir. Jarðvegsvinnu er lokið á Hólmsheiði ?Á þriðja ári eða svo voru þessi tón- leikar orðnir að fastri hefð í jóla- undirbúningi fólks hér á Suður- landi. Gestirnir koma víðsvegar af Suðurlandi og sömuleiðis tónlistar- fólkið, sem fram kemur að þessu sinni og er á annað hundrað tals- ins,? segir Kjartan Björnsson, rak- ari á Selfossi. Jólatónleikarnir Hátíð í bæ, sem Kjartan stendur fyrir, verða haldn- ir annað kvöld, miðvikudaginn 4. desember, í íþróttahúsinu Iðu á Sel- fossi. Á tónleikunum sem hefjast kl. 20 koma fram Lúðrasveit Þorláks- hafnar, Helgi Björnsson, Kar- ítas Harpa, Anna Hansen, Páll Óskar, Kristjana Stefánsdóttir, Barna og ung- lingakór Selfoss- kirkju, Fríða Hansen, Marí- anna Másdóttir og Karlakór Sel- foss. Vignir Þór Stefánsson annast undirleik og kynnir er Hjörtur Már Benediktsson. sbs@mbl.is Listamenn af öllu Suðurlandi á jólatónleikum á Selfossi annað kvöld Kjartan Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.