Morgunblaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2013 hann fyrir sið að skipta fengnum jafnt á milli sín og pabba. Þetta lýsir Einari vel. Einar fór ungur til sjós og réð sig á togara. Hann sigldi um ára- bil með Sverri, eiginmanni mín- um, á Dettifossi. Leið Einars lá síðar í land og hann lærði til kokks. Hann kynntist Fanneyju sinni og þau gengu í hjónaband. Einar og Fanney voru samhent hjón og duldist engum að miklir kærleikar voru á milli þeirra. Þau áttu barnaláni að fagna, börnin þrjú og barnabörnin voru mikil gleði í lífi þeirra beggja. Einar stofnaði veitingastaðinn Gaflinn ásamt mági sínum, Jóni Pálssyni, árið 1970. Gaflinn var nýtískulegur í þann tíð og þótti skemmtileg nýjung hér í Hafnar- firði. Einar var listakokkur og ávallt góður heim að sækja. Hann var oft kallaður til þegar mikið lá við í fjölskyldunni og hann annaðist matseldina í öllum fjórum ferm- ingarveislum barnanna minna. Síðustu mánuðir voru Einari erfiðir. Hann háði hetjulega bar- áttu við krabbamein. Einar sýndi fádæma styrk og æðruleysi í veikindunum. Hann batt alltaf von við að komast fljótt heim til Fanneyjar og í faðm fjölskyld- unnar. Baráttan við illvígan sjúk- dóm var hins vegar óvægin og svo fór að guð kallaði Einar til sín. Við sendum Fanneyju, Hall- dóru, Einari og Helga og öðrum ástvinum okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Einars Sigurðssonar. Vel sé þér, vinur, þótt vikirðu skjótt Frónbúum frá í fegri heima. Ljós var leið þín og lífsfögnuður, æðra, eilífan þú öðlast nú. (Jónas Hallgrímsson) Guðbjörg Helgadóttir og Sverrir Ingólfsson. ?Elsku vinur.? Með þessum orðum minnist ég Edda frænda míns sem við kveðjum í dag, svona ávarpaði hann mig alltaf ? svo ljúfur. Ein af mínum fyrstu minning- um um Edda var þegar við mamma og pabbi löbbuðum okk- ur upp á Reykjavíkurveg, þá til að skoða nýja veitingastaðinn hans, Gafl-Inn, þetta hefur verið kringum 1976 og ég þá 10 ára. Þessi heimsókn hefur alltaf verið mér óvenju minnisstæð, bæði vegna þess að ég var svo stoltur að einhver úr fjölskyldunni hefði virkilega opnað veitingastað og ekki síður að í mig voru bornar nýsteiktar franskar og gosglas sem mér var frjálst að fara sjálfur með aftur fyrir afgreiðsluborðið og fylla á ? eins oft og ég vildi, það þótti mér alveg magnað. Hefð var fyrir því hér áður fyrr að elstu bekkingar í grunnskóla voru sendir í ?starfsnám?, skól- arnir komu gjarnan með einhver fyrirtæki sem hægt var að velja úr. Eitthvert slugs var á mér við valið þannig að öll fyrirtækin voru frátekin þegar til kom. Sögðu skólastjórnendur að þá þyrfti ég bara að finna sjálfur stað til að fara á. Svo ég hringdi í Edda; ?Eddi, má ég koma í starfsnám til þín ?? ?Elsku vinur ? komdu.? Síðast hittumst við Eddi á Landspítalanum, þá nokkuð hress nýkominn úr ökutúr með fjölskyldunni, áttum við þar gott spjall, m.a. um árin hans í sveit- inni í Steinmóðarbæ hjá Helgu ömmusystur okkar, en þangað var hann sendur í skjól þegar berklarnir stungu sér niður á Hvaleyrina ? ?það bjargaði lífi mínu þá,? sagði hann við mig. Elsku vinur; það á við að kveðja með ljóði Friðriks hennar Siggu frænku og jafnöldru þinnar úr Steinmóðarbænum ? sem tók þig að sér þegar þú komst fyrst í sveitina. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast. Og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson) Elsku Fanney, Halldóra, Ein- ar, Helgi og aðrir aðstandendur, mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Rögnvaldur. Mig langar með nokkrum fá- tæklegum orðum að minnast Ein- ars Sigurðssonar matreiðslu- meistara. Ég kynntist Einari ca. 1978 þegar ég fór að mæta með Einari yngri í heimsóknum á Breiðvang 36 og þar var mér strax vel tekið. Helstu samskipti okkar Einars þessi fyrstu ár fóru þó fram á Gafl-inum, þar sem hann stóð í kokkagallanum með hvítu kokka- húfuna. Þar eldaði Einar ofan í svanga pottorma sem leiddist það hreint ekkert að koma á veitinga- staðinn, fá gos með matnum og jafnvel Prins Polo í eftirrétt. Einar var hlýr maður og stutt í hláturinn. Ég man vel eftir því hvernig hann grét af hlátri með okkur yfir Tomma og Jenna-spól- unni, sem rúllaði nánast viðstöðu- laust í SABA-vídeótækinu á Breiðvanginum. Aldrei mátti koma dauður tími og Einar inn- stillti mjög ákveðið vinnusiðferði í börnin sín, sem þau búa enn að í dag. Aldrei mun ég gleyma þeim degi þegar Einar tók lítinn snökt- andi strák, sem hafði verið skilinn eftir á bryggjunni á meðan fót- boltaliðsfélagar hans sigldu með Akraborginni, upp í bílinn sinn og keyrði heim. Huggandi orð, pulsa með öllu og ískalt Appelsín hresstu stráksa við og þarna upplifði ég hversu ljúfur maður Einar Sig- urðsson gat verið. Ég sendi fjölskyldu Einars innilegar samúðarkveðjur, minn- ingin um góðan dreng lifir. Benedikt Grétarsson. Látinn er yndislegur og kær vinur, Einar Sigurðsson. Þekktur sem Einar í Gaflinum. Hann lést eftir stutt en erfið vekindi, það eru einungis tæplega þrír mán- uðir frá því hann greindist með krabbamein og lést hann á Krabbameinsdeild Landspítalans 22. nóvember. Einar var einn hjartahlýjasti maður sem við hjónin höfum kynnst. Hann vildi hafa alla hluti á hreinu, bæði þá veraldlegu og ekki síst mannleg samskipti. Hann átti ekki til öfund og þegar fólki gekk vel, hvort sem það voru ættingjar eða vinir, þá gladdist Einar. Hann var sannur vinur og aldrei heyrðum við hann tala illa um aðra. En hann Einar var stríðinn. Gat komið með skemmtilegar athugasemdir. Sagði stundum: ?Hvernig er það, eruð þið aldrei á landinu, eruð þið ekki komin með hreim?. Þegar við vorum í fríi er- lendis eða í sveitinni okkar fyrir norðan, þá hafði Einar það fyrir reglu að hringja alltaf í okkur til að vita hvernig við hefðum það og voru það góð samtöl. Sönn vina- samtöl. Það hafa lengi vel verið nokkr- ir fastir liðir á hverju ári þar sem við hjónin höfum átt yndislegar stundir með þeim Einari og Fanneyju. Má þar fyrst nefna ?Smörrebröd? með öli og snafs á aðventunni. Þvílíkar veislur. Síð- an hefur ?Hollið? haldið Þorra- blót ár hvert þar sem íslenskur matur var étinn og haft gaman. Síðast en ekki síst, þá hafði Einar það fyrir sið að hringja bæði að vori og síðan á haustin til at at- huga hvenær farið yrði í Hval- fjörðinn að sækja ?Skúrinn? og síðan að koma honum aftur í geymslu að hausti. Fastur punkt- ur í tilverunni, skemmtilegur punktur. Okkur hjónum þótti mjög vænt um að Einar og Fanney gátu komið til okkar í kvöldverð fyrir stuttu síðan. Þá var hann orðinn mjög veikur en auðvitað á vaktinni, vildi fylgjast með hvern- ig grillunin á laxinum færi fram og eins og hann sagði alltaf: ?Passaðu þig á að hafa ekki of mikinn hita, Konni minn?. Vissi upp á mínútu hvað fiskurinn þurfti mikla eldun, enda kokkur af guðs náð. Við áttum eftir að gera svo margt saman. En hvað getur maður sagt við sjúkrabeð vinar þegar aðeins eitt er framundan. Þetta eru búnar að vera erfiðar vikur en við trúum því að hann Einar okkar sé á góðum stað hjá þeim sem öllu ræður. Við vottum Fanney, börnum þeirra, tengdabörnum og barna- börnum okkar dýpstu samúð. Hvíl í friði, elsku vinur, þín er sárt saknað. Konráð (Konni) og Guðríður (Guja). Það var í september síðastliðn- um sem mamma hringdi í mig og sagði mér að Einar hefði greinst með krabbamein. Þúsund hugs- anir komu upp í huga minn og ég sagði bara við mömmu: ?Og hvað? Hvað er hægt að gera?? Aldrei hvarlaði það að mér að ég sæti tveimur mánuðum síðar og skrifaði minningargrein um þennan yndislega mann. Einar og Fanney eru æskuvin- ir foreldra minna og því var mikill samgangur á milli. Mínar fyrstu minningar af Einari eru frá því ég var lítil stelpa að leika mér á Breiðvanginum. Það var svona eins og mitt annað heimili, ég vissi hvar allt var. Sem barn fór ég oft með mömmu og pabba upp í Hvalfjörð að hitta Einar og Fanney og á þeim tíma fannst mér það ekkert sérstaklega spennandi, en þegar ég hugsa til baka voru þetta góð- ar minningar þar sem við krakk- arnir fundum upp á ýmsum prakkarastrikum. Mikið var ég stolt af því að fá að passa Helga, aðeins 12 ára, því að Einar og Fanney voru öllum stundum að vinna í Gafl-inum. Ég var eins og stóra systir hans. Oft um helgar gisti ég hjá þeim því þau þurftu að vera farin eld- snemma um morguninn. Svo eignuðust þau bústaðinn í Svínadal, Laut, og ég, eins og þeirra eigin dóttir, eyddi mörgum helgum þar. Síðustu árin hitti ég Einar ekki mikið en það lýsir bara hvernig maður hann var þegar ég kom og heimsótti hann á spítalann og það fyrsta sem hann sagði við mig var ?Nei, ert þetta þú, ljósið mitt?? Elsku Fanney, Halldóra, Ein- ar, Helgi og fjölskyldur, Guð gefi ykkur styrk til að halda áfram. Hvíldu í friði elsku Einar, mér þótti innilega vænt um þig og kveð þig með miklum söknuði. Rúna Magnúsdóttir. ? Zophonías Frí-mannsson fæddist á Austari- Hóli í Fljótum Skagafirði, 18. júlí 1933. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar 14. nóvember 2013. Foreldrar hans voru hjónin Jós- efína Jósefsdóttir, f. 18. janúar 1893, d. 6. október 1957, og Frímann Viktor Guðbrandsson, f. 12. jan- úar 1892, d. 5. maí 1972. Jós- efína og Frímann bjuggu lengst af á Austari-Hóli í Fljótum. Systkini Zophoníasar eru: Jón Frímann, f. 12. mars 1913, d. 6. júní 1994; Katrín Sigríður, f. 12. júlí 1914, d. 9. júlí 1992; Jórunn Normann f. 12. júlí 1915; d. 11. apríl 2009; Sigurbjörn, f. 26. apríl 1917, d. 16. nóvember 2005; Ásmundur f. 31. júlí 1919, d. 30. nóvember 2008; Stefanía Anna, f. 23. nóvember 1920, d. 27. mars 1993; Guðbrandur Jón, f. 26. maí 1922, d. 20. mars 2000; Gestur Árelíus, f. 29. febr- úar 1924, d. 12. apríl 2007; Þór- hallur Jón, f. 9. ágúst 1925, d. 30. desember 1949; Hafliði, f. 7. júní 1927; Guðmundur, f. 25. Guðni Geir, f. 1981, Hafrún Dögg, f. 1986 og Halldór Logi, f. 1991. 3) Sveinn Heiðar, f. 1963, vélamaður, maki Ingi- björg María Ólafsdóttir starfs- stúlka. Börn þeirra eru: Eva María, f. 1986, Heiða Rut, f. 1987, Fannar Þór, f. 1989 og Andri Freyr, f. 1994. 4) Gunnar Valur, f. 1965, bifvélavirki. Börn hans eru: Kristbjörg Inga, f. 1988 og Davíð Smári, f. 1989. 5) Jósefína Harpa Hrönn, f. 1968, hjúkrunarfræðingur, maki Páll Sigurþór Jónsson matreiðslumaður. Börn þeirra eru: Kolbrún Kara, f. 1991, Arn- ar Snær, f. 1996, Eyþór Ernir, f. 2001 og Ísak Páll, f. 2005. 6) Hlynur Örn, f. 1977, kerfisfræð- ingur, maki Helga Lind Sig- mundsdóttir frístundaleiðbein- andi. Börn þeirra eru: Silja Hrönn, f. 2000, Alexander Örn, f. 2002 og Eldar Ísak, f. 2012. Zophonías stundaði sjó- mennsku sína fyrstu starfsárin en síðan fjárbúskap á Syðsta- Mó í Fljótum frá 1959 til 2013. Með búskap rak hann útgerð frá Haganesvík í Fljótum á ár- unum 1970 til 1991 og eftir það frá Siglufirði til 2002 ásamt sonum sínum. Einnig starfaði hann hjá Búnaðarsambandi Skagafjarðar, með hléum frá 1959 til 1982. Hann stundaði grenjaleitir fyrir Haganeshrepp í áratugi. Útför Zophoníasar fór fram frá Barðskirkju í Fljótum í kyrrþey að ósk hins látna. apríl 1929; Bene- dikt, f. 27. júlí 1930; Sveinsína, 17. október 1931; Pál- ína, f. 10. janúar 1935 og Regína, f. 23. júlí 1936. Zop- honías ólst upp frá þriggja ára aldri á Laugalandi í Fljót- um hjá fósturfor- eldrum sínum Jón- mundi Gunnari Guðmundssyni, f. 7. maí 1908, d. 25. ágúst 1997 og Valey Bene- diktsdóttur, f. 26. ágúst 1910, d. 14. júlí 1992. Fóstursystkini eru: Guðmundur, f. 28 maí 1939; Benedikt, f. 5. ágúst 1944 og Una, f. 22. júní 1933, d. 29. ágúst 2013. Zophonías kvæntist 31. des- ember 1957 Sigurbjörgu Sveins- dóttur frá Bjarnargili í Fljótum, f. 19. júlí 1936. Börn þeirra eru: 1) Guðrún Svana, f. 1955, ljós- móðir, maki Hallgrímur Bóas Valsson skrifvélavirki. Börn þeirra eru: Zophonías Heiðar, f. 1980, Helena Björg, f. 1983, Hildur Vala, f. 1991 og Anna María, f. 1994. 2) Hilmar Þór, f. 1959, bifvélavirki, maki Svan- fríður Pétursdóttir, skrif- stofukona. Börn þeirra eru: Elsku pabbi. Það er sárt að þurfa að kveðja þig en svona er lífið. Við fæðumst í þennan heim og við deyjum. Þú barðist hetju- lega við illvígan sjúkdóm og hefur nú hlotið hvíld og frið. Allar góðu minningarnar um þig geymum við í hjörtum okkar. Við kveðjum þig með þessu ljóði sem okkur finnst svo fallegt. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku pabbi. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem þú gafst okkur. Elsku mamma missir þinn er mikill, megi Guð vera með þér á þessum erfiðu tímum. Harpa og Páll. Elsku afi. Nú kveðjum við þig í hinsta sinn með söknuð í hjarta en jafnframt þakklæti fyrir þær góðu og ljúfu minningar sem við áttum með þér í gengum tíðina. Margar góðar minningar streyma upp í hugann á stundu sem þess- ari. Sérstaklega þegar við systk- inin komum á Syðsta-Mó og vor- um hjá ykkur ömmu heilu sumrin. Þegar við komum á Syðsta-Mó kom hundurinn þinn Týra hlaup- andi á móti okkur, amma var komin út í dyr og bauð okkur vel- komin í sveitina. Þú sast við eld- húsborðið og drakkst kaffi og hlustaðir á fréttir og veður. Þetta voru fyrstu minningarnar úr sveitinni. Við systkinin komum mörg sumur og dvöldum hjá ykkur marga daga í senn. Við bæjar- börnin hlökkuðum alltaf til að koma í sveitina til ykkar og hitta öll dýrin. Alla daga fórum við með þér í fjárhúsin að gefa kindunum og hestunum. Á vorin komum við í sauðburðinn þá var mikið fjör, þú passaðir alltaf upp á að kindurnar tækju lömbin með sér þegar þeim var sleppt út. Þú varst mjög fjár- glöggur og þekktir kindurnar þínar vel. Á sumrin þegar hey- skapur byrjaði fengum við systk- inin að sitja hjá þér í dráttavélinni og var slegist um að komast með þér. Þegar leið að göngum varstu kominn með kíkinn á loft til að líta eftir kindum í fjallinu fyrir ofan bæinn. Oft fórum við mér þér að Neskotsrétt að sækja féð. Þar var mikið fjör og varst þú eins og ung- lingur, spenntur að sjá kindurnar þínar koma af fjalli. Þú varst alltaf svo stríðinn en líka hjartahlýr og þótti þér alltaf gaman að fá okkur systkinin í heimsókn í sveitina. Elsku afi, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þú lifir áfram í hjörtum okkar þó svo þú sért kominn á annan stað. Hvíldu í friði. Kolbrún Kara, Arnar Snær, Eyþór Ernir og Ísak Páll. Það var ofboðslega sárt að fá fréttirnar frá mömmu um að elsku afi væri farinn. Síðustu daga hafa mörg tár fallið en margar góðar minningar hafa líka rifjast upp. Mikið er nú skrýtið og sárt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að hitta afa aftur í sveitinni. Það var alltaf svo gaman að fá að fylgjast með og hjálpa til við sauð- burðinn á vorin. Svo var það hey- skapurinn á sumrin og göngur og réttir á haustin, þá var alltaf líf og fjör í sveitinni og öll stórfjölskyld- an komin til að hjálpa. Afi leyfði okkur oft að sitja hjá sér í græna traktornum þegar hann sló túnin, það var sko spennandi og ekki var síður skemmtilegt að fá að hjálpa til við að gefa kindunum í fjárhús- inu. Við eigum margar góðar minningar um afa sem munu ávallt lifa með okkur. Elsku afi, þú varst bestur, takk fyrir allt. Þín verður sárt saknað. Þín barnabörn, Heiðar, Helena Björg, Hildur Vala og Anna María Hallgrímsbörn. Zophonías Frímannsson virðing reynsla & þjónusta allan sólarhringinn www.kvedja.is 571 8222 82o 3939 svafar 82o 3938 hermann ? Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR KRISTINSDÓTTIR, Háaleitisbraut 41, Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum 30. nóvember. Aðalheiður Valgeirsdóttir, Erlendur Hjaltason, Sigríður Valgeirsdóttir, Einar Olavi Mäntylä, Emil Hannes Valgeirsson, Arna Björk Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ? Hjartkær systir mín, MARGRÉT VILMUNDARDÓTTIR, Mófellsstöðum, Skorradal, andaðist á Dvalarheimilinu Brákarhlíð laugardaginn 30. nóvember. Útför auglýst síðar. Bjarni Vilmundarson og aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.