Morgunblaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 6
SVIÐSLJÓS
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Íbúðalánasjóður, lífeyrissjóðir,
bankar og önnur fjármálafyrirtæki
sjá fram á gríðarlega vinnu á næsta
ári við úrvinnslu leiðréttinga á verð-
tryggðum húsnæðislánum lands-
manna. Gera má ráð fyrir að lang-
flestir lántakendur muni óska eftir
leiðréttingu og stjórnvöld ráðgera að
aðgerðirnar nái til um 100 þúsund
heimila af 120 þúsund í landinu.
Lántakendur skipta því tugum
þúsunda en Íbúðalánasjóður einn og
sér gerir ráð fyrir að þurfa að taka á
móti um 50 þúsund umsóknum um
leiðréttingu. Sigurður Erlingsson,
forstjóri Íbúðalánasjóðs, bendir á að
sjóðurinn hafi tekið við um 6.000 um-
sóknum í 110% leiðinni svonefndu.
Nú sé því verið að tala um mun
stærra dæmi og allt útlit fyrir að
sjóðurinn þurfi að fjölga starfsmönn-
um um 10 til 20 vegna þessa verk-
efnis eingöngu.
Rafrænt umsóknarferli
„Það verður skoðað hve stóran
hluta af þessu við getum unnið vél-
rænt. Ég sé ekki fram á nein vanda-
mál í tengslum við þetta þó að
flækjustig geti orðið í úrvinnslunni.
Við setjum upp rafrænt umsóknar-
ferli og ég er bjartsýnn á að þetta
muni ganga vel. Við höfum farið í
gegnum hliðstætt ferli áður og ætt-
um ekki að þurfa að byggja það upp
frá grunni, hér er starfsfólk með
góða þekkingu og reynslu af svona
málum. Síðan höfum við alveg hálft
ár til að undirbúa þetta,“ segir Sig-
urður og rifjar upp að skemmri fyr-
irvari hafi verið á 100% leiðinni á sín-
um tíma. Í febrúar 2011 hafi legið
fyrir hvernig úrræðið leit út og í des-
ember sama ár var búið að vinna úr
öllum umsóknunum sex þúsund. Að
þessu sögðu er nokkuð ljóst að
Íbúðalánasjóður þarf að auka sinn
viðbúnað til að taka við um 50 þúsund
umsóknum.
Þau lán sem skapa rétt til leiðrétt-
ingar eru verðtryggð húsnæðislán
vegna kaupa á fasteign til eigin nota.
Leiðrétting er að frumkvæði lántaka
og þarf að sækja um hana hjá lánveit-
anda sem er með húsnæðislán á 1.
veðrétti á umsóknardegi, að því er
segir í skýrslu sérfræðingahópsins
um höfuðstólslækkunina. Lagt er til
að sá lánveitandi verði umsjónaraðili
leiðréttingar og annist framkvæmd
hennar. Þetta ferli gæti farið af stað
á fyrri hluta næsta árs.
Varðandi þetta atriði segir Sigurð-
ur að Íbúðalánasjóður sé að stórum
hluta með lán á 1. veðrétti. Sjóðurinn
muni þá annast samskipti við aðra
lánveitendur, séu lántakar með fleiri
en eitt húsnæðislán. Hið sama á þá
við aðra lánveitendur sem eru með
lán á 1. veðrétti, eins og lífeyrissjóðir
og bankar. Þeir munu þá einnig taka
við umsóknum um leiðréttingu.
Mörgum spurningum ósvarað
„Við sjáum fyrir okkur mikla
vinnu bæði við lánaleiðréttingar og
við séreignarsparnaðinn. Það er hins
vegar svo mörgum spurningum
ósvarað að það er engin leið að áætla
vinnumagnið,“ segir Gunnar Bald-
vinsson, formaður Landssamtaka líf-
eyrissjóða, spurður hvað aðgerðirnar
útheimta mikinn mannskap fyrir líf-
eyrissjóða. „Sjóðirnir munu leggja
sitt af mörkum til þess að þessar að-
gerðir geti gengið vel,“ segir Gunnar.
Svipuð svör fengust hjá Lands-
bankanum og Íslandsbanka í gær.
Þannig telur Íslandsbanki of snemmt
að segja til um hversu umfangsmikil
vinna fyrir starfsfólk bankans felist í
nýju tillögunum um skuldaleiðrétt-
ingar. Því sé ótímabært að áætla
fjölda ársverka við þá vinnu. Tals-
maður Landsbankans benti á að
bankinn ætti óverulegan hluta af
verðtryggðum fasteignalánum á
markaðnum.
Fram kom í máli bankastjóra Ar-
ion banka í Morgunblaðinu í gær að
vinna við skuldaleiðréttinguna kall-
aði á 20-30 ársverk í bankanum.
Aðgerðir kalla á fleiri störf
Íbúðalánasjóður undirbýr skuldaleiðréttingar um 50 þúsund húsnæðislána Fjölga þyrfti störfum
um 10-20 hjá sjóðnum, að mati forstjórans Óvissa um umfangið hjá bönkum og lífeyrissjóðum
Morgunblaðið/Golli
Húsnæðislán Framundan á næsta ári er gríðarleg vinna hjá Íbúðalánasjóði, lífeyrissjóðum og bönkum við að fram-
kvæma leiðréttingar á verðtryggðum húsnæðislánum. Allt stefnir í að fjölga þurfi starfsfólki við úrvinnsluna.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2013
„Við fögnum því eins og aðrir að þetta er komið fram,
erum að gefa okkur tíma til að skoða áhrifin betur og
eftir er að skýra betur suma þætti við framkvæmdina og
úrvinnsluna,“ segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, um skuldaleiðrétt-
ingu stjórnvalda. Hann minnir á að starfandi fjármála-
fyrirtæki hafi frá árinu 2009 greitt um 120 milljarða
króna í opinber gjöld til ríkisins og að auki verið leiðandi
í ýmsum skuldaaðgerðum, þar sem gengið hafi verið
lengra en hjá sumum stofnunum ríkisins á sama mark-
aði. Guðjón segir aðgerðirnar útheimta mikla vinnu hjá
fjármálafyrirtækjum. Áhrifin af boðuðum auknum álögum eigi svo eftir að
koma í ljós. Vissulega hafi stærstu fjármálafyrirtækin skilað góðri afkomu
undanfarið en hafa beri í huga að mest af þeim nýju sköttum sem lagðir
hafa verið á greinina séu ótekjutengdir, þ.e. leggjast á skuldir og laun fyr-
irtækjanna, þar með talin boðuð hækkun á sérstökum skatti á fjármálafyr-
irtæki. „Eðli rekstrar er að allar opinberar álögur hafa tilhneigingu til að
skila sér til viðskiptavina að lokum. Ríkið á einnig heilmikið undir í eign-
arhlutum í þessum fyrirtækjum,“ segir Guðjón.
Álögur skila sér að lokum til viðskiptavina
Guðjón
Rúnarsson
„Aðgerðirnar hafa klárlega jákvæð áhrif á heimilin og
ættu að skila árangri þar. Einnig er það jákvætt að þetta
eyðir ákveðinni óvissu,“ segir Þorsteinn Víglundsson,
framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um boðaðar
aðgerðir stjórnvalda. Hann segir mestu áhyggjur SA
hafa snúið að áhrifunum á verðbólguna annars vegar og
lánshæfismat ríkisins hins vegar. Ekki líti út fyrir að
áhrifin á lánshæfið verði mikil, þar sem aðgerðirnar séu
útfærðar án mikillar skuldaaukningar ríkisins. Erfiðara
sé að segja til um áhrif á verðbólguna. Við kynningu á
aðgerðunum hafi verið talað um óveruleg áhrif en grein-
ingardeildir bankanna talað um vanmat og m.a. bent á
að ekki sé miðað við að fasteignaverð geti hækkað. „Aðgerðirnar sem slík-
ar geta haft þannig áhrif en skoða þarf verðlagsáhrifin betur. Fljótt á litið
má segja að efnahagslegu áhrifin séu ekki slík að þau ættu að breyta
miklu,“ segir Þorsteinn. Spurður um áhrif aðgerða á kjaraviðræður segir
hann erfitt að segja til um þau. Ef verðbólguforsendur halda geti áhrifin
verið góð. Búið sé að eyða óvissu og það styrki grundvöll kjarasamninga til
lengri tíma litið. Þorsteinn segir það alltaf hafa legið fyrir að aðgerðirnar
kæmu millitekjuhópum best. Stjórnvöld hafi boðað ýmsar aðgerðir í
skattamálum sem ættu að nýtast tekjulægstu hópunum.
Aðgerðirnar eyða ákveðinni óvissu
Þorsteinn
Víglundsson
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir sambandið vera að
átta sig betur á umfangi skuldaaðgerðanna. Ljóst sé að
fjárframlag ríkisins sé minna en búist hafi verið við.
„Það kemur ekki fram í skýrslu sérfræðingahópsins
hvaða áhrif þetta hefur á mismunandi tekjuhópa í þjóð-
félaginu. Ég tel skynsamlegt hjá stjórnvöldum að setja
þak upp á fjórar milljónir og einnig með þakið á séreign-
arsparnaðinn sem á að fara í þetta. Við höfum alltaf sagt
á vettvangi ASÍ að meira þurfi að einblína á greiðslu-
vanda heimila fremur en skuldavanda,“ segir Gylfi og
rifjar upp að skýrsla Seðlabankans frá því fyrir rúmu ári
hafi sýnt að tekjulægri hóparnir væru í greiðsluvanda en
tekjuhærri í skuldavanda. „Þess vegna vantar mat á þetta, leysir þessi að-
gerð úr tekjuvanda tekjulægri fjölskyldna?“
Gylfi segir fleiri spurningar vakna eftir kynningu á aðgerðunum. Veltir
hann fyrir sér aðilum eins og Félagsbústöðum Reykjavíkur, Stúd-
entagörðum og búsetufélögum sem fengu lán hjá Íbúðalánasjóði til að
byggja félagslegt húsnæði. Ekki sé miðað við að þar hafi orðið for-
sendubrestur. „Leigjendur þess húsnæðis eru í sama vanda eftir sem áð-
ur,“ segir Gylfi og bendir á að niðurfærsla lána upp á 80 milljarða myndi
duga til að byggja 10 þúsund félagslegar íbúðir með 35% eigin fé. Leiga á
slíkri íbúð geti verið undir 100 þúsund krónum á mánuði. „Það væri mikið
og gott innlegg í vanda þeirra fjölskyldna sem allar úttektir sýna að standa
hvað verst á húsnæðismarkaðnum.“
Leysa þarf greiðsluvanda tekjulágra
Gylfi
Arnbjörnsson
Samkvæmt upplýsingum úr
Seðlabankanum er bankinn að
greina áhrif tillagna stjórnvalda
og verða þau rædd á næsta
fundi peningastefnunefndar í
byrjun næstu viku. Ekki fengust
viðtöl við forráðamenn bankans
í gær og var vísað til vinnu-
reglna um að Seðlabankinn
tjáði sig ekki um stöðu efna-
hagsmála þegar peningastefnu-
nefndarfundir væru yfirvofandi.
Umsögnum yrði síðan skilað við
fyrirhuguð lagafrumvörp í
tengslum við aðgerðirnar.
Er að greina
áhrifin
SEÐLABANKINN
Þó að sú skuldalækkun sem for-
ystumenn ríkisstjórnarinnar kynntu
um helgina sé hugsuð til fjögurra ára
þá lækkar greiðslubyrði lánanna
strax á næsta ári þegar aðgerðin á að
koma til framkvæmda um mitt árið.
Verðtryggð húsnæðislán verða
færð niður um fjárhæð sem sam-
svarar verðbótum umfram 4,8% sem
féllu til á tímabilinu desember 2007 til
ágúst 2010. Þetta samsvarar um 13%
leiðréttingu á vísitölu neysluverðs til
verðtryggingar.
Leiðrétting á höfuðstóli verð-
tryggðra lána mun gerast í fjórum
jöfnum skrefum á næstu fjórum ár-
um, en áhrifin á lántakann eru þau að
lækkun á greiðslubyrði kemur fram
öll í einu strax og aðgerðin kemur til
framkvæmda á árinu 2014.
Höfuðstólsleiðréttingin fer þannig
fram að upphaflega láninu er skipt í
tvö lán, frumlán og leiðréttingarlán.
Lántakinn heldur áfram að greiða af
frumláninu en greiðir ekki af leiðrétt-
ingarláninu. Ábyrgð lántakans á leið-
réttingarláninu lækkar um fjórðung
árlega uns leiðréttingarlánið hverfur
alveg að fjórum árum liðnum. Gagn-
vart lántakanum kemur lækkun
greiðslubyrði hins vegar fram strax á
árinu 2014, sem fyrr segir, eins og öll
leiðréttingin hafi verið framkvæmd á
fyrsta árinu.
Greiðslubyrði lánanna
mun lækka strax