Morgunblaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2013 Framúrskarandi jólaplata Jólakveðja bbbbm Sigríður Thorlacius syngur og henni til fulltingis eru Bjarni Frímann Bjarnason á píanó og fiðlu, Guðmundur Óskar Guðmundsson leikur á bassa, Helgi Svavar Helgason á trommur og slagverk og Ómar Guðjónsson á gítar. Sena gefur út. Hér er komin sannkölluð jólaplötuperla sem víst má telja að þegar hafi tekið sér stöðu meðal sígildra íslenskra jólaplatna því hún á ekkert annað skilið. Þeir Bjarni Frímann og Guð- mundur Óskar hafa samið ný og ákaflega falleg lög við átta jóla- og vetr- arljóð, samin meðal ann- ars af Þorsteini Erlings- syni, Jóhannesi úr Kötlum, Jakobínu Sigurð- ardóttur og Davíð Stef- ánssyni. Kvæðin hafa flest stöðu sígilds kveð- skapar og gaman er frá því að segja að lagasmíðarnar sýna hinum klassíska kveðskap fullan sóma og eru heilt yfir framúrskarandi fínar. Útsetningarnar eru létt- djassaðar og þægilegar, en um leið er einfald- leikinn hafður að leiðarljósi. Er það vel því þeg- ar svona fín músík er annars vegar þarf engin trix á borð við sleðabjöllur eða kirkjuklukkur til að snúa jólastemninguna í gang. Enda er þess getið í plötuumslaginu að í jólakvæðunum á plötunni sé ekki ort um jólapakka og annað prjál af því taginu heldur eigi ljóðin það sam- eiginlegt að endurspegla hugmyndina um hið einfalda og hið sanna. Skal það segjast að svo mikið hefur heppnast og rúmlega það. Hönnun albúmsins er í takt við það, einföld blýants- teikning af þriggja bursta torfbæ þar sem hinn hefðbundni ameríski myndheimur er víðs fjarri. Það eina sem gæti falið í sér skírskotun í jólin eru tvö grenitré á kantinum og tvær hvítar rjúpur sem halda sig til hlés úti á hlaði. Að endingu skal vitaskuld minnst á þátt Sig- ríðar Thorlacius, þó í raun þurfi ekki að fjölyrða þar um. Hún hefur hin síðari ár verið í fremstu röð íslenskra flytjenda og fer hér á lág- stemmdum kostum enda rödd hennar sama óviðjafnanlega dýrindið og ávallt. Hljóð- vinnslan hefur blessunarlega sett röddina á hárréttan stað svo blæbrigði söngsins skila sér fullkomlega í öllum sínum fínleika. Erfitt er að tína ákveðin lög til sem dálæti, því þau eru öll frábær. Undirrituðum þykir þó lagið ?Frostrós á gleri?, við ljóð Höllu Eyjólfsdóttur, kannski það alfallegasta. Þar helst í hendur dásamlegt, fallegt kvæði, haganlega samið lag og síðast en ekki síst áreynslulaus og um leið óaðfinn- anlegur söngur Sigríðar, svo fullkomlega af- greiddur að hlustendur setur hljóða. Og þannig eiga sjálfsagt allir sem þessa plötu heyra hver sitt eftirlætislagið, sem vekur sömu tilfinningar með þeim. Þessi jólaplata er sannarlega það góð. Allskonar jól Æsku minnar jól bbmnn Bubbi leikur á kassagítar og syngur tíu frum- samin jólalög og eitt gamalt. Með honum spila Börkur Hrafn Birgisson á rafgítar, Daði Birgisson á píanó, Hammond, harpsichord, Rhodes og trommur, Ingi Björn Ingason á bassa og Kristinn Snær Agnarsson á bassa. Sena gefur út. Útgáfusaga Bubba Morthens spannar á fjórða tug ára og þessi vinsælasti tónlistar- maður þjóðarinnar um árabil hefur loks bætt jólaplötu á býsna tilkomumikinn verkefnalista sinn. Öll lögin og textar eru eftir hann, utan ?Há- tíð í bæ?, sem Vilhjálmur Vilhjálmsson og Egill Ólafsson hafa fyrir margt löngu gert að sínu. Lagið virkar fyrir bragðið svo- lítið utangátta innan um allt frumsamda efnið auk þess sem útsetningin bætir litlu við gömlu út- gáfurnar. Eiginlega hefði bara mátt sleppa því. Í frumsamda efninu bregður Bubbi svo fyrir sig allra handa stílum og hrynjandi, allt frá hugljúfum strengjaballöðum upp í sprækan balkandjass með dixieland-ívafi. Dæmi um hið síðarnefnda eru lögin ?Snjór? og ?Gjöfin í ár (Pakkakvíði)? þar sem ofvirkt og galsafengið klarinettið veður upp og niður tónstigann. Söngurinn er líka á breiðu sviði, allt frá kæru- leysislegu sjálfsöryggi (í áðurnefndu lagi, ?Snjór?, gæti hann eins verið að syngja um að hrognin séu að koma og tímabært að gera kerin klár) yfir í tilfinningaríkan flutning í efri þrep- um raddsviðsins, eins og í laginu ?Gleðileg jól? þar sem Bubbi er upp á sitt allra meyrasta. Þar af leiðir að jólastemningin virkar svolítið sund- urlaus, eins og flytjandinn viti ekki alveg hvort hann eigi að vera í iðandi kátum jólafíling ell- egar á hátíðlegum nótum. Þá eru textarnir stirðbusalegir á stundum og í þeim efnum hefur Bubba oft tekist betur upp. Ástaróðurinn ?Jólarósin? er dæmi um þetta. Það breytir þó engu um það að aðdáendur Bubba ? sem eru helft þjóðarinnar, trúi ég ? munu eftir sem áður fagna þessari útgáfu og taka jólaplötu kóngsins höndum tveim. Hátíðleg jól Þar ljós inn skein bbbbn Kammerkórinn Hymnodia flytur jólalög ásamt Láru Sóleyju Jóhannsdóttur fiðluleikara og Hjör- leifi Erni Jónssyni. Eyþór Ingi Jónsson stjórnar og leikur á harmóníum. Hymnodia gefur út. Hymnodia er kammerkór Eyþórs Inga Jóns- sonar, organista og söngstjóra við Akureyrar- kirkju, í hvern hann hefur valið einvalalið söng- fólks til þess að flytja metnaðarfulla kórtónlist, bæði kirkjuleg verk og veraldleg. Á þessum diski er að finna íslensk lög jafnt sem erlend, í bland við nokkra stutta og vel heppnaða spuna- kafla. Yfirlýst markmið Eyþórs Inga og félaga er hér að láta þjóðlegan anda haldast í hendur við sígildar hefðir, nútíma- lega sköpun og tilrauna- mennsku. Hvort sem hlustandinn er meðvit- aður um það upplegg eður ei þá er hér um frábærlega vel heppnaða plötu að ræða og þeir sem óska sér hljómþýðrar jólaskífu þar sem kyrrlátur hátíðleiki er ríkjandi þurfa ekki að leita lengra. Kórsöngurinn er gullfallegur, út- setningar allar til stakrar fyrirmyndar og hljóðfæraleikur einkar smekklega afgreiddur, en lögin eru á víxl sungin, leikin á hljóðfæri eða hvorttveggja. Í það heila eru 24 lög á plötunni sem renna ljúflega í gegn á tæpum 70 mínútum og eins og er um góðar jólaplötur hentar Þar ljós inn skein jafnt til hlustunar og til að hafa í bak- grunninn meðan samverustunda er notið yfir jólin. Þá er vert að hrósa fyrir einfalt, látlaust en ákaflega fallegt albúmið sem rímar vel við stemninguna á plötunni án allrar tilgerðar. Há- tíðlegri jólaplata verður trauðla gefin út á þess- ari aðventu. Veglegur jólatónleikapakki Jólatónleikar (DVD) bbbbn Upptaka af aðventutónleikum KK & Ellenar Kristjánsdóttur í Hörpu 12. desember 2012. Með þeim leikur einvalalið tónlistarmanna, þar á meðal Eyþór Gunnarsson, Elín, Sigríður og El- ísabet Eyþórsdætur, Mugison, Guðmundur Pét- ursson og Magnús Eiríksson. Sena gefur út. Það færist í vöxt hin seinni ár að ný útgáfa á jólatónlist leiti í upprunann og einfaldleikann. Sér þessa ríkuleg merki í jólaplötuútgáfu þessa árs. Útsetningar eru oftar en ekki mínimalískar og flutningur lágstemmdur. Systkinin KK & Ellen eiga að miklu leyti heiðurinn af þessari bylgju eins og glöggt má heyra á jólaplötum þeirra Jólin eru að koma frá 2005 og Jólin frá 2011. Hér flytja þau úrval laga af plötunum tveim, í lag- legum útsetningum Ey- þórs, við hóp þekktra tón- listarmanna sem inn á milli flytja eigin lög í bland. Flutningurinn er fumlaus eins og þessa fagfólks er von og vísa og sú notalega kvöldstund sem tónleikagestir í Eldborgarsal Hörpunnar áttu með þeim fyrir ári skilar sér afskaplega vel heim í stofu. Myndatakan er ljómandi góð og klipping efnis- ins sömuleiðis fyrirtak. Hljóðið er þá prýðilegt og tónleikarnir, alls 20 lög, einfaldlega hin besta hátíðarskemmtun. Með í pakkanum er hljómdiskur með tónleik- unum og annar til með úrvali jólalaga af áð- urnefndum jólaplötum KK og Ellenar, svo óhætt er að fullyrða að hlustendur fá hér ríf- lega jólastemningu ? notalega og hátíðlega ? fyrir snúð sinn. Það er því í alla staði óhætt að mæla með þessum veglega jólatónlistarpakka, ekki hvað síst fyrir þá örfáu sem enn eiga eftir að uppgötva jóladiska systkinanna. Jólastemning af öllu tagi Yfirlit yfir nýútkomnar íslenskar jólaplötur Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Jólatónar Sigríður Thorlacius og félagar eiga það sameiginlegt með systkinunum KK & Ellen að gefa út jólaplötu sem er í hópi þess besta sem kemur út af því taginu fyrir þessi jól. Mýrargull nefnist sýning sem opn- uð var í Norræna húsinu föstudag- inn sl. Þar sýna myndlistarkon- urnar Steinunn Gunnlaugsdóttir, Ósk Vilhjálmsdóttir og Hildur Há- konardóttir afrakstur fjársjóðs- leitar í Vatnsmýrinni. ?Hvað kemur í ljós ef farið verður að grafa, grafa í holdinu, grafa í huganum, grafa í lifandi mýrinni blautri og kaldri, súrefnislausri og oft fyrirlitinni? Vellur upp olía eða glitrar á gull? Er leyndarmál lífsins dulkóðað í tvítali kynjanna, hringrás vaxtarins og flæði mjólkurinnar? Af hverju er mýrarrauðinn rauður?? eru nokkr- ar þeirra spurninga sem myndlist- arkonurnar leita svara við í verkum sínum, að því er segir í tilkynningu. Meðal verka á sýningunni er ?Pumpa? eftir Ósk og er hluti af því gullbor sem fluttur var til landsins árið 1905 og settur upp í Vatnsmýri til gullleitar. Gullbor á sýningu í Norræna húsinu Gull Gullbor og gullleitarmenn í Vatns- mýri árið 1907. Hluti ljósmyndar eftir Magnús Ólafsson. Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á moggaklubburinn.is og fá tilboðin send í tölvupósti með því að skrá sig á póstlistann. Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér. Tímar án ráða er fyrsta breiðskífa Einars Lövdahl, 22 ára tónlistarmanns. Platan inniheldur 10 lög og texta eftir Einar. ?Platan fær 8,1 en textarnir fá 10.? Andrea Jónsdóttir, Rás 2 ?Með bestu poppskífum sem ég hef heyrt á árinu.? Árni Matthíasson, Mbl. 20% AFSLÁTTUR AF PLÖTUNNI ?TÍMAR ÁN RÁÐA? Í 12 TÓNUM FRAM AÐ JÓLUM Almennt verð: 2.500 kr. Moggaklúbbsverð: 2.000 kr. FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á EÐA Í SÍMA Tilboðið gildir í verslunum 12 tóna á Skólavörðustíg og í Hörpu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.