Morgunblaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 35
ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2013 Bjarni hefur starfað mikið að mál- efnum loðdýrabænda. Hann var for- maður Sambands íslenskra loð- dýrabænda um árabil, formaður Fagráðs í loðdýrarækt 2000-2012, sat nokkur Búnaðarþing fyrir loð- dýrabændur og hefur starfrækt Fóð- urstöð Suðurlands fyrir sunnlensk minkabú frá 2008 og er nú stjórn- arformaður hennar. Þá er hann for- maður Nautgriparæktarfélags Hraungerðishrepps og stjórn- armaður í Búnaðarfélagi Hraungerð- ishrepps. Íslensk minkaskinn þau næst- bestu á heimsmælikvarða En hvað segja loðdýrabændur? „Ég held þeir segi bara allt gott þegar á heildina er litið. Staðan er bara mjög góð um þessar mundir. En hún hefur nú ekki alltaf verið það. Af- koma í minkabúskap fer að verulegu leyti eftir heimsmarkaðsverði skinn- anna hverju sinni og það er hreinn og klár uppboðsmarkaður. Verðið hefur verið gott en það getur breyst mikið á skömmum tíma og hefur oft gert það. En það er líka mjög jákvætt við þennan rekstur að íslenskir loð- dýrabændur hafa verið að bæta sig gríðarlega á undanförnum árum, hvað varðar gæði skinnanna. Fyrir 15 árum eða svo rákum við lestina hvað varðar gæði skinna en nú eru íslensku skinnin þau næstu bestu á heimsmælikvarða. Þetta eru gríðarlegar framfarir á ekki lengri tíma enda hefur metn- aður íslenskra loðdýrabænda aukist mjög og við höfum borið gæfu til að vinna saman að kynbótum og á öðr- um faglegum sviðum greinarinnar.“ Bjarni hefur starfað með Leik- félagi Selfoss frá 1992 og leikið í fjölda uppfærslna hjá félaginu, nú síðast í fyrra í leikritinu Þrek og tár, eftir Ólaf Hauk Símonarson: „Ég hef afskaplega gaman af að stússast í þessu en svona leikhússtarf er mjög tímafrekt. Þess vegna er ég nú ekki alltaf með á hverju ári. Ég les líka töluvert þegar næði gefst en það eru þá aðallega reyfarar og ljóð í yngri kantinum. Ætli Steinn Steinarr sé ekki sá elsti af ljóð- skáldum sem ég hef gaman af.“ Fjölskylda Eiginkona Bjarna er Veronika Narfadóttir, f. 12.7. 1969, bóndi í Túni. Hún er dóttir Narfa Kristjáns- sonar, bónda í Hoftúnum í Stað- arsveit á Snæfellsnesi, og Jófríðar Sigurðardóttur húsfreyju. Börn Bjarna og Veroniku eru Guð- mundur, f. 16.3. 1994, nemi; Birgitta Kristín, f. 9.6. 1996, nemi; Stefán Narfi, f. 12.4. 2000, nemi, og Jórunn Fríða, f. 23.9. 2008, nemi. Systkini Bjarna: Jóhann, f. 30.8. 1946, vélstjóri við Búrfellsvirkjun, búsettur á Selfossi; Ragnheiður, f. 14.12. 1947, ritari hjá Garðabæ, þar búsett; Guðmundur, f. 19.12. 1948, bóndi í Hraungerði í Flóahreppi; Hafsteinn, f. 25.10. 1953, húsasmiður og bóndi í Túni II; Vernharður, f. 31.3. 1956, bílstjóri á Selfossi, og Jón- ína Þrúður, f. 18.5. 1957, matvæla- fræðingur hjá Matvælastofnun. Foreldrar Bjarna voru Stefán Guðmundsson, f. 14.6. 1919, d. 28.3. 2013, bóndi og oddviti í Túni, og k.h., Jórunn Jóhannsdóttir, f. 1.12. 1920, d. 13.11. 2000, húsfreyja í Túni. Úr frændgarði Bjarna Stefánssonar Bjarni Stefánsson Valgerður Vernharðsdóttir húsfr. í Stóru-Sandvík II Hannes Steindórsson b. í Stóru-Sandvík II Jónína Hannesdóttir húsfr. í Sölkutóft Jóhann Bjarni Loftsson form. í Sölkutóft á Eyrarbakka Jórunn Jóhannsdóttir húsfr. í Túni Jórunn Markúsdóttir húsfr. á Ketilsstöðum Loftur Jónsson b. á Ketilsstöðum í Mýrdal Guðrún Bjarnhéðinsdóttir húsfr. á Skeggjastöðum Jón Guðmundsson b. á Skeggjastöðum í Flóa, bróðursonur Björns, langafa Ágústar Þorvaldssonar alþm. á Brúnastöðum, föður Guðna fyrrv. ráðherra Ragnheiður Jónsdóttir húsfr. í Túni Guðmundur Bjarnason b. í Túni Stefán Guðmundsson b. og oddviti í Túni Guðfinna Guðmundsdóttir húsfr. í Túni Bjarni Eiríksson b. í Túni Þórunn Jóhannsdóttir húsfr. í Hafnarfirði Hallgrímur Jónasson fyrrv. forstöðum. Iðntækni- stofnunar Ásgeir Örn Hallgrímsson landsliðsmað- ur í handbolta Bjarni Guðmundsson öræfabílstjóri og sérleyfishafi Guðfinna Guðmundsdóttir húsfr. í Vorsabæ Unnur Stefánsdóttir skólastjóri og frum- kvöðull heilsuleikskóla Guðrún Guðmundsdóttir húsfr. í Hraungerði Svavar Sigmundsson íslenskufræðingur Afmælisbarnið Með mink í fanginu. Thor Jensen fæddist í Kaup-mannahöfn fyrir hundrað ogfimmtíu árum, sonur Jens Christians Jensens byggingameist- ara, og Andreu Louise Jensens, f. Martens, húsfreyju. Thor átti 11 systkini og fjórar hálfsystur. Hann var níu ára er hann missti föður sinn, fór í heimavist- arskóla fyrir verðandi versl- unarsveina og var síðan sendur til Borðeyrar um fermingaraldur. Thor lærði íslenskuna hratt og drakk í sig Íslendingasögurnar. Á Borðeyri kynntist hann Margréti Þorbjörgu Kristjánsdóttur, sem var eiginkona hans í rúm 60 ár en þau eignuðust 12 börn. Thor stundaði verslunarrekstur í Borgarnesi og síðan á Akranesi en eftir að skip með vörum hans fórust í hafi varð hann gjaldþrota. Hann flutti þá með fjölskyldu sína til Hafnarfjarðar, gerði ítarlega verð- könnun á ýmsum útgerðarvörum, stofnaði Godthaabs verslun og kom aftur undir sig fótunum með hjálp tveggja gildra útvegsbænda, Guð- mundar Einarssonar í Nesi og Þórð- ar Jónassonar í Ráðagerði. Á örfáum árum varð Thor einn ríkasti maður á Íslandi, byggði sér glæsilegt íbúðar- hús að Fríkirkjuvegi 11 við Tjörnina, kom að stofnun Milljónafélagsins 1907, sá um kaup á Jóni forseta, fyrsta togara Íslendinga og var einn af forystumönnum um stofnun Eim- skipafélags Íslands. Thor stofnaði útgerðarfyrirtækið Kveldúlf 1912 sem bar höfuð og herðar yfir önnur útgerðarfyrirtæki á millistríðsárunum. Á efri árum reisti Thor stærsta mjólkurbú á Ís- landi að Korpúlfsstöðum, og það full- komnasta á Norðurlöndum. Afkomendur Thors urðu margir landsfrægir, s.s. synir hans Ólafur forsætisráðherra, Richard, forstjóri Kveldúlfs og Thor sendiherra. Thor Vilhjálmsson rithöfundur var dótt- ursonur Thors og Björgólfur Thor athafnamaður er langafabarn hans. Valtýr Stefánsson ritstjóri skrif- aði ævisögu Thors og Guðmundur Magnússon sendi frá sér bókina Thorsararnir, auður, völd, örlög, ár- ið 2005. Thor lést 12.9. 1947. Merkir Íslendingar Thor Jensen 90 ára Helga Sigurðardóttir Jónína Hjartardóttir 85 ára Einar Þorbjörn Jónsson Eydís Bjarnardóttir Kristín Hauksdóttir Sigurbjörg Guðmundsdóttir Svandís Hannesdóttir 80 ára Ásgrímur Geirs Gunn- arsson Fjóla Sigríður Tómasdóttir Ingunn Hjördís Jónasdóttir 75 ára Hreiðar Anton Aðalsteinsson Karl Sighvatsson 70 ára Paul Newton Sigríður Lilja Guðjónsdóttir 60 ára Guðríður K. Magnúsdóttir Haraldur Óskar Haraldsson Helgi Óskar Óskarsson Hörður Vilhjálmur Sigmarsson Jónína Stefánsdóttir Karen Eberhardtsdóttir Margrét Gunnarsdóttir Reynir Matthíasson Samúel Ágústsson Sigrún Hólm Jónsdóttir Sigurður Geir Marteinsson Svanlaug J. Bjarnadóttir Úlfar Samúelsson 50 ára Agnar Jónsson Chandrika Gunnur Gunnarsson Eiríkur Óli Árnason Elísabet Rósa Matthíasdóttir Guðrún Sigurjónsdóttir Hrafnhildur S. Stígsdóttir Hrönn Þorsteinsdóttir Ingibjörg Hinriksdóttir Ingimar Baldvinsson Jóna Guðrún Jónsdóttir 40 ára Árbjörg Anna Gísladóttir Ásgerður Eyþórsdóttir Edna María Jacobsen Friðbjörn Eiríkur Garðarsson Friðrik Daníelsson Guðbjörg Skjaldardóttir Hanna Birna Jónasdóttir Helga Margrét Arnardóttir Kristinn Gylfason Ómar Líndal Marteinsson Ragnheiður Ásta Guðnadóttir Snorri Kristjánsson Tryggvi Freyr Harðarson 30 ára Elfar Steinn Karlsson Grétar Óli Ingþórsson Hildur Björg Jónsdóttir Hugrún Bjarnadóttir Til hamingju með daginn 30 ára Jónas Atli ólst upp á Akureyri, er þar bú- settur, lauk sveinsprófi í húsasmíði frá VMA og stundar húsasmíðar. Maki: Eydís Eva Ólafs- dóttir, f. 1988, skólaliði. Dóttir: Ragna Dóra, f. 2012. Foreldrar: Kristján Jón- asson, f. 1958, húsa- smíðameistari á Akureyri, og Ragna Dóra Ragn- arsdóttir, f. 1959, d. 2002, hjúkrunarfræðingur. Jónas Atli Kristjánsson 30 ára Anna Lilja ólst upp í Mosfellsbæ, lauk BS-prófi í hjúkrunarfræði frá HÍ og er hjúkr- unarfræðingur við LSH. Maki: Atli Viðar Jóhanns- son, f. 1985, grafíker. Sonur: Daníel Ómar, f. 2008. Foreldrar: Guðmundur Ómar Óskarsson, f. 1952, tónmenntakennari, og Rósa María Guðmunds- dóttir, f. 1959, hjúkr- unarfræðingur. Anna Lilja Ómarsdóttir 30 ára Guðmundur ólst upp í Keflavík, býr í Njarð- vík og er bílamálari þar. Maki: Ingibjörg Sveins- dóttir, f. 1984, hjúkr- unarfræðingur. Börn: Viktoría Sif og Petra Dögg, f. 2002, Jóel Helgi, f. 2003, og Telma Líf, f. 2011. Foreldrar: Magnús Jóns- son, f. 1960, bílamálari í Reykjanesbæ, og Hrönn Guðmundsdóttir, f. 1961, leikskólakennari. Guðmundur Ingi Magnússon Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón PAPPÍR HF • Kaplahrauni 13 • 220 Hafnarfirði • Sími 565 2217 • pappir@pappir.is • www.pappir.is Íslensk framleiðsla í miklu úrvali Sérprentanir í minni eða stærri upplögum Vertu tímanlega fyrir jólin og pantaðu pokana hjá okkur. Fallegar umbúðir gefa vörunni meira gildi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.