Morgunblaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2013 Heilbrigðismál eru nú í algleym- ingi. Sífelldar hagræðingarkröfur, niðurskurður og kostnaðartal hefur á umliðnum misserum ýtt undir nei- kvæða ímynd heilbrigðisþjónust- unnar og alið á vantrausti. Vissulega er margt sem betur má fara og sjálf- sagt að leita nýrra leiða. En þegar við berum okkur saman við önnur ríki kemur ýmislegt í ljós. Samanburður á evrópskri heil- brigðisþjónustu og bandarískri sýnir að kostnaður við heilbrigðisþjónustu er mun meiri í Bandaríkjunum og gæðin marktækt lakari. Almenn ævi- lengd þar vestra er styttri og ung- barna- og mæðravernd síðri. Sérlega má benda á lægri dánartíðni 15-60 ára samanborið við Evrópulönd. Þess skal þó geta að mörg bandarísk sjúkrahús eru meðal þeirra fremstu í heiminum og í hátækni ýmiskonar skara þeir víða fram úr. Bandaríkin Í Bandaríkjunum er heilbrigð- isþjónustan einkarekin sem þýðir að sjúkrastofnanir eru í höndum einka- aðila sem verðleggja þjónustuna að vild. Fullnægjandi tryggingar eru dýrar og geta tekið mikinn hluta af ráðstöfunartekjum fólks (20-35%). Sjúklingar eru lítt upplýstir um verð þjónustunnar og fyrir hvað sé verið að greiða og þurfa oft lögfræðiaðstoð í glímu sinni við heilbrigðisstofnanir. Þannig má rekja um 60% prósent af gjaldþrotum bandarískra heimila til skulda vegna ógreiddrar læknisþjón- ustu. Af þessum fjölda eru 2/3 samt tryggðir. 1/3 Bandaríkjamanna veigrar sér við að sækja heilbrigð- isþjónustu vegna kostnaðar, á Norð- urlöndum 1/20. Sjúkratilfelli vestra Emily, 60 ára kona, datt, meiddist í andliti, fékk blóðnasir. Fór á sjúkra- hús, meðferð stóð sex klst. Tekin voru blóðpróf og sneiðmyndir af höfði, andliti og brjósti, kom í ljós sprunga í nefbeini. Heildarupphæð reiknings 1.100 þúsund ISK. Trygg- ing Emily dekkaði 300.000 krónur, sjálf þurfti hún að borga 800 þúsund. Mánaðarlaun hennar voru 217.000 krónur. Úr varð dómsmál og nið- urstaðan sú að Emily skyldi greiða sjúkrahúsinu 10.000 krónur mán- aðarlega í 6 ár, alls 720.000 krónur. Sylvester, 42 ára karl, greindist með eitlakrabbamein. Hann greiddi 20% af tekjum sínum í sjúkratrygg- ingu eða 57.000 ISK á mánuði. Ónafngreindur krabbameinsspítali vildi ekki taka við Sylvester án fullrar greiðslu fyrirfram. Sex daga und- irbúningur og meðferðin sjálf kostaði 10 milljónir ISK. Ættingi borgaði. Reikningurinn frá spítalanum sýndi að Sylvester borgaði 180 krónur fyrir hverja verkjatöflu en 100 stykki kosta það sama á netinu. Sylvester borgaði 850 krónur fyrir eina sprittbómull sem kostar á netinu rúma krónu. Lungnamynd kostaði 29.000 kr. en ef hann hefði verið orð- inn 65 ára 2.500 kr. Blóðpróf kostuðu 1,8 milljónir en 37.000 kr. ef hann hefði verið orðinn 65 ára Fyrir krabbameinslyfið Rituxan borgaði Sylvester 1,7 milljónir fyrir skammt- inn. Einkaleyfi á krabbameinslyfinu Rituxan er í eigu BIOGEN IDEC. Framleiðslukostnaður eins skammts er 37.000 krónur. Krabbameinsspít- alinn kaupir skammtinn á 370.000 sem þýðir að Sylvester borgar skammtinn 45-faldan frá framleið- anda og 4,5-faldan frá spítalanum sem yfirlýst er ekki rekinn í gróða- skyni. Samt var hagnaður hans 64 milljarðar árið 2010. Við þetta má bæta að forstjóri BIOGEN IDEC er með 1300 milljónir í árslaun. Samantekt Samantekið má segja um banda- ríska heilbrigðisþjónustu að sjúkra- stofnanir eru þar mjög valdamiklar og skila gríðarlegum hagnaði, hvort sem þær lýsa sig reknar í gróðaskyni eða ekki. Sama gildir um lyfja- framleiðendur, tækjaframleiðendur og rannsóknarstofur. Gjaldskrá er einhliða ákveðin af sjúkrastofnunum og svo há að tryggingafélög hafa ekki við, hvað þá almenningur. Lyfja- kostnaður er líka hár og markast af einkaleyfum og einokunaraðstöðu lyfjafyrirtækja. Krosseignatengsl hagsmunaaðila eru mikil og vaxandi. Lagaumhverfi hvetur til oflækninga. Þannig er millistéttin sem sjálf þarf að sjá um sínar tryggingar ofurseld markaðsöflunum en ekki bara hún heldur einnig hið opinbera trygg- ingakerfi því samkvæmt bandarísk- um lögum hafa heilbrigðisstofnanir sjálfdæmi í flestu sem lýtur að með- ferð. Lokaorð Velferðarkerfi víða um heim standa á krossgötum. Ísland er þar engin undantekning og framundan stefnumarkandi ákvarðanir til fram- tíðar. Æ fleiri gera sér ljóst að áætl- anagerðir okkar í heilbrigðismálum þarf að endurskoða og samhnýta þær betur þeim raunveruleika sem við blasir. En sífelld neikvæð umfjöllun um heilbrigðisþjónustuna grefur undan tiltrú fólks. Okkur hefur þrátt fyrir allt tekist að reka hér heilbrigð- isþjónustu sem stendur öllum til boða, óháð efnahag. Gæðin eru á heimsmælikvarða og kostnaðurinn hóflegur. Við erum því góðu vön og líklega er það hluti vandans. Óheftur einkarekstur virðist þó ekki vera lausnin. Nánari umfjöllun og heimildaskrá má finna á mbl.is/greinar Meira: mbl.is/greinar Er óheftur einkarekstur í heilbrigðisþjónustu lausnin? Eftir Ólaf Ólafsson, Lýð Árnason og Ottó J. Björnsson » Samanburður á evr- ópskri heilbrigð- isþjónustu og banda- rískri sýnir að kostnaður við heilbrigð- isþjónustu er mun meiri í Bandaríkjunum og gæðin marktækt lakari. Ólafur er fv. landlæknir, Lýður er læknir og vaktstjóri Lýðræðisvakt- arinnar og Ottó J. er prófessor í stærð- og tölfræði. Ólafur Ólafsson Lýður Árnason Ottó J. Björnsson ...alveg með?etta Fylgir Morgunblaðinu alla fimmtudaga Fæst í helstu apótekum brokkoli.is 15. stk. freyðitö?ur í stauk ? skellt út í vatnsglas ? þegar þér hentar. C-VITA + STYRKIR ÓNÆMISKERFIÐ Fjölþætt viðurkennd innihaldsefni fyrir heilsubætandi áhrif. D-VITA + MÖGNUÐ SAMSETNING Fyrir bein og tennur, vöðva, miðtaugaker? og betri svefn C VÍTAMÍN/1000 mg + BROKKOLÍ + GRÆNT TE + BIOFLAVONOIDS + ZINK D VÍTAMÍN + KALK + MAGNESIUM Drekktu í þig hollustuna! Bragðgóður og frískandi heilsudrykkur ? fyrir alla daga ! Jarðaberjabragð SítrónubragðGrape og sítrónubragð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.