Morgunblaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 16
16 Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2013 Jólaskreytingar Við seljum og setjum upp jólaseríur 10% afsláttur af uppsetningu ef þú kaupir seríurnar af okkur. Sími 571 2000 | hreinirgardar.is Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Lögreglan taldi almannahættu vera í Árbæjarhverfi í fyrrinótt vegna manns sem skaut með haglabyssu út um glugga íbúðar sinnar við Hraunbæ. Lögreglumenn urðu fyrir skotum mannsins þegar þeir reyndu að ná tali af honum og yfirbuga hann. Atburðarásinni lauk með því að sér- sveitarmenn svöruðu skotum manns- ins og var hann úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi. Aðgerð lögreglunnar í Hraunbæ á sér enga hliðstæðu hér á landi. Tveir lögreglumenn slösuðust þegar þeir urðu fyrir skotum byssumannsins. Þá hefur það ekki gerst fyrr að ís- lenskir lögreglumenn hafi skotið til bana mann sem þeir eiga í höggi við. Skaut út um glugga Tæplega sextugur maður bjó einn í íbúð við Hraunbæ. Nágrannar urðu varir við að maðurinn kom heim með látum í fyrrakvöld. Einhverjir þeirra heyrðu hljóð um klukkan hálfeitt um nóttina sem þeir tengja við að fyrsta skotinu hafi verið hleypt af í íbúð mannsins. Þá vakti hundur eins ná- grannans eiganda sinn og fleiri vökn- uðu um svipað leyti. Lögreglan segist hafa fengið til- kynningu um háværa hvelli um klukkan þrjú um nóttina. Almennir lögreglumenn voru sendir á staðinn til að kanna málið og þeir biðu eftir aðstoð sérsveitarmanna. Ekki tókst að ná sambandi við manninn og opnuðu lögreglumenn íbúðina sem er á annarri hæð í fjöl- býlishúsi. Tilgangurinn var að sögn lögreglu að kalla til hans. Maðurinn skaut á þá. Skotið lenti á skildi sér- sveitarmanns sem kastaðist við það aftur á bak og niður stigann. Mun hann hafa rotast. Tveir almennir lög- reglumenn leituðu skjóls uppi á þriðju hæð. Lögreglan dró sig til baka og öll sérsveitin var kölluð út. Almennu lögreglumönnunum var komið út og stigagangurinn rýmdur. Lögreglan náði ekki sambandi við manninn en taldi að fólk sem væri á ferli í nágrenni íbúðar hans væri í hættu. Ákveðið var að reyna að yfir- buga hann með beitingu gasvopna. Um klukkan sex var reykhylkjum skotið inn um glugga á svefn- herbergi og eldhúsi í íbúð mannsins. Ekki tókst að svæla hann út því hann hóf þess í stað að skjóta út um glugga íbúðarinnar, að því er fram kom hjá Stefáni Eiríkssyni, lög- reglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, á blaðamannafundi í gær. Skotin dundu yfir bílastæðið og í gær voru lögreglumenn að leita að ummerkj- um á öllu svæðinu. Þegar sérsveitarmenn ruddust inn í íbúðina til að yfirbuga manninn skaut hann nokkrum skotum að þeim. Hann hitti hjálmklætt höfuð lögreglumanns sem féll við og skot fóru fram hjá höfðum annarra, sam- kvæmt upplýsingum lögreglunnar. Sérsveitin skaut þá á móti og særði manninn. Hann var úrskurðaður lát- inn þegar komið var með hann á sjúkrahús. Ekki fengust í gær nánari upplýsingar um aðstæður í íbúðinni eða hvernig byssumaðurinn féll. Í fréttatilkynningu ríkislögreglustjóra og lögreglustjórans á höfuðborgar- svæðinu segir að við fyrstu sýn verði ekki betur séð en sérsveitarmenn- irnir hafi farið eftir verklagsreglum. Harma atburðinn ?Lögreglan harmar þennan at- burð og vill koma á framfæri inni- legum samúðarkveðjum til fjöl- skyldu mannsins,? sagði Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri á fundinum í gær. Meiðsli lögreglumannanna reynd- ust ekki alvarleg, að sögn Stefáns. Hann telur ljóst að hlífðarbúnaður þeirra og þjálfun hafi komið í veg fyrir að ekki fór verr. Þá telur lög- reglan að almennir lögreglumenn sem fyrstir fóru á staðinn hafi verið í mikilli hættu. 15 til 20 lögreglumenn, auk sérsveitarmanna, tóku þátt í að- gerðinni sem lauk um klukkan sjö í gærmorgun. Lögreglan tilkynnti atburðinn til innanríkisráðherra og ríkissaksókn- ara en embætti ríkissaksóknara fer með rannsókn málsins. Lögreglan felldi byssumann  Almenningur og lögreglumenn í hættu þegar reynt var að yfirbuga mann sem skaut af haglabyssu úr íbúð í Árbæjarhverfi í fyrrinótt  Tveir sérsveitarmenn urðu fyrir skotum hans Morgunblaðið/Rósa Braga Umsátur Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu í Árbæjarhverfi. Sérsveitarmenn mættu með búnað sinn og tóku fram hlífar og vopn til að takast á við byssumann. Morgunblaðið/Júlíus Farið yfir málið Egill Bjarnason yfirlögregluþjónn, Stefán Eiríksson lög- reglustjóri, Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón Bjartmarz, yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra. Atburðarás við Hraunbæ Um kl. hálf eitt: Nágranni manns í íbúð við Hraunbæ vaknar við gelt í hundi sínum sem hann tengir við það að fyrsta skotinu hafi verið hleypt af. Um kl. 3: Lögreglu tilkynnt um háværa hvelli frá íbúðinni. Almennir lögreglumenn sendir á staðinn til að kanna málið. Sérsveit- armenn þeim til aðstoðar. Lögreglan opnar hurðina inn í íbúðina þegar íbúinn svarar þeim ekki. Maðurinn skýtur með haglabyssu á sérsveitarmenn semætluðu að kalla inn í íbúðina. Skotið lendir á skildi sérsveitarmanns sem kastast aftur á bak og niður stiga og rotast. Um kl. 5: Lögreglan dregur sig til baka og kallar eftir liðsstyrk. Íbúðir í stigaganginum rýmdar. Sjúkrabílar kallaðir á vettvang. Um kl. 6: Enn næst ekki samband við manninn. Lögreglan reynir að yfirbuga hann með því að skjóta gashylkjum inn um glugga íbúðarinnar. Maðurinn skýtur margsinnis út um glugga. Sérsveitarmenn fara inn. Maðurinn skýtur nokkrum skotum að þeim.Hittir í hjálmklætt höfuð sérsveitarmanns. Sérsveitarmenn skjóta manninn og særa. Lögreglumenn hefja lífsbjargandi aðgerðir og bráðatæknar úr sjúkrabílum eru kallaðir til. Maðurinn fluttur á sjúkrahús þar sem hann er úrskurðaður látinn. Um kl. 7: Aðgerðum lögreglu lokið. Ríkissaksóknari tekur við rannsókn málsins. Umsátur í Árbæjarhverfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.