Morgunblaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
ÍstjórnarskráÍslands segirað allir skuli
„njóta friðhelgi
einkalífs, heimilis
og fjölskyldu“. Þar er einnig
kveðið á um að sú friðhelgi
verði ekki rofin nema með
dómsúrskurði eða sérstakri
lagaheimild.
Í nútímasamfélagi er varð-
veisla friðhelgi einkalífsins
ekki bara undir borgurunum
sjálfum komin. Samskipti
þeirra fara fram í tölvupósti,
smáskilaboðum og með ýms-
um öðrum hætti. Samfélagið
byggir á því að þessi samskipti
séu örugg. Fyrirtækjum sem
veita slíka þjónustu er því fal-
in mikil ábyrgð. Þeim er
treyst fyrir svo umfangs-
miklum upplýsingum að ein-
ræðisherrar eftirlitsríkja lið-
innar aldar hefðu aldrei þorað
að láta sig dreyma um annað
eins. Ef öryggið bregst getur
líf viðskiptavina þeirra orðið
eins og opin bók. Traust er
fjöregg fjarskiptafyrirtækja.
Um helgina var gerð net-
árás á Vodafone og marg-
víslegum upplýsingum um við-
skiptavini fyrirtækisins stolið.
Í gögnunum voru lykilorð,
smáskilaboð og persónu-
upplýsingar, sem deilt var á
netinu. Í fréttum hefur komið
fram að 30 þúsund lykilorðum
að tölvupóstföngum Íslend-
inga hafi verið stolið og aðeins
hluti þeirra verið dulkóðaður.
Um er að ræða í kringum 80
þúsund smáskilaboð, sem ná
allt aftur til 2010. Meðal
þeirra eru samskipti þing-
manna og afar persónuleg
skeyti einstaklinga. Þetta er
grafalvarlegt mál og virðist
sem forráðamenn Vodafone
hafi ekki gert sér grein fyrir
því í upphafi. Furðu sætir að
fyrirtækið skuli í fyrstu hafa
sagt að engar trúnaðarupplýs-
ingar hefðu komst í rangar
hendur, en síðan þurft að
draga það til baka skömmu
síðar.
Ekki er síður alvarlegt að í
ljós kom að fyrirtækið hefur
geymt gögn mun lengur en
kveðið er á um í lögum. Í fjar-
skiptalögum segir að fjar-
skiptafyrirtæki skuli „í þágu
rannsókna sakamála og al-
mannaöryggis, varðveita lág-
marksskráningu gagna um
fjarskiptaumferð notenda í
sex mánuði“. „Eyða ber um-
ferðargögnunum að þessum
tíma liðnum,“ segir síðan,
enda sé ekki þörf fyrir þau
lengur.
Þarna er ekkert óskýrt.
Fyrirtækið ber því við að eldri
skilaboð hafi verið á síðunni
vegna þess að viðskiptavinir
hafi getað valið að
geyma send sms.
Til viðbótar hafi
verið eldri gögn í
kerfum Vodafone
og þeim hafi verið eytt. Jafn-
framt kom fram að við athug-
un hjá Símanum eftir að árás-
in var gerð á Vodafone hefði
komið í ljós að ein tegund
gagna hefði verið geymd hálfu
ári lengur en heimilt væri, en
hefði nú verið eytt.
Það er undarlegt að fjar-
skiptafyrirtæki skuli ekki
vera með skýrar vinnureglur
um eyðingu gagna þegar
skyldubundnum geymslutíma
lýkur. Hvaða hag hafa þau af
að geyma slíkar upplýsingar?
Þeirra hlutverk er að veita
þjónustu, ekki að safna upp-
lýsingum um viðskiptavini
sína og geyma á laun.
Eftir þessa uppákomu er
full ástæða til þess að fara
rækilega yfir það hvernig ör-
yggismálum er háttað hjá fjar-
skiptafyrirtækjum. Í fyrsta
lagi þurfa þau að tryggja ör-
yggi fyrir árásum, en eins
verður að vera tryggt að þau
virði lög um eyðingu gagna.
Viðbrögð við árásinni vekja
líka spurningar. Upplýsing-
arnar, sem árásarmaðurinn
setti á netið, mátti með ýms-
um hætti rekja til ein-
staklinga. Á vefsíðunni já.is er
hægt að rekja símanúmer og
þar með komast að því hver
hafi sent smáskilaboð, sem
birt voru á netinu. Þar var þó
ekki boðið upp á að fjarlægja
upplýsingar fyrr en á hefð-
bundnum afgreiðslutíma í
gær.
Vodafone gaf viðskiptavin-
um kost á að kanna hvaða upp-
lýsingar um þá hefðu birst á
netinu. Myndaðist röð fyrir
utan sérstakt gagnaherbergi,
þar sem fyrirtækið hafði kom-
ið upp aðstöðu og átti aðeins
að vera opið í gær og í dag.
Ljóst er að þessi aðgerð dugar
ekki til. Nægir þar að benda á
að færri komust að en vildu
auk þess sem viðskiptavinir
fyrirtækisins eru ekki allir á
höfuðborgarsvæðinu.
Þetta mál vekur margar
spurningar og er nauðsynlegt
að fjarskiptafyrirtæki fari
rækilega yfir öryggisreglur
sínar. Að þessu sinni voru
gögnin birt á netinu og ætl-
unin að koma höggi á fyrir-
tækið með þeim hætti, en
árásarmenn gætu rétt eins
brotist inn í tölvukerfi án þess
að skilja eftir sig spor og gert
sér leik að því að sækja upp-
lýsingar yfir lengra tímabil.
Fjarskiptafyrirtækjum er
sýnt mikið traust og þau verða
að standa undir því.
Traust er fjöregg
fjarskiptafyrirtækja}Friðhelgi einkalífs
O
ft er sagt að hinn fullkomni glæpur
sé svo vel geymt leyndarmál að á
endanum sé alltaf kjaftað frá.
Einhver segi frá málavöxtum og
hverjir gerendurnir voru. Oft er
sagan upplýst til að verja aðra hagsmuni en
stundum hendir að flóðgáttir bresta af slysni
svo allt míglekur, eins og gerðist um helgina
þegar tyrkneskur dólgur gerði áhlaup á kerfi
Vodafone á Íslandi með kunnum afleiðingum.
Ýmsum sprekum úr gagnabanka fjarskipta-
fyrirtækisins hefur skolað á land síðustu sólar-
hringa, svo sem pornósögum, bankaupplýs-
ingum, hversdagsmálum í lífi fjölskyldna og
lýsingum á pólitísku brölti. Ekkert hefur komið
fram sem eru atriði sem marka skil, stóra málið
er hins vegar að þetta þarf ekki að koma mjög á
óvart. Er nokkuð til lengur sem er leyndarmál?
Rafrænan hefur raskað jafnvægi og fullkomni glæpurinn
verður ekki falinn.
En þarf endilega tölvuvædda veröld svo allt fréttist?
Fyrir rúmum áratug þegar til stóð að koma upp gagna-
grunni í þágu erfðarannsókna var tekin umræða um frið-
helgi heilsufarsupplýsinga. Ýmis sjónarmið heyrðust og
ýmsum þótti teflt á tvær hættur; því það sem við segðum
við lækna um heilsu og líðan væri það allra heilagasta.
Flest sem á þessum tíma var sagt gæti staðist enn – og
munum að fólk sem veikist er oft óðfúst til að deila þeirri
reynslu með öðrum. Mér bláókunnugt fólk fer stundum
með slíkar rullur á förnum vegi svo kjaftar á því hver
tuska. Sjúkrasögur eru vinsælt efni í blöðum
og sömuleiðis bókum og ekki verður annað séð
en að þetta sé þakklátt efni. Fleiri prívatmál,
sem svo eru kölluð eru sömuleiðis fólki sem
hefur af persónulegri reynslu af miðla oft
býsna kær umræðuefni svo rökin um friðhelgi
einkalífsins eru stundum kátlegt hjal.
Lekamál síðustu missera eru mörg. Julian
Assange og félagar hans Wikileaks komust inn
fyrir virkisveggi stjórnvalda í Bandaríkjunum
og í áhugaverðar upplýsingalindir þar. Hvað
nákvæmlega er þaðan komið er utan efnis
þessa pistils; punkturinn í málinu er sá að ríki
halda úti heilum herdeildum spæjara sem
liggja á gægjum og rýna í skráargöt. Það eru
raunar velþekkt vinnubrögð en vert umræðu
er hvað auðvelt er orðið að fylgjast með öllu og
öllum. Njósnastofnanir í ríkjunum rauðu, sem
liðu undir lok fyrir aldarfjórðungi, voru alræmdar. Væru
þó sakleysislegir sunnudagaskólar í samanburði við þau
tækifæri til leynilögguleikja í rafheimum sem nú bjóðast.
Eftir hrunið voru uppi háværar raddir um að leyndar-
hyggju skyldi aflétta. Allt upp á borðið og enga þöggun,
var gjarnan sagt og orðunum sérstaklega beint til manna í
stjórnmálum og viðskiptum. Og nú virðist vera að rofa til,
með lekanum um helgina hefur ýmislegt komið fram í
dagsljósið og þöggunin er á undanhaldi þó það hafi gerst
með öðrum hætti en vænst var í byltingunni. Við höfum
hins vegar alveg óvart fengið að sjá beint í sárið í voðalegu
máli hjá Voðafón. sbs@mbl.is
Sigurður Bogi
Sævarsson
Pistill
Alveg óvart er engin þöggun
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Mikill álagstími er hjástarfsfólki verslana umþetta leyti. Salan fyrirjól er mest frá miðjum
nóvember og allan desembermánuð.
12. desember næstkomandi
mun afgreiðslutími margra verslana
lengjast. Opið verður víða til kl. tíu
öll kvöld fram að aðfangadegi jóla,
m.a. í verslunarmiðstöðvunum í
Kringlunni og
Smáralind sem og
í miðborginni.
„Fleiri koma
að verslunar-
störfum en áður.
Sami ein-
staklingurinn
vinnur hvorki jafn
mikið og lengi í
einu eins og áður
tíðkaðist,“ segir
Ólafía Björk
Rafnsdóttir, formaður VR, spurð út í
álag á starfsfólk í verslunum um
þetta leyti. Þetta eigi einkum við um
félagsmenn sem starfa í matvöru-
verslunum. Þar dreifist vinnuálag
meira vegna vaktavinnu og fleiri
hlutastarfsmanna. Það eigi við um
desember eins og aðra mánuði.
Í verslunum þar sem afgreiðslu-
tími er ekki eins langur, t.d. í sér-
verslunum, á þetta þó ekki við. Ljóst
er að þeir starfsmenn vinna umtals-
vert lengri vinnudag í desember en
aðra mánuði.
„Alltaf er þarft að minna á lög-
bundinn hvíldartíma verslunarfólks í
desember. Við höldum áfram að gera
það,“ segir Ólafía og vísar til auglýs-
ingaherferðar VR sem hófst árið
2004 og eigi alltaf við. Eftir að þeirri
herferð var hrundið af stað, þar sem
m.a. úrvinda verslunarfólk sofnar í
kvöldverði á aðfangadegi, hafi orðið
ákveðin vitundarvakning, jafnt með-
al atvinnurekenda og starfsfólks.
Eðli málsins samkvæmt berast
ekki kvartanir um hvíldartíma frá
starfsfólki fyrr en eftir jól. „Við
greinum aukinn þunga í málefnum
tengdum hvíldartíma á þessum tíma
árs.“ Lögbundin hvíld er 11 klukku-
tímar milli vakta.
Kostar ekkert að vera kurteis
Í dag hefst átak VR þar sem
fólk er minnt á að sýna kurteisi í
samskiptum. Starfsfólk ýmissa
verslana verður með barmmerki með
slagorðum sem verslanir geta valið
um. Skilaboðin eru m.a.: „Það kostar
ekkert að vera kurteis“, „virðum
störf verslunarfólks“, „hrós kostar
ekkert“, „allir brosa á sama tungu-
máli“.
Ástæðan fyrir þessari vitundar-
vakningu sem VR hvetur til er fjöldi
dæma um kúnna sem hafa látið geð-
vonsku sína hafa áhrif á starfsfólk.
„Slíkt er algjörlega óviðunandi. Þarft
er að minna á almenna kurteisi á
þessum tíma, ef við erum kurteis þá
minnkar það álag á alla. Í kjölfarið
ítrekum við að virða skuli umsaminn
hvíldartíma,“ segir Ólafía.
Jólin í miðborginni
„Það er góður hugur í mann-
skapnum. Þetta fór vel af stað [í
fyrradag] með glæsilegri tendrun
ljósa á jólatrénu við Austurvöll. Mið-
borgin er orðin fullskreytt og hefur
mikið aðdráttarafl,“ segir Jakob Frí-
mann Magnússon, framkvæmda-
stjóri Miðborgarinnar, spurður út í
jólaverslunina þar á bæ.
Ýmsar uppákomur hafa verið
skipulagðar í jólamánuðinum til að fá
fólk til að koma í miðborgina. Sem
dæmi má nefna fjölskylduratleik og
jólavættina en myndum af þeim
verður varpað upp á ýmsar bygg-
ingar í borginni. Jakob segir kaup-
menn almennt jákvæða og eflaust
spili inn í sýnilegur fjöldi erlendra
gesta.
Vinnuálag starfs-
manna dreifist betur
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Jólaverslun Starfsfólk í sérverslunum vinnur lengri vinnudag í desember en
aðra mánuði. Ljós á Óslóartrénu á Austurvelli eru hér tendruð.
Ólafía
Rafnsdóttir
„Okkur finnst jólaverslunin al-
mennt fara frekar rólega af
stað. Reyndar er það þannig
hjá okkur að hún tekur yfir-
leitt seint við sér. Fólk kaupir
skartgripi oft á síðustu
stundu þegar það vill gjarnan
bæta við í pakkann,“ segir
Hákon Jónsson, framkvæmda-
stjóri Jóns og Óskars, úra- og
skartgripaverslunar. Verslunin
er á þremur stöðum; á Lauga-
vegi og í Kringlunni og
Smáralind. Hákon segir að nú
sé sala í versluninni á Lauga-
veginum í rólegri kantinum
miðað við hina staðina. Eftir
hrunið 2008 dróst verslunin
saman. Síðustu ár hefur hún
verið með svipuðum hætti og
er útlit fyrir að hún verði
einnig ámóta í ár.
Hákon bendir á að honum
þyki mjög margir fara til út-
landa að kaupa jólagjafir. Það
hefur töluverð áhrif á jóla-
verslun hér á landi.
Margir versla
í útlöndum
JÓLAVERSLUNIN FER
RÓLEGA AF STAÐ