Morgunblaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2013 idex.is - sími 412 1700 framl.- sölu- og þjónustuaðili Schüco á Íslandi - merkt framleiðsla ? Íslensk framleiðsla, framleitt af Idex álgluggum ehf. ? Hágæða álprófílkerfi frá Schüco ? Schüco tryggir lausnir og gæði ? Þekking og þjónusta ? Áralöng reynsla Fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi tegundum bygginga ÁLGLUGGAR - þegar gæðin skipta máli www.schueco.is að þeir vilji stefna að því að framleiða rafknúinn Saab, þegar þeir reyna að endurreisa Saab, það sé þeirra fram- tíðarsýn. En Mikael Östlund sagði einnig: ?Okkar fyrsta framleiðsla verður á hógværum nótum. Við vilj- um hvorki gefa loforð né framtíðar- spár, sem við getum ekki staðið við. Við erum hógværir og munum hefja framleiðsluna á fáum bílum, með það fyrir augum að geta fjölgað fram- leiddum bílum, þegar markaðurinn krefst þess. Sennilega er þetta ekki einmitt tíminn til þess að hefja framleiðslu á bílum og enn síður að flytja þá inn til Íslands. Í gær kom fram í fréttatil- kynningu frá Bílgreinasambandinu að 39,7% samdráttur var í sölu nýrra fólksbíla í nóvember samanborið við sama tíma í fyrra. Þar kom sömuleiðis fram að samdrátturinn á fyrstu ellefu mánuðum ársins hafi verið 5,4%. Alls hafi verið nýskráðar 6.984 bifreiðar á þessu ári. Það sé fækkun um 402 bíla miðað við sama tímabil í fyrra. agnes@mbl.is Saab framleiddur á ný í Svíþjóð Kínverskir og sænskir fjárfestar, Nevs, hafa keypt Saab AFP Saab 9-3 módelið af Saab verður framleitt í Trollhätten-verksmiðjunni í Vestur-Svíþjóð. Myndin af skiltinu er tekin við verksmiðjuna í Trollhätten. Sænski bílaframleiðandinn Saab mun á nýjan leik hefja framleiðslu Saab- bíla í Svíþjóð, en fyrirtækið var ný- lega keypt af kínverskum og sænsk- um fjárfestahóp, National Electric Vehicle Sweden (Nevs). Hugmyndin er að halda úti framleiðslu á bensín- útgáfu af 9-3 módelinu í Trollhätten- verksmiðjunni í Vestur-Svíþjóð. Til lengri tíma litið er áætlað að hefja framleiðslu á rafmagnsbílum í verksmiðjunni, en talsmaður fyrir- tækisins segir ekki tímabært að gefa upp nánari upplýsingar. Þetta kom fram á fréttasíðu Breska ríkisút- varpsins, BBC, í gær. Smáir í sniðum til að byrja með Í frétt AFP í gær er vitnað í tals- mann Nevs, Mikael Östlund, sem skýrir af hverju fyrirtækið ætlar að byrja á að framleiða bensínknúða bíla, en stefna á það síðar að þeir verði rafknúnir: ?Við erum svo nýbúnir að kaupa Saab, að við getum ekki þróað rafknúinn Saab á einhverjum met- tíma, við þurfum tíma. Við keyptum fyrirtækið í ágúst í fyrra og okkar kappsmál hefur verið að koma fram- leiðslunni sem fyrst í gang og tryggja að allt gangi sem best.? Saga Saab síðustu árin hefur ein- kennst af fjárhagslegum erfiðleikum og gjaldþrotum, en helmingshlutur í fyrirtækinu var keyptur af banda- ríska bílaframleiðandanum General Motors árið 1989. Árið 2000 eignaðist GM allt hlutafé í Saab, en árið 2010, í kjölfar greiðslustöðvunar, seldi GM fyrirtækið til hollenska félagsins Spy- ker Cars. Ári seinna, þ.e. 2011, fór það félag í gjaldþrot og kínverskir fjárfestar sóttust eftir að kaupa Saab. Ekkert varð úr þeim áformum, en að endingu keypti Nevs Saab í ágúst 2012. Gekk eitt sinn vel Sænski bílaframleiðandinn, Saab, átti mikilli velgengni að fagna um langa hríð. Árið 2006 seldi Saab 133.000 bifreiðar en eftir það hríðféllu sölutölur. Árið 2008 höfðu sölutölur fallið niður í 93.000 og ári síðar seldi fyrirtækið einungis 27.000 bifreiðar og þá var ljóst að stefndi í þrot. Nýju eigendurnir, Nevs, hafa, eins og nafn félagsins gefur til kynna, sagt Aftur í framleiðslu » Saab verður á ný fram- leiddur í Svíþjóð. » Á árinu 2006 seldi Saab 133.000 Saab-bifreiðar. » Tveimur árum síðar, eða árið 2008, var salan komin niður í 93.000 bíla. » Og árið 2009 seldust ein- ungis 27.000 Saab-bifreiðar. » Nýir eigendur áforma að hefja bráðlega framleiðslu á rafknúnum Saab-bifreiðum.                     !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +,0 ++1-10 1+-/23 +,-40+ +3-1. +5+-4/ +-+050 +35-+, +0+-,0 ++,-30 +,0-43 ++1-., 1+-//1 +,-.+3 +3-525 +5+-34 +-+0/ +35-/4 +01-4+ 1+0-502, +12-+. +,0-,0 ++1-,1 1+-350 +,-./. +3-5.0 +51-1+ +-+/24 +34-1, +01-30 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ? Mikil aukning varð í innkaupum í Bandaríkjunum á netinu á svörtum föstudegi, nú fyrir helgi, daginn eftir þakkargjörðarhátíðina sl. fimmtudag þegar verslanir buðu vörur sínar til sölu á mun lægra verði. Vinsælustu vörurnar sem Banda- ríkjamenn keyptu, samkvæmt fréttavef AFP, voru spjaldtölvur og snjallsímar, samkvæmt upplýsingum frá hugbún- aðarfyrirtækinu Adobe. Alls keyptu Bandaríkjamenn inn fyrir þrjá milljarða Bandaríkjadala, eða um 360 milljarða króna, á þakkargjörðarhá- tíðinni og á föstudag, á netinu. Á föstudaginn námu innkaupin tæp- um tveimur milljörðum dala sem er aukning um 39% á milli ára en sam- kvæmt Adobe fengu um tvö þúsund verslanir á netinu um 400 milljón heim- sóknir þann daginn. Spjaldtölvur og snjallsímar voru vinsælustu vörurnar hjá Bandaríkjamönnum nú fyrir helgi AFP Verslun Bandaríkjamenn keyptu vörur fyrir 360 milljarða fyrir síðustu helgi. ? Viðskipti með hlutabréf í nóv- embermánuði námu 19.952 milljónum eða 950 milljónum á dag. Það er 11% hækkun frá fyrri mánuði, en í október námu viðskipti með hlutabréf 855 millj- ónum á dag. Milli ára er þetta 63% hækkun (viðskipti í nóvember 2012 námu 583 milljónum á dag, samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá Kauphöllinni. Mest voru viðskipti með hlutabréf Icelandair Group , 6.212 milljónir, Mar- els, 2.904 milljónir, Vátryggingafélags Íslands, 2.862 milljónir og Trygginga- miðstöðvarinnar, 2.668 milljónir. Úr- valsvísitalan hækkaði um 3,56% milli mánaða og stendur nú í 1.225 stigum. Viðskipti í Kauphöllinni fyrir tæpa 20 milljarða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.