Morgunblaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2013 HEYRNARSTÖ?IN Þjónusta Heyrnarstöðvarinnar gengur út á aukin lífsgæði. Við bjóðum ókeypis heyrnarmælingu, hágæða heyrnartæki og margvíslega sérfræðiþjónustu og ráðgjöf. Kynntu þér þjónustu okkar á heyrnarstodin.is og vertu í sambandi. Við tökum vel á móti þér. Heyrumst. Kringlunni ? Sími 568 7777 ? heyrnarstodin.is Malín Brand malin@mbl.is Það var árið 2004 sem HeimirPálsson gerði sér ljóst aðenn væru fjölmargar ráð-gátur óleystar í sögu Eddu. Það var nefnilega þá sem hann tók að sökkva sér í texta Uppsala-Eddu eða DG 11 4to eins og handritið kallast. Síðan þá hefur hann kynnst ritara handritsins býsna vel þó ekki sé vita hver það er. Stíllinn er afgerandi og segir Heimir að mikill munur sé á Uppsala-Eddu og öðrum handritum. ?Það er töluvert styttra, það er með innskotum sem eru alls ekki með í hinum handritunum. Það er meðal annars þetta Skáldatal sem bara er varðveitt hér og í einu hand- riti af Heimskringlu líka þannig að það hefur greinilega eitthvað með Snorra að gera,? segir Heimir þegar hann er spurður að því hvað greini handritin einna helst að. Það er margt fleira sem má nefna, eins og ættartala Sturlunga, Lögsögu- mannatal. ?Ættartala Sturlunga end- ar á systurbörnum Snorra og Lög- sögumannatal er greinilega skrifað þegar hann er lögsögumaður í annað skiptið, þannig að þetta eru allt sam- an textar sem hafa eitthvað með Snorra Sturluson að gera,? segir Heimir. Galinn skrifari? Ýmsir fræðimenn hafa, að sögn Heimis, helst viljað henda Uppsala- Eddu út af borðinu því hún er erfið yfirferðar og þar er margt sem menn hafa átt erfitt með að útskýra. Þá er ritaranum gjarnan kennt um: ?Þeir segja að þetta sé bara galinn skrifari Að láta sér vaxa gott brageyra Fáir ef nokkur af núlifandi fræðimönnum hafa rannsakað Uppsala-Eddu jafn- ítarlega og Heimir Pálsson, dósent við Uppsalaháskóla. Út er komið mikið verk eftir Heimi, Uppsala-Edda, Handritið DG 11 4to sem er tæpar 400 síður. Þetta tiltekna handrit Eddu hefur verið varðveitt í Uppsölum í Svíþjóð og það eignar Snorra Sturlusyni Eddu. Heimir flytur í kvöld fyrirlestur um rannsóknir sínar. Morgunblaðið/Jim Smart Uppsala-Edda Heimir Pálsson hefur varið síðasta áratug í rannsóknir á handritinu. Afraksturinn má sjá í nýútkominni bók hans um verk Snorra. Handrit Hér má sjá myndskreytt handrit Snorra Eddu en þó ekki sjálfa Uppsala-Eddu. Á Facebook-síðu fyrir- tækisins Cool Design er að finna alls kyns hand- gerðar íslenskar vörur. Hönnunin og fram- leiðslan er íslensk og hefur vakið nokkra at- hygli fyrir að vera býsna þjóðleg og umhverfis- væn. Má þar nefna glasa- og diskamottur sem gerðar eru úr endurunnum pappír og sérstök fugla- hús sem einnig má nota sem ljósker innandyra. Litskrúðugir eggjabik- arar og friðarskál ættu að geta lífgað upp á hvert einasta eldhús. Cool Design hefur einnig hannað húsgögn á borð við kiljuhilluna en það er hilla sem passar inn í horn, til dæmis í sumarbústöðum eða annars staðar þar sem kiljur vilja hlaðast upp. Á síðunni er að finna íslenskt hugvit eins og það gerist skemmti- legast og ekki síst litskrúðugt og skrautlegt. Vefsíðan www.facebook.com/cooldesign.is Hönnun Gripir undir merkjum Cool Design hafa komið skemmtilega á óvart. Svöl íslensk hönnun Árlegir jólatónleikar Flugfreyjukórs- ins verða haldnir í Landakotskirkju. Þeir hefjast klukkan 20.00 og er að- gangur ókeypis. Góðir gestir taka þar einnig þátt og þetta árið eru það félagar í Lög- reglukórnum. Flugfreyjukórinn er skipaður fjölda freyja sem æfa tvisvar sinnum í viku undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar. Kórinn syngur gjarnan við hátíðleg tilefni, til dæmis við úthlutanir úr sjóði Vildarbarna og fleira tengt góð- gerðarstarfsemi. Jólatónleikarnir eru fastur liður í jólaundirbúningi margra og allir velkomnir á þá. Endilega ? ? sjáið Flugfreyjukórinn Morgunblaðið/Ómar Þjáning og seigla ? að lifa af eða ekki er fyrirlestur sem geðlæknirinn Högni Óskarsson flytur í Hann- esarholti við Grundarstíg 10 í kvöld. Hann mun fjalla um þjáninguna í tengslum við þunglyndi, dauðaóskir og sjálfsvígshættu. Tíðni sjálfsvíga verður rædd, áhættuhópum gerð skil auk þess sem fjallað verður um með- ferð og forvarnir. Í tilkynningu frá Hannesarholti segir: Við leitumst stöðugt við að út- rýma þjáningunni úr lífi okkar, en dæmum okkur þannig til að viðhalda henni. Sú stund getur komið í lífi margra að þjáningin verður svo yf- irþyrmandi að þeir sjá þá einu lausn að taka skrefið út úr lífinu. Sumir stíga skrefið, aðrir ekki. Aðdragand- inn er oftast allnokkur en fram- kvæmdin er oft gerð í skyndigeðs- hræringu, stundum eftir langa baráttu við þunglyndi og vonleysi, sem endar í uppgjöf. Leiðarstefið er: Sársauki er óumflýjanlegur, þjáningin er valkostur. Fyrirlesturinn hefst klukkan 20 og er aðgangseyrir 1.000 krónur. Síðasti fyrirlesturinn í röðinni Hvernig heilsast þjóðinni? Að lifa af eða ekki ? Þjáning, dauðaóskir og þunglyndi Morgunblaðið/Billi Sjálfsvíg Högni Óskarsson geðlæknir mun fjalla um þjáninguna sem valkost. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.